Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017
✝ Karl fæddist aðFagurhlíð í
Sandgerði 8. júlí
1936. Hann lést á
Nesvöllum í
Reykjanesbæ 27.
júlí 2017.
Foreldrar hans
voru Ólína Jóns-
dóttir, f. 24.9. 1899,
d. 27.12. 1980, og
Einar H. Magn-
ússon, f. 8.2. 1902,
d. 27.10. 1985.
Systkini Karls voru Ingibjörg,
f. 26.5. 1926, f. 24.2. 2012, Ari, f.
13.9. 1928, d. 29.11. 1970, Magn-
ea, f. 4.11. 1932, d. 26.11. 2003,
sammæðra: Friðrik Sigurðsson,
f. 25.11. 1920, d. 10.8. 1974.
Karl kvæntist Grétu Freder-
iksen frá Köge í Danmörku 6.6.
1959.
Foreldrar Grétu voru Alda
börn, Helgi, f. 1964, d. 1985,
Karl Grétar, f. 1967, kvæntur
Margréti Jónasdóttur, eiga þau
þrjú börn og þrjú barnabörn,
Alda, f. 1974, gift Danté Kub-
ischta og eiga þau fjögur börn.
Karl fluttist fjögurra ára að
Klöpp í Sandgerði og ólst þar
upp. Karl lærði smíðar hjá
bróður sínum Ara og vann við
það um tíma, síðan tók við sjó-
mennskan sem var aðalstarf
hans, hann fór í útgerð með
Sólmundi Jóhannssyni árin
1965-1977. Síðan voru þau
hjónin í eigin útgerð 1979-1982.
Starfaði Karl við Sandgerð-
ishöfn frá 1984 og lauk þar
starfsferli sínum.
Karl var í hreppsnefnd Sand-
gerðis um tíma, hann var mikill
áhugamaður um brids og stofn-
aði Bridgefélagið Munin 1986
og vann til margra verðlauna.
Útför Karls fer fram frá
Safnaðarheimilinu í Sandgerði
í dag, 9. ágúst 2017, klukkan
13.
Valdemarsdóttir, f.
1.7. 1911, d. 2.2.
1970, og Jakob Emil
Vilhelm Fred-
eriksen, f. 27.7.
1902, d. 5.9. 1994.
Karl og Gréta
byggðu sér hús að
Vallargötu 21 í
Sandgerði og ólu
börnin sín sjö upp
þar.
Börn Karls og
Grétu eru Ólína Alda, f. 1955, í
sambúð með Lárusi Óskarssyni,
þau eiga fimm börn og 13 barna-
börn. Snæfríður, f. 1956, gift
Pétri Guðlaugssyni, eiga þau sjö
börn og 18 barnabörn, Margrét
Helma, f. 1959, gift Karli Ólafs-
syni, eiga þau fjögur börn og sex
barnabörn, Reynir, f. 1960,
kvæntur Júlíu Óladóttur, eiga
þau þrjú börn og fimm barna-
Kveðja frá eiginkonu.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ókunnugur)
Ástarkveðja.
Þín
Gréta.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stund
í huganum hrannast upp sorgarský
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða
djúp sár
þó kominn sé yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Þín dóttir
Ólína.
Elsku hjartans pabbi minn, nú
er þinni þrautagöngu lokið, þú
skildir við sáttur.
Hjarta mitt er í sárum, ég
þessi mikla pabbastelpa og dek-
urrófa, litla barnið í stóra barna-
hópnum ykkar mömmu og þú,
annar betri helmingurinn minn,
farinn. Það er stórt skarð í hjarta
mínu sem mun aldrei verða fyllt.
Þú varst minn allra besti vin-
ur, til þín var best að leita, þú
varst með ráð við öllu, og á erf-
iðum tímum og ef að eitthvað
bjátaði á, þá leiddir þú litlu pab-
bastelpuna þína rétta veginn og
alltaf stóðstu með stelpuskottinu
þínu í einu og öllu. Fyrir það verð
ég ævinlega þakklát, elsku pabbi
minn. Þú varst einfaldlega best-
ur, en þú vissir það nú vel, ég lét
þig nú vita af því mjög reglulega.
Þú varst einstök perla.
Lífið verður ekki eins auðvelt
án þín, elsku pabbi minn, mig
vantar þig, mig vantar að sjá þig,
heyra í þér, gráta með þér, hlæja
og grínast með þér.
Nú get ég ekki lengur hringt í
hetjuna mína. Þetta líf er ekki
auðvelt og verður enn erfiðara án
þín, elsku pabbi minn.
Við eigum svo gríðarlega
margar góðar minningar, þú, ég
og elsku mamma, og þær minn-
ingar geymi ég vel í hjarta mínu
og mun minnast þín á hverjum
degi, oft á dag.
