Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Þurrkgrindur Innan- og utandyra Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 4.980 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 9.180 2 stærðir J.K. Rowling, hinn góðkunni höf- undur Harry Potter-bókanna ást- sælu, trónir nú aftur efst á lista yfir ríkustu rithöfunda heims eft- ir að hafa dottið af honum árið 2008. Frá þessu er sagt á vefsíðu The Guardian. Listi Forbes gefur til kynna að árstekjur Rowling til 31. maí hafi verið 95 milljónir dala (9,9 milljarðar ísl. kr.) sem jafngildir um 180 dölum (tæplega 19 þús. ísl. kr.) á mínútu. Rowling á þetta stökk að þakka útgáfu á handriti leikritsins Harry Potter og bölvun barnsins í hennar nafni og kvikmyndinni Fantastic Beasts and Where to Find Them. Auk þess er nú verið að gefa út myndskreyttar útgáfur af öllum sjö Harry Potter-bókunum í til- efni 20 ára afmælis fyrstu bók- arinnar. Rowling ýtir spennu- bókahöfundinum James Patterson úr fyrsta sæti, en hann hefur ver- ið efstur á lista Forbes síðustu þrjú árin og mældist nú með 87 milljónir dala í árstekjur. Líklegt þykir þó að Rowling detti brátt aftur úr fyrsta sæti nema hún gefi út nýja metsölubók. Rowling og Patterson eru bæði talsvert ríkari en þriðji tekjuhæsti höf- undurinn, Jeff Kinney, þekktur fyrir Dagbók Kidda klaufa, en hann mælist með um 21 milljón dala. Í fjórða og fimmta sæti eru Dan Brown og Stephen King á svipuðu róli með 20 og 15 millj- ónir árlega. Fyrir utan Rowling og tvo aðra breska rithöfunda eru allir rithöfundarnir í tíu efstu sætunum bandarískir og fimm eru konur. George R. R. Martin, höfundur Söngs um ís og eld, bókanna sem sjónvarpsröðin Krúnuleikar byggist á, er dottinn út af listan- um en þykir líklegur til að klífa hann aftur þegar næsta bók í bókaflokknum kemur út. Hann hefur gefið til kynna að það gæti orðið á næsta ári. J.K. Rowling skýst aftur á tekjutoppinn AFP Tekjuhæst J.K. Rowling er vinsæl. Djassganga niður Laugaveg í markar upphaf Jazzhátíðar Reykjavíkur sem sett verður í 28. sinn í dag. Í ár fer Samúel Jón Samúelsson fyrir göngunni og líkt og síðustu ár verður lagt af stað frá plötuversluninni Lucky Re- cords við Hlemm kl. 17, en und- irbúningur fyrir hljóðfæraleikara hefst kl. 16.30. Allir sem hljóðfæri geta valdið eru hvattir til að mæta og spila með. Hátíðin verður sett á Classic-sviðinu á 2. hæð Hörpu kl. 17.30. Opnunartónleikar hátíðarinnar hefjast kl. 19 í Norðurljósasal. Þar flytja söngvarinn og básúnuleik- arinn Valdimar Guðmundsson, Jó- el Pálssonar á saxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó, Einar Schev- ing á trommur og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson á kontrabassa glænýja tónlist Jóels við ljóð nokkurra íslenskra skálda, þeirra á meðal eru Gyrðir Elíasson, Þór- arinn Eldjárn, Gerður Kristný. Jóel, sem ekki hefur samið söng- tónlist áður, lýsir nýju tónlistinni sem melódískri og melankólískri músík með skvettu af grúvi og gleði. Klukan 20 stígur ein af skær- ustu stjörnum hollensku djass- senunnar, saxófónleikarinn Tineke Postma, á svið ásamt kvartetti sínum. Þó að hún sé ung að árum er hún margverðlaunuð og ber þar hæst virtustu djassverðlaun Hol- lands The Buma Boy