Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir fulltrúar í borgarráði fengu á síðasta ári ítarlega kynn- ingu á fornleifarannsókninni á bíla- stæði Landssímahússins við Kirkju- stræti þar sem áður var hluti elsta kirkjugarðs í Reykjavík, Víkur- garðs. Þeir voru þá upplýstir um að þar hefðu fundist minjar frá því fyrir kristnitöku sem að öllum lík- indum væru trúarlegs eðlis. Þetta segir borgarstjóri í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort vitneskja um þessar elstu minjar, sem fyrst kom fram opin- berlega hér í blaðinu á laugar- daginn, breyti einhverju um af- stöðu hans til fyrirhugaðrar hótelbyggingar á svæðinu. Borgarstjóri hefur áður svarað því til að hann telji rétt að halda framkvæmdunum áfram og ljúka hótelbyggingunni. Vitneskjan um hinar heiðnu minjar hefur því ekki breytt afstöðu hans. Frestur sem al- mennir borgarar hafa til að gera athugasemd við hótelbygginguna rennur út 15. september. Dagur segir í svarinu að hann hafi mikinn áhuga á að „gera þessari sögu og eftir atvikum einstökum gripum góð skil og gera þá aðgengilega borgarbúum, almenningi og gest- um borgarinnar þegar rannsóknum lýkur, á veglegan hátt.“ Borgar- stjóri bendir á að nýjar rannsóknir hafi verið að dýpka og bæta við skilning og þekkingu á sögu og landnámi Reykjavíkur sem gerð eru skil í Landnámssýningunni í Aðalstræti. „Tillögur um það hvernig best væri staðið að því að gera þessa sögu aðgengilega er nú í undirbún- ingi á vegum Borgarsögusafns,“ segir borgarstjóri. „Einnig hefur þegar verið ákveðið að efna til sam- keppni um Víkurgarðinn til að draga fram þá merku sögu sem staðurinn hefur að geyma. Sú til- laga kom fram í bréfi Minjastofn- unar vegna málsins. Samkeppnin er í undirbúningi í samvinnu umhverf- is- og skipulagssviðs og Borgar- sögusafns auk þess sem vonast er eftir góðu samstarfi við Minja- stofnun um málið. Ég vonast til að þessi máli skýrist frekar á næstu vikum en það er mér metnaðarmál að standa vel að verki og lyfta þess- ari sögu.“ Borgarstjóri vissi um minjarnar Morgunblaðið/Hanna Skipulag Hluti hins forna Víkurkirkjugarðs náði inn á bílastæði við Lands- símahúsið. Þar hefjast framkvæmdir við hótelbyggingu síðar á þessu ári.  Boðar samkeppni um Víkurkirkju- garð  Hótelbyggingu haldið til streitu Hljómsveitin Axel O & Co spilar í bandaríska sendiráðinu við Laufás- veg á Menningarnótt á laugardag, frá klukkan 14 til 16. Auk tónlistar- innar verða veitingar í boði og spurningakeppni Delta-flugfélags- ins, sem gefur flugferð í verðlaun. Að sögn Axels Ómarssonar teng- ist tónlistarflutningurinn því að sendiráðið styrkir hljómsveitina til farar á tónlistarhátíðina Texas Sounds International Country Music Awards í nóvember. Þar er Axel O & Co. tilnefnd til verðlauna og mun koma fram ásamt hljóm- sveitum frá alls fimmtán löndum. Sveitasöngvahátíðin Iceland Country Music Festival verður hald- in í fyrsta sinn í Hvíta húsinu á Sel- fossi laugardaginn 9. september. Þar mun Axel O & Co. koma fram. Einnig syngur þar Arnar Ingi Ólafs- son, en bæði hann og hljómsveitin tóku þátt í sveitasöngvahátíðinni í Sörvogi í Færeyjum í sumar. Þá kemur Hallur Joensen, ókrýndur kántríkóngur Færeyja og vel þekkt- ur sveitasöngvari, fram á tónleik- unum. Miðasala er hafin á tix.is. gudni@mbl.is Ljósmynd/Jens Kr. Vang Axel O & Co. Sveitin spilar á Menningarnótt í