Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Forsetakosningar fóru fram í Kenía í gær en embættismenn og stjórn- málamenn biðluðu til þjóðarinnar að halda friðinn meðan á kosningunum stæði. Margir óttast að átök blossi upp. The Guardian greindi frá því að um 180.000 lögreglumenn og aðrar öryggissveitir hefðu komið sér fyrir á kjörstöðum víða í landinu og marg- ir íbúar stærri borga hafa yfirgefið heimili sín í leit að öryggi úti á landi. Þá hafa margir sankað að sér mat- vöru, símakortum og öðrum nauð- synjum í aðdraganda kosninganna. Ásakanir um kosningasvik eru ekki óalgengar í landinu og ofbeldis- alda sem reið yfir landið í kjölfar kosninga fyrir um tíu árum er mönn- um enn í fersku minni, en þá létust um ellefu hundruð manns. Kosningar hafa leitt til ágreinings Kenía fékk sjálfstæði frá Bret- landi árið 1963 og hefur stöðugleiki þar verið hvað mestur meðal ríkja Austur-Afríku. Í landinu er lýðræðislegt stjórnarform þar sem forsetinn fer fyrir Ríkisstjórninni og er þjóðhöfðingi landsins. Fyrstu 15 ár sjálfstæðis landsins var sósíalíski frelsisleiðtoginn Jomo Kenyatta við völd. Á árunum frá 1978 til 2002 var Daniel arap Moi for- seti landsins, en hann gerði það að spilltu einsflokksríki. Lítill hugmyndafræðilegur munur er á milli flokkanna og markast kosningar af persónulegum eigin- leikum stjórnmálamanna og menn- ingarlegum uppruna, en í Kenía eru meira en 50 ólíkir ættbálkar og hefur sambandið á milli þessara hópa allt frá því landið fékk sjálfstæði leitt til átaka og ágreinings, sérstaklega í tengslum við kosningar fimmta hvert ár. Mikil fátækt er í landinu, auk mikillar verðbólgu. Helstu sam- gönguæðar eru í niðurníðslu. Eftir að svonefnt Regnboga- bandalag komst til valda árið 2002 hafa orðið þónokkrar breytingar til hins betra. Almennt hefur dregið úr spillingu og er skólanám nú ókeypis og aðgengilegt fyrir flesta. Ríkis- stjórnin hefur tekið mikilvæg skref í átt að bættum réttindum kvenna og eru strangar allsherjarúrbætur í þann mund að snúa við neikvæðri efnahagsþróun. Frá kosningunum árið 2007 hefur verið mikill pólitísk- ur óstöðugleiki í landinu og eru þús- undir manna á flótta í eigin landi. Vanda orðavalið Embættismenn í landinu hafa dreift stuttum myndböndum á sam- félagsmiðlum og hvetja þeir fólk til þess að sætta sig við þær niðurstöð- ur sem verða og segja meðal annars að undir lýðræði verði alltaf einhver sem vinnur og einhver sem tapar. 19 milljónir manna eru á kjörskrá og er helmingur þeirra undir 35 ára. Núverandi forseti, Uhuru Ke- nyatta, hvatti fólk til þess að kjósa „í friði“ í ræðu sem hann hélt fyrr í vik- unni. Hinn 55 ára Uhuru er sonur fyrsta forseta landsins, Jomo Ke- nyatta, en hann býður sig fram til annars kjörtímabils í embætti gegn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga. Stuðningur við þá mælist svipaður í könnunum. Báðir frambjóðendur hafa vandað orðaval sitt rétt fyrir kosningar og reynt að varast æsingaræður. Odinga hefur hins vegar ekki hikað við að viðra ótta sinn um að kosningasvik muni eiga sér stað. Talningakerfið mikilvægt Rafrænt talningakerfi kjörstjórn- ar í Kenía gegnir lykilhlutverki í landi þar sem ásakanir um kosninga- svik eru ekki óalgengar, segir í um- fjöllun BBC. Ef kerfið bregðist eins og árið 2013 verði atkvæðin hand- talin og allar líkur á að sá sem tapar kosningunum dragi niðurstöðurnar í efa. Það