Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Raðauglýsingar Atvinnuhúsnæði Iðnaðarhúsnæði að Lækjarmel 12, 116 Reykjavík til sölu. Stórglæsilegt 131 fm. Stórar innkeyrsludyr og mjög mikil lofthæð. Teikningar fylgja fyrir 70 fm millilofti. Verð 34,5 millj. Jón Egilsson, 896-3677 – 568-3737. Iðnaðarhúsnæði að Lækjarmel 12, 116 Reykjavík til sölu. Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-12 og 13-15. Sungið með Helgu sem spilar á píanó kl. 10.30. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Ljósbrotið prjónaklúbbur kl. 13-16. Félagsstarfið er með opið í sumar kl. 8.30-15.45. Hádegismatur, lasagna, frá kl. 11.40-12.45. Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir nær og fjær. Boðinn Handavinnustofa opin kl. 9-15. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617- 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Göngu- hópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 10-14. Félagsvist með vinn- ingum kl. 13. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, síðdegiskaffi kl. 14.30. Skráning í hópa er hafin, allir velkomnir með óháð aldri og búsetu nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar ins og vorum bakland hver fyrir aðra, þegar á þurfti að halda. Hugurinn reikar til áranna þegar kynni okkar hófust. Stofn- aður var saumaklúbbur, sem á þeim árum var góður vettvangur fyrir ungar stúlkur til að eiga samskipti og sinna sameiginleg- um áhugamálum. Þar varð Erla ein af okkur, geislandi lífsglöð og glæsileg, nýkomin frá námi er- lendis. Eftir nám starfaði hún í Útvegsbankanum, sem þá var í miðbæ Reykjavíkur. Þá iðaði mannlífið í miðbænum, „flottu“ stelpurnar voru í Útvegsbankan- um. Unga fólkið sem starfaði í miðbænum notaði hádegið til að sýna sig og sjá aðra. Þetta var dásamlegur tími. En hvar hittist saumaklúbbur- inn? Ekki höfðu allar í hópnum stofnað sitt eigið heimili, en voru í foreldrahúsum. Hæfileikar Erlu komu í jós þegar hún eignaðist sitt eigið heimili, hún skapaði ein- stakt umhverfi, persónulegt og smekklegt, enda sögðum við oft: Erla, þú ættir að vera innanhúss- arkitekt. Alltaf var tilhlökkunarefni hvaða veitingar yrðu í klúbbnum. Þar voru nokkrar uppskriftir sem við fengum hver hjá annarri. Síðar tók Erla saman fyrir börn og barnabörn lítið hefti með uppáhaldsuppskriftum. Okkur leið vel í návist Erlu, hún hafði einstaka útgeislun. Hún varð fyr- irmynd okkar hvernig hún tókst á við verkefni lífsins af góðvild, jákvæðni, kærleika og æðruleysi. Oft voru fundin tilefni til að gleðjast, svo sem sumarbústaða- ferðir og hinir ýmsu viðburðir hjá fjölskyldunni okkar. Ákveðnar hefðir mynduðust í kringum stórafmæli, þá kynnt- umst við yngsta fólkinu. Á síðasta ári stóðu börn Erlu fyrir glæsilegri veislu henni til heiðurs í tilefni 80 ára afmælis hennar. Þegar aldurinn færðist yfir breytti hópurinn klúbbnum, hitt- ist oftar því þörfin fyrir að vera saman varð sterkari og áhuga- málin breyttust og þrátt fyrir að oft slæma heilsu lét Erla sig ekki vanta. Góð er minningin um síð- ustu samverstundina í síðasta mánuði. Við gengum um Klam- bratún, en þá var Erla í hjólastól. Á Kjarvalsstöðum fengum við kaffi og súkkulaði og skoðuðum sýningu Louisu Matthíasdóttur. Þar naut Erla sín vel, ætíð áhugamanneskja um myndlist. Þegar nær dró kveðjustund ræddi hún þörfina fyrir hvíld því hún var orðin þreytt. Alltaf var brennandi áhuga á velferð og líð- an fjölskyldunnar og þeirra sem í kringum hana voru. Orðin sem hún sagði síðast við okkur eru minnisstæð: Ég er svo fegin að ég fékk að fara af bráðavaktinni í dag og heim í Seljahlíð. Við kveðjum elskulega vin- konu okkar með söknuði og þökkum fyrir þá gjöf að kynnast einstakri konu. Sigríði, Þórhildi, Magnúsi, fjölskyldum og systkinum Erlu sendum við okkar samúðar- og vinakveðjur. Minning Erlu mun ávallt lifa með okkur. Alda Halldórsdóttir, Nanna Ísleifsdóttir, Jakobína Guðmundsdóttir, Sigríður Theodórsdóttir, Gerður Welander. Það er ekki laust við að maður brosi út í annað þegar hugsað er til hennar Erlu. Af öllum mömmum vina minna og vin- kvenna var hún örugglega sú