Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 ✝ Skúli B. Ólafsfæddist á Sel- tjarnarnesi 21. jan- úar 1940. Hann lést á Landspít- alanum 3. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Björn Ólafs lögfræðingur, f. 1913, d. 1989, og Guðfinna Bjarna- dóttir Ólafs hús- móðir, f. 1913, d. 2008. Bróðir Skúla er Bjarni Björnsson fóð- urfræðingur, f. 1943, kona hans er Wang Jie. Hinn 13. nóvember 1965 kvæntist Skúli Guðbjörgu R. Jónsdóttur, f. 1940, fv. starfs- mannastjóra Ríkisútvarpsins. Foreldrar hennar voru Jón Björn Elíasson skipstjóri og Jóhanna Stefánsdóttir hús- móðir. Heimili Skúla og Guð- bjargar var fyrstu árin á Mel- unum, en síðastliðin 40 ár hafa þau búið á Seltjarnarnesi. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f, 1966, framkvæmdastjóri, kvæntur Guðrúnu Gestsdóttur cand. oceon. frá Háskóla Ís- lands 1966. Skúli fór síðar í framhaldsnám í Verslunar- háskóla Kaupmannahafnar og lauk þaðan cand. merc.-prófi 1991. Fyrstu ár eftir háskóla- próf var hann starfsmaður Framkvæmdabanka Íslands, síðar Framkvæmdasjóðs Ís- lands, kennari við VÍ í þrjú ár, framkvæmdastjóri Dósagerð- arinnar hf. í fjögur ár og þá hagfræðingur hjá Útvegs- banka Íslands 1983-1990. Stærstan hluta starfsævinnar rak Skúli eigið fyrirtæki, S. Ólafs ehf., sem lengst af var innflutningsfyrirtæki og 1994 stofnaði hann Ísbílinn ehf., sem hann rak til starfsloka. Skúli var Seltirningur í húð og hár og sat m.a. í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju um skeið. Hann var félagi í oddfellow- stúkunni Hallveigu. Áhuga- málin voru af ýmsum toga og fátt fannst honum skemmti- legra en að spila, hvort sem það var bridge við félagana eða ólsen við barnabörnin. Hann naut þess að ferðast og fara hringi á golfvellinum. Útför Skúla verður frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 16. ágúst 2017, klukkan 13. sjúkraþjálfara. Þeirra börn eru: Pétur, Skúli, Gest- ur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala. 2) Jón Björn, f. 1967, fram- kvæmdastjóri Ís- lenskrar NýOrku, kvæntur Steinunni Hauksdóttur, yfir- verkefnisstjóra hjá ÍSOR, Þeirra börn eru: Haukur, Hrannar og Sæ- unn. 3) Jóhanna, f. 1977, dýra- læknir í Mosfellsbæ, maki Ingvi Arnar Sigurjónsson, rekstrarfræðingur hjá Síman- um. Dætur þeirra eru: Guð- finna og Rakel. Dóttir Ingva er Arnþrúður Kristín. Skúli ólst upp hjá foreldrum sínum í vesturbæ Reykjavíkur, spilaði fótbolta með KR og það var hans félag alla tíð. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1960, stundaði nám við Chal- mers-tækniháskólann í Gauta- borg en söðlaði um og fór í viðskiptafræði og útskrifaðist Elsku pabbi. Ég fann strax fyrir miklu tómarúmi þegar ég kom á Vesturströnd og þú sast ekki í stólnum í stofunni og heilsaðir mér, síðustu árin hef ég ekki þekkt neitt annað. Þú varst alltaf stoltur af mér og studdir mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Meira að segja í hlutum sem voru þér ekki að skapi eins og hestamennsku. Þegar ég var yngri var alltaf hægt að fara til þín ef mamma sagði nei því ég fékk þig alltaf á mitt band og á endanum sagðir þú já hvort sem það var sleikjó eða gæludýr. Ég á margar góðar minningar frá göngutúrum um holtið og fjöruna, varst duglegur að fræða mig um náttúruna og fjöllin. Göngutúrarnir enduðu síðan gjarnan í kaffi hjá ömmu. Ég hef enga tölu á ísbíltúrunum okkar og þú bjóst til besta íshristing- inn. Dagsferðir út fyrir bæinn með nesti úti í laut eru líka ógleymanlegar. Árið í Dan- mörku með ykkur mömmu var líka mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Við gátum spjallað saman um allt, fundum okkur alltaf umræðuefni og horfðum oft á sjónvarpið saman, hvort sem það voru íþróttaleikir eða spennuþættir, margar gæða- stundir í gegnum árin. Þér fannst fátt skemmtilegra en að spila, sérstaklega brids við bræður mína, en við spiluðum líka oft marías eða manna. Dæt- ur mínar eru núna komnar með spiladellu frá afa sínum, sem er yndisleg afþreying. Það er svo margt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur í gegnum ævina. Ís- bíllinn var skemmtileg