Elsku pabbi minn, takk fyrir
allt. Takk fyrir að hafa alltaf ver-
ið til staðar fyrir mig. Takk fyrir
börnin mín, fyrir að vera besti afi
sem til er, ég mun halda áfram að
knúsa þau eins og þú baðst mig
alltaf um, þau sakna afa sárlega.
Við munum halda áfram að
passa elsku mömmu vel.
Elsku pabbi minn, nú ertu
kominn til Helga okkar og Péturs
Snæs, ömmu og afa, systra þinna
og bræðra og Kalla besta vinar
þíns sem þú saknaðir svo mikið,
ég veit að þú ert glaður núna.
Elsku hjartans mamma mín,
þú ert hetjan okkar allra.
Elsku systur mínar og bræður,
eitt er öruggt, að við munum
halda minningu elsku pabba okk-
ar vel á lofti.
Elsku pabbi minn, góða nótt
fallegi gullmolinn minn, við hitt-
umst síðar.
Þú ert mín fyrirmynd, þú ert mín hetja,
kletturinn minn og kennari minn,
það sem pabbastelpa þarf að etja
þú bíður opinn með faðminn þinn.
Ég vil þakka þér, elsku pabbi minn
það lið sem þú hefur lagt mér
því tryggari og betri vin ég aldrei finn
hvert um heiminn sem mig ber.
(A.K.)
Ég elska þig,
Þín dóttir,
Alda.
Nú sefur þú í kyrrð og værð
og hjá englunum þú nú ert.
Umönnun og hlýju þú færð
og veit ég að ánægður þú sért.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Blessun drottins munt þú fá
og fá að standa honum nær.
Annan stað þú ferð nú á
sem ávallt verður þér kær.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Við munum hitta þig á ný
áður en langt um líður.
Sú stund verður ánægjuleg og hlý
og eftir henni sérhvert okkar bíður.
Við kveðjum þig í hinsta sinn
Við kvöddum þig í hinsta sinn.
(Þursi)
Elsku afi, takk fyrir alla ást,
hlýju og kærleika. Takk fyrir öll
knúsin, kossana og vinskapinn.
Takk fyrir sögurnar, viskuna og
skrýtlurnar.
Sofðu rótt, elsku afi, við elsk-
um þig.
Þín
Gréta, Jón Karl, Ólína,
Brynjar Mar og fjölskyldur.
Til langafa.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Guð blessi þig, elsku afi.
Þín
Viktor Patrik, Sóldís
Kara og Brynja Dís.
Leiðir okkar Kalla frænda
lágu fyrst saman þegar amma og
afi í Klöpp tóku mig í fóstur,
tveggja mánaða gamlan. Kalli
var þá þrettán ára unglingur, enn
í heimahúsum. Hann gantaðist
stundum með að hafa verið rænd-
ur bernskunni vegna nýja fjöl-
skyldumeðlimsins. En honum
hefur örugglega þótt spennandi
að fá lítið barn á heimilið. Fjöldi
minninga er til um samskipti
okkar tveggja nokkrum árum
síðar þegar barnshugurinn upp-
lifði atvik og atburði og gat mun-
að slíkt. Og ofarlega í bernsku-
minningunum er Kalli að grínast
og stríða. En alltaf skein góð-
mennska og væntumþykja í
gegn.
Frá fimmtán ára aldri naut ég
þess að vera á handfærum með
Kalla og Sóla, ásamt ýmsum öðr-
um tilfallandi áhafnarmeðlimum.
Það segir eitthvað um þá fé-
lagana, og Kalla sérstaklega, að
sjóveikasti unglingurinn á Suð-
urnesjunum skuli hafa enst á
sjónum með þeim í sex eða sjö
sumur. Mikið var gaman og gef-
andi að vera með þessum mönn-
um.
Kalli var afskaplega kappsam-
ur sem sást einna best á sjó-
mannadaginn þegar áhöfn Keilis,
litla handfærabátsins, sigraði
róðrarkeppni sjómannadagsins
þrjú ár í röð og vann til eignar
bikarinn eftirsótta. Þetta þótti
Kalla alltaf vænt um en mikið var
hann spenntur og trekktur þessa
daga.
Oft var komið við á Vallargöt-
unni, enda var gott og gaman að
koma þangað. Alltaf léttleiki og
alúð af hálfu þeirra beggja, Kalla
og Grétu, en hún á nú harðri bar-
áttu við óvæginn sjúkdóm. Flest-
ar myndirnar sem teknar voru
sýna kátínu og hlátur. Þau hjónin
voru einstaklega góð, greiðvikin
og gjafmild. Það var ósjaldan
sem þau réttu manni pening þó
þau væru í þröng sjálf. Hafi þau
bæði innilegustu þakkir fyrir all-
ar góðu stundirnar og almenni-
legheitin.
