Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 ✝ Helga Jóhanns-dóttir fæddist á Egilsstöðum 19. febrúar 1961. Hún lést 1. ágúst 2017 á Dyngju, Egils- stöðum eftir hetju- lega baráttu við krabbamein. Foreldrar henn- ar eru Unnur María Hersir, f. 9. mars 1929, d. 30. des. 2013, og Jóhann Stefánsson, f. 2. desember 1930. Systkini Helgu eru: 1) Guð- mundur Brynjólfur Hersir, f. 21. október 1957, d. 21. júlií 2012, 2) Hjörtur Jóhannsson, f. 6. maí 1963, kvæntur Ernu Jónsdóttur, f. 14. maí 1965, 3) Ása Jóhanns- dóttir, f. 16.11. 1965, gift Sig- urði Guðjónssyni, f. 30.1. 1959. Systkinabörnin eru Róbert Örn, Jakob Þór, Pétur Már, Guðjón Orri, Unnur Þyrí og Jóhann Örn. Gyða er sambýliskona Ró- berts og eiga þau synina Daníel og Davíð. Hinn 20. janúar 2005 giftist Helga eftirlifandi eig- inmanni sínum, Þórarni Hrafnkels- syni, f. 14. janúar 1951. Helga fæddist og bjó allt sitt líf á Eg- ilsstöðum og gekk þar í grunnskóla. Strax að hon- um loknum fór hún að vinna. Frá árinu 1980 vann hún við verslunarstörf, fyrst hjá Kaup- félagi Héraðsbúa, síðar Sam- kaupum og síðustu árin hjá Húsasmiðjunni/Blómavali. Helga bjó æskuárin í Hjarð- arhlíð 6 eða allt þar til þau Þór- arinn hófu sambúð í Fjólu- hvammi 7 í Fellabæ. Útför Helgu fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag, 9. ágúst 2017, kl. 13. Elsku besta Helga mín, systir mín. Hvað allt er mikið breytt, tómt og sárt þessa dagana. Ég veit að þetta mun lagast með tímanum en sársaukinn mun aldrei hverfa. Ég sakna þín alveg hræðilega mikið og á eftir að gera það alla tíð. Þó að það séu um tvö og hálft ár síðan þú greindist með ólækn- andi krabba og maður sé í raun búinn að syrgja síðan þá, þá er hugsunin um að þú sért farin svo óraunveruleg, þú hefur alltaf ver- ið hluti af lífi mínu og við ætl- uðum að verða eldgamlar báðar og gera skemmtilega hluti og rifja upp gamla tíma. Þú varst fjórum árum eldri en ég og mjög ung tókst þú að þér móðurhlutverkið þar sem mamma glímdi við mikla geðveiki og var meira og minna fyrir sunnan hjá læknum þar til for- eldrar okkar skildu. Þú áttir drauma sem viku til hliðar fyrir okkur systkinin. Þú hefur rifjað upp fyrir mig þegar þú varst að baka fyrir ferminguna mína. Það gekk ekki allt vel, enda ekki venj- an að 18 ára unglingar stæðu í stórbakstri, þónokkrir botnar enduðu í ruslinu en ekki var gef- ist upp, það var ekki þinn stíll, og ég fékk mína flottu veislu. Þú varst svo traust, sterk og góð manneskja, sérstaklega barngóð enda syrgja börnin mín mikið bestu frænku í heimi. Þú reyndist þeim svo endalaust vel og elskaðir á einlægan og sannan hátt. Það var oft vont að vera á hinum hluta landsins en 3-4 ferð- ir á ári austur voru venjan. Til að byrja með kom ég austur með krökkunum en þegar þau byrj- uðu að fara ein austur þá urðu ferðirnar svo mikið ævintýri, þið Tóti dekruðuð þau í drasl og ým- islegt sem mamman hefði kannski stoppað var gert og krakkarnir elskuðu þessa tíma. Sauðburðar- og réttarferðir aust- ur voru uppáhaldsferðirnar og ekki spillti fyrir ef farið var í Þrí- hyrning með Helgu, Tóta og afa. Þrátt fyrir fjarlægðina varst það þú sú sem passaðir börnin mín manna mest og í raun eina pössun okkar Sigga og eftir að þú greindist með brjóstakrabba fyr- ir 11 árum reyndir þú að stíla læknisferðir inn á að við Siggi gætum nýtt okkur það t.d. til ut- anlandsfarar. Já, helvítis krabbinn, þegar þú greindist fyrst fór ég með þér til læknisins og það var sko enginn barlómur, bara spurt um hvernig við myndum losna við þetta, heimsóknin fyrir