Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í 16. ágúst 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.84 107.34 107.09 Sterlingspund 138.61 139.29 138.95 Kanadadalur 84.0 84.5 84.25 Dönsk króna 16.941 17.041 16.991 Norsk króna 13.46 13.54 13.5 Sænsk króna 13.152 13.23 13.191 Svissn. franki 110.28 110.9 110.59 Japanskt jen 0.9736 0.9792 0.9764 SDR 150.68 151.58 151.13 Evra 126.0 126.7 126.35 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.178 Hrávöruverð Gull 1274.6 ($/únsa) Ál 2029.5 ($/tonn) LME Hráolía 52.02 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Samheitalyfja- fyrirtækið Alvogen hefur fest kaup á rússneska lyfjafyr- irtækinu Omega Bittner. Í tilkynningu segir að Omega Bittner hafi sterka stöðu í sölu lausa- sölulyfja í Rúss- landi og sé góð viðbót við lyfjasafn Alvogen á markaðnum. Omega Bittner var áður í eigu bandaríska lyfjafyrirtæk- isins Perrigo en um 80 manns starfa hjá fyrirtækinu í Rússlandi. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, segir að góð vaxtartækifæri séu fyrir Alvogen í Rússlandi. „Rússland er einn af okkar sterkustu mörkuðum og við höfum jafnt og þétt verið að styrkja okkar stöðu þar. Lyfjasafn Omega Bittner er hrein viðbót við sölustarfsemi okkar í Rússlandi og eykur samkeppnisstöðu okkar á markaðnum enn frekar.“ Alvogen styrkir stöðu sína í Rússlandi Róbert Wessman STUTT Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Laugar, sem reka líkamsræktar- stöðvar World Class, högnuðust um 282 milljónir króna í fyrra og jókst hagnaðurinn um 40% á milli ára. Tekjur Lauga jukust um 20% á milli ára og námu 2,4 milljörðum króna árið 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Stjórn Lauga ákvað að greiða 70 milljónir króna í arð í ljósi síðasta rekstrarárs. Árið áður nam arð- greiðslan 160 milljónum króna. Hluthafar félagsins eru Hafdís Jónsdóttir með 49% hlut, eigin- maður hennar, Björn Kristmann Leifsson, með 24% hlut, og bróðir hans, Sigurður Júlíus Leifsson, með 27% hlut. Arðsemi eigin fjár var 48% í fyrra en eiginfjárhlutfallið var ein- ungis 18%. Starfsmenn samstæð- unnar voru að meðaltali 102 í fyrra samanborið við 93 árið 2015. Sundlaugavegur 30a metinn á 2,1 milljarð Bókfært virði fasteigna félagsins er 2,7 milljarðar króna. Þar af nam bókfært virði Sundlaugavegar 30a, þar sem World Class Laugum er til húsa, 2,1 milljarði króna. Fasteigna- mat er hins vegar 1,4 milljarðar króna. Bókfært virði Suðurstrandar 2-8, þar sem World Class er til húsa á Seltjarnarnesi, er 424 milljónir króna. Fasteignamat hennar er 251 milljón króna. Á 50% hlut í Joe and the Juice í Laugum Félagið á sömuleiðis helmings- hlut í Joe and the Juice-veitinga- staðnum í Laugum. Eignarhlutur- inn í félaginu, sem ber nafnið Joe Ísland - Laugar, er bókfærður á kaupverði sem nam 17,5 milljónum króna. Veltufé frá rekstri jókst um 34% á milli ára og nam 491 milljón króna. Hagnaðarhlutfallið jókst í 12% árið 2016 úr 10% árið áður. World Class hagnast um 282 milljónir á síðasta ári Morgunblaðið/Freyja Gylfa Tekjur Velta World Class nam 2,4 milljörðum króna á síðasta ári. Hluthafar » World Class er í eigu hjónanna Hafdísar Jónsdóttur og Björns Leifssonar auk bróð- ur hans, Sigurðar Leifssonar.  Hagnaðurinn jókst um 40%  Laugar greiða hluthöfum 70 milljónir króna í arð Morgunblaðið/Júlíus Fasteignir Bókfært virði Suðurstrandar 2-8, þar sem World Class er til húsa á Seltjarnarnesi, er 424 milljónir. Fjárfestingarfélagið Eldey TLH hf. og Íslenskir fjallaleiðsögumenn ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup á meirihluta hlutafjár í Arc- anum ferðaþjónustu ehf. sem stofn- uð var árið 2003. Seljendur, Bene- dikt Bragason og Tómas Birgir Magnússon, eru stofnendur félags- ins en þeir munu áfram vera hlut- hafar í félaginu að viðskiptunum af- loknum. Í fréttatilkynningu segir að starf- semi Arcanum og tengdra félaga nái meðal annars til jöklagangna á Sólheimajökli, vélsleðaferða á Mýr- dalsjökli, fjórhjólaferða á Sólheima- sandi og reksturs kaffihúss á staðn- um. Auk þess nái kaupin til landsins Ytri-Sólheima 1A, allrar aðstöðu sem Arcanum er með á Ytri-Sól- heimum og meirihluta í óskiptu landi Ytri-Sólheimatorfu. „Landeig- endur Ytri-Sólheima hafa þegar stofnað með sér félag sem mun sjá um rekstur og uppbyggingu sam- eignarlandsins og þjónustu við ferðamenn og ferðaþjónustuaðila.“ Hluthafar Eldeyjar eru fimm líf- eyrissjóðir, Íslandsbanki og fleiri fjárfestar. Eldey hefur nú þegar fjárfest í þremur félögum, Norð- ursiglingu hf. á Húsavík, Gufu ehf. á Laugarvatni og Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum. Undirritun Benedikt Bragason, Hrönn Greipsdóttir, Steinþór Ólafsson, Þór- dís Lóa Þórhallsdóttir, Tómas Birgir Magnússon, Andrína Guðrún, Elín Sig- urveig Sigurðardóttir, Einar Torfi Finnsson og Sveinbjörn Indriðason. Kaupa Arcanum ferðaþjónustu  Reka jöklagöng á Sólheimajökli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.