viðskipta- hugmynd og gaman að hafa tek- ið smá þátt í því ævintýri með þér. Þú varst mikill vinnuþjark- ur og hafðir hlutina í kringum þig á hreinu. Núna erum við fjöl- skyldan flutt á Nesið og hefði ég viljað að þú hefðir fengið að njóta þess lengur. Við eigum margar og góðar minningar um Flórídaferðir þar sem þú, mamma og ég spiluðum golf saman sem og ferðir á pallinn þar sem er alltaf sumarblíða. Mamma gerði þér alltaf kleift að vera heima, hún var eins og klettur þér við hlið. Veit að þú varst henni óendanlega þakklát- ur fyrir það enda ákveðinn í því að flytja aldrei af Seltjarnarnesi. Þú kvaddir okkur snögglega og ég sakna þín. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt, um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt (Matthías Jochumsson) Jóhanna. Hugurinn reikar til baka á kveðjustund, margs er að minn- ast. Kynni mín af Skúla hófust fyrir níu árum, um svipað leyti og leiðir okkar Jóhönnu dóttur hans lágu saman. Samveru- stundirnar hafa verið margar og góðar síðan þá, bæði á heimili þeirra hjóna og erlendis. Ég minnist þess sérstaklega þegar Skúli heimsótti okkur í fyrsta skipti á Sólvallagötuna að hann færði mér gjöf, gjöfin var afmælisplatti KR og nagli til að hengja hann upp. Skilaboðin voru skýr en skemmtilega út- færð, við erum KR-ingar. Þetta þótti mér fyndið, stríðni og ákveðni í bland. Í samtölum okkar sagði Skúli gjarnan sögur af æskuárunum í Vesturbænum og af Seltjarnar- nesi þar sem afi hans og amma bjuggu á Mýrarhúsum. Á Sel- tjarnarnesi voru ræturnar og þar reistu þau hjónin sér heimili, fallegt heimili sem ég og fjöl- skylda mín höfum fengið að njóta í heimsóknum undanfarin ár. Af Valhúsahæð er fallegt út- sýni eins og lýst er í kvæðinu Á Seltjarnarnesi, hefur það sjálf- sagt haft mikið að segja þegar hafist var handa við húsbygg- ingu á Vesturströndinni. Fjalla hringur fagur, víður faðminn breiðir móti þér. Særinn blikar blár og fríður, bjart er, hvert sem litið er. Snæfellsjöfur skarti skrýddur skikkjum mjallar tiginn ber. Sólargeisla gulli prýddur gnæfir yfir land og ver. (Margrét Jónsdóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingvi Arnar Sigurjónsson. Skúli tengdafaðir minn hefur nú kvatt þennan heim en minn- ingin um ljúfan og réttsýnan mann mun lifa. Skúli hafði gam- an af rökræðum, var einstaklega talnaglöggur og minnugur og hann hafði alltaf skoðun. Það var hægt að ræða við hann um allt milli himins og jarðar en það urðu gjarnan heitar umræður þegar tækninýjungar, knatt- spyrnu eða stjórnmál bar á góma. Hann hafði mikinn áhuga á bílum og þekkti allar tegundir langt aftur í tímann. Hann átti marga góða sjálfur um ævina og það klikkaði ekki að bíllinn var alltaf hreinn og skórnir vel burstaðir. Skúli áréttaði alla tíð við börnin og barnabörnin að fara vel með peninga en sjálfur var hann örlátur og hafði gaman af því að gefa. Bestu stundir Skúla í seinni tíð voru þegar fjöl- skyldan var öll samankomin á Vesturströnd, hann gat bullað aðeins í barnabörnunum og fengið gott að borða. Það er þannig sem ég mun geyma hann í minningunni, full þakklætis fyrir fjölskylduna sem við eigum saman. Steinunn. Afi var alltaf góður, aldrei muntu gleymast, margra minninga sjóður, mun um aldur og ævi geymast. Spilaðir þú mörg spil, spennandi var þig að sjá, ísbíl þú áttir til, á þér hár voru grá. Guð geymi þig, gafstu okkur góða siði, tíma tekur að jafna sig, takk og hvíl í friði. (Pétur Gunnars) Elsku afi, við söknum þín. Pétur, Skúli, Gestur, Eirík- ur Logi og Guðbjörg Vala. Eftir að ég fékk þá sorglegu frétt að Skúli væri látinn fór ég strax að leita að ákveðnum ljós- myndum af honum. Faðir minn, föðurbróðir Skúla, og móðir mín höfðu heimsótt Skúla og Guð- björgu í Danmörku. Mér þykir sérstaklega vænt um þessar myndir því þær sýna hversu vel þeim leið alltaf öllum saman og á þeim má sjá þann hlýhug og tryggð sem Skúli og Guðbjörg báru alla tíð til foreldra minna. Og á þessum myndum má sjá frændurna í góðu skapi að njóta vináttu sinnar. En ég fann ekki myndirnar. Í stað þess féll mér í skaut mynd af Skúla þar sem hann situr aleinn í