Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Jensen 8013 umgjörð kr. 14.900,- Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ný gleraugu? Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is „Við vorum á kaffistofu við Fjalls- árlón og rákum augun í bíl sem var utan slóða, svona 250 metra frá 500 bíla stæði. Okkur þótti þetta mjög sérstakt, og skildum ekki hvers vegna bílstjórinn ákvað þarna að spara sér 250 metra,“ sagði Ólafur B. Schram leiðsögumaður í samtali við Morg- unblaðið. Hinn 4. ágúst síðastliðinn varð Ólafur vitni að ut- anvegaakstri á Breiðarmerkursandi þar sem hann var staddur ásamt fleirum. Er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem fólk er staðið að utanvegaakstri en slíkt er með öllu óleyfilegt. „Við fórum að bílnum og sáum þá að þetta var bíll frá RED-bílaleig- unni sem Kynnisferðir eiga. Bíllinn var læstur svo við biðum þangað til að fólk kom að honum. Um var að ræða tvo bandaríska karlmenn. Þeir settust inn í bílinn og keyrðu yfir mosann og á bílaplanið. Þeir skildu ekkert í því að við skyldum vera að skipta okkur af þeim.“ Ólaf- ur hringdi á þjóðgarðsverði sem höfðu ekki tíma til að sinna málinu, en bentu honum á að hafa samband við lögregluna. Hægt að búa til leiksvæði „Á meðan við biðum eftir lögregl- unni talaði ég við bílstjórann og hann sagðist ekki hafa vitað að hann mætti ekki keyra þarna. Ég spurði hann þá hvaða bílaleigu hann hefði skipt við og hvernig hann hefði fengið bílinn. Hann laug því þá að mér að bílaleigan hefði ekki sagt sér að það mætti ekki keyra á þessum slóðum. Það er rangt því að sögn bílaleigunnar var öllum upplýsingum komið til skila. Ég hef enga ástæðu til þess að rengja bílaleiguna, því oftar en ekki fer fólk alls ekki eftir því sem því er sagt. Það er því ekki við bílaleiguna að sakast í þetta skiptið,“ sagði Ólafur. Ekki hlaust mikið tjón af utan- vegaakstri mannanna tveggja þar sem mosinn á þessu svæði er til- tölulega þunnur. Engu að síður geta brot af þessu tagi varðað sekt allt frá 60 þúsundum og upp í 700 þúsund krónur, en það fer eftir því hversu mikið tjón hlýst af. „Ferðamenn geta ekki alltaf bor- ið skynbragð á það hvað þeir skemma og hvað ekki, en um leið og farið er út fyrir merkta vegi er ver- ið að brjóta lögin og yfirleitt er refsað fyrir slíkt. Ég treysti mér til þess að keyra þvers og kruss út um allt land án þess að skemma nokkuð en það er annað mál með einstak- linga frá malbikaðri stórborg er- lendis.“ Ólafur segist verða mikið var við utanvegaakstur í starfi sínu sem leiðsögumaður og honum þyki það sárt í hvert skipti. „Það er einhver tryllingur í fólki, að fara og spóla. Það hefur kannski leigt sér fjórhjól eða fjórhjóladrifna bíla og er búið að vera of lengi á malbikinu.“ Spurður hvað sé hægt að gera til að sporna við þessu vandamáli stendur ekki á svari. „Það er alveg spurning að gera slóða, svona 200 metra fyrir neðan þjóðveginn á Sprengisandi, marka þar svæði og leyfa fólki bara að keyra þar um. Hafa bara leiksvæði fyrir það, og svo keyrir það aftur upp á veg eins og góðborgarar eiga að gera. Til þess að stoppa þetta fyrir fullt og allt væri kannski ekki svo vitlaust að setja upp viðvörun- arskilti sem á stæði: „jarðsprengju- tilraunasvæði“. Það held ég að ekki nokkur maður færi út á.“ Ljósmynd/Ólafur B. Schram Utanvegaakstur Þessa ljósmynd tók Ólafur B. Schram leiðsögumaður eftir að lögregla mætti á vettvang. Óku utan vegar á Breiðamerkursandi  Sögðust ekki hafa vitað að þeir væru að gera rangt Ólafur B. Schram Vonir standa til að hægt verði að hefja útflutning og sölu á íslensku grænmeti í Danmörku eftir um það bil eitt ár ef áætlanir og undirbún- ingsvinna gengur eftir. