Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Ómissandi í eldhúsið Undanfarna daga hef ég fylgst með bar- áttu bæjarstjórnar Vestmannaeyja, með dyggri aðstoð sam- gönguráherra, fyrir bættum samgöngum milli Landeyjahafnar og Heimaeyjar.Gaman er að sjá þegar pólitík- in fer á tilfinningasvið- ið og berst fyrir því sem helst mætti kalla „vind í vatnsglasi“ og hefur sigur! Eimskip er fórnarlambið sem bjarga varð. Það hafðist í gegn með „aðlög- un“ fyrir séríslenskar aðstæður á Evrópureglugerð 666/2001EU sem gildir í allri Evrópu. Ráðherrann gaf leyfi til tveggja daga siglinga ferjunn- ar Akraness milli lands og Eyja, en ferjan kom til landsins vegna til- raunaverkefnis varðandi siglingar milli Akraness og Reykjavíkur. Enn og aftur hefur ráðherra gengið í gegnum eldinn fyrir Eimskip. Áður var búið að berja í gegn breytingar á skilgreiningu hafsvæðisins milli lands og Vestmannaeyja. Það var fært úr B-flokki, sem nær yfir úthaf, í C-flokk en undir hann falla firðir með lygnari sjó en úthafið. Þetta var gert til þess að nokkrir milljónatugir gætu runnið í sjóði Eimskips sem leiga fyrir flóa- bátinn Baldur. Leyfið fyrir Akranesferjuna til sigl- inga milli Landeyjahafnar og Heima- eyjar var veitt þvert á ákvörðun Sam- göngustofu. Hún gaf ekki leyfi því ferjan uppfyllir ekki skilyrði reglu- gerðar. Samgöngustofa er fagstofnun sem hefur það hlutverk að úthluta leyfum af þessu tagi. Hún sér um fag- legar úttektir á loftförum, sjóförum og landfarartækjum landsmanna. Spyrja má hvort ráðherrann hafi hugsað sér að taka að sér verkefni stofnunarinnar? Ég þykist vita að á bakvið tjöldin hafi snyrtilega klæddir gæslumenn hagsmunaafla þrýst mjög á að gefinn yrði afsláttur af reglunum. Þessir hagsmunagæslumenn haga sér eins og þeir eigi Ísland skuldlaust. Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Viking Tours í Vest- mannaeyjum. Það gerir út tvo farþegabáta og rútur. Við keyptum stærri bátinn 2013 og hugsuðum hann m.a. til siglinga í Landeyjahöfn. Minni báturinn hafði á árum áður leyfi til sigl- inga milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar að sumarlagi, en var sviptur því þegar Land- eyjahöfn var opnuð. Þá- verandi Siglingastofn- un, nú Samgöngustofa, gaf engan afslátt af kröfum um útbúnað stóra bátsins til siglinga á B-svæði og þurftum við að taka á okkur tugmillj- óna króna kostnað svo báturinn upp- fyllti kröfurnar. Enginn ráðherra gaf okkur undanþágu og ekki heyrðum við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum krefjast þess að við fengjum afslátt af kröfum gildandi reglugerða. Er ekki eitthvað til sem heitir jafnræðis- regla? Sú hugsun hefur sótt á mig hvort þetta sem við höfum nýverið orðið vitni að sé það „nýja Ísland“ sem flest okkar vilja sjá? Það eru sveitarstjórn- arkosningar á næsta ári. Eigum við, almenningur í landinu, ekki að láta heyra í okkur? Viljum við breyta til? Ég er búinn að fá nóg af hagsmuna- poturunum sem kippa í spottana og telja sig geta vaðið yfir allt og alla þegar þeim hentar. Ég spyr: Eigum við ekki að krefjast sama réttlætis og jafnræðis fyrir alla? Græðgin er óseðjandi og mun alltaf heimta meira. Hið „nýja Ísland“ –Viljum við það? Eftir Sigurmund Gísla Einarsson Sigurmundur Gísli Einarsson »Ég þykist vita að á bakvið tjöldin hafi snyrtilega klæddir gæslumenn hagsmuna- afla þrýst mjög á að gefinn yrði afsláttur af reglunum. Höfundur er framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum. simmi@vikingtours.is Fyrir nokkrum árum varð til hugmynd. Nokkrar prestvígðar konur sátu saman og ræddu um það hvernig best væri að minnast 500 ára afmælis siðbót- arinnar árið 2017. Við komum okkur saman um að það væri góð hugmynd að feta í fótspor Marteins Lúth- ers og setja saman hug- myndir um hvernig við gætum bætt kirkjuna í dag og hengja hugmyndirnar á hurð með nagla. Hugmyndin fór á flakk. Ýmsar hug- myndir komu fram um hvernig mætti út- færa þetta og nú hefur orðið til þátt- tökugjörningurinn „TESUR“ á Hólahátíð, sem fram fer dagana 11.