rúmum tveimur árum átti að vera eins, en þar var engin von gefin um lækningu, það braut samt ekki baráttuþrek þitt og þú barðist allan tímann, meira að segja viku áður en þú lést vildir þú halda áfram að fá lyf. Missir allra í kringum þig er mikill og þó sérstaklega Tóta og pabba, þér fannst svo sárt að þurfa að fara á undan pabba, sem nú sér á eftir öðru barni sínu. Þú lagðir áherslu á það að við mynd- um áfram telja Tóta til okkar og það er engin hætta á öðru, Tóti er besti frændi barnanna minna. Mér finnst við hæfi að kveðja þig með erindi úr ljóði eftir afa okk- ar: Hve sorgin verður sár og þung, er svífur dauðans hönd með bitra, hvassa brandinn um blómleg vonarlönd. Þá falla fríðar bjarkir, þá fölna blómin smá og þar, sem áður yndi var, er auðn og hjarn að sjá. (Stefán Benediksson.) Elsku Helga, hvíldu í friði, þín litla systir, Ása. Hún Helga okkar spilaði stórt hlutverk í lífi allra okkar systk- ina. Frá því að við fyrst munum eftir okkur var Helga þarna. Ým- ist að skamma okkur fyrir óþekktina, sem var víst töluverð er okkur sagt, eða gleðja okkur með gamansemi sinni og hlýju. Hún var líka gjafmild. Það var til dæmis alltaf mest spennandi að opna kassann frá Helgu Jóa á jól- unum. Hann var líka alltaf stór og gerði börnin á Arnórsstöðum tifandi af tilhlökkun. Svo opnuð- um við hann í sameiningu og það brást aldrei. Upp úr kassanum komu alls konar gull sem glöddu lítil barnshjörtu lengst uppi í af- dal. Þannig var Helga. Gladdi lítil barnshjörtu allt í kringum sig, alla sína ævigöngu. Og þegar við uxum úr grasi og eignuðumst börn tók hún til við að gleðja börnin okkar. Að fara til Helgu og Tóta á áramótunum var fastur punktur og Húni, Einar Jóhann og síðar Gísli Mar hlökkuðu til allt árið. Helga var þeim hæfi- leika gædd að geta skammað mann þegar maður hagaði sér illa en vera samt alltaf í uppáhaldi. Hún einfaldlega náði til manns og maður bar virðingu fyrir þessari góðu konu. Þegar maður varð síðan fullorðinn viðhélst svo þessi virðing og þakklæti. Alltaf þegar maður hitti Helgu mætti hún manni sem jafningja, ráðlagði og skammaði og maður var þakklát- ur fyrir það. Við systkinin minn- umst Helgu okkar sem móður- legrar vinkonu og erum ævinlega þakklát fyrir samfylgdina frá fyrstu tíð. Við vottum Tóta okkar innilegustu samúð sem og öðrum ættingjum og vinum. Um þær hlíðar hinsta sinn hugann látum flakka hvar þú lýstir ljósi inn ljósið viljum þakka. Frá þér allt við ávallt hljótum aga, ást og hlýju. Alla daga ylsins njótum uns við sjáumst að nýju. (HBE) Ingunn Bylgja, Hrafndís Bára Hafrún Brynja, Húni Hlér og fjölskyldur. Þín er sárt saknað. Helga var kletturinn í okkar fjölskyldu og er margs að minnast og þakka. Dugnaður, áreiðanleiki, hjálp- semi og góðmennska eru orð sem koma upp í hugann þegar maður hugsar til Helgu og alltaf var hægt að leita til hennar með allt. Það voru engin vandamál, bara lausnir. Einstaklega barngóð manneskja og fengu börnin okk- ar að njóta þess í einu og öllu hvort heldur sem var fyrir austan eða hér í bænum. Samverustundirnar hefðu get- að verið fleiri en maður yljar sér við þær minningar sem við fjöl- skyldan eigum um yndislega konu sem reyndist okkur ein- staklega vel. Þín minning mun lifa í mínum huga um ókomna tíð. Þinn mágur, Sigurður Guðjónsson. Elsku besta frænka. Nú er ég einum engli ríkari og þú ert sá allra besti. Það er erfitt að hugsa til þess að sjá þig aldrei aftur en sem betur fer á ég nóg af ynd- islegum minningum sem ég get yljað mér við. Þótt þið Tóti hafið ekki eignast barn voruð