Kalli og Gréta áttu miklu
barnaláni að fagna; börn, tengda-
börn, aðrir afkomendur og mak-
ar – allt dugnaðarfólk. Og afkom-
endurnir orðnir 63. Sérstaklega
ber að nefna umhyggju þeirra
fyrir Kalla og Grétu, sérstaklega
þegar heilsan fór að gefa sig.
Slíkt segir mikið um hvað þeim
hefur verið innprentað í uppeld-
inu.
Á kveðjustund eru efst í huga
innilegustu þakkir. Kalli var og
gaf svo mikið. Guð gefi öllum
syrgjendum frið og styrk.
Elskulegum frænda þakka ég
einstaka samfylgd.
Einar Valgeir.
Karl Einarsson
✝ Guðjón RóbertÁgústsson
fæddist í Reykjavík
11. september 1948.
Foreldrar hans
voru Ágúst Þór
Guðjónsson, f. 7.
maí 1923, d. 22.
apríl 1992, og
Guðný Aradóttir, f.
2. september 1920,
d. 15. september
1995. Syskini Guð-
jóns Róberts eru Jón Ágústsson,
f. 19. apríl 1944, Ágúst Ágústs-
son, f. 18.ágúst 1945, Þorlákur
Ari Ágústsson, f. 12.júlí 1947,
Þuríður Jana Ágústsdóttir, f. 15.
mars 1958.
Hinn 24. júní 1967 kvæntist
Guðjón konu sinni Ingibjörgu
Guðjónsdóttur, f. 1. nóvember
1947. Börn þeirra eru Þórdís
Linda Guðjónsdóttir, f. 26. nóv-
ember 1968, sambýlismaður
hennar er Björn Gunnarsson, f.
7. febrúar 1965, og eiga þau
Davíð Fannar. Einar Michael
Guðjónsson, f. 20.
ágúst 1974, maki
Halldóra Sigurð-
ardóttir, f. 5. ágúst
1973. Börn þeirra
eru Natalía Rut,
Camilla Rós og Vic-
toria Rán. Fyrir
hjónaband átti Ein-
ar Anitu Björt og
Róbert Þór.
Guðjón Róbert
vann við ljós-
myndun frá 1965 þegar hann hóf
störf við ljósmyndadeild Tímans
við prentmyndagerð og síðar við
blaðaljósmyndun. Þá starfaði
hann á Tímanum og NT fram til
júní 1984. Eftir það var hann
sjáfstætt starfandi sem ljós-
myndari. Frá 1996 var hann að-
alljósmyndari hjá Dagsbrún sem
síðar var Efling stéttarfélag þar
til hann lét af störfum í maí
2013.
Guðjón Róbert verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í
dag, 9. ágúst 2017, klukkan 13.
Það er einhver tilgangur með
þessu sagði okkar kæri bróðir
Robbi síðustu vikurnar sem
hann lifði. Við áttum góð samtöl
á spítalanum og á Grund sem
ég er þakklát fyrir. Ég fann
skýra hugsun þó að hann væri
sárþjáður og ætti orðið erfitt
með lífið.
Hann var mikill fjölskyldu-
maður og átti erfitt með að yf-
irgefa konu og börn því hann
þurfti alltaf að vera með putt-
ana í því sem var að gerast.
Við systkinin, fjórir bræður
og ein systir, bjuggum við erfið
fjölskylduskilyrði ung að aldri
og fórum ung sitt í hverja átt-
ina.
Alltaf var mikill kærleikur á
milli okkar og átti Robbi sinn
þátt í því og passaði vel upp á
að halda okkur í góðu sam-
bandi.
Seinna byggðum við nokkur
systkinin bústað uppi í Borg-
arfirði og var þar oft mikið puð
og sviti við að byggja upp, en
þar áttum við margar góðar
gleðistundir og héldu Robbi og
eftirlifandi konan hann Inga
mörg skemmtileg matarboð þar
sem heimsmálin voru krufin.
Robbi var listrænn og vann
sem blaðaljósmyndari, sem
bæði var vinna hans og áhuga-
svið.
Það eru margar skemmtileg-
ar myndir eftir hann sem munu
ylja okkur um ókomin ár.
Hann fann sér alltaf eitthvað
að gera, m.a. tíndi steina og bjó
til hálsmen.
Kveð ég Robba bróður minn
með söknuði, megi friður vera
með þér á nýjum vettvangi.
Far vel minn kæri.
Þín systir
Jana.
