Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Austurríski sviðslistahöfundurinn
Sonja Kovacevic stendur nú næstu
daga fyrir listviðburðinum Kodda-
hjali eða Pillow Talk á ýmsum stöð-
um á almannafæri í Reykjavík. Með
viðburðinum reynir Sonja, sem er
búsett á Íslandi, að gefa Íslend-
ingum innsýn í reynsluheim hælis-
leitenda og flóttamanna með því að
láta áhorfendur setja sig í þeirra
spor: Hún kemur fyrir rúmum sem
þátttakendum er leyft að liggja í og
hlusta á upptökur af frásögnum hæl-
isleitenda.
„Ég fékk hugmyndina að þessu
þegar ég sá ljósmynd í Frétta-
blaðinu,“ segir Sonja. „Þar var mynd
af hælisleitanda sem lá í rúmi fyrir
framan innflytjendastofnunina full-
klæddur og starði upp í himininn.
Mér datt þannig í hug að nota rúm í
verkefninu því eitthvað við myndina
fannst mér lýsa aðstæðum hælisleit-
enda á Íslandi. Mér datt í hug að
með þessu móti gæti fólk sett sig í
spor flóttafólksins því svona rúm eru
notuð um allan heim í flóttamanna-
búðum. Maður liggur þarna í rúminu
og hlustar á frásagnir þeirra og
mætir þeim þannig sem jafningi.
Ég vil skapa nýja leið til þess að
nálgast umræðuefnið,“ heldur Sonja
áfram. „Þegar maður liggur þarna í
rúminu á almannafæri er maður
frekar berskjaldaður. Það lýsir því
hvernig flótamenn neyðast til þess
að treysta almannafyrirtækjum fyr-
ir frelsi sínu og öryggi. Það skapar
tilfinningu um varnarleysi ekki síður
en aðstæðurnar sem hröktu þá frá
heimkynnum sínum og ég vonast til
að framkalla þá tilfinningu. Sög-
urnar sem maður hlustar á í rúm-
unum eru margvíslegar. Oft fjalla
þær um upplifun hælisleitendanna
af Íslandi, hvers vegna þeir ákváðu
að leita hingað af öllum löndum og
hverju þeir vonast til að deila með ís-
lensku samfélagi.
Allt þetta fólk á sér ólíka reynslu
og saman skapar það eins konar lit-
róf stærri myndar af flótta-
mannavandanum, ekki bara á Ís-
landi heldur um allan heim. Ég finn
mannlega nálgun á viðfangsefnið
frekar en að nálgast það á kaldan og
fræðilegan máta.
Viðfangsefnið er afar flókið og ég
veit að fólk hefur sterkar skoðanir á
því. Ég vonast þó til þess að jafnvel
fólk sem er neikvætt í garð hælisleit-
enda geti nálgast viðburðinn með
opnum hug og hann fái fólk til að
hugsa sig tvisvar um. Margir af við-
mælendum mínum eru menntafólk
og hafa sjálfir áhugaverðar skoðanir
á flóttamannavandanum. Ætlun mín
er ekki að nota verkefnið sem póli-
tískt tól til að miðla mínum skoð-
unum heldur til að hvetja fólk til að
kynna sér sjónarhorn flóttamanna
og manngera þá svolítið. Ég vil að
fólk ræði þetta frjálslega sín á milli.“
Sonja segist hafa áhuga á að halda
svipaða viðburði erlendis og þá
mögulega í Austurríki, þar sem
flóttamannaumræðan er einnig í há-
punkti í aðdraganda kosninga sem
verða seinna á árinu. „Ég hef ekki
gert neinar áætlanir en það væri
áhugavert að sjá hvernig þýða mætti
verkefnið yfir á aðstæður annarra
landa.“
Viðburðurinn Koddahjal verður
haldinn víðs vegar um borgina á
næstu dögum og síðast á menning-
arnótt í Tjarnarbíói frá kl. 16.00.
Uppstilling Flóttamannarúm fyrir
framan Alþingishúsið. Nokkur slík
rúm verða sett upp í borginni.
Háttatímasög-
ur flóttamanna
„Koddahjal“ víða um borgina
The Hitman’s Bodyguard
Besti lífvörður í heimi tekur að sér
nýjan skjólstæðing, leigumorðingja
sem á að bera vitni fyrir al-
þjóðaglæpadómstólnum. Lífvörð-
urinn og leigumorðinginn eiga ekki
skap saman en þurfa að sættast til
að ná á áfangastað. Leikstjóri er
Patrick Hughes og með aðal-
hlutverk fara Samuel L. Jackson og
Ryan Reynolds. Metacritic: 53/100
The Glass Castle
Kvikmynd sem segir af Jeannette
Walls sem elst upp í mikilli fátækt,
óreiðu og afskiptaleysi. Fjölskyldan
festir hvergi rætur og hvorki
Jeannette né systkini hennar ganga
í skóla. Þau læra hins vegar að
standa á eigin fótum. Leikstjóri er
Destin Cretton og með aðal-
hlutverk fara Brie Larson, Woody
Harrelson og Naomi Watts.
