Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017
Skeifunni 8 | Sími 588 0640
Skoðið nýju vefverslun okkar casa.is
Italia
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
RelevéModel 2572
L 250 cm Leður ct.15 Verð 399.000,-
skrifað í Barcelona úr því ég hafði
fengið þá flugu í höfuðið að verða rit-
höfundur. En ég vissi að þar gæti ég
aldrei slitið mig alveg frá vinnunni og
viðskiptavinunum. Ég þyrfti að gera
róttækar breytingar í nýju umhverfi.
Auk þess var áhættan ekki svo mikil
því við gætum alltaf flust aftur til
Barcelona ef því væri að skipta.“
Lætur veðrið ekki á sig fá
En fjölskyldan er alsæl á Ís-
landi. Jordi á varla orð yfir fegurð
landsins og stórbrotna náttúru.
Hann lætur kuldann og veðrið ekki á
sig fá, nýtur þess raunar hversu hér
er umhleypingasamt, og gengur
bæði á fjöll og hjólar allra sinna ferða
hvernig sem viðrar. Honum finnst
mikilvægt að stunda útivist og heil-
brigða lífshætti. Að vísu saknar hann
fjölskyldu sinnar í Barcelona, en
hvorki sólarinnar og góða verðursins
né BMW-sins, nema síður væri.
Enda finnst honum óþarfi fyrir með-
almann eins og hann að eiga glæsi-
bifreið þegar það eina sem maður
þurfi sé öruggur bíll til að komast á
leiðarenda. Hvað þá tvö heimili þeg-
ar bara sé hægt að búa á einu.
„Fyrstu tvö árin lærði ég ís-
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Fasteignasalar og fjárfestarþykja alla jafna ekki svoskáldlega vaxnir að fólkgeri því skóna að þeir
gangi með rithöfund í maganum. En
lengi skal manninn reyna. Eins og
aðrir geta þeir líka átt sér drauma
um annars konar líf. Jafnvel þótt
þeim vegni vel í starfi og séu ham-
ingjusamir í einkalífinu. Þéni vel og
búi vel. Eigi fína íbúð í fínu hverfi,
BMW-glæsibifreið, hlut í fjölskyldu-
fyrirtæki og í rauninni allt til alls.
Þannig var líf Katalónans Jordis
Pujolà, hagfræðings, fasteignasala
og fjárfestis í Barcelona, þar sem
hann er fæddur og uppalinn og bjó
með eiginkonu sinni, Guðnýju Hilm-
arsdóttur ljósmyndara, og tveimur
ungum börnum árið 2012. Það var þá
sem hann ákvað að láta drauminn
rætast, leysa rithöfundinn í sér úr
læðingi, breyta til og lifa annars kon-
ar og einfaldara lífi. Á öðrum stað.
Ári síðar fluttist fjölskyldan búferl-
um til Íslands. Jordi byrjaði að
skrifa.
„Fyrsta skáldsaga mín, Nece-
sitamos un Cambio – El sueño de Is-
landia, kom út árið 2015. Á íslensku
þýðir titillinn Við þurfum breytingu
– Íslenski draumurinn,“ segir Jordi
brosandi og lýsir söguþræðinum
stuttlega: „Tónlistarmaðurinn Mart-
in berst gegn spillingu á Spáni, sem
að hans mati er þjóðfélag misskipt-
ingar. Hins vegar finnst honum flest
til fyrirmyndar á Íslandi, til dæmis
hvernig Íslendingar nýta jarðvarma
til upphitunar húsa, og stofnar
stjórnmálaflokki á Spáni sem hann
nefnir Við viljum breytingar.“
Jóga, hugleiðsla og
hugarfarsbreyting
Ísland er innblástur sögunnar
og Jordi getur ekki neitað að hann og
söguhetjan eigi ýmislegt sameigin-
legt; báðir hrifust af Íslandi og
breyttu lífi sínu, hvor með sínum
hætti. „Þegar ég byrjaði að stunda
jóga og hugleiðslu fyrir um fimmtán
árum varð smám saman hugarfars-
breyting hjá mér. Árið 2012 var ég
að verða fertugur, hafði alltaf búið í
Barcelona, verið umkringdur sama
fólkinu og lífið var orðið svolítið eins
og rútína. Ég gerði mér æ betur
grein fyrir að það sem mig raunveru-
lega langaði til var að fást við rit-
störf, verða rithöfundur og skrifa
skáldsögur. Maður lifir aðeins einu
sinni og fær ekki annað tækifæri.
