Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA
INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL
*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum,
heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó,
Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
KRISTÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
„Ég heiti Kristín
og var ráðlagt að
prófa geosilica
vegna hármissis. Fékk nokkra skallabletti líklegast
vegna áfalls og að vera 23 með skalla var ekki
drauma aðstæðurnar! Fyrst leit þetta ekkert
svakalega vel út þar sem hárið virtist ekki ætla að koma til baka. Ég byrjaði að taka
þetta inn á hverjum degi og viti menn. Hárið byrjaði að vaxa á ógnarhraða!
Ég er svo ánægð að þetta gerðist svona fljótt því læknarnir sögðu að kannski kemur
það aftur kannski ekki og ekki til eitthvað úrræði sem er betra en annað.
En geosilica fékk allavega hárið til þess að vaxa!
Hér er smá fyrir og eftir myndir. “
• Styrkir bandvefinn*
• Stuðlar að þéttleika í beinum*
• Styrkir hár og neglur*
• Stuðlar að betri myndun kollagens
fyrir sléttari og fallegri húð* ÍAV hljóðaði upphaflega upp á tvo
milljarða auk dráttarvaxta. ÍAV var
aðalverktaki við byggingu kísil-
málmverksmiðju United Silicon í
Helguvík.
Þóroddur Ottesen Arnarson,
framkvæmdastjóri ÍAV, segir að
fyrirtækið geri sér grein fyrir þeirri
erfiðu stöðu sem United Silicon sé í.
„Við erum bara að bíða eftir að
heyra eitthvað um hvaða farveg þeir
ætla að setja þetta í. Þeir þurfa nátt-
úrulega tíma til að undirbúa sig,“
segir Þóroddur og bætir við að frem-
ur lítið gerist fyrstu vikurnar á með-
an fyrirtækið sé í almennri greiðslu-
stöðvun. Kristleifur Andrésson,
upplýsingafulltrúi United Silicon,
segir að fyrirtækið muni ekki veita
frekari upplýsingar um málið að svo
stöddu.
United Silicon sendi frá sér til-
kynningu í gær þar sem fram kemur
að ástæður greiðslustöðvunarinnar
megi rekja til erfiðleika í rekstri
vegna síendurtekinna bilana á bún-
aði í verksmiðju fyrirtækisins í
Helguvík. „Vegna þessara rekstrar-
erfiðleika var fyrirsjáanlegt að fé-
lagið myndi að óbreyttu eiga erfitt
með að standa í skilum við lánar-
drottna og yfirvofandi aðgerðir ein-
stakra kröfuhafa ef ekki verður
brugðist við án tafar.“
Bíða eftir upplýsingum
frá United Silicon
Fyrr í sumar féll gerðardómur
þar sem United Silicon var gert að
greiða Íslenskum aðalverktökum
(ÍAV) einn milljarð íslenskra króna
vegna ógreiddra reikninga. Krafa
Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar
samþykkti á fundi sínum í gær að
skora á sjávarútvegsráðherra að
hafa íbúa á norðanverðum Vest-
fjörðum í huga varðandi ákvarð-
anatökur um framtíð fiskeldis í Ísa-
fjarðardjúpi. Bæjarráð benti á að
hagræn áhrif fiskeldis skiptu máli
og fyrirsjáanlegt væri að hagræn
áhrif fiskeldis í Ísafjarðardjúpi
myndu hafa mikil og jákvæð áhrif á
byggðirnar við Djúpið og þjóðarbúið
allt myndi njóta góðs af þegar til
langs tíma væri litið. Bæjarráð segir
það ófrávíkjanlega kröfu að hags-
munir samfélagsins séu hafðir með í
ákvörðun um leyfisveitingu fiskeldis
í Ísafjarðardjúpi. ge@mbl.is
Hagræn áhrif fisk-
eldis verði tekin með
Fiskeldi Bolvíkingar hafa skoðun.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það eru engar skyndilausnir og
vandinn er grafalvarlegur fyrir þá
bændur sem eiga afkomu sína undir
greininni. Það verður ekki hjá því
komist að horfast í augu við vanda-
málið,“ segir Páll Magnússon, for-
maður atvinnuveganefndar Alþingis.
