Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÍReykjavík hef-ur lítið veriðgert til þess
að bregðast við
aukinni umferð í
tíð núverandi
meirihluta og hefur
aðgerðarleysið
reyndar staðið lengur en þetta
kjörtímabil. Á meðan umferðin
þyngist er lítið gert til að
greiða fyrir vegfarendum.
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, gagnrýnir
þetta í frétt í Morgunblaðinu á
mánudag. Í fréttinni kemur
fram að aukning umferðar á
höfuðborgarsvæðinu í júlí mið-
að við sama tíma í fyrra hafi
verið meiri en á hringveginum
á sama tíma.
Uppbygging samgangna í
höfuðborginni er langt frá því
að halda í við hið aukna álag.
Fremur má segja að dregið
hafi verið úr. Um þessar mund-
ir er víða erfitt að komast um
borgina vegna framkvæmda.
Það er einkum vegna hins ár-
vissa viðhalds gatna, ekki úr-
bóta. Í þeim efnum hefur í
þokkabót verið minna gert en
þörf hefði verið á. Við það hafa
ökumenn orðið óþyrmilega
varir vetur eftir vetur und-
anfarin ár þegar göturnar
verða alsettar holum.
Runólfur kvartar undan því
að allt of lítið af tekjum hins
opinbera af ökutækjum fari í
samgöngukerfið.
„Við erum ekki að halda í við
þróunina,“ segir hann í frétt-
inni. „Á sama tíma og við sjáum
þessa aukningu hafa rauntölur
til samgöngubóta dregist sam-
an allt frá hruni.
Það þarf virkilega
að bæta í. Þessi
aukna umferð þýð-
ir aukið álag og
meira slit. Á móti
kemur þó að hið
opinbera fær meiri
tekjur í formi innflutnings-
gjalda. Það er okkar mat að
þessum tekjum sé ekki varið í
uppbyggingu sem skyldi. Af
þeim milljörðum sem innheimt-
ast rennur allt of lítið hlutfall
til innviðauppbyggingar í kerf-
inu.“
Í fyrra voru tekjur ríkissjóðs
af ökutækjum 44,4 milljarðar
króna. Þar af runnu rúmir 25
milljarðar til Vegagerðarinnar,
eða 56,5%. Gagnrýni Runólfs er
því hárrétt. Stjórnvöld nota að-
eins rúman helming þess fjár,
sem þau heimta af eigendum
ökutækja, til að greiða götu
þeirra.
Hægt er að gagnrýna skort á
uppbyggingu á vegakerfi
landsins, en í höfuðborginni
keyrir þó um þverbak. Gatna-
mót Bústaðavegar og Reykja-
nesbrautar eru talandi dæmi.
Þau eru einn helsti tappinn í
umferðinni á höfuðborgar-
svæðinu á annatíma og yrði
mikil samgöngubót af mis-
lægum gatnamótum þar. Þau
hafa verið á verkefnalista
Vegagerðarinnar og féð til
reiðu, en fyrir einhverjar sakir
hefur meirihlutinn í borginni
engan áhuga haft á gerð þeirra.
Fyrirmynd hans er Þrándur í
Götu. Meirihlutanum er meira í
mun að ökumenn ærist í
umferðarteppum en að almenn-
ingur komist leiðar sinnar.
Meirihlutanum í
Reykjavík er annara
um umferðarteppur
en að almenningur
komist leiðar sinnar}
Þrándur í Götu
Fyrir viku til-kynntu
stjórnvöld í Norð-
ur-Kóreu að þau
væru með í undir-
búningi áætlun um
að senda sprengjur til Gvam. Í
gær greindu sömu stjórnvöld
frá því að þau hefðu ákveðið að
gera ekki slíka árás.
Í millitíðinni hafði það gerst
að Donald Trump, forseti
Bandaríkjanna, sagði herinn í
viðbragðsstöðu vegna Norður-
Kóreu og átti samtal í síma við
Xi Jinping, forseta Kína, um
Norður-Kóreu og mikilvægi
þess að hrinda í framkvæmd
nýjum viðskiptaþvingununum
Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna. Í framhaldi af því, á
mánudag, tilkynnti Kína að
bann við innflutningi kola,
járns og sjávarafurða frá
Norður-Kóreu hefði tekið
gildi.
Kim Jong-un telur hag
stjórnar sinnar
best borgið með
því að dansa á brún
hernaðarátaka við
Bandaríkin og
Suður-Kóreu, hafa
reglulega í hótunum um slík
átök og sýna meintan mátt
sinn með tilraunaskotum og
öðru vopnaskaki.
Þessa brjálæðislegu fram-
komu verður að stöðva áður en
illa fer. Hana er hægt að
stöðva með hernaðaraðgerð-
um, en þær yrðu hættulegar,
ekki síst nágrönnunum í suðri.
