Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 13
VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Morgunblaðið/Ófeigur Fjölskyldan Jordi, Guðný og börn þeirra, Anný 8 ára og Christian 10 ára. lensku í Háskóla Íslands, en hætti vegna þess að ég hafði svo mikið að gera. Ég vildi ljúka við skáldsöguna og jafnframt eiga tíma með fjöl- skyldunni. Auk þess var ég í hluta- starfi sem þjónn og vann í birgða- deildinni hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum. Ég er að eðlisfari mjög skipulagður og vildi einfaldlega geta sinnt þessu öllu almennilega. Ís- lenskunámið bíður betri tíma.“ Jordi skilur íslensku býsna vel og gerir sér far um að tala málið, en bregður enskunni fyrir sig þegar samræður fara á „flóknara plan“ eins og hann segir. Eins og flestir Barce- lonabúar er hann jafnvígur á kata- lónsku og spænsku. Skáldsagan er á spænsku og einnig sú næsta, El barman de Reykjavik, eða Barþjónn Reykjavíkur, sem hann hefur verið með í smíðum undanfarin tvö ár. „Bókin kemur út 21. september og þá ætlar spænski útgefandinn minn að halda útgáfuteiti í einni af bóka- verslunum FNAC í Barcelona. Á sama tíma er La Merce-menningar- og tónlistarhátíðin haldin í borginni og er Reykjavík heiðursgestur í ár. Ég er í viðræðum við spænsku ræð- ismannsskrifstofuna um samvinnu á kynningarbás Íslendinga á hátíðinni svo hugsanlega stend ég þar vaktina einhvern daginn.“ Bloggsíða um Ísland á spænsku Skáldsögur Jordis hverfast ekki aðeins að stórum hluta um Ísland heldur hefur hann verið ötull að kynna landið fyrir Spánverjum á öðrum vettvangi. Í fyrra setti hann í loftið bloggsíðu á spænsku þar sem Ísland er í brennidepli sem og ýmsir siðir sem kunna að koma þeim spánskt fyrir sjónir. Eins og honum sjálfum. Til að byrja með að minnsta kosti. „Auk þess sem ég vinn vakta- vinnu á Avis-bílaleigu ver ég miklum tíma í bloggið, sem er styrkt af Ís- lenskum fjallaleiðsögumönnum. Þeir eru með mikið af efni um Ísland á ensku á netinu, en vantaði upplýs- ingar á spænsku, enda Spánverjar almennt ekki mjög sleipir í enskunni. Heimsóknum á síðuna fjölgar jafnt og þétt, bara í júlí voru þær tólf þús- und og ég fæ æ fleiri fyrirspurnir og komment. Ég skrifa um allt milli himins og jarðar, gagnlegar upplýs- ingar um land og þjóð, mat og mat- arsiði, veitingastaði og veðrið, mína persónulegu reynslu og upplifun og ekki síst ýmsa undarlega siði og það sem útlendingum kann að finnast skrýtið í fari Íslendinga.“ Ári eftir að Jordi og fjölskylda fluttust til Íslands skrifaði hann grein í Stúdentablaðið með fyr- irsögninni 20 skrýtnir hlutir við Ís- land, sem vakti mikla athygli. Það sem honum þótti t.d. skrýtið var að Íslendingar opna gluggann þegar kyndingin inni er orðin of mikil, að verslun sé lokuð „vegna veðurblíðu“, að geta borgað einn sleikjó með kreditkorti og að fylgjast með Ís- lendingum tala á „innsoginu“ í sím- ann. „Fyrst hélt ég að einhver ósköp hefðu komið fyrir,“ skrifaði hann. Hákarl kemur við sögu Í bókinni Barmaður Reykjavík- ur kemur Jordi líka inn á alls konar séríslenska siði. Hákarl er táknrænn í sögunni, en sjálfum finnst honum stórfurðulegt hvernig Íslendingar verka skepnuna áður en þeir leggja sér hana til munns. „Söguhetjan er lögfræðingur frá Barcelona sem kemur til Íslands til að hefja nýtt líf eftir að hafa lent í vondum málum og meðal annars átt í útistöðum við spænsku mafíuna. Hann fær vinnu við að blanda kokteila í ólöglegu spilavíti í Reykjavík þar sem eigand- inn er með hákarl í glerbúri. Smám saman verður staðurinn rómaður fyrir einstaklega góða kokteila og spilavítið breytist í kokteilstað fyrir ríka og fræga fólkið. Hákarlinn í glerbúrinu og spilaborðið eru þó áfram höfð til minningar. Af bar- þjóninum er það að segja að hann kemst að raun um að fortíðin eltir mann alltaf uppi,“ segir Jordi. Hon- um finnst ástæðulaust að rekja söguþráðinn nánar, en upplýsir að ýmislegt megi lesa milli línanna og sögunni sé ætlað að kveikja hjá les- endum löngun til að sækja Ísland heim. „Ég bý til mjög góða kok- teila,“ svarar hann svo kankvís þeg- ar hann er spurður hvort hann eigi eitthvað sammerkt með söguhetj- unni. Íslenski draumurinn Öfugt við lögfræðinginn frá Barcelona, sem gerðist barþjónn í Reykjavík, er Jordi sáttur við fortíð- ina. Hann er nokkuð viss um að draumur hans rætist um að geta lif- að af ritstörfum og bókaskrifum í framtíðinni. Á Íslandi. Enda bjó hann vel í haginn fyrir framtíðina í fortíðinni. „Ef maður einsetur sér eitthvað og vinnur að því af heilum hug vegnar manni vel. Ég væri ennþá í Barcelona ef ég sæktist eftir ríkidæmi og rútínu,“ segir hann. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Árlegt stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst. Telft verður í Kornhúsinu í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín- útur á skák auk 2 sekúndna á hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Mótið verður reikn- að til alþjóðlegra (Fide) hraðskák- stiga. Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu. Þátttökugjaldið, 1.500 kr., fyrir 18 ára og eldri, er greitt við inngang Ár- bæjarsafns. Ókeypis er fyrir yngri en 18 ára og er þátttökugjald jafnframt aðgangseyrir í safnið. Þeir sem fá ókeypis í safnið, t.d. eldri borgarar og öryrkjar, borga ekkert þátttöku- gjald. Hægt er að skrá sig til leiks á vefsíðu TR, www.taflfelag.is. Vefsíðan www.taflfelag.is Skákdagatal Stórmót Árbæjarsafns og TR er fastur liður í skákdagatali margra. Skák og mát í sögulegu umhverfi www.solning.is Vefsíða: jordipujola.com Bloggsíða: escritorisl- andia.com/blog/ Facebook og Twitter: facebo- ok.com/jordipujolaescritor twitter.com/jordipujolabcn Barcelona Jordi og Guðný í tilhugalífinu og nokkrum ár- um síðar með börnunum. Skannaðu kóð- anntil að fara inn ávefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.