þið svo sannarlega eins og annað sett af foreldrum fyrir mig og bræður mína. Þér þótti svo vænt um okkur og gerð- ir allt fyrir okkur, án þess þó að gera okkur að algjörum dekur- dýrum því það þurfti sko líka að ala okkur almennilega upp. Að koma heim í Fellabæinn var al- veg eins og að koma heim, það var meira að segja tekið betur á móti okkur þar ef ég er alveg hreinskilin. Þið Tóti dekruðuð okkur í drasl hvert einasta skipti sem við komum og í Fellabænum mynduðust margar skemmtileg- ar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Þú elskaðir svo sannarlega að gera grín og hlæja að okkur systkinunum í hvert skipti sem tækifæri gafst og höfum við heyrt þig gera grín að okkur fyrir sama hlutinn mjög oft og okkur fannst það alls ekki skemmtilegt til að byrja með en fórum svo með árunum að hlæja með þér. Þó að þú hafir hlegið mikið að okkur varstu líka svo sannarlega til staðar þegar við þurftum á huggun og góðu knúsi að halda. Mig langaði í meiri tíma með þér en lífið er stundum ósann- gjarnt og þótt þú hafir verið veik í langan tíma var ekki hægt að undirbúa sig fyrir það að missa þig. Nú ert þú farin til himnaríkis og verður þar dekruð í drasl, því þú átt bara það allra besta skilið. En þótt þú sért farin frá jörðu ertu alls ekki farin frá mér. Ég veit að þú munt fylgjast með mér og leiðbeina mér, jafnvel þegar mér finnst ég ekki þurfa á hjálp að halda. Ég sakna þín mjög en get samt ekki annað en brosað í gegnum tárin í hvert skipti sem ég hugsa til þín, hver einasta minning er svo falleg. Það verður erfitt að hafa þig ekki hérna hjá okkur en þín verður minnst á hverjum degi og ég held núna áfram í framtíð- ina með þig alltaf við hlið mér. Unnur Þyrí Sigurðardóttir. Helga var okkur mjög kær, við fundum það alltaf þegar við fór- um til Egilsstaða að hún elskaði okkur eins og við værum hennar eigin börn. Allt sem hún gerði fyrir okkur var af ást og um- hyggju og hún neitaði okkur aldrei um neitt, sama hvort það var pítsa í kvöldmat eða nammi- poki. Þó að það hafi kannski ekki fallið neitt vel í kramið hjá mömmu og pabba fannst okkur hún vera besta frænka í heimi fyrir það. Við eigum svo margar minn- ingar um Helgu. Ein sem stend- ur upp úr er þegar hann Jói litli datt í vatnsbalann uppi í Þríhyrn- ingi og hljóp til Helgu af því að hún var sú eina sem hló ekki að honum og huggaði hann meðan aðrir hlógu en Helga var sú sem hló mest að honum í raun og hafði alltaf gaman af því að rifja upp þessa sögu og aðrar klaufasögur af okkur. Skarð Helgu verður aldrei fyllt og munu minningar um bestu frænku í heimi ávallt fylgja okkur. Sem betur fer höfum við Tóta og munum halda áfram að búa til góðar minningar með hon- um. Guðjón Orri og Jóhann Örn. Helga Jóhannsdóttir ✝ Ingþór Kjart-ansson fædd- ist í Reykjavík 20. maí 1950. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 6. júlí 2017. Foreldrar hans voru Kjartan A. Kristjánsson bif- reiðastjóri, f. 19. apríl 1912, d. 7. september 1994, og Þóra Þórðardóttir, f. 7. janúar 1917, d. 24. ágúst 1998. Bróð- ir Ingþórs heitins er Kristján Arnfinnur, f. 12. janúar 1944 og á hann börnin Guðmund Leif, f. 1969, og Þórhildi, f. 1972. Þann 13. júlí 1974 kvæntist Ingþór Elísabetu Guðnýju póstafgreiðslumanni, f. 7. júlí 1950 í Reykjavík, dóttur Árna Finnbjörnssonar, f. 16. júní 1921 á Hesteyri, d. 17. júní 2005 í Reykjavík, og eigin- konu hans Guðrúnar Gests- dóttur, f. 27. júlí 1922 á Seyð- isfirði, d. 5. maí 2008 í Reykjavík. El- ísabet og Ingþór eiga tvo syni: Kjartan Þór, f. 6. desember 1982, og