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölu- félags garðyrkjumanna, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann segir mikinn áhuga á hefð- bundnum ylræktartegundum, eink- um gúrkum og tómötum frá Íslandi meðal Dana sem koma að undirbún- ingi að mögulegri sölu á íslensku grænmeti í Danmörku og jafnvel einnig í Þýskalandi. Er hugmyndin fyrst og fremst sú að grænmetið verði selt í IRMA- verslununum sem tilheyra Coop- samstæðunni, sem er með stóra hlut- deild eða hátt í 40% af danska mark- aðinum. Sölufélagið hefur stofnað í sam- starfi við Dani fyrirtækið Pure Arc- tic, sem opnað hefur vefsíðu vegna verkefnisins og einbeitir sér að mögu- leikum á að útvega hollustumatvæli frá löndum á norðurslóðum. Fjallað er líka um málið í nýjasta tölublaði Bændablaðsins þar sem fram kemur að viðræður um sölu á ís- lensku grænmeti til Danmerkur hafa staðið yfir í nokkra mánuði, búið sé að senda út prufusendingar og að verðið sem Danirnir væru tilbúnir til að greiða fyrir grænmetið sé mjög gott. Haft er eftir Gunnlaugi í blaðinu að mikilvægt sé að vinna vel að vottun vörunnar því á markaði eins og í Dan- mörku sé nauðsynlegt að hafa réttu vottanirnar til að tryggja gott verð þar sem neytendur vilji í auknum mæli vita hvernig varan er framleidd. Hann segir við Morgunblaðið að upphafið megi rekja til þess að menn sem voru hér á landi sem ferðamenn hafi lýst áhuga á að skoða möguleika á útflutningi þegar þeir áttuðu sig á gæðum íslenska grænmetisins og við hvaða aðstæður það er ræktað, ekki síst vegna hreinleika íslenska vatns- ins. „Þetta þróaðist svo yfir í að það voru sendar út prufur og menn voru mjög hrifnir, vildu skoða þetta af fullri alvöru og þá var sett í gang und- irbúningsferli sem er í gangi í dag,“ segir hann. „Það eru tækifæri í hágæða- matvælaframleiðslu frá Íslandi og það er ekki bara grænmetið sem um er að ræða, heldur eru líka tækifæri fyrir kjöt og fisk og fleira. Það eru heilmikil tækifæri vegna aukinnar eftirspurnar eftir hágæðamatvælum í Evrópu og mjög spennandi að skoða það enn frekar. En þetta gerist allt saman í rólegheitum og er ekki unnið með hávaða og látum.“ Horft er til þess að grænmetið yrði flutt með flugi en einnig koma skipa- flutningar til álita en Gunnlaugur bendir á að hægt sé að flytja mat- vörur með skipum á þremur sólar- hringum til Kaupmannahafnar. omfr@mbl.is Undirbúa útflutn- ing á grænmeti  Segir spennandi tækifæri í sölu á gúrkum og tómötum í Danmörku Morgunblaðið/Ásdís Grænmeti Íslenskar gúrkur og tóm- atar verða mögulega seldar í IRMA- verslunarkeðjunni í Danmörku. Gunnlaugur hefur trú á að vinna við undirbúninginn að mögulegum útflutningi á grænmeti muni standa fram á næsta ár. Þetta taki allt sinn tíma en ef ráðist yrði í mik- inn útflutning gætu grænmetisbændur þurft að byggja meira hér innanlands. Megináherslan sé þó lögð á að anna vaxandi eftirspurn á innanlandsmarkaðinum. T.d. sé veitingageirinn að taka mjög við sér að undanförnu og vilji fá hágæða grænmeti. „Þar voru menn allt of mikið að hugsa bara um verð og minna um gæðin en með tilkomu nýrrar bylgju veitinga- manna sem eru margir hverjir í heimsklassa þá horfa menn orðið meira á gæðin líka vegna þess að þeir þekkja muninn. Svo eru líka vinnustaðamötuneyti víða orðin mjög flott og bjóða upp á mjög góðan mat, þar sem ráðið er fagfólk, bæði reyndir veitingamenn og fagkokkar.“ Meiri eftirspurn eftir gæðum VEITINGASTAÐIR OG MÖTUNEYTI GERA AUKNAR KRÖFUR Gunnlaugur Karlsson Breski tónlistarmaðurinn Eric Clap- ton landaði 105 cm löngum laxi í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatns- sýslu á föstudag. Viðureignin tók fjörutíu mínútur og um tíma var óljóst hvor myndi hafa betur enda laxinn sprækur. Sturla Birgisson, leiðsögumaður Claptons í Vatnsdalsá, segir að um gullfallegan nýgenginn og silfraðan hæng hafi verið að ræða. Laxinn veiddist í Hnausastreng en þar hafa margir af stærstu höfðingjum Vatnsdalsár komið á land. Laxinn synti um 500 metra niður ána. „Við hlupum á bakkanum niður með ánni og það voru bara þrír eða fjórir snúningar eftir á undirlínunni á hjólinu. Við urðum að fara aftur út í ána svo Clapton gæti dregið hann hægt og rólega inn,“ segir Sturla. Clapton veiddi í byrjun ágúst í fyrra 108 cm lax í Vatnsdalsá en sá lax tók ofar í ánni. Clapton þekkir Vatnsdalsá vel en hann hefur komið til Íslands að veiða frá árinu 2009. guna@mbl.is Clapton landaði stórlaxi Ljósmynd/Úr einkasafni Stórlax Eric Clapton með laxinn sem hann veiddi í Vatnsdalsá á föstudag.  Viðureignin tók 40 mínútur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.