Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandaríkja-stjórnvann á laugardag áfangasigur í baráttunni gegn stjórnvöldum í Pjongjang þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti hertar viðskipta- þvinganir gegn Norður- Kóreu. Kim Jong-un og félagar tóku tíðindunum illa, sem er góðs viti og má líta á sem staðfestingu þess að aðgerð- irnar gætu skaðað stjórnvöld í Norður-Kóreu og í besta falli jafnvel dregið úr getu þeirra til að halda áfram að þróa kjarnorkuvopnabúnað sinn. En viðbrögðin voru líka herská eins og við var að bú- ast frá þessu hættulega ríki. Utanríkisráðherra Norður- Kóreu, Ri Yong-ho, lýsti því yfir á fundi um öryggismál í Asíu, þar sem utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, var einnig stadd- ur, að Norður-Kórea myndi ekki hvika um þumlung í við- leitni sinni til að efla kjarn- orkuvopnagetuna, og kenndi um „skýrri og raunverulegri kjarnorkuógn frá Bandaríkj- unum“. Hann sagði Norður- Kóreu „reiðubúna til að kenna Bandaríkjunum alvar- lega lexíu með langdrægum kjarnorkuflaugum,“ ef Bandaríkin réðust á landið. Vopnaskak og hótanir stjórnvalda í Norður-Kóreu eru ekkert nýtt og er helst ætlað til að halda óbreyttri stöðu innanlands, enda engin utanaðkomandi ógn fyrir hendi ef ríkið hættir að byggja upp kjarnorkuvopna- búr sitt og hafa í hótunum við aðrar þjóðir. En um leið er hegðun stjórnvalda í Norður-Kóreu ógn við allan umheiminn, enda sýna ný- legar eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna að hætta er á að kjarnaflaugar þeirra gætu hitt skotmörk í fjarlægum löndum innan ekki mjög langs tíma. Aðgerðirnar sem öryggis- ráðið ákvað á laugardag voru því í senn nauðsynlegar og sjálfsagðar. Þær fela í sér að Norður-Kóreu verði óheimilt að flytja út vörur á borð við kol og járn, auk sjávaraf- urða. Þá verður fjármála- þjónusta við landið takmörk- uð frekar og þak sett á verkamenn sem Norður- Kórea hefur sent til útlanda til að afla gjaldeyris fyrir ríkið. Vandinn við þetta er hins veg- ar margþættur og alls óljóst hvort og að hve miklu marki aðgerð- irnar muni skila árangri. Fjöldi norður- kóreskra verkamanna er- lendis er til að mynda á bilinu 60-80.000 og er talið að þeir skili ríkinu um hálfum milljarði dala á ári í gjald- eyristekjum. Þá sýnir reynslan af viðskiptaþving- unum í rúman áratug að erf- itt er að koma í veg fyrir að þær haldi eins og til er ætl- ast. Að þessu sinni virðist Kínverjum að vísu vera meiri alvara en áður, en það á eftir að koma í ljós hversu vel og lengi það mun halda. Þá verður að horfa til þess að kínverskum stjórnvöldum er enn mikið í mun að að- gerðirnar skili ekki of mikl- um árangri þannig að þær knésetji landið ekki á auga- bragði. Kínverjum væri í lófa lagið að stöðva olíusölu til Norður-Kóreu og lama þannig efnahaginn og gera stjórnvöldum ókleift að halda áfram þeim hættulega leik sem þau hafa stundað um árabil. Kínverjar vilja hins vegar ekki ganga of langt, annaðhvort af því að þeir vilja ekki taka þá áhættu að ríkin á Kóreu- skaganum sameinist undir merkjum Suður-Kóreu, líkt og gerðist í Þýskalandi, eða af því að þeir óttast upplausn sem kynni að fylgja efna- hagshruni í Norður-Kóreu og þeim þrýstingi frá flótta- mönnum sem Kína kynni þá að verða fyrir. Af þessum sökum getur sigur Bandaríkjamanna í öryggisráðinu á laugardag ekki talist nema áfanga- sigur, en hann er engu að síður mikilvægur og fyrsta vísbendingin í langan tíma um að eitthvað sé að rofa til í aðgerðum heimsins gagn- vart þeirri hættu sem stafar af stjórn Kim Jong-un. Enn er hins vegar langt í land og allar líkur á því að ógnvald- urinn geti haldið áfram að þróa vígbúnað sinn og valda hættu víða um heim. En sýni Bandaríkin áfram einbeittan vilja til að ná tök- um á þessari ógn og