uppátækjasamasta og a.m.k. langmesti prakkarinn! Þó fæst af því sé kannski til frásagnar, er óhætt að fullyrða að allt var það græskulaust gaman af hennar hálfu. Þó gat verið vissara að hafa augun hjá sér ef einhverjar kræsingar voru annars vegar, enda taldi hún ekki eftir sér að láta girnilega samloku hverfa meðan smyrjandinn var sendur að tilefnislausu í símann! Jafnvel þótt við höfum oft hlegið að því sem hún tók upp á hló hún þó alltaf mest af öllum sjálf. Þegar ég kynntist Erlu hafði hún búið sér og yngri börnunum fallegt heimili í Álandi 11, fremst í Fossvoginum. Við heimasætan vorum þá bekkjarfélagar í MR eftir að hafa upphaflega kynnst sem pennavinir meðan við vorum bæði skiptinemar hvort í sínu landinu. Ég hafðist við í Sevilla á S-Spáni meðan Þórhildur freist- aði þess að hleypa nýju lífi í frið- sælan bóndabæ í Mið-Frakk- landi, enda ekki langt að sækja hugmyndaauðgina. Það var gam- an að kynnast heimilishaldinu í Álandi á þessum tíma. Þær mæðgur héldu þétt utan um sína og töldu sig enn njóta töluverðra áhrifa en eftir að eldri systkinin fluttu að heiman beindist athygl- in e.t.v. mest að yngsta syninum, honum Óla Páli. Hann var efni- legur ungur maður þegar ég kynntist honum, augasteinn mömmu sinnar og ég man vel hvað hún var stolt af honum þeg- ar hann útskrifaðist stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Það var mikið á þau lagt þegar hann þurfti nokkru síðar að heyja harða baráttu við krabbamein og mikið frá þeim tekið þegar hann féll frá enn á þrítugsaldri. Barnabörnin voru gleði og yndi Erlu og hún beið þeirra allra með opinn faðminn. Þegar hún hélt til Kaliforníu til að vera við fæðingu yngri dóttur Sissu, sem var við nám í Santa Barbara, lék hún þó óvænt stærra hlut- verk en hún hafði reiknað með. Fæðingin fór fram í uppblásinni vatnslaug á miðju stofugólfi og stefndi í óefni þegar loft fór að leka úr lauginni. Ráðagóð á ögur- stundu fann Erla upptök lekans og varnaði frekari útblæstri með því að styðja fingri á gat sem myndast hafði og hélt þar við svo lengi sem þurfti. Sögulegri og sérstakri fæðingu var bjargað með hollensku aðferðinni og Tinna Empera fæddist með tæknilegri aðstoð ömmu sinnar. Allt var þetta tekið upp á mynd- band sem löngum var spilað fyrir gesti og gangandi í Álandinu, enda var það ekki bara amman sem var uppátækjasöm á því heimili! Erla tók líka opnum örmum honum Davíð mínum þegar ég kynnti hann fyrir henni fyrir um 10 árum síðan. Hann rak þá fyr- irtækið Færeyjaferðir og hafði skipulagt fyrir Rótarý-klúbbinn ferð sem jafnframt var nokkurs konar pílagrímsför Erlu og systkina hennar til Færeyja en afi þeirra, Gunnar Hafstein, hafði verið þar bankastjóri um tíma og móðir þeirra því slitið þar barns- skónum. Fyrir hreina tilviljun var ég þar einnig staddur og hafði gaman af að sjá hana njóta sín í öðru hlutverki en ég var vanur, kát og glöð í hópi systkina sinna, en örugglega ennþá sami prakkarinn! Kristján Andri Stefánsson. Elskuleg vinkona okkar, Erla Scheving Thorsteinsson, er látin. Við eigum henni svo margt að þakka, svo margar glaðar stund- ir. Skemmtilegur gleðigjafi á miðjum aldri, þegar leiðir okkar lágu saman. Við vorum í baráttu- hug, hópur kvenna, og stefndum allar að sama marki þegar við hittumst á liðinni öld. Það var skemmtilegt hjá okkur þegar stefnan var tekin, og markmiðið eygt. Við kölluðum hópinn okkar Lóurnar, og höfum haldið saman í árafjöld. Eins og alltaf er, þegar sameiginlegri baráttu fyrir áhugamálum lýkur, þá kemur að því að raðirnar þynnast. Fram liðu stundir og ein og ein Lóa, tyllti sér á stein í frelsi sínu og aðrar hafa kvatt eins og Erla vin- kona okkar núna. Nú erum við aðeins þrjár eftir sem haldið höf- um hópinn frá upphafi. Við höf- um haft ánægju af því að hittast á heimilum okkar og notið sam- veru og gleði. Nú seinni árin höf- um við stundum farið á veitinga- hús borgarinnar í hádeginu og Erla hefur átt sinn þátt í því að sá siður héldist. Erla var sterkur persónuleiki sem lét ekki bugast. Hún var æðrulaus og skildi svo vel til- brigði lífsins. Hún átti elskuleg börn og afkomendur sem