Mannfall og hörmungar á báða
bóga væru óhjákvæmilegar.
Eins og viðbrögð stjórnar
Kim Jong-un við aðgerðum
Kínverja sýna er einnig hægt
að stöðva sturlunina með öðr-
um hætti. Kínverjar hafa fram-
tíð stjórnvalda í Norður-Kóreu
í hendi sér. Ef þeir beita sér í
raun er hægt að losa heiminn
við þessa óþolandi ógn.
Kínverjar hafa sýnt
að hægt er að hafa
hemil á Kim Jong-un}
Hopað frá brúninni
F
yrir stuttu dundaði ónefndur
ferðamaður sér við það að teikna
gríðarstóra mynd af typpi í gíg
Hverfjalls. Ónefndur ferðamaður,
skrifa ég, því ekki er vitað hver
var að verki, en mér þykir þó líklegt að það hafi
verið karlmaður.
Á vissu aldursskeiði, þriggja til fjögurra ára,
uppgötva flestir strákar að þeir séu með typpi
og verða mjög uppteknir af því, svo uppteknir
að þeir eru sífellt að fikta í því, toga og teygja.
Það rjátlast svo af þeim flestum þó að drjúgur
hluti sé með typpi á heilanum upp frá því (og
verða fyrir vikið margir listamenn – eða stjórn-
málamenn).
Þessi typpaþráhyggja, og hér er ég að tala
um þráhyggju sem snýr að eigin typpi en ekki
annarra, birtist til að mynda í því að viðkom-
andi er mjög gefinn fyrir typpamyndir, sérstaklega mynd-
ir sem hann teiknar sjálfur.
Slíkar myndir prýða gjarna veggi, strætóskýli, bekki og
flest það sem hægt er að teikna á á annað borð. Ekki hef
ég þannig tölu á því hve margar typpamyndir ég hef séð á
almannafæri í gegnum árin og geri ekki ráð fyrir að þú
hafir það heldur, lesandi góður (ég sé þrjár myndir á leið-
inni sem ég hjóla í vinnuna – svona er lífið í úthverfunum).
Fyrir einhverjum árum las ég viðtal við sálfræðing sem
hélt því fram að þeir sem væru sífellt að teikna typpa-
myndir væru að gefa yfirlýsingar um afl og getu, hrópa
Sjáðu mig! – ekki ósvipað og þegar miðaldra karlmenn
kaupa sér mótorhjól eða sportbíl eða stóran
jeppa til að andæfa ellinni, minna þreki og bil-
andi heilsu.
Nú er ekkert nýtt að menn teikni typpa-
myndir hvar sem því verður fyrir komið, meira
að segja í gíg Hverfjalls – slíkar myndir eru til
á hellaristum og ein elsta mannsmynd sem vit-
að eru um er einmitt typpamynd rist í stein
fyrir 12.000 árum (til eru eldri typpamyndir,
höggmyndir, sem eru um 30.000 ára gamlar,
en það er önnur saga).
Rómverjar voru líka iðnir við að rista og
teikna og mála og flísa typpamyndir, enda
voru þeir býsna frjálslyndir þegar nekt og
kynlíf var annars vegar. Þeir áttu meira að
segja guðinn Príapus, „sem fælir alla þjófa
burt með sigð sinni, eða miklum hreðjum“ eins
og Óvíd lýsti honum í Ummyndunum sínum
sem Kristján Árnason sneri á íslensku. Príapus mætti
hafa sem verndarguð typpamyndanna, eða réttara sagt
typpamyndalistamannanna, þeirra sem miða heim sinn við
hreðjar sínar. Og ekki bara þá sem teikna typpamyndir,
heldur líka þá sem sí og æ senda konum typpamyndir. Ég
hef áður velt fyrir mér slíkum furðum á þessum stað og
rifjaðist upp fyrir mér er ég las af norskri konu, Silje
Gabrielsen, sem á nú safn 200 typpamynda sem misjafn-
lega kunnugir karlar hafa sent henni. Þeir voru þá að blóta
Príapus, og gildir engu þó það sé óumbeðið – ein sagan af
Príapusi er einmitt af því er hrínandi asni kom í veg fyrir
að hann gæti nauðgað gyðju. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
12.000 ár af typpamyndum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Ein helsta goðsögn skáksög-unnar, Garrí Kasparov,tekur þessa dagana þátt ísterku skákmóti í St. Lou-
is í Bandaríkjunum. Kasparov hefur
ekki keppt á móti frá því árið 2005, en
síðan hann hætti í skákinni hefur
hann aðallega einbeitt sér að stjórn-
málum í heimalandi sínu Rússlandi.
