Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Hindberjajógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ! Baldur Arnarson baldura@mbl.is Breytingar á deiliskipulagi Borgar- túns 24 verða kynntar á opnum fundi síðdegis í dag. Með breytingunni er byggðin þétt verulega norðan við grónar íbúðargötur í Túnunum. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Á vef borgarinnar segir að núver- andi byggð á svæðinu sé um 14.200 fermetrar og að nýbyggingar verði um 16.000 fermetrar. Alls verða því um 30.200 fermetrar á svæðinu. Til að setja það í samhengi er Kringlan, stærsta bygging Reykja- víkur, um 56.000 fermetrar. Verk- efnið er því umfangsmikið. Bílakjallari undir svæðinu Fram kemur í kynningu að til- lagan felist að „stærstu leyti í breyt- ingu á atvinnuhúsnæði í íbúðar- húsnæði með lifandi jarðhæðir og bílastæði í bílakjallara“. Miðað er við allt að 65 íbúðir á reitnum. Hluti íbúðanna mun snúa í norður til móts við Höfða. Þá munu íbúðir snúa að Samtúni í suðri og að Mána- túni í austri. Nýja byggðin mun fara stighækkandi til móts við nýlegan íbúðaturn í Mánatúni 7-17. Þar verða 2-7 hæðir án kjallara. Á svæðinu eru nú 2-3 hæða at- vinnu- og skrifstofuhús og einnar hæðar skemmubyggingar. Gert er ráð fyrir niðurrifi bakhúsa í Borgar- túni 24. Þar er Tékkland til húsa. Á reitnum eru nú 318 bílastæði. Fjallað er um bílastæðastefnu á reitnum í kynningarefni: „Fyrirkomulag bílastæða er á for- sendum þéttrar byggðar. Sam- kvæmt bíla- og hjólastæðastefnu borgarinnar telst reiturinn vera á svæði 2 og er miðað við 1 bílastæði á hverja 120 fermetra íbúðarhúsnæðis og 1 bílastæði að hámarki á 50 fer- metra atvinnuhúsnæðis,“ segir þar m.a. Gefur þessi fermetrafjöldi til kynna að ekki verði allar íbúðir með bílastæði. Þá má benda á að fjórða hver íbúð skal vera miðuð við þarfir þeirra sem „ekki vilja eða geta lagt mikið fé í eigið húsnæði“. Gert er ráð fyrir bílakjallara undir öllum nýbyggingum og að hægt verði að hlaða rafbíla á öllum stæð- um sem tilheyra íbúðum og á a.m.k. 40% annarra bílastæða. Rammaskipulag fyrir reitinn byggir á tillögu Yrkis arkitekta. Verslunarhúsnæði Smith & Nor- land í Nóatúni 4 verður óbreytt. Kynningin fer fram klukkan 16.30 í Borgartúni 14, 7. hæð. Morgunblaðið/Baldur Norðurhlutinn Borgartún 24 er lengst til vinstri. Reiturinn nær að Borgartúni 18. Þar er hringtorg við Höfðatorg. Teikning/Yrki arkitektar Breytt götumynd Íbúðaturn mun kallast á við íbúðaturn í Mánatúni 7-17. Kynna háhýsabyggð í Borgartúninu  Allt að 7 hæða íbúðaturnar verða byggðir á þéttingarreit í Borgartúni  Allt að 65 nýjar íbúðir  Kynningarfundur síðdegis í dag  Byggt verður ofan á bílastæði sem eru á syðri hluta reitsins Teikning/Yrki arkitektar Rammaskipulag Hér má sjá hvernig reiturinn er þríhyrningslaga. Morgunblaðið/Baldur Horft til norðurs Á syðri hluta reitsins eru m.a. bílastæði og bílaskoðun. Dómsmálaráðherra hefur skipað þær Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Rögnu Bjarnadóttur í tvö embætti skrifstofustjóra sem auglýst voru 16. júní síðastliðinn. Þær eru báðar lögfræðingar að mennt. Alls bárust 33 um- sóknir um embættin en þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Berglind Bára Sigurjónsdóttir hefur frá árinu 2010 starfað sem löglærð- ur skrifstofustjóri hjá embættinu. Hún hefur jafnframt verið stundakenn- ari á ýmsum námskeiðum við HÍ. Ragna Bjarnadóttir hefur