Árna Gunnar, f. 11. maí 1984. Árni er kvæntur Ernu Karen Þórarins- dóttur, f. 30. apríl 1988, og eiga þau börnin: Elísabetu Lilju, f. 2007, Hauk Þór, f. 2010, og Arnar Inga f. 2015. Ingþór var í grunnnámi í Melaskólanum og Hagaskól- anum. Hann útskrifaðist sem bókbindari frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1975 og lauk þar einnig námi í prentsmíði 1980. Ingþór vann sem bókbindari í Prentsmiðjunni Eddu en síð- ar við Offsetskeytingu á Morgunblaðinu og hjá Myndamótum ehf. Útför Ingþórs heitins hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingþór Kjartansson, fyrrver- andi svili minn, var traustur og góður drengur. Það fór strax vel á með okkur þegar hann tók saman við Elísabetu og við fór- um að hittast reglulega í fjöl- skylduboðum og grillveislum. Stutt var á milli heimila okkar í Lálandi og Seljalandi. Við áttum sameiginlegar æskuslóðir, hann bjó á Grímsstaðaholtinu fram á unglingsár er hann flutti í Skjól- in og ég bjó á Kvisthaga. Þótt fimm ár væru á milli okkar var æskuleikvöllurinn sá sami og margt skemmtilegt að rifja upp. Ingþór var bílaáhugamaður og með vel þroskaðan jeppaáhuga sem hann gat fínpússað með Broncónum og fleiri jeppum. Ég var náttúrulega með hæfilega bíladellu eins og sannir karl- menn svo við gátum oft rætt um bíla og þeirra gæði, þótt engan ætti ég jeppann. Ingþór var hörkuduglegur hvort heldur hann vann að eigin húsbyggingum eða fyrir aðra. Hann var upphaflega menntaður bókbindari og vann við það framan af í Eddunni en jók síð- ar við menntun sína Iðnskól- anum og lærði og vann við prentsmíði og skeytingu í Myndamótum og prentsmiðju Morgunblaðsins. Þróun í prent- iðnaði og útgáfustarfsemi olli því að manna í fagi Ingþórs var ekki lengur þörf í blaðaútgáf- unni og fór hann því aftur í bók- bindarastarfið. Í okkar samskiptum var Ing- þór glettinn og hann hafði góða kímnigáfu. Gæti þó hafa virst sumum dulur og þungur, en þannig var hann ekki í raun. Hann var tryggur vinum sínum og fjölskyldu og leitt að hann skuli hafa horfið frá okkur svona snemma úr ótímabærum veik- indum. Um leið og ég kveð Ing- þór og þakka liðnar samveru- stundir sendi ég innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar. Stefán Pálsson. Ingþór Kjartansson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, LILJA GUNNARSDÓTTIR, Birkihvammi 21, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 11. ágúst klukkan 11. Sigurjón Antonsson Anton Smári Sigurjónsson Andri Snær Sigurjónsson Stefán Friðleifsson Hildur Friðleifsdóttir barnabörn og langömmubarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA JÓNSDÓTTIR frá Grund á Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 3. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 14. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða. Ragnheiður J. Pétursdóttir Gunnar Einarsson Vilborg Pétursdóttir Hafþór Harðarson Margrét Pétursdóttir Hörður R. Harðarson Petrea Emilía Pétursdóttir Halldór Stefánsson ömmubörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLÍNA GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, lést föstudaginn 4. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. ágúst klukkan 13. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki í Roðasölum fyrir einstaka alúð og umönnun. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir umhyggju og hlýhug. Svala Þ. Birgisdóttir Hörður Sigurðsson Ólafur V. Birgisson Steinar Birgisson Sigrún Birgisdóttir Niels Harðarson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.