Þótt við Guðný hefðum ráðgert að
búa áfram í Barcelona tók hún hug-
myndinni um að flytja til Íslands
fagnandi – eins og fjölskylda hennar
þegar hún fékk tíðindin. Öðru máli
gegndi auðvitað um mína fjölskyldu,
ákvörðunin kom henni algjörlega í
opna skjöldu,“ segir Jordi.
Faðir hans reyndi að vonum að
telja honum hughvarf, enda missti
hann ekki aðeins son sinn úr landi
heldur um leið meðeiganda og sam-
starfsmann til fjölda ára. „Hann
spurði hvort ég gæti ekki alveg eins
Katalóninn
sem kom inn
úr hitanum
Jordi Pujolà starfaði árum saman sem fasteignasali í
heimaborg sinni Barcelona þegar hann fann hjá sér
þörf fyrir að breyta til og helga sig ritstörfum. Frá því
hann fluttist til Íslands fyrir fjórum árum ásamt fjöl-
skyldu sinni hefur hann skrifað tvær skáldsögur á
spænsku þar sem Ísland er í brennidepli og notar
hvert tækifæri til að kynna landið fyrir löndum sín-
um, m.a. heldur hann úti bloggi til gagns og gamans
fyrir spænskumælandi túrista á Íslandi. Morgunblaðið/Ófeigur
Útivist Jordi gengur á fjöll og fer flestra sinna ferða á hjóli. Hér er hann við Höfða með Faxaflóann í baksýn.
Hversu mörg tungumál eru í heim-
inum? Hvernig eru þau skyld?
Hversu lík eða ólík eru þau? Hvernig
hafa þau þróast eða munu þróast í
framtíðinni? Hvað gerist þegar
tungumál blandast? Sebastian
Drude, forstöðumaður Vigdísarstofn-
unar, svarar þessum spurningum kl.
17 á morgun, fimmtudaginn 17.
ágúst, á viðburði Cafe Lingua í Ver-
öld – Húsi Vigdísar. Hann mun einn-
ig fjalla um fjölbreytileika tungu-
mála og tungumál í útrýmingar-
hættu, hvernig og af hverju tungu-
mál hverfa.
Cafe Lingua, sem er samstarfs-
verkefni Borgarbókasafnsins og Ver-
aldar, er gátt inn í mismunandi
menningarheima og vettvangur fyrir
þá sem vilja efla tungumálakunnáttu
sína og hafa áhuga á að spreyta sig
á ýmsum tungumálum. Markmið
Cafe Lingua er að virkja tungumál
sem hafa ratað til Íslands og auðgað
mannlíf og menningu. Fólk með ís-
lensku sem annað mál fær tækifæri
til þess að tjá sig á íslensku sem og
að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum.
Viðburðir haustsins fara fram í
menningarhúsum Borgarbókasafns-
ins, í Veröld – Húsi Vigdísar og í
Stúdentakjallara Háskóla Íslands.
Fyrsta Cafe Lingua í Veröld – Húsi Vigdísar
Fjölbreytileiki tungumála og
tungumál í útrýmingarhættu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tungumál Veröld – Hús Vigdísar, sem helgað er kennslu í erlendum tungu-
málum við Háskóla Íslands, var vígt sumardaginn fyrsta í ár.
Þegar Jordi hafði búið á Íslandi í rúmt ár skrifaði hann
grein í Stúdentablaðið um upplifun sína á Íslandi og
nefndi nokkur atriði sem komu honum spánskt fyrir
sjónir, m.a. þessi:
... að sjá öll veðurtáknin á sama tíma í veðurfrétt-
unum (sól, rigningu, snjó ...).
...að nóg sé að segja „komdu sæl/l þegar þú hittir
nýtt fólk og þurfa ekki að kyssa neinn eins og á Spáni.
... að sokkar eru jafnmikilvægir og skór. Jafnvel hjá
tannlækninum fer fólk úr skónum.
... að þú þurfir ekki að sýna afgreiðslufólki í matarbúðum ofan í bak-
pokann þinn til að sýna fram á að þú sért ekki að stela eins og þarf að
gera á Spáni. Þegar ég gerði það í fyrsta skipti horfði unglingurinn sem
afgreiddi mig í Bónus á mig eins og ég væri klikkaður.
Spánskt fyrir sjónir
UPPLIFUN Á ÍSLANDI