Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Hanna Þerapisti Erla heillaðist ung af hugmyndafræði Rudolfs Steiner og hefur kennt hrynlist, vefnað og málun í áratugi. beiningar og tillögur til að styðja við listræna útfærslu þeirra, til dæmis um mismunandi líkamstjáningu sem gera tóna, hljóð og tilfinningu sýni- leg.“ Sérskóli fyrir börn með ADHD og einhverfu Þótt Erla segist alltaf hafa ver- ið á leiðinni heim fór svo að hún ílentist á Englandi. Hún kemur samt hingað til lands á hverju ári og vinnur þá stundum sem listþerapisti á Sólheimum og Waldorf-skólanum Sólstöfum. „Eftir sjö ár í Champhill- skólanum fór ég til Ástralíu, þar sem ég starfaði um eins árs skeið sem þerapisti áður en ég sneri aftur til Englands og réðst til starfa við Philpots Manor-skólann í Sussex, sem er Rudolf Steiner-skóli fyrir börn með tilfinningaleg og félagsleg vandamál, ADHD og einhverfu.“ Þar kennir Erla enn. Vefnaður, málun og hrynlist eru hennar fög. Á árunum 1996 til 2007 var hún sam- hliða vefnaðarkennari í Emerson College, þar sem hún nam fræðin forðum daga. Aðeins 48 nemendur á aldrinum sjö til átján ára eru í Phil- pots Manor, sem er einkaskóli en rekinn af ríkinu. Sum börnin eru í dagskóla en önnur á heimavistinni. Erla segir starfsmenn skólans; kennara, þerapista, lækna og sér- fræðinga, vinna saman sem teymi. Hér má skjóta inn í að hollenskur eiginmaður hennar er talþjálfari við skólann. „Læknarnir sem starfa með okkur hafa farið í gegnum venjulegt læknanám en bætt við sig sérnámi svo þeir geti starfað sem mannspekilæknar. Sem slíkir horfa þeir á manninn í heild, ekki bara sem efnislíkama, heldur sál og anda,“ segir hún. Og að sama eigi við um alla sem starfi samkvæmt sýn Steiners á manninn. Listþerapía Erlu snýst vita- skuld um það sama; manninn í heild og að finna leiðina að miðju manns- ins, eins og fræðin kenna. Hún segir meðferðarformið gefa sérstaklega góða raun þegar börn með ýmiss konar raskanir eigi í hlut og hún hafi séð umtalsverðar framfarir hjá nem- endum sínum. Jarðtenging, litir og öndun „Skólinn er í útjaðri þorps með ósnortna náttúru allt um kring. Líf- ræn ræktun, umhirða hesta og hestamennska eru ásamt list og handíðum af ýmsu tagi grunnþættir í náminu. Mikil áhersla er lögð á að nemendur tengist jörðinni og að minnka áreiti og skapa þeim öryggi. Einhverf börn og börn með ADHD eru mjög viðkvæm gagnvart hljóð- um og hvers kyns áreiti. Þeim er gríðarlega mikilvægt að hafa röð og reglu; ákveðinn hrynjanda frá degi til dags. Stundaskráin er í föstum skorðum, námið einstaklingsmiðað og tekur mið af námskrá í hefð- bundnum Waldorf-skóla.“ Erla viðurkennir að fræði Steiners séu býsna flókin og erfitt að útskýra þau í fáum orðum. Sam- spilið sé margbrotið. Sem dæmi nefnir hún að það örvi ekki einungis snertiskyn og fínhreyfingar barna að vefa eða renna leir heldur einnig tilfinningu þeirra fyrir mýkt og lit- um. „Litirnir tengjast alltaf öndun, enda sagði Goethe að litir væru tján- ing sálarinnar. Í Steiner-fræðunum er talað um að sálin samanstandi af þremur þáttum; hugsun, tilfinningu og vilja. Hugsun og vilji séu and- stæðir pólar, kalt og heitt. Hugsunin köld og blá. Viljinn heitur og rauður. Í miðjunni sé hið rytmíska kerfi þar sem öndunin og hjartað eru og pól- arnir mætast.“ Sumir eldri nemendanna stunda jafnframt bóknám í öðrum skólum og taka próf þaðan. „Börn í Rudolf Steiner-skólum hefja ekki bóknám fyrr en þau eru búin að missa barnatennurnar og fullorð- instennurnar farnar að láta á sér kræla. Það er merki um að þau séu tilbúin að læra meira hugrænt af því að fyrstu ár ævinnar þurfi þau orkuna til að byggja upp líkamann,“ segir Erla og bætir við að eitt af leiðarstefum Steiner-fræðanna sé að virkja ímyndunarafl barnanna og að þau eigi að fá að vera börn eins lengi og þau þurfi. Með manninn með sér Henni rennur til rifja hversu færst hefur í aukanna að börn kunni ekki að hoppa, skoppa og leika sér. Ekki aðeins einhverf börn heldur líka heilbrigð börn, sem loki sig af í tölvuleikjum. Þótt Philpots Manor-skólinn sé sérsniðinn að þörfum barna sem eiga við fjölþættan vanda að glíma segir Erla að reynt sé að veita þeim sambærilega menntun og heilbrigð börn fái. Munurinn sé hins vegar m.a. sá að hver nemandi þurfi öllum stundum manninn með sér, kennara og/eða þerapista. „Við leitumst við að tengja þau við jörðina, sjálf sig og sálina. Vekja athygli þeirra á undri lífsins og fegurðinni, því hún er þarna líka, og að vísa þeim veginn út í lífið,“ segir Erla og kveðst ekki geta hugsað sér meira gefandi starf. Húsaþyrping Philpots Manor-skólinn er í nokkrum byggingum, t.h. er sú elsta, en t.v. er rúmgott anddyri í skólanum fyrir yngstu börnin. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is RENAULTMASTER DCI 100 L2H2 nýskr. 02/2014, ekinn 45 Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 2.699.000+vsk. Raðnr. 255425 M.BENZ SPRINTER 519 CDI ARTIC EDITION 19+1+1 nýskr. 02/2017, ekinn 2500 km, dísel, sjálfskiptur. Stórglæsileg rúta! Verð 10.400.000+ vsk. Raðnr. 256609 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is VWCADDY nýskr. 12/2013, ekinn 71 Þ.km, bensín, 5 gíra, fullklæddurmjög snyrtilegur sendill. Verð 1.590.000. Raðnr. 256374 M.BENZ SPRINTER 519VIP LUXURY 16+1+1 Árg. 2017, nýr, ókeyrður, dísel, sjálf- skiptur. Glæsileg innrétting, klár í ferðalagið! Verð 10.700.000+ vsk. Raðnr. 256399 M.BENZ SPRINTER 519 VIP LUXURY 16+1+1 nýskr. 01/2017, ekinn 6 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Glæsilega innréttaður, tilbúinn í hvaða ferð sem er!Verð 10.950.000+vsk. Raðnr. 256584 Fjórða árið í röð á Hinsegin dögum mun gleðin taka völd á Klambratúni þegar Íþróttafélagið Styrmir býður upp á leiki, keppni og grill. Kynvillt á Klambratúni er yfirskrift viðburð- arins sem hefst kl. 17 í dag, miðviku- daginn 9. ágúst.Um er að ræða úti- skemmtun með pokahlaupi, reiptogi, blaki og boltum þar sem hinsegin fólk og aðrir furðufuglar munu etja kappi. Íþróttafélagið Styrmir er hin- segin íþróttafélag þar sem allir eru velkomnir, alltaf, og allar íþróttir líka. Ekki er nóg með að Styrmir sé hin- segin félag opið öllum heldur býður félagið einnig upp á pylsur og með’í! Af öðrum áhugaverðum viðburðum á Hinsegin dögum má nefna að í há- deginu í dag kl. 12 verður fjallað um stöðu trans barna og ungmenna á Ís- landi í Stúdentakjallaranum. Hver er staða þeirra? Hvaða stuðn- ingi þurfa þau á að halda og hvernig er tekið á móti þeim í íslensku skóla- kerfi? eru meðal spurninga sem leit- ast verður við að svara. Nánari upp- lýsingar um viðburði í dag og næstu daga: www.hinsegindagar.is Leikir, keppni og grill á Hinsegin dögum Morgunblaðið/Ómar Gaman Gleðigangan á laugardaginn verður hápunktur hátíðarhaldanna. Kynvillt á Klambratúni Trúlega hafa flestir sem rækta sínar eigin mat- jurtir þegar hafist handa við ágústverkin í garðinum. Í bókinni Garðrækt í sátt við umhverfið eftir Bella Linde og Lena Granefelt eru nokkur heilræði. Í byrjun ágústmán- aðar skal:  Skýla berjarunnum og ávaxtatrjám með neti gegn flugum.  Byrja að uppskera jarðarber, stilk- beðju, dill, steinselju, næpu, hnúðkál, kartöflur, spergilkál og sykurertur.  Ganga frá uppskerunni fyrir geymslu.  Klippa af kryddjurtum og þurrka fyrir veturinn.  Í lok mánaðar er svo hægt að tína villt ber og taka upp gulrætur. Ágústverkin í garðinum Svo uppsker sem sáir Uppskera Nú má byrja að taka upp jarðarber. Erla starfaði í sjö ár í The Mount Champhill- skólanum. Camphill- hreyfinginn var stofnuð í Aberdeen í Skotlandi 1939 og starfar í anda Rudolfs Stein- ers. Einn af stofnendum hreyfingarinnar var barna- læknirinn dr. Karl Konig en hann leit svo á að hver ein- staklingur hefði að geyma heilbrigðan innri mann sem væri óháður líkamlegum og sálrænum einkennum sjúk- dómsgreiningar. Markmið skóla, sem starfa í þessum anda er að viðurkenna, styrkja og kenna þessum innri manni. Waldorf-kennslan er byggð á hugmyndum dr. Rudolfs Steiners. Uppeldisfræðin legg- ur áherslu á þátt ímyndunar- aflsins í kennslu ásamt hag- nýtri, listrænni og vitrænni þróun nemendanna. Fyrstu árin miðast við hag- nýtan og skapandi leik. Í grunnskólanum er lögð áhersla á að þróa listræna tjáningu og félagslega eig- inleika. Framhaldsskólanámið snýst um gagnrýna rökhugsun og samúðarfullan skilning. Mark- mið námsins er að móta frjálsan heilsteyptan og fé- lagslega hæfan einstakling. Hagnýtt og skapandi nám CHAMPHILL-HREYFINGIN OG RUDOLF STEINER Rudolf Steiner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.