Nefndin fundaði í dag með fulltrúum
sauðfjárbænda, Bændasamtökunum
og sláturleyfishöfum vegna uppsöfn-
unar birgða af kindakjöti. Að þeim
fundi loknum var fundað með fulltrú-
um Samkeppniseftirlitsins og Neyt-
andasamtakanna að sögn Páls Magn-
ússon formanns nefndarinnar. „Við
fórum yfir stöðuna og hlustuðum á
tillögur og hugmyndir hagsmuna-
aðila. Nefndin
mun funda á
mánudag með
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráð-
herra og fara yfir
stöðu mála með
honum. Við þurf-
um að komast að
því með hvaða
hætti bregðast
þurfi við þeim
bráðavanda sem upp er kominn og
aukast mun í haust þegar sláturtíð
hefst og einnig afkomuvanda sauð-
fjárbænda,“ segir Páll. Hann telur að
umframbirgðir kindakjöts eigi sér
ýmsar skýringar, meðal annars gengi
krónunnar og viðskiptabann við
Rússland. Páll segir að sala og neysla
á kjöti hafi minnkað almennt í Evr-
ópu. Atvinnuveganefnd mun kynna
sér málið til hlítar og ákveða hvernig
best sé að bregðast við. Bændur hafa
ákveðnar hugmyndir um að skera
niður framleiðslu með tilteknum
hætti og finna leiðir til þess að laga
framleiðslu að eftirspurn. Bændur
trúa því sjálfir að markaðsaðstæður
muni breytast og batna og eru að
vinna ákveðið markaðsstarf.“
Ef ekkert verður að gert segir Páll
að fyrir liggi enn eitt kjaftshöggið
fyrir bændur. „Afurðaverð lækkaði
um 10% í fyrra og að öllu óbreyttu
mun það lækka um 35% til viðbótar í
haust. Það stendur ekkert býli undir
slíkri kjaraskerðingu,“ segir Páll og
bætir við að viðbótarfjármagn þurfi
að koma til. „Það þyrfti hugsanlega
einnig að flýta greiðslum úr núver-
andi búvörusamningi og framleiðslan
þarf að fylgja eftirspurninni,“ segir
Páll.
Enn eitt kjaftshögg bænda
10% skerðing í fyrra og 35% fyrirhuguð í ár Verðum að horfast í augu við
vandann Greiðslum úr búvörusamningi flýtt Ekki leyst með skyndilausnum
Páll
Magnússon
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sauðfjárbændur Kjaraskerðing
bænda gæti orðið allt að 35% í haust.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur boðað Umhverfis-
stofnun á fund á fimmtudaginn. Guðbrandur Einarsson,
forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að stofn-
unin geti veitt upplýsingar um af hverju úrbætur á kís-
ilverksmiðjunni í Helguvík hafi ekki skilað árangri.
Umhverfisstofnun vinnur nú að verkfræðilegri úttekt á
uppkeyrsluáætlun United Silicon og vonast til þess að
geta kynnt bráðabirgðaskýrslu úr úttektinni fyrir bæjar-
stjórninni. Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfis-
stofnun, segir að stofnunin muni fara yfir stöðuna á
kísilverksmiðjunni í heild sinni með bæjarfulltrúum.
Verkfræðileg úttekt væntanleg
UMHVERFISSTOFNUN FUNDAR MEÐ REYKJANESBÆ
Guðbrandur
Einarsson
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Guðbrandur Einarsson, forseti
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar,
segist fremur vilja halda í íbúa bæj-
arins en verksmiðju United Silicon.
Segir Guðbrandur að bæjarbúar hafi
talað um að flytja vegna mengunar-
innar sem enn stafar frá verksmiðj-
unni. „Þær raddir eru orðnar tals-
vert háværar að það sé bara verið að
eyðileggja þessi lífsskilyrði hérna á
svæðinu. Fólk kvartar, þetta er ekki
bara lyktarmengunin. Fólk er að
upplifa önnur einkenni sem valda því
vandræðum,“ segir Guðbrandur.
