Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Anna Hallgrímsdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu með vinum og vandamönnum í kirkju- og menning- arstöð Eskifjarðar á mánudaginn. Alls sóttu 160 manns hátíðina, en af- komendur Önnu er orðnir 50 og er sá yngsti sex mánaða gamall, segja þau Halla Einarsdóttir, dóttir Önnu, og Gunnar Hjaltason, eiginmaður Höllu, í samtali við Morgunblaðið. Halla segir að móðir sín sé virki- lega hress þrátt fyrir háan aldur. „Hún man alla skapaða hluti og tek- ur vel eftir. Hún vinnur handavinnu alla daga og er bara alveg ótrúleg.“ Anna bjó fyrst um sinn á Helgustöð- um en fluttist síðar til Eskifjarðar. Er blaðamaður Morgunblaðsins spyr Höllu hvort það sé eitthvað sér- stakt sem Anna þakki fyrir að hafa náð svo háum aldri skellir Halla upp úr og segir að það sé ekki neitt sér- stakt. „Hún lifir mjög heilbrigðu líf- erni, hefur hvorki drukkið áfengi né reykt, og borðað góðan íslenskan mat,“ segir Halla enn fremur um móður sína, Önnu. Stórafmæli Anna, önnur frá hægri, ásamt gestum við veitingaborðið. Fjölmenni í 100 ára afmæli Ljósmynd/Gunnar Hjaltason Fjölskylda Anna, fyrir miðju, ásamt hópi afkomenda sinna í afmælisboðinu. Eru afkomendur hennar 50 talsins.  Afkomendur Önnu Hallgrímsdóttur orðnir fimmtíu talsins Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég minnist þess ekki að rætt hafi verið um gjaldtöku á útsýnispallinn, heldur að almenningi yrði einmitt tryggt aðgengi þar að. Þessi ákvörð- un kemur mér því verulega á óvart,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í sam- tali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að 1. september næstkomandi mun Perla norðursins, sem sér um rekstur á Perlunni í Reykjavík, hefja gjald- töku út á útsýnispall hússins á fjórðu hæð. Gjaldið verður 490 krónur fyrir 16 ára og eldri, en þeir sem yngri eru sem og gestir íshellis jöklasýningar Perlunnar geta hins vegar stigið fæti á pallinn án endurgjalds. Borgarfulltrúar ræði málið „Perlan var á sínum tíma byggð fyrir almenningsfé og hefur fólk síð- an þá haft aðgengi að húsinu og um leið útsýnispallinum, en svo gerist þetta. Mér finnst eðlilegt að þetta mál verði tekið upp á næsta fundi borgarráðs og rætt þar,“ segir Marta, en fundur ráðsins er áform- aður á morgun, fimmtudag. Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segist ekki hafa vitað af fyrirhug- aðri gjaldtöku í Perlunni fyrr en hún heyrði af málinu í fjölmiðl- um. „Ég sá þetta nú bara fyrst í frétt- unum. Þetta var ekki kynnt þann- ig, þegar samn- ingurinn var gerður, að rukka ætti fyrir aðgengi að útsýnispallinum – a.m.k. var það ekki rætt á þeim fundum sem ég sat,“ segir hún og bætir við að tíð- indin hafi því komið henni „mjög á óvart“. „Ég taldi nú að Perlan yrði áfram opin þó svo að þar væri seld þjónusta og veitingar og sýningar í boði. Það hvarflaði ekki að mér að rukka ætti út á pallinn. Þetta kemur mér því mjög á óvart og mér finnst þetta ekki ganga upp,“ segir Guðfinna Jó- hanna og bætir við að brýnt sé að málið verði rætt innan borgarinnar. „Það er ljóst að taka þarf þetta mál upp innan borgarinnar og það mun- um við gera,“ segir hún ennfremur. Halldór Auðar Svansson, borgar- fulltrúi Pírata sem eru í meirihluta- samstarfi í borgarstjórn, tekur í svipaðan streng og segist ekki hafa vitað af fyrirhugaðri gjaldtöku fyrr en málið rataði í fjölmiðla. „Ég man ekki til þess að fyrirhuguð gjaldtaki hafi verið sérstaklega kynnt. En ég held nú þó að samningurinn útiloki ekki að þetta sé hægt,“ segir Halldór Auðar. „Þessi áform hljóta að velta svolítið á viðbrögðunum og þeim áhrifum sem þetta kann að hafa á aðsókn. Við munum ræða þetta mál og fara yfir samninginn,“ segir hann. Borgin vissi um gjaldtökuna Agnes Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Perlu norðursins, seg- ir ferlið allt hafa verið unnið í „sátt og samlyndi við Reykjavíkurborg“ og að þar á bæ hafi menn vitað af fyrirhugaðri gjaldtöku á útsýnispall Perlunnar. „Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar og Dagur B. Eggertsson [borgarstjóri] voru upplýst um þetta,“ segir Agnes og bætir við að útsýnispallur Perl- unnar sé í viðauka við leigusamning- inn skilgreindur sem sýningarsvæði og því sé ljóst að alltaf hafi staðið til að rukka inn á hann. „Þar stendur að allt sem lýtur að fjórðu hæð hússins sé skilgreint sem sýningarsvæði, þar með talið útsýnispallurinn. Það stendur hins vegar ekki til að rukka inn í Perluna sjálfa,“ segir hún. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, eða S. Björn Blöndal, formann borgaráðs Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar. Borgin vissi en fulltrúar ekki  Fulltrúar þriggja flokka í Reykjavík vissu ekki um fyrirhugaða gjaldtöku á útsýnispall Perlunnar fyrr en þeir sáu það í fréttum  Rekstraraðili hússins segir borgina og borgarstjóra hafa vitað um málið Morgunblaðið/Ómar Höfuðborgin Perlan var á sínum tíma reist fyrir almannafé en nú stendur til að rukka inn á útsýnispall hússins. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Marta Guðjónsdóttir Halldór Auðar Svansson Konan sem hafði samband við Jafn- réttisstofu á dögunum eftir að hafa verið skipt út fyrir karlkyns rútubíl- stjóra að ósk farþega var verktaki hjá Hópbílum hf. Þetta staðfestir Kári Jónasson, starfandi varafor- maður stjórnar Félags leiðsögu- manna. Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, segir málið ekki hafa komið inn á borð hans. Hann segir ferðamenn af og til óska eftir að skipt sé um bílstjóra og geti ýmsar ástæður legið þar að baki. „Það hefur alveg gerst að hóp- stjóri komi með hóp til Íslands, og síðan sé slæmt samband milli hans og bílstjórans. Viðkomandi hefur þá samband við sína ferðaskriftstofu og við erum síðan beðin um nýjan bílstjóra. En venjulega kemur engin útskýring á því,“ segir Guðjón. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Þóri Garðarsson, stjórnar- formann ferðaþjónustufyrirtæk- isins Gray line, og tók hann í sama streng. Aðspurður segir Guðjón að skoða þurfi verklag í tengslum við slík bílstjóraskipti ef mál af þessu tagi verða algengari. alexander@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Af og til er óskað eftir öðrum bílstjóra  Konan var verk- taki hjá Hópbílum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.