Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Linda Jörundsdóttir hárgreiðslumeistari á 50 ára afmæli í dag.Linda er fædd og uppalin á Ísafirði og rekur Hársnyrti-stofuna Lindu í Síðumúla 34 og einnig hárgreiðslustofu á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. „Sú hárgreiðslustofa er fyrir fólkið á hjúkrunarheimilinu og þá sem þangað koma. Þetta er stofa fyrir eldri borgara. Það er síðan allur skalinn á hársnyrtistofunni í Síðumúlanum. Það er niður í smá- börn og alveg upp í eldri borgara. Stofan er í stóru atvinnuhverfi og margir skreppa úr vinnunni hingað, en svo kemur fólk auðvitað víða að.“ Eiginmaður Lindu er Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi. Sjálf hefur Linda tekið virkan þátt í sjálf- stæðisfélaginu í Kópavogi og er heimsóknarvinur hjá Rauða krossi Íslands. Áhugamál Lindu eru fjölskyldan og alls kyns hannyrðir. „Ég hef einnig mjög gaman af golfi og elska að fara í berjamó.“ Fjölskylda Lindu er stór og er hún dugleg að prjóna á mannskapinn. Börn Lindu og Guðmundar eru Helga Kristín sem á þrjú börn, Hjörtur Atli á eitt barn, Axel Örn 22 ára, Bjarki Freyr 18 ára og Sandra Dís 13 ára. Svo á Linda eina stjúpdóttur. Hún heitir Heiða Dögg og hún á tvö börn. „Það er því yfirleitt alltaf líf og fjör í kringum í mig.“ Linda tekur sér frí í dag og eyðir afmælisdeginum með fjölskyld- unni. „Afmælisveislan verður svo haldin seinna í mánuðinum.“ Hárgreiðslumeistarinn Linda klippir unga sem aldna. Dugleg að prjóna á mannskapinn Linda Jörundsdóttir er fimmtug í dag H rafnhildur Ósk Skúladóttir fæddist 9. ágúst 1977 í Reykjavík og bjó þar fyrstu árin. Hún flutti síðan í Kópavog og hóf skólagöngu þar, í Snælandsskóla þar sem hún var í 1. og 2. bekk. Hún flutti svo í Breiðholtið og var í Breiðholtsskóla frá 3. bekk og lauk þar grunnskóla. Hún fór á íþróttafræðibraut í FB og lauk þar framhaldsskólanámi. „Ég fluttist í millitíðinni til Danmerkur og var þar í hálft ár þar sem ég bjó hjá danskri fjöl- skyldu, vann og spilaði handbolta. Þar eignaðist ég bónus-fjölskyldu sem ég er í miklu sambandi við enn þann dag í dag og hafa þau Hrafnhildur Skúladóttir, grunnskólakennari og þjálfari – 40 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Viktor, Viktoría Dís, Kristófer Daði, Alexandra Ósk og Hrafnhildur Ósk. Landsleikjahæsta kona Íslands í handknattleik Systkinin Efri röð frá vinstri: Rebekka Rut, Daði Rafn, Hanna Lóa og Hrafnhildur Ósk. Neðri röð frá vinstri: Dagný og Drífa. Akureyri Emanúel Máni Friðriksson fæddist 25. nóvember 2016. Hann vó 4.032 g og var 53 cm á lengd. For- eldrar hans eru Aníta Ösp Waage Guðjónsdóttir og Friðrik Högnason. Nýir borgarar Reykjavík Jökull Ingi Hauksson fædd- ist 9. ágúst 2016 kl. 23.03 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.926 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Berglind Nanna Kristinsdóttir og Haukur Ingi Ólafsson. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.