Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. Á G Ú S T 2 0 1 7 Stofnað 1913  195. tölublað  105. árgangur  NAUT ÞESS AÐ SEMJA FYRSTU ÓPERUNA SÍNA SNÝR AFTUR AÐ TAFL- BORÐINU KATALÓNINN SEM KOM INN ÚR HITANUM KASPAROV 18 SKRIFAR BÆKUR Á ÍSLANDI 12DANÍEL BJARNASON 31 Morgunblaðið/Rósa Braga Upphefð Hljómsveitin Kaleo með Jökul Jakobsson söngvara í fararbroddi.  Íslenska rokksveitin Kaleo mun hita upp fyrir eina elstu og vinsæl- ustu rokksveit allra tíma, Rolling Stones, á tónleikum hennar í borg- inni Spielberg í Austurríki 16. september næstkomandi. „Þetta er bara geðveikt, óraun- verulegt í rauninni. Ég fór að hlæja þegar ég heyrði af þessu, fannst þetta eiginlega bara fyndið. Þetta er ótrúlega gaman, að fá að hita upp fyrir stærstu rokkhljómsveit allra tíma,“ segir gítarleikari Kaleo, Rubin Pollock, spurður að því hvernig það leggist í hann að fá að hita upp fyrir Rolling Stones. Kaleo hefur átt mikilli velgengni að fagna erlendis, en hljómsveitin hefur búið og starfað í Bandaríkj- unum í um tvö og hálft ár. »30 Kaleo hitar upp á tónleikum Rolling Stones í Austurríki Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is United Silicon, sem rekur kísilmálm- verksmiðju í Helguvík, hefur ekki enn greitt að fullu gatnagerðargjöld til Reykjanesbæjar fyrir lóðina sem verksmiðjan er starfrækt á. Ógreidd gatnagerðargjöld fyrirtækisins nema 162 milljónum króna. Héraðsdómur Reykjaness veitti stjórn United Silicon heimild til greiðslustöðvunar í fyrradag til að fyrirtækið gæti freistað þess að ná bindandi nauðasamningi við lánar- drottna sína. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að gatnagerðargjöldin séu enn ógreidd en segir að bærinn hafi kom- ist að samkomulagi við United Sili- con í vor. „Þetta átti að fara í lög- fræðilega innheimtu á sínum tíma en síðan ákváðu þeir að semja um þetta. Það var samið um greiðslutilhögun en það er bara nýbúið að gera það,“ segir Guðbrandur. Upphaflega kraf- an er um það bil þriggja ára gömul. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var krafan ekki greidd á sín- um tíma vegna ágreinings milli Magnúsar Garðarssonar, þáverandi stjórnarformanns United Silicon, og Reykjanesbæjar um skyldur bæjar- félagsins gagnvart verksmiðjunni. Samkvæmt tilkynningu United Silicon til hlutafélagaskrár ríkis- skattstjóra í vor fór Magnús úr stjórn fyrirtækisins 6. apríl og var samið um greiðslu á gatna- gerðargjöldunum í kjölfar þess. Skulda bænum 162 milljónir  United Silicon skuldar Reykjanesbæ á annað hundrað milljóna í gatnagerðargjöld  Búið var að semja um greiðslu skuldarinnar þegar fyrirtækið fór í greiðslustöðvun MVill fremur tekjur af íbúum... »4 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frá ársbyrjun 2008 hafa um 5.500 manns lagt fram umsóknir um at- vinnuleysisbætur í öðru landi. Frá 2008 til og með 31. júlí í ár voru gefin út 1.490 vottorð vegna slíkra umsókna til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Gefið var út 2.621 slíkt vottorð til Póllands. Handhafar slíkra vottorða halda rétti til atvinnu- leysisbóta í allt að þrjá mánuði. Þessar tölur eru vísbending um að Pólverjar sem fluttu bótaréttinn heim hafi verið fleiri en Íslendingar sem fluttu réttinn til Norðurlanda. Hjá Vinnumálastofnun voru ekki tiltækar upplýsingar um fjárhæð um- ræddra bótagreiðslna. Fullyrða má að þær hlaupi á milljörðum. Meirihlutinn frá Danmörku Frá 2008 til og með 31. júlí í sumar bárust 486 umsóknir um flutning bótaréttar frá Danmörku til Íslands. Alls bárust þá 738 umsóknir. Þessar tölur benda til að margir hafi snúið heim frá Danmörku sem höfðu misst vinnuna á Íslandi. »11 Fengu bæturnar sendar út  Þúsundir sóttu um rétt til atvinnuleysisbóta ytra eftir 2008 Bótaréttur erlendis Útgefin vottorð 1.1. 2008 til 31.7. 2017 Heimild: VMST 5.480 Danmörk 505 Svíþjóð 309 Noregur 676 Pólland 2.621 Önnur lönd 1.369 Það var mikið að gera og gleði þegar mæðginin Walter Björgvin Hinriksson og Daníela Björg- vinsdóttir tóku upp kartöflur. Walter Björgvin nýtur þess að taka upp kartöflur en finnst leiðin- legt að reyta arfa. Uppskeran fékkst úr kartöflu- garði í Garðlöndum við Arnarnesveg í Kópavogi. Uppskeran virtist góð og ekki skemmdi milt veðrið fyrir. Allt útlit er fyrir góða kartöflu- uppskeru í sumar. Gaman að taka upp kartöflur en leiðinlegt að reyta arfa Morgunblaðið/Eggert Kartöflur teknar upp í Garðlöndum í Kópavogi  Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri og aðrir fulltrúar í borgar- ráði voru upplýstir um það á síðasta ári að fundist hefðu minjar í Víkur- kirkjugarði sem væru frá því fyrir kristnitöku og að þær væru að öll- um líkindum trúarlegs eðlis. Borgarstjóri segir ákveðið að til- lögu Minjastofnunar að efna til samkeppni um umgjörð Víkur- kirkjugarðs hins forna í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé Borgarsögusafn að undirbúa tillögur um hvernig best sé að minnast sögu og minja á svæðinu. Hann segir það sér metnaðarmál að standa vel að verki og lyfta þessari sögu. Deilt hefur verið um skipulag og framkvæmdir á svæðinu. »11 Borgarstjóri var upp- lýstur um minjarnar Gylfi Þór Sigurðsson gengst undir læknisskoðun hjá Everton í dag, en félagið hefur komist að samkomulagi við Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum. Kaupverðið nemur um 45 milljónum punda, jafnvirði um 6,3 milljarða króna. Það mun gera Gylfa að lang- dýrasta leikmanni í sögu íslenskrar knattspyrnu, en metið hefur Eiður Smári Guðjohnsen átt frá því að hann var keyptur frá Chelsea til Barcelona árið 2006. Í evrum talið verður Gylfi nú keyptur á fjórfalt hærri upphæð en Eiður Smári á sínum tíma. Tvö íslensk félagslið hagnast verulega á kaupum Everton. Gylfi lék með yngri flokkum FH og Breiða- bliks áður en hann fór í atvinnumennsku og fær Breiðablik um 57 milljónir króna í uppeldisbætur en FH um 35 milljónir ef af kaupunum verður, eins og allt útlit er fyrir. » Íþróttir Everton fær Gylfa fyrir margfalt metfé Gylfi Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.