bandaríska sendiráðinu, á kántríhátíð á Selfossi 9. september og í haust á sveitatónlistarhátíð í Texas. „Kántrí“ í sendiráði  Bandaríska sendiráðið býður upp á sveitatónlist á Menningarnótt Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umsóknum um atvinnuleysisbætur í öðru landi hefur fækkað síðustu ár. Þeir sem fá atvinnuleysisbætur á Íslandi geta farið í atvinnuleit til Evr- ópu og haldið atvinnuleysisbótum. Til þess þurfa þeir að sækja um U2-vott- orð. Það veitir rétt til atvinnuleysis- bóta í allt að þrjá mánuði meðan leitað er að vinnu í EES-ríki. Helsta skil- yrðið er að umsækjandi hafi verið án vinnu, þegið bætur í samfellt fjórar vikur fyrir brottför og ekki hafnað at- vinnutilboði. Jóngeir H. Hlinason, deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun, segir vottorð- ið áður hafa heitið E-303. Nafni þess var breytt þegar tekin var upp ný reglugerð á miðju ári 2012. Samkvæmt tölfræði Vinnumála- stofnunar hafa um 5.480 U2-vottorð verið gefin út frá 2008 til og með 31. júlí í ár. Til samanburðar voru um 1.700 slík vottorð gefin út árin 1994 til 2007. Fyrra árið miðast við upptöku Íslands á EES-samningnum. Mun færri hafa sótt um slík vottorð frá útlöndum, þ.e. vottorð sem veita þennan rétt á Íslandi. Þannig hafa verið móttekin alls 1.370 E-303/U2 vottorð frá árinu 1994 til og með 31. júlí. Handhafar slíkra vottorða halda rétti til atvinnuleysisbóta í allt að þrjá mánuði við atvinnuleit hér. Leituðu til Norðurlanda Jóngeir segir aðspurður að hátt hlutfall Norðurlandaríkja í vottorðum útgefnum frá Íslandi sé vísbending um að þangað hafi Íslendingar leitað eftir efnahagshrunið. Tölfræðin sýni landið þar sem farið er í atvinnuleit, en ekki þjóðerni umsækjenda. Á sama hátt kann fjöldi U2-vott- orða sem móttekin voru á Íslandi að vera vísbending um fjölda þeirra Ís- lendinga sem vildu halda erlendum atvinnuleysisbótum sínum meðan þeir leituðu að vinnu hér á landi. Jafnframt er hægt að sækja um svonefnt U1-vottorð hjá Vinnumála- stofnun. Það hét áður E-301. Með því er hægt að fá vottað að umsækjandi hafi verið atvinnuleysis- tryggður á Íslandi síðustu þrjú ár. Á þann veg er unnt að flytja áunnin at- vinnuleysistryggingaréttindi milli Evrópulanda. Það nýtist þegar um- sækjandi fær vinnu í Evrópu um skamman tíma og verður atvinnulaus. Þar geta einstaklingar hækkað bóta- rétt sinn og þar með greiðslur. Frá 1994 til og með 31. júlí hafa 16.590 U1-vottorð verið gefin út frá Íslandi. Gefin voru út 7.419 vottorð til Póllands, eða 44,7% af heildinni. Hlut- ur Norðurlandaríkja var 41,6%. Atvinnuleysisbætur og atvinnuleit á Íslandi og í Evrópu 1994-2017 Heimild: Vinnumálastofnun Útgefin E 301/U1- vottorð frá Íslandi Útgefin E-303/U2- vottorð frá Íslandi Móttekin E-303/U2- vottorð til Íslands 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 3.318 441 925 436 266 125 3446 48 Meðaltal 1994-2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 jan.-júlí 2017 Danmörk 845 Svíþjóð 155 Pólland 13 Önnur lönd 246 Pólland 2.625 Pólland 7.419 62% 37% 7.172 1.370 16.590 45% Önnur lönd 1.867Þýskaland 1.096 Önnur lönd 1.446 Danmörk 1.276 Danmörk 3.193 Noregur 1.281 Svíþjóð 2.155 Svíþjóð 529 Noregur 875 Noregur 111 Þúsundir sóttu um rétt til atvinnuleysisbóta ytra  Flestir umsækjenda fóru til Norðurlandanna og Póllands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.