hún unni og talaði svo fallega um. Hún naut litrófs unga fólksins, hló og hafði gaman af öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Systkini Erlu stóðu henni nærri. Henni þótti vænt um þau og þeirra fólk. Þannig er minn- ingin um Erlu Scheving Thor- steinsson. Hjá flestum koma ekki allir dagar í böggi, en þá er að vera laginn og halda sinni reisn, skilja aðstæður og möguleika í breyttu umhverfi. Erla var vel gefin kona og sannarlega vel gerð, höfðingi heim að sækja og klettur í vina- hópi. Í dag kveðjum við Erlu Schev- ing Thorsteinsson, elskulega vin- konu okkar. Við þökkum henni tryggð og hlýjan hug. – Afkom- endum hennar, ættingjum og vinum vottum við samúð okkar og biðjum Guð að blessa minn- ingu hennar. Guðrún Jónsdóttir, Sigríður Þ. Kristjánsdóttir, Brynhildur K. Andersen. Sögupersónur æskuáranna á Hrauni eru býsna margar. Sumar komu í flokkum. Vitakarlarnir, símakarlarnir og vegagerðar- karlarnir voru allir kærkomnir og fluttu framtíðina og ferskan andblæ með sér sem við börnin löðuðumst að. Undantekningar- laust voru þeir ákaflega þol- inmóðir við okkur bræður og leyfðu forvitnum pjökkum að sniglast í kring án teljandi at- hugasemda. Meðal þeirra síð- astnefndu var Mundi Helga sem var umlukinn ákveðnum hetjuljóma á Hrauni og ugg- laust víðar á Skaganum. Hann var ekki einungis vörubílstjóri, heldur og maðurinn sem um árabil var treyst á þyrfti að koma sjúklingi undir læknis- hendur eða þungaðri konu yfir heiðina sem þá var sannarlega faratálmi. Heilu dagana fékk ég að sitja í Bensanum hjá Munda þegar verið var að yfirkeyra veginn Guðmundur Helgason ✝ GuðmundurHelgason fæddist 30. júní 1926. Hann lést 25. júlí 2017. Útför Guð- mundar fór fram 4. ágúst 2017. eða gera við slörk, löngu áður en allir lækir voru brúaðir og vegurinn byggð- ur upp. Flokkurinn var gjarnan í mat og kaffi hjá mömmu og þá ótt- aðist maður stund- um að gamanið væri búið að uppi- haldinu loknu. Nei ó nei. „Eigum við ekki að halda áfram,“ var spurt hárri, hvellri röddu. Bílarnir lestuðu sig aftur vestur í krús, farþeginn skælbrosandi. Reyndar ekki fráleitt að stund- um hafi verið mókt á molludegi. Mundi var ávallt kátur þótt hann brýndi raustina og bölvaði stundum duglega. Það var þó enginn afgangur af því daginn þann þegar hann var að aka möl í veginn heim að Þang- skála. Hann mokaði sjálfur á sig með krabbanum og tók efn- ið sem oftar vestan við Hraun. Leiðin lá í gegnum hlið með háum hliðstaurum og stagi á milli. Eftir margar ferðir og nokkrar festur í vegstæðinu var komið að því að sturta næsta hlassi. Mundi stökk út til að færa kranann af pallinum til hliðar. Hann var tæplega lentur þegar samtvinnuð blótsyrði á háum desíbelum runnu frá hon- um. Ég sem hafði það ábyrgð- armikla hlutverk að gæta tal- stöðvarinnar á meðan hann var úti, leit aftur á pallinn. Lágu ekki báðir hliðstaurarnir snyrti- lega sinn hvorum megin við malarhlassið, tryggilega fastir við kranann á vírstaginu. Þegar aldri og trausti til að standa á fjárbílunum var náð sem þótti nokkur virðingar- staða hjá unglingnum upphóf- ust töluverðar umræður við eld- húsborðið um kosti og galla þeirra bílstjóra sem sinntu fjár- akstri það haustið. Þar þóttu sumir aka of hratt í beygjur, aðrir skipta gírum harkalega og enn aðrir vera tilfinningalausir gagnvast farminum. En eins og oftar skoraði Mundi hæst og frumraunin því þreytt með hon- um áfallalaust. Svo liðu árin og Guðmundur gerðist póstur austan vatna. Þá lágu leiðir okkar enn saman á Hólum hvar glettni og gaman- mál voru á vörum. Er starfs- ævinni lauk tóku við sunnu- dagsbíltúrar með Ernu í Varmahlíð þar sem oft var „kallast“ á þegar heyrnin fór að daprast. Nú síðast í vor áttum við Mundi gott spjall saman í vorferð dvalarheimilisins því snertifletirnir voru margir, menn og málefni. Og nú skömmu fyrir andlátið mætti ég honum á bílnum því akstur var hans ævistarf og mun ávallt halda á lofti minningunni um hinn mæta mann Munda Helga. Fjölskyldu og ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. Gunnar Rögnvaldsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.