Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt ekki að hika við að segja þína skoðun, hver sem í hlut á. Gamall vinur birtist aftur þér til mikillar ánægju. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú verður að skipuleggja starf þitt svo að þú drukknir ekki í verkefnum dagsins. Búðu þig undir erfiðan tíma sem mun standa stutt en taka sinn toll. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fólki fellur vel við þig og verk þín. Sýndu því umhverfi þínu umhyggju og hún mun skila sér margföld til þín aftur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að sjá það góða í öðru fólki fremur en það slæma. Láttu ekki draga þig inn í tilgangslausar þrætur. Kannski lætur þú blekkjast af sorgarsögu sem ekki er sannleik- anum samkvæm. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er tími til kominn til að átta sig á takmörkum sambands. Mundu að þú hefur nægan tíma til þessa vals. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur látið mörg smáverkefni hrúg- ast upp á borði þínu. Vertu því ekki afundinn þótt aðrir reyni að hjálpa þér við úrlausn þeirra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Oft er það svo að þegar maður gerir ein- hverjum greiða þá skilar hann sér aftur þegar maður þarf sjálfur á aðstoð að halda. Hvað sem þú segir í dag verður orðið breytt á morgun. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú kemst ekkert áfram á frekj- unni heldur spillir hún bara fyrir þér. Mundu að það kostar ekkert að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Farðu varlega inn í nýjar aðstæður. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það gæti tekið þig tíma að átta þig á hvar þú ert staddur í dag. Samtöl við systkini fá aukið vægi. Stundum er besta ákvörðunin sú að ákveða ekki neitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur tekið á að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Einhver vinnur fyrir þig bakvið tjöldin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er einhver ruglingur í gangi á vinnustað þínum og þú átt erfitt með að henda reiður á því sem fram fer. Hlutir sem eru spennandi núna þarfnast eftirfylgni og mikillar vinnu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu ráð fyrir auknu annríki á heim- ilinu. En varastu að byrgja hlutina inni. Not- aðu hrós í stað skamma, nýtt samkomulag í stað lögsóknar. Ólafur Stefánsson yrkir „Vand-kvæði“ á Leir: Nú líður að hausti og leggst þá í dá, litfagur hásumargróður. Smalað er kindunum kotunum frá, knappt verður gjaldið sem bændurnir fá. Æ, bænheyr þá Bensi minn góður. Verðið á fiskinum fer ekki hátt, frekar að hækkað sé gengi. sjórinn er sléttur og sundið er blátt, en sjómenn og stjórnin ná ekki sátt. Það getur ei gengið svo lengi. Ferðamenn útlendir flæða um land, finnst mörgum landanum nóg um. Austur og vestur á örfoka sand einstakri náttúru vinna þeir grand hraunbreiðum, heiðum og móum. Áhrif frá Costco nú koma í ljós, þeir kannast við það inní Högum. Um búðina stóru menn bera út hrós, birgðir þar liggi sem baunir í dós. Hungraðra hentar það mögum. Að mörgu’ er að hyggja er miðar í haust, margs konar vandi í gangi. Svo þing ætti’ að setja þó sé það ei traust, en sýna’ ekki kjóla þar eftirlitslaust. Þó Lipurtá mjög til þess langi. Nú ljóðaskraf þetta skal lendingu ná, því liðið er talsvert á daginn. Skáldfíflahlutinn er skyldugt að fá, – skjaldyrðum vildi í bálk þennan strá. Svo bið ég að heilsa í bæinn. Það er alltaf skemmtilegt að rifja upp sjósóknarvísur: Illt er að sitja við ullartó uppi á palli kvenna, – betra er að láta í breiðan sjó blöðin ára renna. Og þessi: Einn er ég róinn Engey frá út á sjóinn kalda borðamjóum báti á burðasljóum karli hjá. Þessi vísa er frá 18. öld: Eiríkur með árar tvær, óra þótt sé krappur sjór, gírugur fram í gerið rær, glórir í votan andlitsbjór. Og þessi frá 19. öld: Hann Guðbrandur hér við sand heppinn vandar formanns stand ósigrandi um lýsu land leggur band á Jörmungand. Sjóaravísa Látra-Bjargar: Einskis svífst nú – eg það finn – aldan reiðifreka; brimið rífst við björgin stinn, báran klýfst um mælirinn. Hreppa-Dísa kvað: Þó mér hungrið þætti rammt þungum róls á nauðum á allri minni ævi samt aldrei stal ég sauðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Líður að hausti „AF HVERJU? ÞVÍ ÉG ER KÓNGURINN OG ÞÚ ERT BARA LÍTIÐ PEÐ.“ „ÉG FÆ MJÖG SÁRAN VERK ÞEGAR ÉG GERI SVONA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... sameiginlegur sparireikningur. OG! MIG LANGAR AÐ ÞAÐ KLÁRIST… ÞÚ VEIST HVAÐ ÞÚ ÞARFT AÐ GERA, ER ÞAÐ EKKI? EN ÉG VEIT EKKERT UM HVAÐ RIFRILDIÐ ER SEGÐU AÐ HÚN HAFI RÉTT FYRIR SÉR ÉG MYNDI SEGJA ÞEIM AÐ FARA, HELGA, EN VIÐ EIGUM HÚSIÐ EKKI LENGUR VIÐ LÍSA ERUM AÐ RÍFAST Stundum geta orð haft ýmsarmerkingar eftir því hvernig á þau er horft. Víkverji heyrði um dag- inn að ferðamenn, sem eru vegan, það er borða aðeins mat úr jurtarík- inu, gengju iðulega í vatnið þegar þeir keyptu sér nesti í búðum á Ís- landi. Í hillum verslana er hægt að fá smákökur merktar Veganesti, sem í eyrum innfæddra hljómar ósköp eðli- lega en getur tekið á sig kynjamynd- ir þegar aðkomumenn eiga í hlut. Þá verður Vega-nesti að Vegan-esti. x x x Skiptingar milli lína geta einnigruglað menn í ríminu. Margir hafa klórað sér í höfðinu yfir orðinu ístruflanir, óvissir um hvernig holda- fari þar væri lýst. Ljóst er að ís- truflanir og ístru-flanir eru ekki sami hluturinn. x x x Víkverji hélt að fundist hefði nýdýrategund fyrir skemmstu þeg- ar hann rakst á orðið svanapar í fyr- irsögn. Öllu merkilegra þótti honum að þetta dýr, sem hann var að heyra um í fyrsta skipti, hefði „ættleitt“ gæsaunga, eins og sagði í fyrirsögn- inni. Þegar nánar var að gáð voru hins vegar ekki svan-apar á ferð, heldur svana-par. Víkverji er þó á því að svan-apar ættu fullt erindi í dýra- ríkið. x x x Stundum hefur sama orðið ólíkamerkingu. Víkverji hefur ekki verið sáttur við að skipt var um heiti á Flugleiðum og flugfélagið kallað Icelandair upp á ensku. Hann gleymdi að taka með í reikninginn að Flugleiðir hafi óttast að viðskiptavin- irnir yrðu á endanum flugleiðir ef ekkert yrði að gert. x x x Það var í það minnsta efst í hugaþeirra, sem ráðlögðu nemendum að vanda sig við að velja námsleiðir svo að þeir yrðu ekki námsleiðir. x x x Svo var það Hafnfirðingurinn, semfór út á svalir eftir að hafa horft á veðurfréttir og horfði til himins. Hann var að leita að fljúgandi hálku. vikverji@mbl.is Víkverji Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.“ (Lúk. 9:23)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.