Morgunblaðið - 09.08.2017, Page 36

Morgunblaðið - 09.08.2017, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Grunur um gaseitrun við kynferðisbrot 2. „Kastaði aðeins lengra og búmm“ 3. Kasólétt með ótrúlega magavöðva 4. Vildu ekki kvenkyns bílstjóra »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ný ópera eftir tónskáldið og hljóm- sveitastjórann Daníel Bjarnason og sú fyrsta sem hann semur, Brødre, verður frumflutt í Jósku óperunni í Árósum eftir viku, miðvikudaginn 16. ágúst. Óperan er byggð á samnefndri kvikmynd danska leikstjórans Sus- anne Bier frá árinu 2004 sem hlaut mikið lof gagnrýnenda og var endur- gerð í Bandaríkjunum árið 2009. Líbrettó óperunnar er eftir Kerstin Perski og er það á ensku þó að óper- an sé sýnd í Danmörku. Hljómsveitar- stjóri óperusýningarinnar er André de Ridder og leikstjóri Kasper Holten, en hann lét nýverið af störfum sem óperustjóri í Covent Garden í Lund- únum. Ólafur Kjartan Sigurðarson er einn þeirra sem hlutverk eiga í sýn- ingunni. Brødre, eða Bræður, segir af hermanninum Michael sem sendur er til Afganistans og fær eiginkona hans nokkru síðar þær fréttir að hann hafi fallið í átökum. Bróðir Michaels, Jannik, og ekkja hans hefja ástar- samband en þá snýr Michael óvænt aftur heim. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fyrsta ópera Daníels frumsýnd í Árósum  Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 og eru þeir hluti af nýrri tónleikaröð hússins. Hljóm- sveitin leikur blöndu af tónlist frá Balkanskaganum. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eru Haukur Gröndal, Ás- geir Ásgeirsson, Erik Qvick og Þor- grímur Jónsson. Balkanskagatónar í Norræna húsinu Á fimmtudag Norðaustan 8-13 m/s og dálítil væta, heldur hvass- ara með rigningu við suðurströndina, en úrkomulítið norðvestan til á landinu. Hiti 8 til 14 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 5-13 m/s og rigning með köflum en þurrt syðst á landinu. Hiti yfirleitt 8 til 17 stig, hlýjast austan- og suðaustanlands. VEÐUR Enskir fjölmiðlar þreytast ekki á að fjalla um viðræður Swansea og Everton um möguleg félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar. Viðræðurnar hafa tekið langan tíma og Sky Sports flutti í gær óvæntar fréttir um að þeim hefði verið slit- ið. Ekki er víst að miðillinn hafi haft rétt fyrir sér en staðarmiðill í Liverpool telur svo ekki vera þótt illa gangi. »1 Eru menn enn við samningaborðið? Hinn 25 ára gamli Japani Hideki Matsuyama er ekki þekktasta nafnið í golfíþróttinni. Engu að síður er hann í 3. sæti heimslistans og hef- ur farið upp listann fremur hljóðlega. Síðasta sunnudag sigraði Matsuyama á Bridgestone-mótinu á PGA og lék loka- hringinn á 61 höggi. Fyrir vikið spá margir vest- anhafs honum sigri á síðasta risamóti ársins sem hefst á morgun. »4 Fór fremur hljóðlega upp heimslistann FH komst upp í annað sæti Pepsi- deildar karla í knattspyrnu með gríð- arlega mikilvægum sigri á Vals- mönnum í toppslag í Kaplakrika í gærkvöld. Sigur hefði sett Val í afar góða stöðu í baráttunni um titilinn, en FH heldur enn í vonina. Botnlið ÍA gerði jafntefli við KR og þá skildu Víkingur Reykjavík og ÍBV einnig jöfn í viðureign sinni. »1-3 FH neitaði að gefast upp í titilbaráttunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Halldór Pálsson, starfsmaður Íslandsbanka til 37 ára, hefur farið flestra ferða sinna hjólandi lengur en elstu menn muna eða í nær hálfa öld. Hann hjólar í vinnuna og sér til skemmtunar heima og erlendis um 4.000 til 5.000 km á ári, oft allt að 40 til 50 km á dag. Fyrstu ár ævinnar bjó Halldór á Kaplaskjóls- vegi í næsta nágrenni við KR-völlinn í Vest- urbænum en flutti með fjöl- skyldunni í Árbæinn, þegar hann var 11 ára og ári síðar í Breiðholtið. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið strætó á fótboltaæfingar hjá KR, en á seinna árinu í 4. flokki hafi hann ákveðið að hjóla og hafi haldið upp- teknum hætti síðan. „Þjálf- ararnir mínir, Atli Helgason og Sigurgeir Guðmannsson, furðuðu sig á þessu en ég slapp við upphitun enda vel heitur eftir ferðina hverju sinni.“ Halldór segir að mikill kippur hafi komið í hjólreiðarnar þegar fjallahjólin hafi komið á markaðinn um miðjan níunda áratuginn. „Þá fékk ég fyrst delluna,“ rifjar hann upp og bend- ir á að í kjölfarið hafi hann farið að hjóla út á land, hjóla í sumarbústað, fara hjólandi í heim- sóknir norður á Sauðárkrók og hjóla hringinn. „Það gekk ekki vel í fyrstu tilraun 1989, öxullinn brotnaði þegar ég var á Blönduósi á suðurleið, en hringferðin gekk áfallalaust ári síðar.“ Skemmtilegast á Sprengisandi Skemmtilegasta hjólaferðin innanlands var farin yfir Sprengisand til Akureyrar, að sögn Halldórs. „Veðrið lék við okkur, en annars þarf fólk ekki að vorkenna hjólreiðafólki í roki og rigningu. Veðrið er ein ástæða þess að útlend- ingar koma hingað til þess að hjóla, því þeir upplifa ekki slíkt veður við svipaðar aðstæður annars staðar.“ Frændurnir Halldór og Magnús Jónsson hjól- uðu um 1.700 km um Holland, Belgíu og Þýska- land 1994 og ári síðar fór Halldór einn í hjóla- ferð um Danmörku. „Ég var fimm vikur á hjólinu, en svo hef ég líka hjólað um hálendi Skotlands og umhverfis Balaton-vatn í Ung- verjalandi, svo dæmi séu tekin.“ Halldór segir að hjólreiðarnar séu hin besta líkamsrækt. „Hugsunin verður líka skýrari og þegar ég hjóla um landið opnast öll skynfærin, ég verð ferskari og næmari.“ Hann segist stöð- ugt vera að leita að nýjum hjólaleiðum fyrir utan föstu leiðirnar. „Ég hjóla alltaf í getraunakaffið úti í KR á laugardagsmorgnum, hitti félagana og ríf aðeins kjaft áður en ég hjóla aftur heim í Kópavoginn. Svo er gott að fara í sund og kalda og heita potta á eftir.“ Halldór hefur einu sinni lent í slysi. „Árið 1994 ók bílstjóri í veg fyrir mig á mótum Hring- brautar og Birkimels, ég var hjálmlaus aldrei þessu vant, kastaðist yfir bílinn, en náði að bera handleggina fyrir mig og slapp með nokkrar skrámur auk þess sem sauma þurfti nokkur spor í höfuðið. Þarna kom reynslan sem mark- vörður sér vel enda vanur að kasta mér á eftir bolta.“ Hann bætir við að hálkan geti verið varasöm og hann hafi oft ekki áttað sig á henni og dottið. „Þó að það sé kannski fimm stiga hiti getur ver- ið óvænt ísing á yfirborðinu og gæti maður ekki að sér getur maður dottið fyrirvaralaust eins og maður sé skotinn niður.“ Páll Kolbeinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, ólst líka upp í Breiðholtinu með Halldóri. „„Þarna kemur maðurinn sem fann upp hjólið,“ sagði hann við mig þegar við hitt- umst vestur í KR ekki alls fyrir löngu. Það þótti mér vænt um að heyra enda voru ekki margir á hjóli á götum bæjarins þegar ég tók upp þessa iðju,“ segir Halldór eða Dóri Páls eins og hann er gjarnan kallaður. Maðurinn sem fann upp hjólið  Halldór Pálsson hefur farið nánast allra sinna ferða á hjóli í um hálfa öld Morgunblaðið/RAX Á hjóli Halldór Pálsson fer nánast allra sinna ferða á hjóli og hefur gert frá því hann var í barnaskóla. Halldór Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.