Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. „Ætlaði aldrei að eignast börn“ 2. Ragnhildur ráðin til WOW air 3. Með áverka eftir átök mæðgna 4. Staðan sem fullnægir konum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dúettinn Anna og Sölvi heldur í tónleikaferðalag í dag og er fyrsti viðkomustaður Grundarfjarðarkirkja. Anna og Sölvi halda þar tónleika kl. 12 og aðra í Stykkishólmskirkju kl. 20. Á morgun koma þau fram í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði kl. 20 og næstu tónleikastaðir eru svo Mý- vatnskirkja, Akureyrarkikja, Berg á Dalvík, Eskifjarðarkirkja, Djúpivogur, Hafnarkirkja í Höfn og loks Hann- esarholt í Reykjavík 26. ágúst. Anna og Sölvi eru frændsystkinin Anna Gréta Sigurðardóttir og Sölvi Kolbeinsson og leika þau frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði, melódískan djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuni er í fyrirrúmi. Þau hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á Ís- lensku tónlistarverðlaununum. Anna leikur á píanó og Sölvi á saxófón. Ljósmynd/Hans Vera Anna og Sölvi halda í tónleikaferðalag  Dúettinn Marína & Mika- el, skipaður söngkonunni Marínu Ósk og gítarleik- aranum Mikael Mána, heldur upp á útgáfu fyrstu plötu sinnar, Beint heim, með tvennum tónleikum. Þeir fyrri fara fram á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 21 og þeir seinni viku síðar, miðvikudaginn 23. ágúst, í Græna herberginu í Reykjavík. „Efniviðurinn á plötunni er tónlist- in sem við spilum mest í dag; djass og sönglög. Hins vegar leita útsetn- ingarnar á lögunum í tónlistina sem við ólumst upp við,“ segir Marína Ósk um plötuna. Marína og Mikael halda útgáfutónleika Á fimmtudag og föstudag Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, hiti 7 til 11 stig. Bjartviðri sunnan heiða og hiti 12 til 18 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-10 m/s og þykknar upp með vætu norðaustantil, en hægari vindur sunnan heiða og síðdegis- skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi. VEÐUR Mikil óvissa virðist ríkja um stöðu Hólmars Arnar Eyj- ólfssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, hjá ísraelska félaginu Maccabi Haifa. Hólmar gekk í raðir félags- ins undir lok síðasta árs og skrifaði undir samning til ársins 2021 en nú þegar ný leiktíð er að hefjast er nafn hans hvergi að finna á leik- mannalistanum á heima- síðu Maccabi Haifa, sem mun vilja selja kappann. »1 Hólmar ekki á heimasíðu liðsins „Ég er mjög sátt við árið. Mér hefur gengið von- um framar með því að komast inn á tvö risa- mót: KPMG og Opna breska. Það finnst mér frábært en ég set markið hátt og enn eru nokkur markmið sem ég á eftir að ná. Mark- mið allra á mótaröðinni er að komast í Asíu- sveifluna í lok árs,“ segir atvinnukylfing- urinn Ólafía Þór- unn Kristinsdóttir meðal annars við Morgunblaðið. »2 Hefur ekki náð öllum markmiðum sínum „Ég held að það megi segja að ykkur Íslendingum hafi tekist að koma ykk- ur á kortið með árangri í hinum ýmsu íþróttagreinum. Til dæmis með ár- angri karlalandsliðsins í knattspyrnu í fyrra sem vakti gífurlega athygli. En þjálfarinn var auðvitað Svíi,“ segir margfaldur heims- og ólympíu- meistari í alpagreinum, Pernille Wi- berg, m.a. við Morgunblaðið. »3 Árangur í ýmsum íþróttagreinum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Höfn í Hornafirði er byggðarlag sem á mikið undir því að sjávarútvegurinn gangi vel. Greinin er að því leytinu til lífæð samfélagsins og af því sprettur nafn bókarinnar,“ segir Hjalti Þór Vignisson hjá Skinney-Þinganesi hf. Á síð- asta ári voru sjötíu ár frá því að stofnað var til þess rekstrar sem nú heitir Skinney- Þinganes. Það er eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækum lands- ins, gerir út sjö skip og veitir um 300 manns atvinnu til sjós og lands. Tugir ljósmynda úr fjöl- þættri starfsemi fyrirtækisins, sem portúgalski ljósmyndarinn Pepe Brix tók, eru í bókinni Líf- æðin, sem Forlagið gefur út. Það var snemma á síðasta ári sem ljósmyndarinn portúgalski birtist austur á Hornafirði, en hann hefur lagt sig sér- staklega eftir því að skrá og mynda þorskveiðar á Norður-Atlantshafi. „Það var tilviljun að við skyldum hitta þennan snilling,“ segir Hjalti Þór. Heimild til framtíðar „Brix var hjá okkur í um það bil mánuð og fór fyrst á loðnu með einu skipa okkur, Ásgrími Hall- dórssyni SF, og seinna í netatúra með minni bát- unum. Þá fylgdist hann með vinnslunni og annarri starfsemi og skyndilega var kominn stokkur um 2.000 mynda sem við sáum að væri fjársjóður. Af því spratt sú hugmynd að minnast þess að 70 ár væru liðin frá stofnun félagsins með útgáfu á bók, sem væri skemmtileg, fróðleg og mikilvæg heim- ild til framtíðar litið.“ Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi, sem er frá Höfn í Hornafirði, var falið að skrifa texta bókar- innar – yfirlit á íslensku sem einnig er í enskri þýðingu. Þar er reifað hvernig kaupin gerðust á eyrinni og hvernig útgerðinni óx ásmegin. Starf- semi frystihúss á vegum kaupfélagsins, hafnar- bætur og tilkoma netaveiða hleyptu lífi í tusk- urnar. Sjávarútvegurinn efldist svo enn frekar þegar humarveiðar hófust í kringum 1960. Má í bókinni meðal annars finna myndir úr humar- vinnslunni, en ímynd Hafnar er mjög tengd humr- inum. Í bænum eru meðal annars starfandi veit- ingahús þar sem krabbafiskurinn sá er í öndvegi hafður og þykir alveg herramannsmatur. Sjávarútvegurinn sé sýnilegur „Ferðaþjónustan hefur verið mjög vaxandi at- vinnugrein á Hornafirði á undanförnum árum og í atvinnulífinu hér um slóðir er hún orðin önnur meginstoðin. Hin er sjávarútvegurinn, sem þarf að vera sýnilegur, meðal annars ferðafólki sem vill kynnast atvinnulífi og staðháttum. Okkur finnst við því hafa slegið margar flugur í einu höggi með útgáfu þessarar bókar, sem við erum ánægð með,“ segir Hjalti Þór Vignisson. Lífæðin í ljósmyndabók Ljósmynd/Pepe Brix  Starfsemi Skinneyjar-Þinganess á Höfn í myndum Portúgalans Pepe Brix Hjalti Þór Vignisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.