Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 50% AFSLÁTTUR SMÁRALIND DÖMUSKÓR SKECHERS EMPIRE DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. VERÐ ÁÐUR 13.995 VERÐ NÚ 6.997 Nýjar vörur Buxnaleggings Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 5.900 • Str. S-XXL Litir: Munstrað og svart Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endur- byggingu Hafnarstrætis 17. Húsið verður hluti af Reykjavík Consulate Hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hótel munu reka. Ekki er annað að sjá en að vel hafi til tekist með undurbætur á húsinu, sem var orðið fremur hrör- legt. Hér að ofan birtast ljósmyndir sem Karl G. Smith tók af húsinu með rúmlega árs millibili. Hafnarstræti 17 var byggt árið 1900. Það var verslunin Nyhafn í Hafnarstræti 18 sem byggði það sem geymsluhús á lóð sinni norðanvert við Hafnarstræti. Samkvæmt fyrstu virðingu var húsið járnklætt á þrjá vegu en með steingafli að vestanverðu. Ditlev Thomsen yngri, sem var um- svifamikill kaupmaður á sinni tíð, eignaðist húsið árið 1902 og var þá efri hæðum hússins breytt í íbúðir. Gluggar voru stækkaðir árið 1932. Þegar húsið var virt árið 1946 hafði það verið endurbætt að utan sem innan og þak endurnýjað eftir bruna árið 1945. Um árabil var veitingarekstur á 1. hæð hússins. Áður undir nöfnunum Brytinn og Gullfoss og síð- ar undir nafninu Kaffi Rót. Samkvæmt skipulags- hugmyndum verður endurbætt húsið málað í rauðum lit. Thomsen Magazin bar höfuð og herðar yfir önnur verslunarfyrirtæki landsins á fyrri hluta síðustu aldar og var með aðsetur í fjölda húsa austast við Hafnarstræti. sisi@mbl.is Hafnarstræti 17 í endurnýjun lífdaga Ljósmyndir/Karl G. Smith Þiggjendum fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar hefur fækkað um 15% á fyrstu sex mánuðum árs- ins miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá vel- ferðarsviði borgarinnar. Í fyrra greiddi borgin tæpa 2,5 milljarða króna í fjárhagsaðstoð til 3.036 ein- staklinga eða fjölskyldna, um hálf- um milljarði minna en árið áður er 3.677 nutu fjárhagsaðstoðar borg- arinnar. Þessi þróun er í takt við önnur sveitarfélög en á landinu öllu fengu 5.858 fjölskyldur fjárhagsaðstoð á síðasta ári, ríflega fjórðungi færri en árið 2013 þegar fjöldinn náði há- marki eftir hrun. Rétt á fjárhags- aðstoð eiga þeir sem hafa tekjur undir tilteknum mörkum og ekki eiga rétt á annars konar greiðslum frá hinu opinbera, svo sem frá al- mannatryggingum eða úr atvinnu- leysissjóðum. Atvinnulausir geta því sótt um fjárhagsaðstoð er rétti þeirra til atvinnuleysisbóta lýkur eftir 30 mánuði á bótum. Fjárhagsaðstoð til einstaklings í Reykjavík getur hæst numið tæp- um 185.000 krónum fyrir einstak- ling, en 277.000 krónum fyrir par. alexander@mbl.is Heimili semþiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga 8 7 6 5 4 3 2 1 0 .000 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 4.280 5.029 5.994 6.910 7.715 7.736 8.042 7.749 6.996 5.858 Heimild: Hagstofa Íslands Færri þurfa fjárhagsaðstoð  15% fækkun í Reykjavík  5.900 heimili fá fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannes- son og Eliza Reid, fara í opinbera heimsókn upp í Mosfellsbæ í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, og stendur heimsóknin í einn dag. Heimsóknin er í tilefni af þrjátíu ára afmæli bæjarins sem fékk kaupstaðarrétt- indi 9. ágúst 1987. Dagskrá heimsóknarinnar hefst við skógræktina við Hamrahlíð, en þaðan verður haldið að Hrísbrú þar sem kynnt verður fornleifaverkefni sem þar hefur verið unnið að á liðn- um árum. Forsetahjónin skoða síð- an ýmsa staði í bæjarfélaginu, en heimsókninni lýkur með hátíðar- dagskrá í Hlégarði sem hefst klukkan 16.30 og er opin öllum Mosfellingum meðan húsrúm leyfir. Forsetahjónin heim- sækja Mosfellsbæ Nokkuð óvenjulegt ástand er nú í Hlíðarhvammi í Kópavogi, en þar hef- ur vatn tekið upp á því að flæða undir malbikið í götunni í miklum mæli með tilheyrandi skemmdum og sigi á göt- unni. Karl Eðvaldsson, deildarstjóri gatnadeildar Kópavogsbæjar, segir sína menn vel meðvitaða um ástandið og að unnið sé að lausnum. Þá segir hann götuna verða lagaða á næstu vikum. „Það er verið að reyna að finna út úr því hvað það er nákvæmlega í frá- veitunni sem veldur þessum skemmd- um á götunni. Það stendur til að fara í aðgerðir sem munu koma í veg fyrir að vegurinn fari svona aftur og að sjálfsögðu verður hann lagaður þegar búið er að laga fráveituna,“ segir hann, en stefnt er að því að klára verkið fyrir haustið. Þola illa miklar dembur Karl segir tíðar hellidembur und- anfarin ár hafa haft sitt að segja. „Svona regnskúr eins og var sl. sunnudag er mjög erfið fyrir fráveitu- kerfin – þau hreinlega þola þetta ekki. Við virðumst vera að fá mun kraft- meiri rigningaskúrir nú en við feng- um á árum áður. Þær eru kannski stuttar en miklar,“ segir hann. Ljósmynd/Elín Þórðardóttir Kópavogur Gatan er orðin óslétt eftir að vatn flæddi undir malbikið. Sig og skemmdir í Hlíðarhvammi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.