Þar hefur hann verið opinskár gagn-
rýnandi Vladimírs Pútín og barist
fyrir auknu lýðræði og mannrétt-
indum.
Margir skákáhugamenn hafa
saknað Kasparov af sjónarsviðinu, en
hann er einn sigursælasti skákmaður
allra tíma. Hann hafði fáheyrða yf-
irburði í íþróttinni frá 1985-2000 og
sat í efsta sæti heimslistans í skák
nær óslitið þann tíma.
Hann er nú orðinn 54 ára gamall,
sem þykir í eldri kantinum fyrir skák-
menn í fremstu röð. Þrátt fyrir það
virðist hann enn standast þeim bestu
snúninginn, en á mótinu í St. Louis er
keppt í hraðskák og eftir þrjár við-
ureignir á mánudag var Kasparov enn
ósigraður, með þrjú jafntefli gegn
sterkum skákmönnum.
Sérstakur maður
„Maður hefur alltaf haft það á
tilfinningunni að þetta væri nokkuð
sem hann langaði að gera,“ segir
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands, í samtali við
Morgunblaðið.
„Hann tók þátt í móti í fyrra sem
var óformlegra og reiknaðist ekki til
stiga og svo eru sögusagnir um að
hann ætli að bjóða sig fram til forseta
FIDE (Alþjóðaskáksambandsins) á
næsta ári, svo þetta gæti verið hluti
af því, en það eru bara getgátur.“
Gunnar hafði góð kynni af Kasp-
arov er hann kom til landsins árið
2014, í tengslum við framboð sitt til
forseta FIDE. „Það var mjög
skemmtilegt að kynnast þessum
manni. Hann er mjög sérstakur, hef-
ur sterka nærveru og lætur mikið
fyrir sér fara. Hann er mjög krefj-
andi á athygli og hefur allt eftir sínu
höfði. Það var mikið ævintýri að hafa
hann,“ segir Gunnar.
Hans eigin hugmynd
Þátttaka Kasparovs í mótinu í
St. Louis var að hans eigin frum-
kvæði, en hann hefur unnið í fjölda
ára með klúbbnum sem stendur fyr-
ir mótinu. Stofnandi skákklúbbsins
er milljarðamæringurinn Rex Sin-
quefield, sem er góðvinur Kasp-
arovs.
„Sinquefield hefur alltaf verið
tengdur Kasparov og var einn af að-
alstuðningsmönnum hans í fram-
boðinu árið 2014,“ segir Gunnar, en
Kasparov lýsti því yfir í lokaræðu
sinni að ef hann ynni kosningarnar
myndi Sinquefield leggja 10 millj-
ónir dollara í starfsemi skák-
sambandsins.
Gunnar segist efast um að
Kasparov vinni mótið og að hann
hafi teflt varfærnislega í fyrstu
þremur skákum sínum á mánudag.
„Flestir tala um að ekki séu miklar
líkur á að hann vinni þetta, en að
hann verði þarna í efri sætunum.
Svo getur verið að hann sé kannski
að reyna sig og sjá hvar hann
stendur upp á mögulega frekari
endurkomu, en hann hefur svo
sem neitað því að það standi til.“
Bestu skákmennirnir
verða sífellt yngri þegar þeir
koma fram á sjónarsviðið og
fáir eldri skákmenn eru ofar-
lega á heimslistanum. „Þetta
hefur alltaf verið að færast
neðar. Það er á milli tvítugs
og þrítugs sem skákmenn
eru að toppa í dag,“ segir
Gunnar.
Kasparov snýr aftur
að taflborðinu
AFP
Stórmeistari Garrí Kasparov vegur og metur stöðuna á taflborðinu í St.
Louis í Bandaríkjunum, í fyrstu keppnisskák sinni í heil tólf ár.
Þrátt fyrir flestir skákmenn og
aðrir keppendur í hugar-
íþróttum hætti að keppa í
fremstu röð með hækkandi
aldri, eru undantekningar á því.
Benito Garozzo keppir nú með
landsliði Ítala í opnum flokki á
heimsmeistaramótinu í brids,
sem nú stendur yfir í Lyon í
Frakklandi en Garozzo verður
níræður í september.
Garozzo er af mörgum talinn
einn besti bridsspilari sög-
unnar. Hann var í gullaldarliði
Ítala í íþróttinni, sem vann
Bermúdaskálina svonefndu
alls tíu sinnum á árunum
1961-1975.
Garozzo þótti sérlega
lunkinn varnarspilari á
sínum bestu árum og
fékk viðurnefnið
„kafbáturinn“, sem
vísaði í hæfileika
hans til að sjá leiki
andstæðinganna
fyrir.
89 ára í
landsliði Ítala
ENN Í FREMSTU RÖÐ
Benito
Garozzo