Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Í júlí komu 159 brot inn á borð lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
þar sem ökumenn voru undir áhrif-
um ávana- og fíkniefna við akstur.
Til samanburðar kom til kasta lög-
reglu 91 mál þar sem ökumenn voru
undir áhrifum áfengis og eru þeir
ekki meðtaldir í fyrrnefndri tölu.
Ekki er tekið tillit til ítrekunarbrota
einstakra ökumanna.
Á þessu ári hafa á höfuðborgar-
svæðinu verið skráð 877 mál af
þessum toga er varða ávana- og
fíkniefni, en fjöldi brotanna í júlí er
sá mesti í einum mánuði frá því í júlí
í fyrra. Skráð ölvunarakstursbrot á
þessu ári eru 607 talsins.
Á sama tíma í fyrra voru skráð
559 fíkniefnaakstursbrot og 454 ölv-
unarakstursbrot. Heildarfjöldi
skráðra fíkniefnaakstursbrota í
fyrra var 974 og nálgast því fjöldi
skráðra tilvika það sem af er þessu
ári heildarfjöldann í fyrra.
Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri í umferðardeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir
að síðustu þrjú til fjögur ár hafi mál
þar sem um fíkniefni sé að ræða
tekið fram úr ölvunarakstursmálum.
Hann bendir þó á að munur geti
verið á umferðareftirliti eftir mán-
uðum, t.d. stöðvi lögregla stundum
umferð til að athuga sérstaklega
ölvunar- og/eða vímuefnaakstur.
Einnig séu ítrekunarbrot sömu öku-
manna ekki aðgreind í tölunum.
Guðbrandur nefnir einnig að lög-
regla notist við þann mælikvarða
hve mörg bílslys verði af völdum
fíkniefnaaksturs til að leggja mat á
umfang slíkra brota.
„Miðað við þá tölfræði sem við
höfum fer þessum málum fjölgandi
og hún er ekki tilfallandi heldur
stigvaxandi á síðustu árum,“ segir
hann.
Ökumenn eru oftar í fíkniefnavímu
Morgunblaðið/Júlíus
Átak Lögregla hefur stundum gert átak í eftirliti með ölvunarakstri.
Stigvaxandi fjölgun skráðra brota þar sem ökumenn voru í vímu Nálgast heildarfjölda síðasta árs
Fíkniefnamálin 270 fleiri en ölvunarakstursmál 159 óku undir áhrifum ávana- og fíkniefna í júlí
Starfsmenn ELNOS Group unnu við það í blíðunni í vikunni að setja saman
möstur. Möstrin eru reist á nokkur hundruð metra millibili vegna lagning-
ar Kröflulínu 4 vestan við Leirhnjúkshraun. Starfsmenn G. Hjálmarsson
frá Akureyri voru þar einnig að störfum. Þeir sjá um vega- og jarðvinnu.
Kröflulína 4 er 33 km á lengd frá Þeistareykjum að Kröflustöð með 104
möstrum.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Raflínulögn frá Þeistareykjum að Kröflustöð
Framkvæmdir við Kröflulínu 4
Boðið verður upp á tónlistar- og
menningarveislu með 300 við-
burðum í dagskrá Menningarnætur
sem haldin verður í Reykjavík í 22.
sinn um komandi helgi. Borgar-
stjóri setur Menningarnótt við Ver-
öld – hús Vigdísar, þar sem rektor
Háskóla Íslands vígir torgið fyrir
framan og Vigdís Finnbogadóttir
gróðursetur tré.
Gestabær Menningarnætur,
Akranes, býður upp á dagskrá á
Messanum við Sjóminjasafnið.
Frítt verður með strætó á Menn-
ingarnótt og sérstök áhersla er
lögð á að fjölskyldur njóti Menn-
ingarnætur og samveru. Frítt er á
sýningar og söfn í miðborginni og
íbúar í Þingholtunum bjóða gestum
vöfflur. Miðborgin mun iða af tón-
listarveislum, leiklist, sviðslist og
spunamaraþoni. Gjörningur Ragn-
ars Kjartanssonar Kona í e-moll
verður í Hafnarhúsinu. Í Hallgríms-
kirkju verður sálmafoss og rokk og
ról í Tryggvagötu.