fái aðrar þjóðir með sér, líkt og þeim tókst nú þó að kínversk og rússnesk stjórnvöld héldu áfram að draga lappirnar, er áfram von um friðsæla lausn á vandanum. Samstaða náðist um helgina gegn ógnarstjórninni í Norður-Kóreu} Áfangasigur É g nefndi um daginn vangaveltur bandaríska blaðamannsins Eliots Weinbergers um sköp- unarsögurnar sem finna má í Bilbíunni, því eins og flestir hafa eflaust áttað sig á byrjar Gamla testamentið, 1. Mósebók, með tveimur slíkum sögum. Í þeirri fyrri er Guð (eða guðirnir, því Elo- him, heiti Guðs, er líka notað sem fleirtöluorð í Biblíunni) einskonar almáttugur andi sem skapar með boðum – „Þá sagði Guð: „Verði ljós.“ Og það varð ljós.“. Þegar kemur að því að skapa manninn er þetta líka fremur einfalt: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu.“ Fjörið byrjar í næsta kafla, því þar er ann- arskonar guð á ferðinni, guð sem gengur um og skapar með höndunum, skapar meira að segja manninn aftur, hnoðar hann úr leir: „Þá mótaði Drottinn Guð manninn af moldu jarðar og blés lífsanda í nasir hans.“ Það er þessi guð sem skapar aldingarðinn, klýfur Evu af Adam og aðgreinir þannig kynin og skipar svo fyrir að þau séu grænmetisætur. Og er svo mannlegur að hann fær sér aftangöngu í kvöldsvalanum. Biblían er smíðuð úr trúarlegri hefð ýmissa þjóða sem runnu saman í eina sem birtist einkar vel þegar í upphafi, og textarnir sem mynda hana hafa líka orðið til á mismun- andi tímum, elstu hlutarnir líklega 700-500 fyrir Krist, en sköpunarsagan sjálf sennilega á 5. eða 4. öld f.Kr. Til er líka grúi af gömlum texta, þar á meðal Sagan af Adam og Evu, sem til er í grísku handriti, slavnesku og armensku og á latínu. Nú vill svo til að ég hef almennt ekki áhuga á gömlum draugasögum, en áhuga þó á atviki í aldingarð- inum þegar Eva étur ávöxt af skilningstré góðs og ills og gefur manni sínum með sér. (Fyrir vikið verða þau eins og Guð: „Og Drott- inn Guð sagði: „Nú er maðurinn orðinn sem einn af oss“, og sjá: loks þegar Adam kennir Evu eignast hún barn, skapar líf). Undanfarið hef ég birt hér pistla um epli sem spratt af gömlu grúski í Sögunni af Adam og Evu í eftirgrennslan um það hvaðan eplið, forboðni ávöxturinn, komst í aldingarðinn. Í trúarritum gyðinga er epli hvergi nefnt, en gefið í skyn að ávöxturinn hafi verið fíkja, daðla, granatepli, sítróna, vínber eða hveiti- korn. Í frumkristnum myndum sjáum við epli og franskir og þýskir listamenn teiknuðu epli, en býsanskir og ítalskir fíkjur. Eplið komst inn í Biblíuna sem orðaleikur á 6. öld, (malus = vondur og malus = ávöxtur) og náði loks yfir- höndinni á þeirri sextándu þegar Albrecht Dürer teiknaði fræga mynd af hjónakornunum við eplatré. Í fyrsta eplapistlinum, 19. júní sl., sagði ég frá því að mér hefði dottið í hug ameríska eplaafbrigðið Red Delicio- us þegar ég las ritgerðina eftir Eliot Weinberger um ald- ingarðinn, enda má segja að það sameini báðar merkingar orðaleiksins. Með það erum við komin í hring og segir ekki meira af eplum í bili. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Eplið forboðna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Dökk mynd er dregin uppaf mögulegri þróun veð-urfars í Evrópu á næstuáratugum í nýrri rann- sókn sem birt var á dögunum í Planetary Health, einni af vef- útgáfum vísindaritsins The Lancet. Þar segir að öfgar í veðurfari, eink- um hitabylgjur eins og nú ganga yfir Suður-Evrópu, kunni að kosta yfir 150 þúsund Evrópubúa lífið á hverju ári um næstu aldamót ef ekkert verður gert til þess að halda aftur af loftslagsbreytingum. Við rannsóknina var stuðst við veður- farsgögn yfir langt tímabil frá fjölda landa, þar á meðal Íslandi. „Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða til að halda aftur af hlýnun jarðar gætu 