Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Trésagarblöð, álsagarblöð, járn- sagarblöð, demantssagarblöð. Allar stærðir, allar gerðir. Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár HJÓLSAGARBLÖÐ Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma STUTT ● Hagar lækkuðu um 7% í gær í kjölfar afkomuviðvörunar. Gengið hefur lækk- að um 34% frá opnun Costco í maí. Samstæðan birti sína aðra afkomu- viðvörun á einum mánuði eftir lok markaða á föstudag. Þar kom fram að sölusamdráttur í magni og krónum hefði haldið áfram í júlí og væri með svipuðum hætti og í júní. Stjórnendur gera ráð fyrir því að EBITDA fyrir tíma- bilið mars til ágúst verði um 20% lægri en á fyrra ári. Hagar lækkuðu um 7% eftir afkomuviðvörun Greiningardeild Arion banka túlkar ummæli Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra í við- tali við Bloom- berg á þá vegu að vænta megi frek- ari vaxtalækkun- ar. Í viðtalinu boðaði Már slök- un eða afnám bindiskyldu á er- lenda fjárfest- ingu sökum þess að vextir færu lækkandi hér en hækkandi í flestum öðrum ríkjum. „Erfitt er að túlka það öðruvísi en að frekari vaxtalækkanir séu í kortun- um,“ segir í Markaðspunktum Arion banka. Bindiskyldan kveður á um að erlendir fjárfestar sem fjárfesta í skuldabréfum þurfa að leggja 40% upphæðarinnar inn á vaxtalausan reikning í eitt ár, en geta fjárfest fyr- ir 60%. Stýrivextir lækkuðu um 0,25 prósentustig í 4,5% í júní. „Í nýrri hagspá greiningardeildar er gert ráð fyrir tveimur 25 pró- sentustiga vaxtalækkunum það sem eftir lifir ársins sem myndi þýða að vaxtamunur við útlönd verður sögu- lega lítill. Engu að síður er ekki allt sem bendir til þess að svigrúm sé til vaxtalækkana og ber þar helst að nefna hækkandi verðbólguálag á markaði í kjölfar veikingar krónunn- ar,“ segir í Markaðspunktum Arion banka. Ef stýrivextir lækka um hálft pró- sentustig og horft er til væntinga greiningaraðila um vaxtaþróun í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu er útlit fyrir að vaxtamunur muni áfram fara lækkandi á næstu mánuðum, sérstaklega gagnvart Bandaríkjun- um, að sögn greiningardeildarinnar. „Gangi það eftir verður skammtíma- vaxtamunur við Bandaríkin orðin rúm 2% undir árslok 2018, sem er mun minni munur en hefur áður sést. Sem dæmi var vaxtamunurinn tæp 10% árið 2007 og tæp 6% þegar bindiskyldunni var komið á fyrir rúmu ári,“ segir í Markaðspunktum. Lesa í ummæli Más að vextir fari lækkandi  Arion banki reiknar með að slakað verði á bindiskyldunni Már Guðmundsson BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hagnaður Toyota á Íslandi, sem einnig selur Lexus, jókst um 55% á milli ára og nam 692 milljónum króna á liðnu ári. Stjórn leggur til að greiddar verði 200 milljónir króna í arð til hluthafa. Þetta kemur fram í ársreikningi. Toyota á Íslandi er í eigu Bifreiða- innflutnings sem aftur er í eigu að- alstjórnenda Toyota; Úlfars Stein- dórssonar og Kristjáns Þorbergssonar og eiginkvenna þeirra. Stjórnendurnir festu kaup á 60% í félaginu árið 2011 af Lands- bankanum sem á þeim tíma hélt eftir 40%. Vorið 2013 eignuðust fjölskyld- urnar félagið að fullu. Velta félagsins jókst um 14% á milli ára og nam 12,6 milljörðum króna. Í fyrra var næststærsta árið í sölu nýrra bíla frá upphafi og jókst salan um 32% á milli ára. Alls seldust um 20.400 bílar í fyrra. Arðsemi eigin fjár hjá Toyota var 84% í fyrra. En eiginfjárhlutfallið var 24% við árslok en var 15% við upphaf árs. Arðsemi eigna var 17%. Að meðaltali störfuðu 32 hjá félaginu í fyrra. Brimborg hefur sömuleiðis skilað inn ársreikningi fyrir árið 2016, eins og áður hefur komið fram. Fyrirtæk- ið hagnaðist um 718 milljónir króna í fyrra en um 327 milljónir króna árið áður. Reksturinn byggist á sölu fimm bílamerkja: Ford og Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot; Volvo- atvinnutækja, bílaleigu og verkstæð- um. Velta Brimborgar jókst um 38% á milli ára og nam um 18 milljörðum króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár nam 47% en fé- lagið er nokkuð skuldsett. Eiginfjár- hlutfallið við árslok var 22% en 14% árið áður. Ef litið er til arðsemi af eignum var ávöxtunin 9%. Hjá fyr- irtækinu starfa um 300 manns. Bílaumboðin Askja, BL og Hekla hafa ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2016. Hagnaður Toyota jókst um 55% í 692 milljónir króna  Stjórn leggur til að greiða hluthöfum 200 milljónir króna í arð vegna ársins Bílasala Mikil arðsemi var af því eigin fé sem bundið var í Toyota á Íslandi, sem selur einnig Lexus, á liðnu ári eða 84%. Á myndinni er Lexus LC. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Næststærsta árið í bílasölu » Toyota á Íslandi er í eigu aðalstjórnenda fyrirtækisins; Úlfars Steindórssonar og Kristjáns Þorbergssonar og eiginkvenna þeirra. » Þau keyptu fyrirtækið af Landsbankanum í tveimur skrefum; árið 2011 og 2013. » Úlfar er sömuleiðis stjórn- arformaður Icelandair Group. » Í fyrra var næststærsta ár- ið í sölu nýrra bíla frá upphafi og jókst salan um 32% á milli ára. » Velta Toyota á Íslandi jókst um 14% á milli ára og nam 12,6 milljörðum króna. 9. ágúst 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.31 104.81 104.56 Sterlingspund 138.14 138.82 138.48 Kanadadalur 82.74 83.22 82.98 Dönsk króna 16.595 16.693 16.644 Norsk króna 13.177 13.255 13.216 Sænsk króna 12.847 12.923 12.885 Svissn. franki 107.49 108.09 107.79 Japanskt jen 0.9423 0.9479 0.9451 SDR 147.32 148.2 147.76 Evra 123.45 124.15 123.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.8738 Hrávöruverð Gull 1261.45 ($/únsa) Ál 1919.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.97 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.