frá árinu 2016 starfað sem lögfræðingur í inn- anríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneytinu. Hún var lögfræðingur hjá Mannréttindadómstóli Evrópu 2011-2014 og aðstoðarsaksóknari og deild- arstjóri hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2009-2010 en á ár- unum 2006-2008 var hún aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Þá hefur hún verið stundakennari við lagadeildir HÍ og HR. Ráðherra skipar tvo skrifstofustjóra Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Jafn margir nemendur bíða nú inn- göngu í úrræði Brúarskóla í Vestur- hlíð og pláss er fyrir í skólanum, 25 nemendur. Brúarskóli er sérskóli á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir grunnskólabörnum sem eiga við al- varlega geðræna-, hegðunar- eða fé- lagslega erfiðleika. Skólinn þjónustar einnig nágrannasveitarfélög borg- arinnar. Auk Vesturhlíðar, sem er fyrir nemendur í fjórða til tíunda bekk, starfrækir skólinn tvo þátttökubekki, Brúarsel og Brúarhús, fyrir börn í fimmta til sjöunda bekk. Einnig rek- ur Brúarskóli kennslu á barna- og unglingageðdeild og á Stuðlum. Alls þjónustar skólinn um fimmtíu til sex- tíu börn og að sögn Bjarkar Jóns- dóttur, skólastjóra Brúarskóla, er vandi þeirra oft flókinn, mörg þeirra eru á einhverfurófi og með alvarlega hegðunarvanda sem geta hamlað þeim í skólanum. Unglingarnir dvelja lengur Börn dvelja að jafnaði í tólf til fjór- tán mánuði í Brúarskóla. Að sögn Bjarkar hefur borið á því að nem- endur á unglingastigi sæki nám í Vesturhlíð í allt að tvö til þrjú ár og það sé ástæða þess að biðlistarnir hafi lengst og færri komist að. „Þetta er hluti vandans, hér eru nemendur sem eiga varla aftur- kvæmt. Það þarf að bregðast við því og það er borgarinnar að ákveða hvernig það verður gert.“ „Ég tel að vissulega sé gild ástæða til að grandskoða af hverju þetta ger- ist. Aukin þekking og viðurkenning á vanda barna er eflaust ein ástæða, en vandinn er svo margs konar að erfitt er að benda á eitthvað eitt,“ segir Björk. „Það eru margir samverkandi þættir sem koma til. Þetta eru auð- vitað nemendur sem eiga ótrúlega erfitt með að vera í stórum hópi og höndla illa áreitamikið umhverfi. Skólaumhverfið er þannig að ákveð- inn hópur mun alltaf eiga erfitt með þetta umhverfi.“ Efli eftirfylgni kennaranna Aðspurð segir Björk að ekki sé nein töfralausn til að bregðast við biðlistunum. Einn möguleiki sé að fjölga plássum og byggja nýjan skóla. „Sérskóli eins og þessi má ekki verða of stór og það þarf alltaf að vera hugsunin að nemendur fari til baka, en það þarf eflaust samt að fjölga úrræðum. Húsið sem við erum í ber ekki meira og er eiginlega sprungið utan af okkur.“ Starfsfólk Brúarskóla fylgir börn- unum eftir þegar þau ljúka veru sinni þar og heimaskólarnir taka við þeim að nýju. „Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri og byrji með hreint borð. Við eigum gott samstarf við heima- skóla nemenda og það er það sem skiptir máli,“ segir Björk, sem bætir því við að það gæti stytt biðlistana nokkuð að hjálpa kennurum á vett- vangi. Ávallt verði þó nemendur sem þurfi einfaldara og skipulagðara um- hverfi en almennur skóli ráði við. Börn á biðlista jafn mörg og plássin  25 börn með alvarleg hegðunarvandamál bíða þjónustu Ljósmynd/Brúarskóli Vesturhlíð Í skólanum eru börn með alvarlegan hegðunarvanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.