Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Í fullu tungli Þyrlu ber við fullt tungl á flugi í fallegu sumarveðri í grennd við Reykjavík í fyrrakvöld. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina er um það bil 29,53 sólarhringar. Golli Hjól íslenskra stjórnmála fara á fullan snúning á næstu dög- um eftir að hafa verið í hægagangi síðustu vik- ur. Sjálfsagt fagna margir en aðrir telja ástæðu til að hafa áhyggjur, ekki síst þegar kosningavetur gengur í garð. Kosn- ingabaráttan fyrir sveitarstjórnir verður háð í sölum Alþingis ekki síður en heima í héraði. Alþingi kemur aftur saman eftir rúman mánuð og þá verður frum- varp til fjárlaga 2018 lagt fram. Rammi fjárlaga og meginlínur hafa þegar verið ákveðnar í fjármála- stefnu og -áætlun sem Alþingi af- greiddi á síðasta þingi. Það kemur ekki í veg fyrir hefðbundin yfirboð í þingsölum – loforð um aukin útgjöld til ýmissa málefna, sem mörg eru þörf en önnur aðeins til þess að sóa fé almennings. Ákall um aukin útgjöld ríkisins verða að líkindum háværari en í venjulegu árferði. Í aðdraganda kosninga fer fjöldaframleiðsla lof- orða af stað – skiptir engu hvort kos- ið er til þings eða sveitarstjórna. Eitt er nokkuð öruggt (og um leið áhyggjuefni): Fjölmiðlar, samkvæmt venju, veita loforðum um aukin út- gjöld meiri athygli en hugmyndum um aðhald í rekstri hins opinbera. Útgjalda- sinnar fá fleiri mínútur í ljósvaka, fleiri dálks- entímetra í prent- miðlum og betri upp- slátt í netheimum en þeir sem vilja stíga á bremsuna. Baráttu- menn fyrir aukinni skattheimtu eiga greiðari aðgang og virðast eiga fleiri and- lega samherja á fjöl- miðlum en þeir sem benda á staðreyndir: Við Íslendingar búum við eina þyngstu skattbyrði á Vesturlöndum, að teknu tilliti til al- mannatrygginga og lífeyrisiðgjalda, og þannig standa fyrirtæki og ein- staklingar höllum fæti gagnvart flestum öðrum þjóðum er sam- keppnishæfi varðar. Ekki aðeins fjárlög Fjárlög eru langt í frá eina verk- efnið sem bíður þingmanna á kom- andi vetri. Lítil og stór mál koma á borð þeirra. Sum merkilegri en önn- ur, allt eftir því frá hvaða sjónarhóli horft er. Í ljósi reynslunnar verður ekki komist hjá því að endurskoða lög um opinber fjármál þannig að Alþingi endurheimti fjárveitingavaldið án þess að fórna langtímahugsun sem nauðsynleg er í fjármálum ríkis og sveitarfélaga – ekki síst í fjárfest- ingum innviða. Mótun nýrrar stefnu í peninga- málum á grunni tillagna verk- efnastjórnar er eitt mikilvægasta verkefni Alþingis á komandi vetri. Og vonandi auðnast þinginu, sem því mistókst á liðnu ári, að stokka upp tryggingakerfi öryrkja og standa sómasamlega að verki. Ekki verða öll mál afgreidd sam- kvæmt flokkslínum. Eitt þeirra er skipulag laxeldis í sjó. Miklir hagsmunir eru í húfi en um það verður vart deilt að mikil tæki- færi geta verið fólgin í fiskeldi. Kannski er það barnaleg bjartsýni að ætla að hægt sé að sætta sjónar- mið náttúruverndar og helstu tals- manna sjókvíaeldis – koma í veg fyr- ir að andstæðar fylkingar komi sér sem fyrir í skotgröfum. Síðar í þessum mánuði á starfs- hópur um heildarstefnumótun fyrir fiskeldi að skila tillögum sínum. Fulltrúar fiskeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa eiga fulltrúa í nefnd- inni. En jafnvel áður en hópurinn sendir frá sér stafkrók hafa menn komið sér fyrir í skotgröfunum. Væntanlegar tillögur eru gerðar tor- tryggilegar fyrir fram. Með sama hætti sitja starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar undir ámæli fyrir nýlega skýrslu um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi. Gagnrýnin er hörð og vís- indaheiður viðkomandi jafnvel dreg- inn í efa. Sjöföldun framleiðslunnar Hafrannsóknastofnun leggst gegn sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi og í Stöðvarfirði og vill ekki aukið eldi í Berufirði. Þessi afstaða er „í ljósi nú- verandi þekkingar“. Með öðrum orðum: Náttúran – villti laxinn – á að njóta vafans. Augljóst er að frekari rannsóknir og aukin þekking kann að leiða til þess að afstaða Hafrann- sóknastofnunar breytist. Í stað þess að hvetja til frekari rannsókna og berjast fyrir því að Hafrannsókna- stofnun verði gert kleift að ráðast í þær er alið á tortryggni í garð starfs- manna. Þetta kallast að fara í mann- inn en ekki boltann. Þrátt fyrir allt telur Hafrannsóknastofnun að leyfa eigi allt að 71 þúsund tonna framleiðslu á ári af frjóum eldislaxi – 50 þúsund tonn á Vestfjörðum og 21 þúsund á Austfjörðum. Þetta er meira en sjö- földun á núverandi framleiðslu. Sjókvíaeldi er langt í frá áhættu- laust. Því hafa aðrar þjóðir fengið að kynnast. Hugsanleg erfðablöndun getur brotið niður náttúrulega laxa- stofna í íslenskum ám. Laxalús og sjúkdómar geta magnast, með skelfi- legum afleiðingum fyrir náttúruna. Og um leið verður stoðum kippt und- an mikilvægri búgrein hér á landi – nýtingu veiðihlunninda sem skiptir margar byggðir miklu. Á kosningavetri verður því ekki aðeins tekist á um fjárlög komandi árs og fjölmörg loforð (til að fá prik fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar) heldur einnig um fiskeldi. Ég mun ekki koma mér undan um- ræðum eða víkjast undan því að taka afstöðu þegar starfshópur um skipu- lag fiskeldis skilar tillögum sínum. Ég vona að mér auðnist að forðast skotgrafirnar enda er ég sammála dr. Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Í árs- skýrslu Veiðimálastofnunar 2014, sem Sigurður veitti þá forstöðu, skrifaði hann: „Ef fiskeldi á að ná sér á strik hér á landi þarf að bæta alla umgjörð um eldið. Auka þarf rannsóknir og þró- unarvinnu um leið og stefnumótun á sér stað um hvaða tegundir eru væn- legar í eldi hér á landi og hvernig eldinu verður best borgið án þess að taka of mikla áhættu með náttúruna. Eldi á landi með nýtingu jarðhita er óneitanlega kostur sem aðrar þjóðir hafa ekki.“ Eftir Óla Björn Kárason » Á kosningavetri verður ekki aðeins tekist á um fjárlög og fjölmörg loforð (til að fá prik fyrir sveitarstjórn- arkosningar) heldur einnig um fiskeldi. Óli Björn Kárason. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Skotgrafir á kosningavetri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.