-13. ágúst nk. Myndlistarkonurinar Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal voru fengnar til verksins. Gestum verður boðið að semja eða teikna sínar eigin „tesur“ eða hug- myndir, sem prentaðar verða með háprenti á pappír og síðan negldar á tréhurð, sem komið hefur verið upp í kirkjunni. Á Hólum í Hjaltadal er vagga prentlistar á Ís- landi og er talið að fyrsta prentsmiðjan hafi verið sett þar upp af Jóni Arasyni Hóla- biskup. Síðan notaði Guðbrandur Þor- láksson, biskup sömu prentsmiðju til útbreiðslu siðbótarinnar hér á landi. Hér var prentuð fyrsta Biblían 1584 og fyrsta útgáfa passíusálmanna árið 1666. Kynning á þátttökugjörningnum verður við upphaf Hólahátíðar í Auð- unarstofu kl. 17 föstudaginn 11. ágúst. Síðan ganga gestir upp í Nýjabæ þar sem fólk semur sínar tesur og hengir á hurð í kirkjunni. Þátttökugjörning- urinn fer fram alla helgina föstudag, laugardag og sunnudag, frá kl. 10-22, þar sem fólk á öllum aldri er hvatt til að móta og setja fram sínar hug- myndir um hvernig kirkjan og Guð eru fyrir þeim í nútímasamfélagi. Kyrrð verður í Nýjabæ á meðan fólk íhugar og kemur hugmyndum sín- um á blað, þannig að upplifunin verður mjög sterk. Hvernig getum við bætt kirkjuna í dag? Eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur Solveig Lára Guðmundsdóttir » Fólk á öllum aldri er hvatt til að móta og setja fram sínar hug- myndir um hvernig kirkjan og Guð eru fyrir þeim í nútímasamfélagi. Höfundur er vígslubiskup á Hólum. Vinstrimenn hafa hneykslast mjög á græðgi hægrimanna og talið okkur helst ekki hugsa um annað en græða meira í dag en í gær. Gömul speki segir þá sem horfa mest á annarra lesti hafa þá stundum í meira mæli en hinir og sannast það á fulltrúum vinstriflokk- anna. Vissulega er græðgin í grunninn slæm en kapítalísk stefna hægri- manna beinir græðginni í skárri far- veg en sósíalismi vinstristefnunnar – sennilega vegna þess að vinstrimenn neita að kannast við græðgina í eigin fari. Farvegur hægrimanna er frjáls markaður þar sem samkeppnin ríkir og finnist fólki okrað á sér er alltaf hægt að leita annað. Sá farvegur vinstri- stefnunnar sem græðgin ferðast um er miklu verri – þeir sækjast eftir pólitískum völdum til að geta okrað á sínum neyt- endum. Neytandi op- inberrar einokunarþjón- ustu getur ekki leitað annað þannig að stjórn- málamenn geta hækkað skatta og gjöld nánast endalaust og hinn al- menni borgari getur ekki annað en greitt uppsett verð. Vinstriflokkarnir hafa verið við völd síðan 1994 fyrir utan kjörtímabilið að mestu frá 2006-2010. Nefna má að árið 2007 voru fasteignagjöld lækkuð um 10% vegna mikillar hækkunar á fast- eignamati – þetta var að sjálfsögðu gert undir forystu sjálfstæðismanna. Þannig að Reykvíkingar geta treyst því að Sjálfstæðisflokkurinn mun lækka skatta og gjöld komist hann til valda á næsta ári Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að okrinu af hálfu Reykjavíkurborgar linni og að borgaryfirvöld hafi að leið- arljósi tillitssemi og skilning á marg- víslega erfiðum aðstæðum borgarbúa þegar gjöld eru hækkuð eða sett á ný gjöld. Það er mikilvægur partur kjarnastefnu Sjálfstæðisflokksins að virða eignarréttinn og taka alls ekki meiri peninga af skattborgurum en brýn nauðsyn krefst. Reykvíkingar hafa skýra valkosti í næstu kosningum – vilja þeir halda áfram að láta okra á sér? Væntanlega ekki – þess vegna er nauðsynlegt að þeir einstaklingar sem sinna störfum borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og væntanlegir fram- bjóðendur til setu í borgarstjórn á næsta kjörtímabili hafi um það forystu að treysta stöðu heimilanna – sér- staklega þeirra sem bágast standa. Í næstu borgarstjórnarkosningum þurf- um við að velja fulltrúa sem munu hvorki standa að né samþykkja stöð- ugar skatta- og gjaldahækkanir (eins og tíðkast hefur hjá vinstriflokkunum) umfram það sem eðlilegt má telja. Við höfnum borgafulltrúum sem boða lausnarorðið „eyðslustefna“. Skatta- og gjaldahækkanir veikja fjárhags- grundvöll heimilanna og gera fjöl- skyldum erfitt og stundum illmögulegt að lifa eðlilegu lífi. Þetta bitnar að sjálfsögðu verst á tekjulágum heim- ilum. Reykvíkingar verðskulda frjáls- lynda borgarstjórn sem virðir eigna- og umráðarétt einstaklingsins yfir sín- um tekjum. Græðgin stjórnar borginni Eftir Jón Ragnar Ríkharðsson » Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins að okrinu af hálfu Reykja- víkurborgar linni og að borgaryfirvöld hafi að leiðarljósi tillitssemi og skilning. Jón Ragnar Ríkharðsson Höfundur er sjómaður og varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- víkurkjördæmi. jonrikk@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.