bætir gráu ofan á svart að tæknistjóri kjörstjórnarinnar, Chris Msando, var myrtur fyrir nokkrum dögum. Hann hafði komið að þróun talningakerfisins og verið ötull tals- maður þess. Fullvissaði hann Kenía- menn um áreiðanleika kerfisins. Þegar lík hans fannst illa leikið úti í skógi ýtti það undir grunsemdir fólks um að einhverjir hygðust hag- ræða niðurstöðum kosninganna. „Virða vilja fólksins“ Þá hefur fyrrverandi Bandaríkja- forseti, Barack Obama, hvatt leið- toga í Kenía til þess að afneita of- beldi og átökum og „virða vilja fólksins“ en faðir hans fæddist í Kenía. Óttast kosningasvik í Kenía  Frambjóðendurnir tveir með svipað fylgi samkvæmt skoðanakönnunum  Um 180.000 lögreglumenn og aðrar öryggissveitir komu sér fyrir á kjörstöðum AFP Kosningar Núverandi forseti Kenía, Uhuru Kenyatta, hvatti landsmenn til þess að kjósa „í friði“ en margir óttast að átök blossi upp vegna forsetakosninganna í gær. Ásakanir um kosningasvik eru ekki óalgengar í landinu. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hyggst hætta við áform sín um að setja á laggirnar form- legt embætti for- setafrúar en hann lýsti því yf- ir í aðdraganda forsetakosning- anna fyrr á árinu að hann ætlaði að skapa „raun- verulega stöðu“ fyrir eiginkonu sína, Brigitte Macron. Hug- mynd forsetans, sem þýddi stjórn- arskrárbreytingu, mætti mikilli andstöðu. Undirskriftasöfnun var sett af stað á netinu gegn hug- myndinni sem um 200 þúsund manns hafa tekið þátt í og skoð- anakönnun benti til þess að meiri- hluti Frakka væri lítt hrifinn af henni. Forsetaembættið hyggst skýra á næstunni hver staða Brigitte verður. Brigitte verður ekki formleg forsetafrú Brigitte Macron FRAKKLAND Meirihluti Breta er ósáttur við það með hvaða hætti ríkisstjórn Bretlands hefur haldið á málum varðandi út- göngu landsins úr Evrópusam- bandinu, eða 61%. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ORB gerði. Fram kemur á frétta- vef Reuters að óánægja með framgöngu ríkisstjórnarinnar hafi aukist síðan í síðasta mánuði, þegar hún mældist 56%. Óánægð- ir voru einnig færri í júní, þegar þeir mældust 46%. Meirihlutinn var hins vegar ánægður með vinnubrögð ríkisstjórnarinnar fyrir þingkosningarnar sem fram fóru í Bretlandi í byrjun júní, en í þeim missti Íhaldsflokkur The- resu May forsætisráðherra meiri- hluta sinn. BRETLAND Theresa May Meirihlutinn ósáttur við vinnubrögðin Læknar hafa borið kennsl á karl- mann sem lét lífið í árásunum á tví- buraturnana í New York 11. sept- ember 2001. Maðurinn er 1.641. fórnarlambið sem borin hafa verið kennsl á eftir hryðjuverkaárásirnar, en alls létu 2.753 manns lífið í árás- unum. Sérfræðingar á vegum New York- borgar hafa á undanförnum árum beitt sérstakri tækni til þess að vinna erfðaefni úr þeim líkamsleifum sem hafa fundist. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár sem þessar rannsóknir hafa borið árangur. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að enn eigi eftir að bera kennsl á lík- amsleifar yfir fjörutíu prósenta þeirra sem létu lífið í árásunum fyrir sextán árum. Að sögn fjölmiðla vestanhafs ósk- uðu ættingjar þess sem kennsl voru borin á nú eftir því að nafn hans yrði ekki gefið upp. Reuters 11. september 2.753 manns létu lífið í árásunum á tvíburaturnana. Eru enn að bera kennsl á látna  1.641. fórnarlambið af 2.753

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.