Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 djamma með Keith Richards? „Ég er alveg til í það en ég held að hann yrði fljótur að drekka mig undir borðið. Maður þarf að komast að leyndarmálinu hjá þeim, ég er búinn að túra í tvö ár og alveg bú- inn á því en þeir hafa verið á ferð- inni í yfir 50 ár og eru enn frískir.“ Tónleikar fram að jólafríi Það er stíft tónleikahald fram undan hjá Kaleo, eins og verið hef- ur sl. tvö og hálft ár. „Það er fyrst núna sem við fáum að anda aðeins, stuttar pásur á milli túra en annars erum við bara að túra,“ segir Rub- in. Næsta törn hefst 25. ágúst með Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Kaleo mun hita upp fyrir Mick Jagger og félaga í hinni goðsagnakenndu rokksveit Rolling Stones á tónleikum sem haldnir verða 16. september í Red Bull Ring í Spielberg í Austurríki. Kaleo hefur verið að gera garð- inn frægan erlendis frá því að hljómsveitin fluttist búferlum til Bandaríkjanna snemma árs 2015, hlotið lofsamlega dóma fyrir plötur sínar og tónleika og verið önnum kafin við tónleikahald víða um lönd. En hvernig tókst Kaleo að landa þessu giggi, að fá að hita upp fyrir rokköldungana í Rolling Stones? „Það er líklega samvinna milli plötuútgefanda, bókunarskrifstofu og umboðsskrifstofunnar,“ svarar annar af tveimur gítarleikurum Kaleo, Rubin Pollock. „Það hefur kannski eitthvað með það að gera – en þó örugglega ekki – að þegar við sömdum við bókunarskrifstof- una spurðu þeir okkur hvaða hljómsveit við vildum helst hita upp fyrir og við svöruðum Rolling Ston- es. Svo hitti ég bókarann um dag- inn í Chicago og hann sagði: „Jæja, það tók tvö ár en ég er búinn að redda þessu,“,“ segir Rubin og hlær. „Ótrúlega gaman“ – En hvernig leggst þetta í þig? „Þetta er bara geðveikt, óraun- verulegt í rauninni. Ég fór bara að hlæja þegar ég heyrði af þessu, fannst þetta eiginlega bara fyndið. Þetta er ótrúlega gaman, að fá að hita upp fyrir stærstu rokk- hljómsveit allra tíma,“ svarar Rub- in. – Og þið fáið vonandi að hitta þá félaga aðeins? „Ég ætla að vona það. Það er ekkert alltaf þannig, fer eftir því hvernig menn eru stemmdir og hvernig hljómsveitirnar eru en ég hef heyrt að þeir séu frekar af- slappaðir.“ – Þú ferð kannski ekki að tónleikum í Anaheim í Kaliforníu og mun Kaleo leika víða um Banda- ríkin og Evrópu allt fram til 16. desember þegar hljómsveitin held- ur tónleika í Þessalóníku í Grikk- landi. Rubin er spurður hvort slíkar ferðir reyni ekki á vinskapinn í hljómsveitinni og segir hann þá drengi vissulega þurfa að vera góða hver við annan. – Og það verður gott að komast í jólamatinn til mömmu? „Já, ertu ekki að grínast? Það er ekki til betri tilfinning en að fara til mömmu og fá hreinar nærbuxur og jólamatinn,“ svarar Rubin kíminn. Morgunblaðið/Hilmar Gunnarsson Velgengni Kaleo í mars árið 2016 þegar hljómsveitin bjó og starfaði í Austin í Texas. Frá vinstri Davíð Antonsson, Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Krist- jánsson og Rubin Pollock. Blaðamaður sem heimsótti hljómsveitina færði hljómsveitinni páskaegg frá Íslandi og voru drengirnir hæstánægðir með þau. Tók tvö ár að redda þessu  Íslenska rokkhljómsveitin Kaleo hitar upp fyrir Rolling Stones á tónleikum í Austurríki í september  „Óraunverulegt,“ segir gítarleikarinn Rubin Pollock um þessa vegsemd AFP Frískir Félagarnir í Rolling Stones hafa verið að frá árinu 1962. Í Borgarbókasafninu í Grófinni hef- ur verið opnuð sýning á myndljóðum eftir skáldið Óskar Árna Óskarason. Sýningin er haldin í tilefni af sér- stakri hátíðarútgáfu ljóðasafnsins Myndljóð. Myndljóð Óskar Árna saman- standa af titlum og táknum, nánar tiltekið bókstöfum og greinar- merkjum. Táknunum eða leturein- ingunum er raðað á síðuna þannig að úr verður mynd, mynd sem titillinn lýsir – og lýsir ekki. Sum ljóðin eru afar einföld eins og „Dagur fyrir sápukúlur“, en þar stendur ein mannvera – táknuð sem „i“ – á striki og upp frá henni þyrlast sápukúlur – táknaðar sem gráðumerki „°“ og eitt „o“ (stór sápukúla). Önnur ljóðanna eru flóknar smíðar sem illgerlegt er að lýsa. Ljóðin eru samin á Silver Reed EZ 21-ritvél. Fyrstu ljóð Óskars Árna í þessari röð verka birtust árið 1997 í 25. hefti tímaritsins Bjartur og frú Emilía, „sérrit án orða“, en síðan hefur bæst í safnið, meðal ann- ars í ljóðabók skáldsins, Blýengl- inum (2015). Sýningin er á fimmtu hæð menningarhúss Borg- arbókasafnsins í Grófinni og stendur til septemberloka. Morgunblaðið/Einar Falur Skáldið Hátíðarútgáfa myndljóða Óskars Árna Óskarssonar er komið út og af því tilefni er sýning á þeim í Borgarbókasafninu í Grófinni. Myndljóð eftir Óskar Árna sýnd í bókasafni 3 pöraf sokkum fylgjakeyptu pari af barnaskóm 20% afsláttur af skólatöskum KRINGLU OG SMÁRALIND skóladagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.