Edgar Award sem hún hlaut 2015. Hún hlaut hollensku tónlist- arverðlaunin fyrir hljóð- ritun sína Dawn of Light sem skartaði bassaleik- aranum Esperönzu Spalding og lék einnig á tveimur Grammy-verðlaunuðum hljóðritunum: Mosaic Project (2012) með Terri Lyne Carrington og Beautiful Life (2015) með Di- anne Reeves. Með Postman leika Marc van Roon á píanó, Brice So- niano á kontrabassa og Tristan Renfrow á trommur. Klukkan 21.20 býður Björn Thoroddsen gestum Jazzhátíðar upp á ferðalag í tímavél tónlistar- innar. Ferðinni er heitið aftur til ársins 1982 sem markar upphaf útgáfuferils Björns og samstarfs- ins við Mikael Berglund. Mikael Berglund er einn af bestu bassa- leikurum Svíþjóðar, en hann lék á fyrstu plötu Björns sem heitir Svif. Platan hefur verið ófáanleg um tíma en verður endurútgefin af þessu tilefni. Klukkan 22.30 er komið að svo- nefndri „Jamsession“ á Classic- sviðinu, en fyrst til að troða þar upp er Tineke Postma. Ganga, ný sönglög, hollensk stjarna og svifið á vit fortíðar JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR SETT Í 28. SINN Í DAG Morgunblaðið/Golli Fjör Fjöldi hljóðfæraleikara tók þátt í setningu 27. Jazzhátíðar í Hörpu í fyrra. Tineke Postma „Ég ólst upp við að leika fjölda standarda, rétt eins og aðrir af minni kynslóð djassmanna. Við urð- um að þekkja og ráða við fjölda ólíkra laga en þegar ég leik slagara þessa dagana set ég venjulega mark mitt á hann. Oft tengist túlkunin textabútum í laginu sem gefa mér vísbendingar um nálgun og útsetn- ingu. Mér finnst mikilvægt að kunna texta þessara laga sem ég leik.“ -Þegar litið er yfir feril þinn má einmitt sjá að þú vinnur mikið með orð og texta, svo ekki sé minnst á að þú skrifar sjálfur. Til dæmis hef- urðu sett lög við ljóð Walts Whit- man. „Ég hef samið mörg lög við ljóð og aðra texta og fengið frábæra söngvara til að flytja þau með mér. Stundum hef ég líka samið textana við lögin. Og það að þekkja og skilja textana getur ráðið því hvernig maður fraserar laglínuna. Ég syng alltaf orðin í huga mér þegar ég leik laglínur sem hafa ver- ið sungnar.“ Hersch hefur gegnum árin leikið með fjölda afburða djassmanna og nægir að nefna Charlie Haden, Joe Henderson og Stan Getz. Þegar hann velur að leika lög annarra djassleikara á tónleikum, er hann þá að votta þeim virðingu sína? „Þetta eru bara lög sem ég kann að meta, lög sem ég tel að ég geti gert á einhvern hátt að mínum,“ svarar hann. „Í þeim verður alltaf að vera eittvað sem ég get tengt mig við. Það er til ótölulegur fjöldi fínna laga en það þýðir ekki að ég geti tengt mig við þau nándar nærri öll. Ég gæti líklega leikið þau öll ef byssu væri beint að höfðinu á mér en það þýðir ekki að ég myndi velja þau sjálfur.“ Ellefta einleiksplatan –Hér kemurðu fram með tríói þínu en þú leikur líka mikið í dúóum og ekki síður einn. Hentar þér vel að flakka milli þessara forma? „Árum saman hef ég líklega leikið álíka mikið einn og í samleik með einum félaga og með tríóinu. Þetta er allt mikilvægt. Í næsta mánuði kemur út ellefta einleiksplata mín og einhver sagði mér að fyrir utan Keith Jarrett hefði enginn djasspí- anisti gefið út jafn margar einleiks- plötur. Það er form sem ég hef þroskast inn í og ég finn mig sífellt betur í. Það er önnur ábyrgð að höndla að vera einn á sviðinu; öll at- hyglin er á manni einum og allt verður að vera fullkomið. En ég er alltaf afslappaður þegar ég spila.“ Endurminningar á bók Jazzhátíð Reykjavíkur fer nú fram í Gay Pride-vikunni og fyrr á laugardaginn, klukkan 17, verður Hersch með listamannaspjall í Hörpu. Hann hyggst meðal annars ræða um reynslu sína sem samkyn- hneigður djassleikari. „Ég hef árum saman verið aðgerðasinni og nú er að koma út minningabók þar sem ég fjalla auk tónlistarinnar um líf mitt og heilsu- far, og baráttuna sem ég hef staðið í. Ég hef gert mikið af því að safna fé og reyna að auka þekkingu og skilning fólks með tónlistarflutn- ingi, og ég er alltaf opinskár og virk- ur aðgerðasinni þótt það felist ekki í því að vera marserandi í skrúðgöng- um. Vonandi hef ég getað verið öðr- um gott fordæmi.“ -Var aðkallandi að rita minning- arnar og segja þessa sögu alla? „Já. Einhvern veginn þvældist ég inn í það að skrifa þessa bók en það er gaman hvað hún er þegar farin að vekja mikla athygli þótt hún sé ekki komin út! Þetta er saga og hún fjallar um tónlist, félagslegar að- stæður, um heilsu mína, samkyn- hneigð – þetta eru líklega engar hefðbundnar djassminningar.“ -Þú varst fyrsta djassstjarnan sem kom út úr skápnum, hvers vegna telur þú að aðrir hafi ekki tekið það skref? „Hmm… þetta var alltaf „undir- kúltúr“ í menningarlífinu og fólk óttaðist afleiðingarnar og við- brögðin ef það yrði opinbert. Tón- listarmenn, og Duke Ellington og aðrir í hljómsveit hans, vissu til að mynda að Billy Strayhorn væri samkynhneigður en umheimurinn vissi það ekki. Strayhorn rak þess vegna til að mynda ekki eigin hljóm- sveit, þótt hann hefði alveg getað það, og kaus að lifa lífi sínu í skugga Ellingtons.“ Hersch segir að ótalmargir hafi komið að máli við sig gegnum árin og leitað ráða, meðal annars aðrir tónlistarmenn sem hafi viljað koma út úr skápnum og fólk sem hafi ver- ið greint með HIV-smit, verið hrætt og viljað vita hvaða áhrif sjúkdóm- urinn hefði haft á hann. „Ég hef það greinilega gott núna, sjúkdómurinn hefur alls ekki sömu áhrif og hann hafði,“ segir hann. „Á áttunda áratugnum þegar ég kom úr skápnum voru engar sam- kynhneigðar fyrirmyndir en nú höf- um við fjölda þeira. Það er samkyn- hneigt fólk á þingi, í Hollywood, í sjónvarpinu. Svo margt hefur breyst á stuttum tíma.“ Að lokum spyr ég Hersch hvort hann sé mikið á tónleikaferðalögum. „Nei, þetta kemur í bylgjum. Í nóvember fer ég í langa tónleikaferð um Evrópu en þangað til er ég ekk- ert svo upptekinn. Það fer eftir árs- tíma og því hvað umboðsmaðurinn biður mig að gera. Ég kenni svolítið, en miklu minna en áður, og hef góðan tíma til að semja. Ég lifi býsna góðu lífi! Og er á þeim stað í lífinu að ég leik ekki á neinum aulatónleikum, aðeins á stöðum og tónleikum sem skipta sjálfa mig og gestina máli. Ætli það sé ekki hægt að segja að ég njóti velgengi í lífinu þegar ég get valið og hafnað – geti sagt nei! – og það er góð tilfinning,“ segir hann og hlær. Tríó Kontrabassaleikarinn John Hébert, píanistinn Fred Hersch og trommu- leikarinn Eric McPherson leika í Hörpu á laugardaginn kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.