Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. Á G Ú S T 2 0 1 7 Stofnað 1913  189. tölublað  105. árgangur  VEKJA ATHYGLI BARNANNA Á UNDRI LÍFSINS SAMHELDNIN Í FYRIRRÚMI HERSCH LEIKUR EKKI Á NEINUM AULATÓNLEIKUM SUMAR Á SELFOSSI 14 JAZZHÁTÍÐ 30LISTÞERAPÍA 12 Viðbrögð fulltrúa » Borgarfulltrúar undrast fyr- irhugaða gjaldtöku á pallinn. » Fulltrúi Sjálfstæðisflokks vill taka málið upp á fundi borgar- ráðs á morgun. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Perlu norðursins, segir bæði borgarstjóra og framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar hafa vitað að til stæði að taka gjald fyrir aðgang að útsýnispalli Perlunnar. „Allt þetta ferli er unnið í sátt og samlyndi við Reykjavíkurborg,“ seg- ir hún og bætir við að pallurinn sé í viðauka við leigusamninginn skil- greindur sem sýningarsvæði og því sé ljóst að alltaf hafi staðið til að rukka inn á hann. Morgunblaðið hafði samband við borgarfulltrúa þriggja flokka og sögðust þeir allir hafa heyrt fyrst af fyrirhugaðri gjaldtöku í fjölmiðlum. „Ég man ekki til þess að fyrirhug- uð gjaldtaka hafi verið sérstaklega kynnt,“ segir Halldór Auðar Svans- son, borgarfulltrúi Pírata, og bætir við að hann telji að ræða eigi málið á fundi innan borgarinnar. Þá segir Guðfinna Jóhanna Guð- mundsdóttir, borgarfulltrúi Fram- sóknar og flugvallarvina, það „ekki ganga upp“ að tekið sé gjald fyrir það að stíga á pall Perlunnar. Borgarfulltrúar af fjöllum  Borgarfulltrúar heyrðu fyrst af fyrirhugaðri gjaldtöku í Perlunni í fjölmiðlum  Framkvæmdastjóri Perlu norðursins segir allt „unnið í sátt“ við borgina MFulltrúar komu af fjöllum »6 Morgunblaðið/Golli Bílar Aldrei fleiri skráðir til leigu. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Aldrei hafa skráðar bílaleigubifreiðar verið fleiri hjá Samgöngustofu en þær voru 26.293 hinn 1. ágúst síðast- liðinn. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, segist búast við verðlækkun í haust, þegar bílaleig- urnar endurnýi flota sinn og notaðar bifreiðar komi inn á markað. „Það hefur rofað til í bifreiðasölu til al- mennings. Það má gera ráð fyrir að á grundvelli framboðs og eftirspurnar geti orðið einhver verðlækkun,“ segir hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, tekur ekki í sama streng. „Ég held að menn hafi ekki stórar áhyggjur af þessu hausti. Með óbreyttu ástandi getur þetta orðið vandamál, en núna er ennþá vöntun á nýjum bílum inn á mark- aðinn. Hluti af endurnýjuninni fer í gegnum þessa bílaleigubíla,“ segir hann og nefnir að verð hafi þegar lækkað á árinu vegna styrkingar krónunnar. Özur segir þó að ef fjölg- un ferðamanna haldist óbreytt geti önnur staða verið uppi. „Það hefur verið gríðarleg aukning í túrisma og hef þetta heldur áfram eins og þetta hefur verið síðustu þrjú ár getur þetta orðið vandamál fyrir okkur inn- an tveggja til þriggja ára.“ »2 Skráðar bílaleigubifreiðar aldrei fleiri  Voru yfir 26 þúsund í byrjun ágúst  Skiptar skoðanir um framboðið í haust Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni hafnaði í 11. sæti í spjótkasti á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í London í gær. Ásdís kastaði lengst 60,16 metra í úrslitum á Ólympíuleikvanginum en kastaði 63,06 metra í undankeppninni. Þetta var í fyrsta skipti í fjórtán ár sem Íslendingur keppir í úrslitum á HM í frjálsum. Hilmar Örn Jónsson keppir í dag í sleggjukasti og Aníta Hin- riksdóttir á morgun í 800 metra hlaupi. » Íþróttir Ásdís í 11. sæti í spjótkasti á HM í London AFP Keppti frammi fyrir 65 þúsund áhorfendum  Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Ís- lands, segir að ný spá vísindamanna um að öfgar í veðurfari, einkum miklar hitabylgjur, geti leitt til dauða allt að 150 þúsund Evrópubúa á ári um næstu aldamót, sé ekki gal- in sviðsmynd miðað við þær for- sendur sem gefnar eru um þróun loftslagsbreytinga. Veðurfarssveiflur, hitabylgjur, kuldaköst, flóð og stormar, hafa á undanförnum áratugum valdið fjöl- mörgum dauðsföllum í Evrópu. Tal- ið er að hitabylgjur einar hafi árlega valdið dauða nærri 3.000 manna í álfunni. Vísindamennirnir telja að hitabylgjur muni stóraukast og valda fimmtíufalt fleiri dauðsföllum um næstu aldamót en nú. »18 Hitabylgjur munu taka sinn toll Kjaraviðræður ríkisins og aðild- arfélaga BHM munu væntanlega fara í fullan gang á næstu dögum eftir sumarleyfin. Viðræðuáætlanir gera ráð fyrir að samningar verði gerðir í þessum mánuði að sögn Guðmundar H. Guðmundssonar, varaformanns samninganefndar ríkisins, en alls óvíst er hvort það gengur eftir. Gerðardómurinn frá í ágúst árið 2015 rennur út í lok mánaðarins. Guðmundur segir að ekki sé komin nein raunveruleg virkni í viðræð- urnar en rætt hafi verið um viðræðu- áætlanir. Ekki sé enn farið að meta launakröfur eða takast á um kröfu- gerð. Það kann að flækja viðræðurnar að BHM-félögin sem féllu undir úrskurð gerðardóms hafa ekki falið BHM samningsumboð heldur semja hvert fyrir sig. Fjöldi samninga losnar í haust Ríkið hefur lýst yfir að það sé skuldbundið til þess að halda sig inn- an Salek-rammasamkomulagsins í öllum kjaraviðræðum. Gengið var frá nýjum samningi við Læknafélag Ís- lands í lok maí og voru þeir vel við- unandi að mati Guðmundar. ,,Salek- ramminn beið ekki skipbrot við þessa samninga,“ sagði hann. Samningar skurðlækna losna í lok ágúst og í haust renna út samningar Flugvirkjafélagsins, Félags íslenskra atvinnuflugmanna, framhaldsskóla- kennara við ríkið og samningur Fé- lags grunnskólakennara og sveitarfé- laganna. omfr@mbl.is BHM og ríki hafa 3 vikur til stefnu  Salek beið ekki skipbrot vegna LÍ Morgunblaðið/Golli Kjaramál BHM-félagar á samstöðu- fundi í kjaradeilunni árið 2015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.