Morgunblaðið - 16.08.2017, Page 6

Morgunblaðið - 16.08.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Appótek: www.appotek.is Einkarekið apótek í 60 ár Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Uppsteypa á kjallara undir Marr- iott Edition-hótelinu við Hörpu í miðbæ Reykjavíkur er nú í fullum gangi, en hótelið verður með yfir 250 herbergjum og er áformað að opna það árið 2019. Karl Þráinsson, fulltrúi eigenda hússins, segir vinnuna ganga vel og á áætlun. „Steypuvinnan er komin á fullt skrið núna, en Ístak fékk þann samning að steypa upp mannvirkið,“ segir Karl í samtali við Morgunblaðið. „Þetta gengur allt saman mjög vel og eru menn núna að vinna í því að koma sér upp úr jörðinni,“ segir hann og bendir á að verið sé að vinna í kjallara hússins. „Hann ætti að klárast einhvern tímann í byrjun desember og þá er hægt að fara að einbeita sér að fyrstu hótelhæðum hússins,“ segir hann. Stefnt er að því að búið verði að steypa allt hótelið á síðari hluta næsta árs og á frágangi utanhúss að vera lokið fyrir árs- lok 2018. Vel gengur að steypa við Hörpu Framkvæmdir við Marriott Edition í miðbænum Morgunblaðið/Hanna Steypa Framkvæmdir eru víða í Reykjavík, m.a. við Hörpu í miðborginni.  Kjallarinn klárast í byrjun desember Innheimta þjónustugjalda hófst við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli um helgina. Tekið er sólarhringsgjald fyrir hverja bifreið sem ekur inn á svæðið, óháð því hvort stoppið er tíu mínútur eða margar klukku- stundir. Gjald fyrir fólksbíla er 600 krónur en hærra fyrir stærri bíla og rútur. Kerfið notar nýjustu tækni og kallar ekki á aukið mannahald. „Það er tekin mynd af hverju bíl- númeri sem fer í gegn,“ segir Val- björn Steingrímsson, fjármálastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Hægt er að greiða með farsímaforriti, í gegn- um vefsíðu eða í greiðsluvél í þjón- ustumiðstöðinni. „Þeim sem ekki borga innan tólf tíma er flett upp í bifreiðaskrá og þá er sendur reikningur í heima- banka,“ segir Valbjörn, sem segir gjaldtökuna fara vel af stað. at- hi@mbl.is Gjaldtaka hafin við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli Ný rannsókn, sem birt er í tíma- ritinu Journal of Studies on Alco- hol and Drugs (JSAD), dregur í efa eldri niður- stöður vísinda- manna þess efnis að hóflega drukkið rauðvín minnki hættuna á hjartasjúkdómum, en því hefur ver- ið haldið fram að í víninu sé að finna þráavarnarefni sem gætu komið í veg fyrir að fita festist í æðaveggi og stífluðu æðarnar. Er í JSAD greint frá því að lang- lífir einstaklingar sem séu lausir við hjartasjúkdóma séu einfaldlega lík- legri til að fá sér rauðvínsglas en þeir sem glími við hjartasjúkdóma og megi sökum veikinda sinna ekki innbyrða áfengi ofan í lyfjagjöf. „Ég er nú ekki viss um að það sé rétt að halda því fram að eitt rauð- vínsglas á dag styrki hjartað,“ segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla, og bætir við að áður- nefndar niðurstöður komi honum því ekki mjög á óvart. „Það er hins vegar alveg ljóst að óhófleg áfengis- drykkja er mjög skaðleg fyrir hjart- að og almenna heilsu fólks,“ segir hann og bendir á að heilablóðfall sé t.a.m. ekki óalgengur fylgikvilli óhóflegrar áfengisneyslu. „Ég hef ekki haft trú á því að áfengisdrykkja bæti heilsu fólks, en það má vel gera það með hreyfingu og bættu mataræði,“ segir hann. Rauðvín ekki lengur gott fyrir hjartað? Vín Oft er skálað fyrir heilsunni. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tíu umsóknir bárust um embætti prests í Lindaprestakalli í Kópavogi. Það ber til tíðinda að allir umsækj- endur eru konur. Séra Kristján Björnsson, for- maður Presta- félags Íslands, og varaformaðurinn Guðrún Karls Helgudóttir minnast þess ekki að þetta hafi áður gerst í svona fjöl- mennum um- sækjendahópi. „Þetta er bæði stórmerkilegt og afar ánægjulegt. Þetta segir okkur líka að við eigum margar færar konur í röðum guð- fræðinga og presta,“ segir séra Kristján. Hann segir að þetta sé líka ánægjuleg staða vegna þess að stjórn Prestafélags Íslands hafi ítrekað þurft að minna á að jafna þurfi stöðu karla og kvenna þegar kemur að prestskosningum. „Það verður spennandi að sjá hver af þessum góðu umsækjendum verð- ur fyrsta konan til að gegna presta- embætti við Lindakirkju og þessa stóru og ungu sókn í Kópavogi,“ segir séra Kristján. Umsækjendur um Lindasókn eru: Aldís Rut Gísladóttir guðfræðingur, Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðing- ur, séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, séra Bára Friðriksdóttir, Bryndís Svavarsdóttir guðfræðingur, Dís Gylfadóttir guðfræðingur, séra Eva Björk Valdimarsdóttir, Helga Kol- beinsdóttir guðfræðingur, Sóley Herborg Skúladóttir guðfræðingur og Sólveig Árnadóttir guðfræðingur. Þá bárust þrjár umsóknir um embætti prests í Keflavíkurpresta- kalli. Umsækjendur eru: Bryndís Svavarsdóttir guðfræðingur, séra Fritz Már Jörgensson Berndsen og Herborg Skúladóttir guðfræðingur. Matsnefndir hefja störf Umsóknarfrestur um embættin tvö rann út 9. ágúst. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, skipar í embættin frá 1. október til fimm ára. Umsóknir fara nú til umfjöllunar matsnefndar um hæfni til prests- embættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakalls- ins um umsóknir þeirra sem mats- nefnd telur hæfasta. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu. Samkvæmt upplýsingum séra Kristjáns Björnssonar eru prestar og guðfræðingar í Prestafélagi Ís- lands í heild 161, þar af 96 karlar og 65 konur. Skipting eftir kynjum 60/40 „Það gerir skiptinguna 60% karlar og 40% konur, ef við tökum saman starfandi presta og presta og guð- fræðinga með fagaðild. Af starfandi prestum í embættum héraðspresta, presta og sóknarpresta hjá Þjóð- kirkjunni er hlutfall kvenna 38%. Við getum leyft okkur að túlka það sem svo að það er batnandi hlutfall kvenna í framtíðinni af því að hlut- fallið hjá þeim sem eru með fagaðild er jafnt 50/50 og í þeim hópi eru m.a. guðfræðingar sem ekki hafa tekið vígslu. Hlutfall kvenna er skást í röð- um biskupa og prófasta (50%) en síst á meðal sóknarpresta,“ segir séra Kristján. Eingöngu konur sóttu um Lindasókn  Tíu konur sóttu um prestsembættið en enginn karl  „Stórmerkilegt og afar ánægjulegt“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Lindakirkja Nýjasta kirkjan í Kópavogi er í Salahverfi.Kristján Björnsson Mikil umferð hefur verið um fjall- vegi í sumar. Lengra ferðatímabil og aukinn fjöldi ferðamanna hefur aukið álag. „Vegirnir eru í ágætu standi. Það er nýbúið að hefla Öskjuleið og Sprengisandur hefur verið hefl- aður einu sinni. Ég býst við því að hann verði heflaður aftur eftir viku til tíu daga,“ segir Gunnar Bóas- son, yfirverkstjóri hjá Vegagerð- inni á Húsavík Fjallvegir voru flestir opnaðir um hálfum mánuði fyrr í ár en alla jafna. Þrátt fyrir það og aukna umferð er Gunnar ánægður með ástand vega. „Það er svakaleg um- ferð enn þá. Þetta hefur gengið ótrúlega vel í sumar, miklu betur en í fyrra enda höfum við fengið svo mikla rekju.“ Sprengisandur er heflaður tvisv- ar í ár og Öskjuleið fjórum sinnum, einu sinni oftar en verið hefur. „Þessir vegir hafa ekki fengið viðhald í mörg ár. Umferðin hefur áttfaldast síðan 2010 en fjárveit- ingin er næstum sú sama,“ segir Gunnar. „Kjalvegur var orðinn mjög slæmur fyrr í sumar. Hann var svo heflaður og hefur haldið sér þokkalega síðustu þrjár vikur. Vissulega er vegurinn hrjúfur og leiðinlegur að keyra en það eru ekki komnar djúpar holur í hann,“ segir Páll Gíslason, fram- kvæmdastjóri Fannborgar, sem rekur ferðaþjónustu í Kerling- arfjöllum. Páll kveðst vonast eftir því að Vegagerðin hefli Kjalveg aftur í sumar. „Það er umferð um hann langt fram á haust en við sjáum það líka greinilega að ef hann er heflaður seint að sumri þá er hann miklu betri næsta sumar.“ hdm@mbl.is Aukin vegheflun á fjallvegum í ár  Enn mikil umferð bíla um hálendið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sprengisandur Umferð um Fjórð- ungskvísl við Nýjadal á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.