Metacritic: 57/100
Shot Caller
Farsæll fjölskyldumaður gerir þau
mistök að keyra drukkinn og lendir
í árekstri með þeim afleiðingum að
vinur hans, sem er farþegi í bílnum,
deyr. Hann er dæmdur fyrir mann-
dráp og vistaður í öryggisfangelsi
þar sem hann neyðist fljótlega til að
verja líf sitt. Leikstjóri er Ric Rom-
an Waugh og með aðalhlutverk fer
Nikolaj Coster-Waldau. Enga gagn-
rýni er að finna um myndina.
Stóri dagurinn
Frönsk gamanmynd sem segir af
Mathias og Alexia sem hafa verið
saman í talsverðan tíma. Mathias
heldur fram hjá með konu að nafni
Juliette og þegar Alexia finnur
nafnspjald hennar í vasa Mathiasar
misskilur hún það sem bónorð því á
því stendur að Juliette starfi við að
skipuleggja brúðkaup. Hún svarar
þessu „bónorði“ játandi og í fram-
haldinu festist Mathias í mjög
flóknum lygavef. Leikstjóri er
Reem Kherici sem fer einnig með
eitt af aðalhlutverkunum ásamt
Nicolas Duvauchelle, Julia Piaton,
Sylvie Testud, François-Xavier De-
maison og Chantal Lauby.
Að lokum má geta þess að sérstök
viðhafnarsýning verur á gam-
anmyndinni Stella í orlofi í Bíó
Paradís í kvöld kl. 20.
Bíófrumsýningar
Ógæfa og ófarir
Ósætti Úr grín- og hasarmyndinni
The Hitman’s Bodyguard.
Out of thin air
Myndin hefst á hinni drama-
tísku sögu af hvarfi Guð-
mundar Einarssonar og svo
Geirfinns Einarssonar árið
1974
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 20.00
Hjartasteinn
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 20.00
Sing Street
Metacritic 79/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 22.00
The Other Side of
Hope
Metacritic 88/100
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 18.00
Frantz
Metacritic 73/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 22.00
The Greasy
Strangler
Bíó Paradís 20.00
Manchester by the
Sea
Bíó Paradís 17.15
Mýrin
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 18.00
Stóri dagurinn Mathias álpast út í framhjá-
hald með konu að nafni Juli-
ette. Þegar Alexia, kærasta
hans finnur nafnspjaldið
hennar misskilur hún það
sem bónorð
IMDb 6,4/10
Smárabíó 15.20, 17.40,
19.30, 20.00, 22.20
Háskólabíó 18.10, 21.10
The Glass Castle 12
Kvikmynd byggð á æviminn-
ingum Jeannette Walls sem
fæddist árið 1960 og ólst
upp ásamt þremur systk-
inum í mikilli fátækt, óreiðu
og afskiptaleysi.
Metacritic 57/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 16.40, 17.00,
19.50, 22.40
Háskólabíó 17.50, 20.50
Atomic Blonde 16
Lorraine Broughton er
njósnari sem notar kyn-
þokka sinn og grimmd til að
lifa af.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 63/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 17.00, 20.00,
22.25
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
The Dark Tower 12
Metacritic 39/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 20.10, 21.45,
22.20
Borgarbíó Akureyri 22.20
Spider-Man:
Homecoming 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 73/100
IMDb 8,0/10
Smárabíó 16.30, 19.40
Borgarbíó Akureyri 17.30
Fun Mom Dinner 12
Metacritic 33/100
IMDb 3,3/10
Sambíóin Álfabakka 19.00,
20.00
Sambíóin Kringlunni 18.00,
20.00, 22.00
Sambíóin Akureyri 18.00
War for the Planet of
the Apes 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 82/100
IMDb 8,1/10
Smárabíó 22.30
Wonder Woman 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 76/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 22.00
Sambíóin Egilshöll 18.00
Baby Driver 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 22.30
Háskólabíó 21.00
Ég man þig 16
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,8/10
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 22.30
Pirates of the
Caribbean: Salazar’s
Revenge 12
Metacritic 39/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
Valerian 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 52/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 19.50
Storkurinn Rikki Unglingsspörfuglinn Richard
varð munaðarlaus við fæð-
ingu og var alinn upp af
storkum, og hann trúir því
að hann sé einn af þeim.
Metacritic 55/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 16.00,
18.00
Sambíóin Akureyri 18.00
Aulinn ég 3 Metacritic 55/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 16.00
Sambíóin Álfabakka 16.00,
16.30, 18.00
Smárabíó 15.30, 17.40
Bílar 3 Metacritic 59/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 15.40,
17.50
Heiða
Laugarásbíó 17.00
Besti lífvörður í heimi fær nýjan viðskiptavin, leigu-
morðingja sem þarf að bera vitni hjá alþjóða glæpa-
dómstólnum. Þeir þurfa að leggja ágreiningsmál sín
til hliðar rétt á meðan, og vinna saman til að þeir
nái í réttarhöldin áður en það verður um seinan.
Metacritic 55/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 18.30, 20.00, 21.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30
The Hitman’s Bodyguard 16
Annabelle: Creation 16
Nokkrum árum eftir dauða dóttur
sinnar skjóta brúðugerðarmaður og
kona hans skjólshúsi yfir nunnu og
nokkrar stúlkur frá nálægu mun-
aðarleysingjahæli.
Metacritic 71/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Dunkirk 12
Myndin fjallar um Operation
Dynamo árið 1940, þegar 340
þúsund hermenn bandamanna
voru frelsaðir úr sjálfheldu.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 96/100
IMDb 9,2/10
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 21.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 22.20
Sambíóin Akureyri 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna