Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 ✝ Reynir Ein-arsson fæddist 6. febrúar 1939 í Reykjavík. Hann lést á Hlévangi í Keflavík 9. ágúst 2017. Hann var sonur hjónanna Einars Thorbergs Guð- mundssonar, f. 1910, d. 1978, og Vilhelmínu Krist- ínar Þórdísar Sumarliðadóttur, f. 1910, d. 2001. Hann var þriðji í röð sjö systkina. Hin eru í aldursröð: Bára, lést 2015, Erna, Konný, Hrönn, Mummi og Villi. Reynir kvæntist Maríu Bót- hildi Jakobínu Pét- ursdóttur Maack 9. apríl 1960. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Kristín, f. 1958, maki Jóhann Bald- ursson. 2) Pétur, f. 1960, maki Kristín Helga Jónsdóttir. 3) Hallfríður, f. 1962, maki Guðjón Sigurðsson. 4) Reynir, f. 1968, maki Ólöf Una Haraldsdóttir. Barnabörnin eru 13 talsins, barnabarnabörnin 11 og tvö á leiðinni. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 16. ágúst 2017, kl. 13. Í dag kveð ég elskulegan pabba minn. Minningin um gleðistundir munu fylla tómið sem þú skilur eftir. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Hvíl í friði. Þín dóttir, Hallfríður. Það er með söknuð í hjarta sem ég sest hérna niður og rita þessa minningu um pabba minn. Pabbi var maður sem var stöðugt að kenna manni eitt- hvað meðan heilsa hans leyfði. Ég lærði margt af honum enda var hann einn af þeim sem gekk bara í verkin. Hann var það sem kallað er í daglegu tali „alt mulig mand“. Hann kom til dæmis tvisvar að fyrirtækja- rekstri hjá mér þegar mér datt í hug að fara að gera garða hjá fólki, tók hann að sér mestalla smíðavinnu og einnig í rútun- um, sem við vorum með, þar fannst honum ekkert tiltökumál að klæða eitt stykki rútu bara sjálfir. Frá æsku minni er mér mjög minnistætt þegar ég hafði stokkið ofan á nagla sem fór í gegnum ristina á mér. Fékk ég að vera á háhesti hjá honum allan 17. júní svo að ég gæti nú verið með. Minningarnar, sem eru samt einna kærastar hjá mér á þess- ari stundu, eru tvær ferðir sem við fórum saman, önnur var hringferð sem ég og fjölskyldan fórum í og fannst pabba ekkert tiltökumál að koma til okkar á Mývatn á Econlinernum sem hann átti og skutla okkur upp í Öskju. Þetta var ógleymanleg ferð, eins og þær flestar sem við fórum í saman. Hin ferðin var þegar við fórum á ættarmót fyrir vestan og ákváðum að taka þrjá daga í að skoða Vest- firði. Það var einnig frábær ferð sem verður gaman að rifja upp í minningunni, enda var hann mjög fróður um landið og hafði hann gaman af ferðalög- um. Pabbi var mjög bóngóður og meðan hann hafði heilsu til og fannst honum ekkert tiltökumál að skutlast með þá sem þurftu á að halda, hvort sem það var í sund milli bæjarhluta eða skjótast út á land til að vera með okkur eða redda ef eitt- hvað hafði farið úrskeiðis. Margar minningar á ég frá honum hin seinni ár þar sem ég kom við hjá honum til að skjót- ast í verslun með honum og sátum við þá oft og rifjuðum upp minningar frá liðnum árum og létum hugann reika um hvað við gætum gert í nánustu fram- tíð. Börnin eiga eftir að sakna þess að komast ekki til afa því eftir að mamma lést reyndir þú yfirleitt að eiga frostpinna eða ís fyrir yngstu börnin eins og varð að hálfgerðu aðalsmerki ykkar í Gufunesinu. Jólin hjá okkur verða tómleg án þín, pabbi minn, þar sem að þú hef- ur verið hér hjá okkur síðan við fluttum í Garðinn. Síðustu árin fór heilsu pabba að hraka og fékk hann inni á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík í febrúar á þessu ári og ætluðum við okkur ýmsa hluti þegar það var í höfn. En heilsunni hjá honum hrakað hægt og bítandi og því varð minna úr áætlunum okkar en til stóð. Ferðalagið okkar sem við ætluðum að fara í sumar varð lengra hjá þér en við ætl- uðum og kemst ég ekki að svo stöddu í það með þér. Ætla ég ekki að hafa þetta lengra en minnist þín með hlýju í hjarta og vona ég að mamma hafi tekið vel á móti þér. Ég lifi áfram með minn- ingu um sterkan karakter sem ávallt var tilbúinn að hjálpa öðrum ef hann gat og mun ég reyna eftir bestu getu að fara eftir þeim góðu gildum sem þú kenndir mér. Hvíl í friði elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað en minning þín lifir. Það er með stolti sem að ég segist vera sonur þinn. Þinn sonur, Pétur. Í þá áratugi sem við vorum samferða í lífinu man ég ekki eftir að nokkuð slæmt væri til í tengdapabba og ég verð honum að eilífu þakklátur fyrir að kenna mér æðruleysisbænina: Guð – gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Hún á við svo margt og nýt- ist svo víða í lífinu. Johnny Cash hefði aldrei orðið minn nema vegna þess að tengda- pabbi kynnti mig fyrir honum. Ég mun ylja mér við minningar um stríðnina, húmorinn, músík- ina og endalausan velvilja hans í garð annarra. Það fyllir eng- inn tómið sem Reynir skilur eftir. Guð geymi þig og Maju sem núna eruð sameinuð. Guðjón Sigurðsson. Mér er ljúft og skylt að minnast svila míns og vinar, Reynis Einarssonar verslunar- manns. Við Reynir höfðum mikið og náið samband áratugum saman og varð vel til vina. Við vorum kvæntir systrum, Guðrúnu og Maríu Maack. Þær voru okkur Reyni gefnar í systrabúðkaupi í Kirkju óháða safnaðarins 9. apríl 1960. Reynir og María höfðu þá þegar hafið búskap í kjallara- íbúð á Hverfisgötu 106 a í Reykjavík, í húsi fóstra þeirra systra, Skúla Árnasonar. Þar leið þeim vel í nokkur ár, en langaði að stefna hærra. Í sam- starfi við jafnaldra sinn, Gunn- ar Berg Björnsson flugmann, hóf Reynir því byggingu tveggja hæða íbúðarhúss í Grænuhlíð 13, og luku þeir byggingunni innan tveggja ára. Það þótti vel að verið af hálfþrítugum mönnum. Ekki létu þeir þar við sitja, heldur seldu húsið og reistu síðan báð- ir einbýlishús sitthvorumegin götu við Glæsibæ í Árbæjar- hverfi og þar stóðu heimili fjöl- skyldnanna beggja um árabil. Reynir ólst upp í stórum systkinahópi í verkamannabú- stöðum við Hofsvallagötu í Reykjavík. Honum hugnaðist ekki langt skólanám, en var ungur farinn að vinna fyrir sér. Á þeim árum voru ungum hæfi- leikamönnum ýmsar spennandi leiðir opnar, ekki síst við versl- unarstörf og Reynir varð ungur sölumaður hjá Heildverslun Kristjáns Ó. Skagfjörð í vest- urbæ Reykjavíkur. Starfið átti einstaklega vel við Reyni og hann undi sér vel í fyrirtækinu. Hann var þannig skapi farinn að vera hvers manns hugljúfi, ákaflega greiðvikinn og áreið- anlegur og vildi hvers manns vanda leysa. Hann varð því fljótt laginn og útsjónarsamur sölumaður, og honum voru fljótlega falin viðameiri störf. Hann átti því vísan frama í þessu fyrirtæki. Aldrei fór það svo að ekki yrðu bornar víur í mann með orðspor Reynis sem verslunar- manns. Honum var því boðin staða við verslunina Litaver, sem hann þáði og starfaði hann þar í áratug. En ekki er ég viss um að það hafi verið honum gæfuspor að hætta hjá Skag- fjörð. Seinna starfaði hann svo á Skattstofunni í Reykjavík, og þar eins og annars staðar var hann vel liðinn og virtur starfs- maður. Reyni og Maríu varð fjög- urra barna auðið. Þau voru frumbýlingar í Árbænum og tóku strax mjög virkan þátt í því merkilega uppbyggingar- starfi sem þar átti sér stað og voru vinsæl og vinmörg. Gatan þeirra, Glæsibærinn, fékk strax á sig það orð að þar ríkti mikil grannavinátta, og það svo að fullyrt er að enn eimi eftir af því vinarþeli og tengslum eftir öll ár og allar breytingar. Reynir og María gáfu mikið af sér til mannlífsins í Glæsibæn- um meðan stætt var, og þar var þeirra saknað, en þau urðu undan að láta í hörku lífsbar- áttunnar og fluttu. Alla tíð stóðu þau þétt saman í blíðu og stríðu. Ég þakka Reyni Einarssyni vináttu hans og samfylgd í ára- tugi. Afkomendum hans öllum votta ég og fjölskylda mín sam- úð okkar. Sverrir Sveinsson. Reynir Einarsson Elsku, elsku Gurra, söknuðurinn er mikill og sár enda hefur þú og fjölskylda þín verið svo stór og órjúfanlegur þáttur af lífi okkar fjölskyldunnar. Það var sannkallaður lottó- vinningur fyrir okkur öll þegar Svenni og Tryggvi urðu vinir. Þær eru margar minningarn- ar sem koma upp í hugann á þessari stundu og eiga þær það allar sameiginlegt að einkennast af gleði, hlátri, vináttu og löngum samverustundum hvort sem það var á Króknum eða í Reykjavík. Þú og mamma voruð eiginlega jafnólíkar og dagur og nótt en það var einmitt það sem gerði vinskapinn enn betri því þið bættuð hvor aðra upp á alveg einstakan hátt, margt áttuð þið að sjálfsögðu sameiginlegt eins og til dæmis að finna lausnir á öllum vandamálum en þessar lausnir voru misgóðar. Til dæmis þegar þið fjögur, þú, Steini, mamma og pabbi, voruð saman á Akureyri og við krakkarnir sam- an í Víðihlíðinni og Sylvía var að passa og allt varð rafmagnslaust á Króknum, við hringdum í ykk- ur alveg að drepast úr hungri, það stóð ekki á ykkur vinkon- unum að koma með hugmyndir eins og „fáið ykkur bara ristað brauð“ eða „fáið ykkur þá bara samloku í grillinu“ og sú allra besta þegar þið nenntuð ekki standa í þessu lengur „hvað er þetta, pantaðu bara pizzu og við borgum hana þegar við komum heim“. Það hefur verið mikið hlegið að þessari sögu og verður Guðrún Sigtryggsdóttir ✝ Guðrún Sig-tryggsdóttir (Gurra) fæddist 18. mars 1959. Hún lést 22. júlí 2017. Útför Gurru fór fram 2. ágúst 2017. enn, það er öruggt. Það er smá hugg- un í öllum góðu minningunum og koma þá utanlands- ferðirnar sem þú og Steini fóruð í með mömmu og pabba strax upp í hugann, því þær voru hvor annarri betri. Ég trúi því að þú sért einhvers staðar þar sem er nóg af S.S.S.V. og veit að þú nýtur þín í botn eins og þér einni var lagið, því þú fórst alltaf alla leið og stundum aðeins lengra eins og þegar þú keyptir öll Björn Dalen-stígvélin í einni ferðinni og skipti það þig engu máli hvort þau pössuðu á þig eða ekki, stígvélin skyldir þú fá. Það er hreinlega óbærilegt að hugsa til þess að samverustund- um okkar sé lokið í bili en við munum alltaf halda í ógleyman- legar minningar um þá kærleiks- ríku kraftkonu sem þú varst. Vináttan sem við öll áttum með þér verður okkur að eilífu minn- isstæð og er því við hæfi að enda þetta á smá ljóðabroti um vinátt- una. Gulli og perlum að safna sér, sumir endalaust reyna, vita ekki að vináttan er, verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Elsku vinkona, hvíldu í friði. Elsku Steini, Sylvía, Tryggvi, Helena og litli Júlían Ari, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd fjölskyldunnar Básbryggju 35, Katrín Sveina Björnsdóttir. Nú er æskuvin- ur minn horfinn á braut. Við ólumst upp hvor sínum megin við Nýbýlaveginn þegar byggð var rétt tekin að mynd- ast þar um slóðir en foreldrar okkar voru meðal frumbyggja í Kópavogi. Þær voru ófáar ferð- irnar sem ég átti yfir á æsku- heimili hans sem nefndist Ást- ún en foreldrar hans, Matthías og Steinunn, byggðu það upp af miklum myndarskap og ráku þar bú. Mér eru í minni heim- sóknir í fjósið þar sem Matt- hías sat gjarnan við mjaltir og þó hann hefði ævinlega nóg við að vera gaf hann sér jafnan Birgir Matthíasson ✝ Birgir Matt-híasson fædd- ist 9. október 1937. Hann lést 25. júlí 2017. Útför Birgis fór fram 8. ágúst 2017. tíma til að hlusta á okkur krakkana og ræða málin. Birgir erfði þá hæfileika en hann gerði sér aldrei mannamun og var einstaklega viðmótsgóður. Eins tók Steinunn ævin- lega vel á móti mér með velgjörðum en góð vinátta var með henni og móður minni, Guðdísi Guðmundsdóttur. Tölu- verð samhjálp ríkti í Kópavog- inum í þá daga enda þekktu all- ir alla og samskipti því persónuleg. Það kom ósjaldan fyrir að Birgir bankaði upp á hjá foreldrum mínum til að færa þeim nýuppteknar kart- öflur og rófur. Og móðir mín taldi það ekki eftir sér að sinna mjöltum í Ástúni eftir að skæð pest hafði lagt alla heimilis- menn í rúmið. Birgir var heimakær og það brást ekki að þegar mig bar að garði var hann eitthvað að iðja hvenær dags sem var. Voru það einkum smíðar í járn og tré sem og margvíslegt viðhald á vinnuvél- um og húsakosti. Hann var mjög vinnusamur og þurfti sí- fellt að vera að. Birgir skapaði sér sjálfur atvinnu eftir að þrengja tók að búskapnum með túnþökusölu í samstarfi við mág sinn Jón Guðmundsson. Hann smíðaði sjálfur skurðarp- lóg fyrir túnþökur enda var hann mjög laghentur. Síðar keypti hann jörðina Hrafntóftir við Þjórsá ásamt systursonum sínum, þeim Guðmundi og Gylfa. Þar hóf hann túnrækt að ógleymdri trjáræktinni sem var honum mikið áhugamál. Matt- hías faðir hans hafði verið áhugasamur um trjárækt og sett niður birkitré heima við og erfði Birgir þann áhuga. Í byrj- un búskapar á Hrafntóftum setti Birgir niður ösp til að mynda skjól. Fórum við eitt fyrsta haustið saman út á gróð- urreit til að klippa greinar. Færðum við þær inn í stofu og klipptum niður í sprota yfir kaffibolla en þá átti að setja niður vorið eftir. Þannig var allt yfirvegað og heimilislegt sem Birgir tók sér fyrir hend- ur. Það var aldrei neinn asi en það var heldur ekki slegið slöku við. Og þær voru ófáar birkiplönturnar sem ég þáði frá honum og setti ég þær niður í reit við sumarbústað minn í Ölfusi og heitir það Birgislund- ur. Þau hjón, Birgir og Guðrún, voru höfðingjar heim að sækja. Guðrún lagði mikið upp úr góð- um veitingum og var sem gest- um hennar væri ætlað að líta á sig sem stórhöfðingja slíkar voru trakteringarnar. Einkum eru mér minnisstæð stóru súpuboðin sem þau hjón héldu hvern aðfangadag þar sem vin- ir og vandamenn hittust og áttu saman glaða stund. Þá var virkileg hátíð í bæ. Að leið- arlokum vil ég þakka Birgi fyr- ir allar góðu stundirnar. Ég votta Guðrúnu, Hrafnhildi og Jóni og öðrum aðstandendum samúð mína. Reynir Sveinsson Elskuleg RAGNHEIÐUR S. JÓNSDÓTTIR Fróðengi 1, áður til heimilis að Sæviðarsundi 76, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 6. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 17. ágúst klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhallur Ólafsson Gróa Dagmar Gunnarsdóttir Halldóra Sigurgeirsdóttir ✝ Halldóra Sig-urgeirsdóttir fæddist 8. ágúst 1936. Hún lést 29. júlí 2017. Útför Halldóru fór fram 8. ágúst 2017. þér á Seltjarnar- nesinu á þínu fal- lega heimili. Var mjög hissa að heyra að þú værir farin til annars heims og á ég eftir að sakna þín, Hall- dóra mín, ég sakna þess að geta talað við þig um daginn og veginn. Guð veri með þér. Stefán Konráðsson, sendill Kæra Halldóra mín. Ég hef aldrei hitt eins hressa og káta konu eins og þig. Við vorum miklir mátar og það var frábært að fá kaffi hjá Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.