Menningarnótt lýkur með flug-
eldasýningu kl. 23 að loknu Tóna-
flóði Rásar 2 á Arnarhóli.
ge@mbl.is
300 viðburð-
ir á Menn-
ingarnótt
Súkkulaðiköku-
ópera Útikarókí
Spurður hvort fíkniefnaneysla
hafi aukist segir Grímur Gríms-
son, yfirmaður miðlægrar rann-
sóknardeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, erfitt að
fullyrða um slíkt út frá tölum
um akstur undir áhrifum.
Flest mál sem lögregla fæst
við tengjast neyslu kannabis og
Grímur nefnir að ákveðin
„normalísering“ hafi átt sér
stað varðandi það efni. Á síð-
ustu árum hafi einnig orðið vart
við aukna sölu á kókaíni.
Erfitt að sjá
MEIRI NEYSLA?
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Icelandair hefur dregið til baka 50
uppsagnir flugmanna, en fyrr á
þessu ári sagði félagið upp 115 flug-
mönnum. Guðjón Arngrímsson,
upplýsingafulltrúi fyrirtækisins,
segir ástæðuna mega rekja til góðr-
ar verkefnastöðu félagsins næsta
vetur, en aldrei hafa eins margir
flugmenn starfað yfir vetrartímann
hjá Icelandair.
„Þessar ráðningar þýða að alls
verða um 430 flugmenn starfandi
hjá Icelandair, töluvert fleiri en
nokkurn tíma áður yfir vetrarmán-
uðina, og að allir þeir flugmenn sem
voru ráðnir til félagsins fyrir árið
2017 verða við störf í vetur,“ segir
Guðjón og bætir við að samningur
sem systurfélag Icelandair, Loft-
leiðir Icelandic, gerði á Grænhöfða-
eyjum sé stór þáttur í auknum um-
svifum erlendis. „Það má fyrst og
fremst rekja þetta til aukinna er-
lendra leiguverkefna sem félagið
hefur unnið að á undanförnum mán-
uðum í samvinnu við systurfélagið
Loftleiðir Icelandic, meðal annars á
Grænhöfðaeyjum,“ segir Guðjón.
Mikil umsvif á
Grænhöfðaeyjum
Í síðustu viku var greint frá því
að Loftleiðir Icelandic, TACV Cabo
Verde Airlines og ríkisstjórn Græn-
höfðaeyja hefðu gert samkomulag
um samstarf við endurskipu-
lagningu flugfélagsins TACV Cabo
Verde Airlines.
Markmið samkomulagsins er að
styrkja alþjóðaflugvöllinn á Græn-
höfðaeyjum og vinna að því að gera
eyjaklasann að álitlegum ferða-
mannastað allt árið um kring.
Þegar flugmönnum Icelandair var
sagt upp fyrr á árinu sendi keppi-
nautur félagsins, WOW air, frá sér
auglýsingu þar sem fram kom að fé-
lagið vildi ráða flugmennina til
starfa hjá sér. Svanhvít Friðriks-
dóttir segir að WOW air hafi nú
þegar ráðið hluta þeirra flugmanna
sem sagt var upp. „Við fengum
margar umsóknir frá flugmönnum
Icelandair og réðum í kjölfarið
nokkra þeirra,“ segir Svanhvít og
bætir við að ráðningarferlið sé enn í
gangi.
Til greina kemur að ráða erlenda
jafnt sem íslenska flugmenn, en
Svanhvít ráðgerir að félagið þurfi að
ráða töluverðan fjölda flugmanna á
komandi mánuðum. „Í þessum öra
vexti sem félagið er í er ljóst að við
þurfum að ráða nokkra tugi flug-
manna á næstu mánuðum.
Ráðningarferlið gengur vel, en við
erum að ráða bæði íslenska og er-
lenda flugmenn,“ sagði Svanhvít.
Icelandair hættir við 50 uppsagnir
Ástæðan sögð vera góð verkefnastaða næsta vetur Aldrei eins margir flugmenn starfað hjá félag-
inu yfir vetrartímann WOW air hefur nú þegar ráðið nokkra flugmenn Icelandair sem sagt var upp
Guðjón
Arngrímsson
Svanhvít
Friðriksdóttir
Aukin umsvif
» Samningur sem systurfélag
Icelandair, Loftleiðir Icelandic,
gerði er stór þáttur í auknum
umsvifum félagsins erlendis.
» Mikil eftirspurn er eftir flug-
mönnum hérlendis.
» WOW air segir til greina
koma að ráða erlenda jafnt
sem íslenska flugmenn til fé-
lagsins á komandi misserum.