Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is GLERHANDRIÐ Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Útlit er fyrir fyrirtaks bæjarhátíð í sveitarfélaginu Árborg, að sögn Guð- jóns Bjarna Hálfdánarsonar skipu- leggjanda, en hátíðin Sumar á Sel- fossi hefst í dag og stendur til sunnudags. Fer bæjarhátíðin fram í 23. skipti og hefur undanfarin ár ver- ið skipulögð af knattspyrnufélaginu Árborg. Guðjón, sem er fram- kvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Árborgar, segir í samtali við Morgunblaðið að undirbúningur hafi gengið afar vel og hátíðin hafi aldrei verið glæsilegri. Vaxandi stemning í bænum „Það eru allir búnir að koma úr boðuðu undirbúningsfríi fyrir Sumar á Selfossi. Nú er maður byrjaður að finna fyrir stemningunni og hún er mun betri í ár. Stemningin fer vax- andi með hverju ári, sérstaklega ef veðrið leikur við okkur eins og spáð er,“ segir Guðjón um andrúmsloftið í bæjarfélaginu fyrir hátíðinni í ár. Skreytingarkeppni er á milli hverfa og segir Guðjón hana vera einn lið til þess að byggja upp áhuga og stemningu meðal bæjarbúa. „Það er oft með þessar skreyting- arkeppnir að þær sameina fólk. Því með ört stækkandi sveitarfélagi er mikilvægt að hafa hátíðir þar sem fólk hefur möguleika á að koma sam- an. Þetta er einfaldlega liður í því þar sem aukin samstaða bæði á hátíðinni og annars staðar mun skila sér í betra sveitarfélagi.“ Fast haldið í hefðir Mikil hefði er fyrir sléttusöng há- tíðarinnar í Sigtúnsgarði auk morg- unverðar í boði fyrirtækja á svæðinu. Þúsundir mæta árlega í morgunverð- inn í Sigtúnsgarði. Verður hann á laugardagsmorgun og sléttusöng- urinn um kvöldið. Ásamt sléttu- söngnum eru margir tónleikar á dag- skrá. Hljómsveitin Rökkva spilar í Tryggvaskála í kvöld. Á morgun tek- ur við svokallaður Suðurlandsskjálfti þegar Aron Can, Alexander Jarl, Birnir og Flóni stíga á svið. Björgvin Halldórsson verður svo með stór- tónleika á föstudag og þá kemur það í hlut að Stuðlabandsins að ljúka tón- listardagskránni á laugardags- kvöldið. Froðufjörið vinsæll viðburður „Froðufjör er viðburður sem hefur stækkað frá ári til árs og er einn af stærstu viðburðum hátíðarinnar,“ segir Guðjón. Felst það í því að segl- dúkar eru lagðir yfir brekku í Sig- túnsgarði og sjá Brunavarnir Árnes- sýslu um að blanda saman froðu, sem er svo sprautað yfir brautina. „Krakkarnir renna sér eftir braut- inni og neðst safnast í stærðarinnar froðulaug þar sem þau yngstu leika sér. Þau renna sér ferð eftir ferð. Þetta er alveg ótrúlega skemmti- legur viðburður, sem hefur farið ört stækkandi,“ segir Guðjón. Miðað við fjölskylduvæna hátíð Aðspurður hvort margir utan- aðkomandi sæki hátíðina, segir Guð- jón að íbúar í Árborg séu stærstur hluti þeirra, sem sæki hátíðina. Þó fari vaxandi að bæjarbúar bjóði vin- um, sem búa annars staðar, að koma og taka þátt í hátíðinni. „Við sem stöndum að þessari hátíð höfum haldið því þannig að þetta sé fjölskyldu- og bæjarhátíð. Þá höfum við látið orðspor hátíðarinnar berast út með bæjarbúum og í rauninni er eina markmið hátíðarinnar að búa til ánægjulega samverustund fyrir fjöl- skylduna. Auk þess að bæjarbúar geti skemmt sér sem best á þessari glæsilegu helgi,“ segir Guðjón um markmið hátíðarinnar. Hann segir að fjölskyldudagskrá hefjist við Arion-banka á föstudaginn en aðalfjörið verði á laugardaginn, s.s. sirkussýningar, leiktæki, og skemmtigarður. Þá hefst ÓB-mótið í knattspyrnu á Selfossvelli á föstu- daginn þar sem strákar í 5. flokki keppa. Því er ljóst að mikið líf verður í sveitarfélaginu um helgina. Fjáröflunar- og stemningsverk- efni knattspyrnufélagsins Knattspyrnufélagið Árborg heldur utan um hátíðina með dyggum stuðn- ing fyrirtækja og sveitarfélagsins. „Við erum ekki að keppast við það að búa til sem mestan pening eða gróða út úr þessu. Heldur erum við ein- ungis að reyna að reka knattspyrnu- félagið Árborg,“ segir Guðjón. „Hátíðin verður eins glæsileg og íbúar og fyrirtæki hér eru tilbúin að gera hana. Við erum ótrúlega þakk- lát fyrir stuðning fyrirtækja og bæj- arbúa í tengslum við hátíðina. Fyrir- tæki styrkja okkur meira en áður og það er meiri stemning í bænum, þannig það virðist vera að hátíðin sé að skjóta föstum rótum í bæjarfélag- inu Árborg. Það er ótrúlega gaman að því,“ segir Guðjón að lokum. Samheldni bæjarbúa í fyrirrúmi  Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi haldin í 23. skipti  Fjöldi tónleika  Þúsundir mæta í morgunverð í Sigtúnsgarði  Áhugi bæjarbúa vex með hverju ári  Mikil áhersla lögð á fjölskylduvæna dagskrá Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Mannmergð Margir bæjarbúar Árborgar láta sjá sig í Sigtúnsgarði þegar bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fer fram aðra helgina í ágúst ár hvert. Áhugi og stemning bæjarbúa fyrir hátíðinni fer vaxandi með hveju árinu sem líður. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurvegarar Gatan Lóurimi var valin skemmtilegasta gatan árið 2015 í skreytingarkeppninni, sem er á milli hverfa á hátíðinni Sumar á Selfossi. Bæjarhátíðir sumarið 2017 Við hátíðarhöld Íslendingadags- ins í Gimli í Winnipeg í Kanada á mánudaginn var íslenska fjall- konan leidd til hásætis af fylgd- armanni. Konan skartbúin á sem kunnugt er að vera táknmynd Ís- lands, eyjunnar hvítu í norður- höfum sem svo margir íbúar í þessu fylki Kanada hafa tengsl við. Í Gimli búa um 7.000 manns og er talið að minnst fjórðungur þeirra sé af íslenskum ættum. Margir í þeim hópi eru mæltir á íslensku og mátti víða málið heyra á götum úti í Gimli á hátíð- isdeginum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallkonan leidd til sætis í Gimli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.