Tekjur bæjarfélagsins af verksmiðj-
unni koma að mestu í gegnum hafn-
argjöld og gjöld vegna uppskipunar
og útskipunar en Guðbrandur segir
að hann vilji frekar halda í bæjarbúa
en þær tekjur.
„Ef ég ætti að velja milli þess að
hafa tekjur af höfninni eða tekjur af
útsvari íbúanna vil ég frekar hafa
íbúa sem líður vel heldur en ein-
hverja velmegandi höfn.“
Hins vegar gæti stefnt í að
greiðslustöðvun sem fyrirtækið hef-
ur nú fengið samþykkta fyrir dóm-
stólum leiddi til fjártjóns fyrir bæj-
arfélagið, því United Silicon skuldar
Reykjanesbæ enn 162 milljónir
króna í ógreidd gatnagerðargjöld.
Miðar greiðslustöðvunin að því að
fyrirtækið nái nauðasamningum við
lánardrottna. Bærinn hafði samið
við fyrirtækið um greiðslu gatna-
gerðargjaldanna í vor en nú er það
samkomulag í fullkominni óvissu.
Ljósmynd/United Silicon
Ofninn í Helguvík United Silicon freistar þess að ná samningi við lánardrottna til að koma framleiðslu af stað á ný.
Vill fremur tekjur af
íbúum en verksmiðjunni
United Silicon skuldar Reykjanesbæ enn háar fjárhæðir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Staðan er alvarleg og mér kæmi
ekki á óvart þótt einhverjir brygðu
búi í haust,“ segir Hallfríður Ósk
Ólafsdóttir, bóndi
í Víðidalstungu í
Húnaþingi
vestra. Erfið
staða er nú uppi
hjá sauðfjár-
bændum eftir að
forsvarsmenn
sláturhúsa gáfu
út að afurðaverð
í haust myndi
lækka um 35%
frá í fyrra, þegar
lækkunin var 10%. Þetta þýðir að
fyrir hvert kíló af dilk í algengum
kjötflokki, til dæmis R2, verða
bændum greiddar 346 krónur.
Innviðir samfélags bresta
„Við þurfum á því að halda að
stjórnvöld gangi í lið með bændum
og afurðastöðvum til að bregðast
við þessari alvarlegu stöðu,“ segir
Hallfríður. Aðgerðir segir hún að
þurfi að taka á vandanum, bæði í
bráð og lengd.
„Vandinn er ekki bænda einna;
ef búskap verður hætt í stórum stíl
gengur verðmætt ræktunarland úr
sér, hús grotna niður og hætta er á
að innviðir samfélaga bresti. Til
dæmis hér í Húnavatnssýslum og á
Ströndum, þar sem skilyrði til
sauðfjárbúskapar eru með því
besta sem finnst, eru samfélögin að
sama skapi mjög háð þessum bú-
skap. Atvinnuástand hefur verið
gott hér en við náum samt varla að
halda í horfinu með íbúafjölda,“
segir Hallfríður, sem býr með Sig-
ríði systur sinni á föðurleifð þeirra
í Víðidalstungu. Það telst vera bú
yfir meðallagi að stærð og þær
systur ætla sér að halda áfram enn
um sinn.
Stjórnvöld bregðist við
Staðan í rekstri sláturfyrirtækj-
anna er þröng af mörgum ástæð-
um. Lokun Rússlandsmarkaðar
með viðskiptabanni vegna Úkra-
ínudeilunnar hefur haft mikil áhrif,
og vegna sterks gengis krónunnar
er útflutningur ekki jafn ábatasam-
ur og var. Því hafa birgðir safnast
upp
„Í löndum sem við berum okkur
saman við styðja stjórnvöld við sinn
landbúnað og aðstoða bændur þeg-
ar svona staða kemur upp – en hún
er að talsverðum hluta vegna
ákvarðana stjórnvalda og markaðs-
brests. Við þetta bætist að afurðir
hafa verið góðar undanfarin ár og
því safnast birgðir upp. Væntanleg
lækkun afurðaverðs um 35% er
hrikalegur skellur,“ segir Hall-
fríður.
Lækkunin er
hrikalegur skellur
Innviðir samfélags í sveitum bresta
Hallfríður Ósk
Ólafsdóttir