Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fegurð Margir ferðamenn heim- sækja Hornstrandir á hverju ári. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Stefnt er að því sýning um Horn- strandir verði opnuð á Ísafirði og reist verði sérstakt hús fyrir sýninguna inn- an tíðar. Verkefnið er samstarfsverk- efni Umhverfisstofnunar, Ísafjarðar- bæjar, Byggðasafns Vestfjarða og Upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði. Frá þessu er greint á heimasíðu Umhverfisstofnunar, sem hefur um- sjón með friðlandinu á Hornströnd- um, en svæðið hefur verið friðlýst síð- an 1975. Allnokkur hluti ferðamenna sækir ár hvert í þá náttúrufegurð og stemningu sem finnst á svæðinu, er- lendir ferðamenn í meirihluta. Hugmyndin kom fyrir hrun Jón Smári Jónsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Ísafirði, segir að hugmyndir um sýninguna hafi kviknað fyrir efnahagshrunið 2008. Sitthvað hafi orðið til að fresta fram- kvæmdum síðan en nokkuð er liðið síðan húsgrunnur var steyptur við hlið Byggðasafnsins. Nú þarf að halda áfram með það verk, að sögn Jóns Smára á vef Ust. Jón Smári segir að sýningin um svæð- ið á Ísafirði gæti komið í staðinn fyrir ferðir út í friðlandið hjá hluta ferða- manna. Æskilegt sé að halda ágangi í skefjum og heimila ekki meiri umferð en svæðið ber. Stefna að sýningu um Hornstrandir  Umhverfisstofnun, Ísafjarðarbær og Byggðasafn Vestfjarða koma að verkefninu 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Poulsen ehf. | Skeifan 2 | IS-108 Reykjavík | 530 5900 | poulsen.is BREMSUHLUTIR MINTEX Nú þegar líður á seinni hlutannaf sumrinu fara umræður um stjórnmálin að glæðast. Sveitar- stjórnarmálin verða óhjákvæmi- lega meira áberandi á næstu mán- uðum en verið hefur þar sem sveitarstjórnarkosningar fara fram næsta vor.    Í samtali við mbl.isí gær sagði Guð- finna Jóhanna Guð- mundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, að hún hugleiddi hvort hún mundi sækjast eftir að leiða listann í kosning- unum. Slíkar vangaveltur fara lík- lega fram víðar.    En það eru þó ekki aðeins menn-irnir sem máli skipta, það gera málefnin líka. Stundum fer of lítið fyrir umræðu um þau, ekki síst á vettvangi borgarstjórnar.    Guðfinna sagði á mbl.is að hús-næðisvandinn í borginni væri stór og stefna borgarinnar hefði valdið vanda sem ekki sæi fyrir endann á. Og hún sagði húsnæðis- málin og samgöngumálin verða stærstu kosningamálin næsta vor.    Ekki þarf að efast um að brýnástæða er til að ræða þau mál fyrir kosningar í Reykjavík, enda hefur meirihlutinn hlaðið upp vanda á báðum þessum sviðum.    Guðfinna hefur til dæmis bent áað á fyrstu þremur árum kjör- tímabilsins hafi í borginni aðeins verið úthlutað lóðum fyrir fjórtán fjölbýlishús, þar af átta nú í vor.    Það þarf því ekki að leita lengi aðskýringum á húsnæðisvand- anum í borginni. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Sjálfskapaður húsnæðisvandi STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.8., kl. 18.00 Reykjavík 9 rigning Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 10 rigning Nuuk 10 þoka Þórshöfn 13 skýjað Ósló 19 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 17 súld Dublin 15 léttskýjað Glasgow 18 skýjað London 15 skúrir París 15 skúrir Amsterdam 17 skúrir Hamborg 21 rigning Berlín 25 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 28 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 32 léttskýjað Róm 33 þoka Aþena 34 heiðskírt Winnipeg 21 skýjað Montreal 15 léttskýjað New York 20 skýjað Chicago 23 heiðskírt Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:02 22:06 ÍSAFJÖRÐUR 4:50 22:27 SIGLUFJÖRÐUR 4:32 22:11 DJÚPIVOGUR 4:27 21:39 Í júlí flutti Icelandair 540 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 10% fleiri en í júlí á síðasta ári. Þetta eru flestir farþegar í einum mánuði frá stofnun félagsins, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Sæta- nýtingin var 88,4% en var 87,5% í júlí í fyrra. Framboðnum sæt- iskílómetrum fjölgaði um 12% á milli ára. Farþegar Air Iceland Connect voru tæplega 37 þúsund í júlí og fækkaði um 1% á milli ára. Framboð félagsins jókst um 2% frá 2016. Sætanýting nam 69,7% og lækkaði um 1,4 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 15% á milli ára. Fraktflutn- ingar jukust um 41% frá því á síðasta ári, sem skýrist af auknum innflutn- ingi til Íslands og flutningum um Ís- land á milli Evrópu og N-Ameríku. Færri seldar gistinætur Seldum gistinóttum á hótelum fé- lagsins fækkaði um 4% á milli ára. Herbergjanýting var 87,4% en var 90,8% í júlí í fyrra. Aldrei fleiri far- þegar í ein- um mánuði  540 þúsund farþegar með Icelandair í júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.