350 milljónir Evrópu- búa orðið fyrir barðinu á hættu- legum öfgum í veðurfari á hverju ári í lok þessarar aldar,“ segir í greininni. „Ekki galin sviðsmynd“ „Þetta er ekkert galin sviðs- mynd,“ sagði Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands, þegar leitað var álits hans á málinu. Hann kvaðst ekki hafa lesið greinina í Lancet, en miðað við það sem fyrir lægi um dauðsföll þúsunda manna í Evrópu af völdum hitabylgja, síð- ast fyrir um áratug í Frakklandi, gæti þetta gerst í stórauknum mæli í framtíðinni með gerbreyttu veð- urfari. Hann kvaðst sjálfur telja að slíkar hamfarir yrðu þó í meira mæli í öðrum heimshlutum en Evr- ópu. Gögn frá öllum löndunum Gögnin sem notuð í rannsókn- inni voru komu frá öllum aðild- arríkjum Evrópusambandsins og að auki frá Sviss, Noregi og Ís- landi. Þau taka til áranna frá 1981 til 2010. Þau voru samkeyrð við spár um fjölgun íbúa, fólksflutn- inga, hitabylgjur, kuldaskeið, skóg- arelda, þurrka, flóð og storma. Þetta yrðu miklar hörmungar sem myndu hafa áhrif á líf tveggja af hverjum þremur íbúum Evrópu um næstu aldamót, en til sam- anburðar er talið að veðuröfgar hafi haft áhrif á líf um 25 milljóna manna árlega á tímabilinu frá 1981 til 2010. Áhrifin geta birst í ýmsum myndum, auk dauðsfalla er talað um sjúkdóma, slys, heimilismissi og sálræna kvilla. Í greininni er því spáð að fjölgun dauðsfalla af völdum hita- bylgja verði hvorki meira né minna en 5.400%, vegna flóða við strendur 3.780%, skógarelda 138%, flóða í ám 54% og storma um 20%, svo dæmi séu tekin. Aftur á móti telja vísindamennirnir að dauðsföllum af völdum kuldakasta muni fækka um 98%, en það sé ekki nægilegt til að vega upp á móti hinni miklu aukn- ingu manndauða á öðrum sviðum. Viðbrögð vanmetin? Tveir suðurkóreskir vís- indamenn, Jae Young Lee og Ho Kim, segja í athugasemd við grein- ina í Lancet að áhrif veðurfarsöfg- anna á dauðsföll kunni að vera of- metin. Benda þeir á að menn geti brugðist við hinum breyttu að- stæðum í veðurfari og nefna í því sambandi framfarir í læknisfræði og nýja tækni við loftkælingu íbúð- arhúsa. Fleiri hafa tekið í sama streng eftir að greinin birtist og bent á að til að fá raunsanna mynd sé ekki aðeins hægt að framreikna breyt- ingar af þessu tagi án þess að huga að viðbrögðunum sem hljóti að verða. Í síðustu viku birti tímaritið Science Advances grein þar sem því var spáð að vothiti gæti aukist svo í Suður-Asíu fyrir lok þessarar aldar að álfan yrði ekki byggileg. Enn önnur vond spá birtist í Envi- ronmental Research Letters þar sem sagði að aukinn styrkur koltví- sýrings í andrúmsloftinu myndi á næstu áratugum valda gífurlegri skerðingu á magni próteins í rækt- uðu korni eins og hrísgrjónum og hveiti. Þá var í gær sagt frá nýrri bandarískri skýrslu þar sem fram kom að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa mikil áhrif vestanhafs. Meðalhiti hefði hækkað óðfluga þar í landi frá árinu 1980 og undanfarnir áratugir hefðu ver- ið þeir heitustu í landinu í 1.500 ár. Sveiflur magna ástandið Halldór Björnsson sagði að um þessar mundir væru mestu hörm- ungar af völdum veðurs í Austur- Afríku þar sem þurrkar væru að fella þúsundir manna. Þurrkar gætu einnig aukið á vandamál sem fyrir væru í ýmsum löndum. Þótt þurrkar hefðu til að mynda ekki valdið borgarastyrjöldinni í Sýr- landi léki enginn vafi á því að þeir hefðu átt stóran þátt í að magna hið skelfilega ástand þar til hins verra. Veðurfarssveiflur gætu haft mikil áhrif á þjóðfélög sem væru í viðkvæmri stöðu. AFP Veður Hitabylgja er á Ítalíu. Stórfljótið Pó, sem venjulega er beljandi vatnsflaumur, er nú vatnslítið, m.a. hér við Piacenza á Norður-Ítalíu. Spá fjölda dauðsfalla vegna veðurfarsöfga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.