Það hefur líklega verið um
1980 sem við Róbert hittumst
fyrst þegar ég vann sem blaða-
maður við Alþýðublaðið og hann
á Tímanum. Við unnum síðan
saman þegar ég vann við Helg-
arblað Tímans. Við kynntumst
svo í alvöru þegar við unnum að
blaði Dagsbrúnar 1996 en Ró-
bert varð síðar aðalljósmyndari
Eflingar-stéttarfélags. Við unn-
um því náið saman í nærri tvo
áratugi.
Hjá Eflingu liggur eftir hann
fjölbreytt og áhugavert mynd-
efni af launafólki við störf og
daglega iðju sem sýnir vel
næmi hans og mikla tilfinningu
fyrir fólki. Mér er til efs að
margir ljósmyndarar hafi skilið
eftir sig jafnmikla arfleifð
mynda af fólki úr atvinnulífi
þjóðarinnar frá seinni hluta síð-
ustu aldar og vel fram á þessa
öld. Á síðustu árum sýndi Ró-
bert á sér nýja hlið þegar hann
sneri sér meira að listrænni
ljósmyndun með litbrigðum úr
íslenskri náttúru og landslagi.
Robbi var einstakur fagmað-
ur. Hann hafði næmt auga fyrir
góðu myndefni, var hugmynda-
ríkur, skemmtilegur í allri sam-
vinnu og fjarri því að vera skoð-
analaus um myndaval þegar
fyrir lágu tugir mynda úr ein-
stökum verkefnum. Hann var
mjög kappsamur. Allt átti að
vera fullkomið. Hvert smáatriði
á sínum stað. Hvergi mátti slá
af. Þess vegna var tekist á í
hverju einasta verkefni. Og vei
þeim sem hélt að hann gæti
tekist á við Robba í þessum leik
og haft betur. Í hita leiksins
féllu oft þung orð um reynslu
og mikilvægi fagmennsku. En
allt var tilefnið sá mikli metn-
aður sem einkenndi Robba alla
tíð. En þó hart væri tekist á,
var ætíð endað í sátt. Menn
voru móðir en ósárir.
Metnaður hans var smitandi.
Allt sem Robbi tók sér fyrir
hendur lék í höndum hans.
Hann varð sumarbústaðamaður
af bestu gerð. Ekki sumarbú-
staðamaður sem situr í sólinni
og horfir til himins, heldur mað-
ur að breyta, bæta og laga og
gera bústaðinn betri fyrir fjöl-
skylduna. Maður sem ræktar og
hlúir að öllu sem lifir. Hann
fylgdist vel með eignum ná-
granna sinna og hjálpaði öllum
sem á þurftu að halda.
Það var einmitt eitt sterkasta
einkenni Robba. Takmarkalaus
hjálpsemi. Hann heyrði eitt
sumarið að við Kara værum að
undirbúa gerð grillhúss. Næstu
helgi var hann mættur með sög-
ina og hamarinn og reisti með
okkur þak hússins. Löngu eftir
að Robbi var orðinn alvarlega
veikur, var hann ætíð boðinn og
búinn að hjálpa vinum sínum og
fjölskyldu. Hann bjó líka svo vel
að eiga hana Ingu sem traustan
lífsförunaut alla tíð og fjölskyld-
an var svo lánsöm að eiga greið-
virkni hans og hjálpsemi vísa.
Robbi var líka fyrirmynd í
þrautseigju. Hann hélt áfram
ævistarfi sínu löngu eftir að
hann hafði misst hina líkamlegu
burði til að vinna það eins og
hann hefði best kosið.
Þegar ég lít til baka, er mér
efst í huga hve góður félagi
hann var okkur í Eflingu-stétt-
arfélagi, traustur vinur og ein-
lægur, kátur og glettinn með
hnyttnar sögur á vörunum sem
hann kallaði fram með viðeig-
andi hlátri og kímni. Þannig
viljum við vinir hans kveðja
hann Robba með innilegum
þökkum fyrir allt sem hann var
okkur.
Þráinn Hallgrímsson.
Guðjón Róbert
Ágústsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG KARLSDÓTTIR
kaupmaður,
Merkurgötu 3, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 29. júlí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 10. ágúst
klukkan 13.
Þórður Sæmundsson Drífa Sigurbjarnardóttir
Guðrún Sæmundsdóttir
Sjöfn Sæmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar og systir,
ÞORBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR DAY
Stella Day,
sem lést á heimili sínu í Leonardtown í
Maryland, USA, 14. júlí, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirku föstudaginn 11. ágúst
klukkan 13.
Jim Day Judie Day
Larry Day Staci Day
Judy Pack Mark Pack
og systkini hinnar látnu
Ástkær eiginmaður minn,
ÁRNI GUÐMUNDSSON,
áður til heimilis að Ljósheimum 20,
lést mánudaginn 24. júlí að Hrafnistu í
Reykjavík.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sigurlaug Hulda Jónsdóttir