boði á heimili foreldra minna, þegjandi og hugsi með krosslagðar hendur. Í fyrstu var ég vonsvikinn. Þetta var ekki myndin sem ég vildi helst finna. En það var myndin sem ég átti að sjá. Á þessari mynd situr hann beint fyrir neðan málverki af Mýrarhúsum – heimili for- feðra okkar. Mér er sérstaklega minnisstætt hvernig Skúli talaði um Mýrarhús í veislu sem var haldin 2011 í tilefni af því að fað- ir minn hefði orðið hundrað ára gamall þetta ár. Á þessum tíma var ekki sjálfgefið að Skúli gæti komið í mannfagnað. En hann kom fyrir Gunnar, föður minn, eða Gunna eins og hann kallaði hann – fyrir mig var Gunni son- ur Skúla, ekki faðir minn. Skúli sat á móti mér þetta kvöld. Hann kunni alltaf að segja vel frá, en þetta kvöld talaði hann af ein- lægni um Mýrarhús. Byggingin Mýrarhús brann til kaldra kola líklega einhvern tíma á sjöunda áratugnum eftir að hún tilheyrði ekki lengur fjölskyldunni og enginn bjó þar lengur. En Mýr- arhús voru ekki mannvirki. Þau voru staður í sálu Skúla þar sem hann var heima hjá sér. Bönd Skúla við Mýrarhús voru ekki einungis við heimahús, heldur líka við fólkið sem bjó þar. Sögur Skúla snerust þetta kvöld um þær stundir sem hann hafði átt þar með föður mínum. Í orðum hans birtist ást og hlý- hugur í garð föður míns. Fyrir þessa vináttu mun ég alltaf vera Skúla þakklátur. En sögurnar sögðu meira. Þær sýndu tilfinn- inganæma sál. Ég mun sakna þinnar sálar, Skúli. Ég votta Guðbjörgu, Gunnari, Jóni Birni, Jóhönnu og öllum öðrum sem elska hann samúð. Logi Gunnarsson. Mín fyrstu kynni af Skúla voru í afmælisboðum hjá frænda hans Óla Stef. á Ásvallagötu 54, en ekki urðu kynni okkar nánari fyrr en hann gerðist bridsfélagi okkar í Fjörkunum, Þorbergs, Óla og mín. Skúli var góður spil- ari en líka góður bókhaldari og skráði allar niðurstöður sam- viskusamlega í bók ásamt línu- ritum um árangur okkar í spil- unum. Þarna komu kannski hæfileikar hans fram í viðskipt- um enda endaði hann í viðskipta- fræðum í HÍ. Við Skúli vorum dálitlir spilafíklar enda gátum við setið tímunum og dögunum saman og spilað rússa. Tókum okkur hlé til að fá okkur te og ristað brauð í boði móður hans, Guðfinnu, en ótrúlegt var hvað hún umbar þessa áráttu okkar á kostnað námsins. Við Skúli vor- um auðvitað KR-ingar. Skúli miklu betri í boltanum með við- urnefnið skytta enda ótúlega hittinn þrátt fyrir hálfa sjón á öðru auga. Hittnin var ekki bara í boltanum heldur líka í bogfimi og skytteríi og fórum við oft saman út í Mýrarhús að iðka þessi sport. Eftir súdentspróf skildi leiðir okkar því ég fór til náms til Þýskalands en hann í HÍ. Hitt- umst við þó ætíð í sumaleyfum, veiðiferðir og djamm. Fjarkarnir héldu þó lífi í fjarveru minni. Inn komu Arri, Bjöggi og Stenni en ég varð gestaspilari. Eftir heim- komu mína tókum við upp öðru- vísi samskipti enda báðir komnir með fjölskyldu, spilamennskan hélt þó áfram. Boðin hjá Skúla og Guðbjörgu alltaf grand og eftirminnileg. Seinni árin minnk- aði umgengnin dálítið því Skúli fór í SÁÁ-liðið en ég hélt mig við reglulega óreglu. Ég þakka Skúla, Guðbjörgu og börnum margar góðar samverustundir og kveð þennan vin minn með söknuði. Einnig skila ég kveðju frá félögunum í Fjörkunum. Gunnar Rósinkranz. Einn af velunnurum Seltjarn- arneskirkju er látinn. Skúli Ólafs var í sóknarnefnd Seltjarnarnes- sóknar frá árinu 1994 til ársins 1999. Hann var m.a. formaður orgelkaupanefndar, en kaup á orgeli fyrir kirkjuna voru eitt af helstu verkefnum sóknarnefnd- arinnar á þessum árum. Þessu verkefni stýrði Skúli af miklum dugnaði, leitaði tilboða bæði inn- anlands og erlendis á grundvelli útboðslýsingar sem gerð hafði verið. Hann gerði síðan tillögu til sóknarnefndar um kaupin sem var samþykkt. Orgelið var síðan formlega vígt árið 1999. Auk þessa naut kirkjan einnig góðs af annarri starfsemi Skúla í því að árum saman gaf hann kirkjunni glæsileg jólatré sem stóðu við kirkjuna um hver jól meðan hann stundaði slíkan inn- flutning. Sjálfur var undirritaður sam- tíða Skúla í viðskiptadeild HÍ og höfðum við því þekkst alllengi áður en leiðir okkar lágu aftur saman í sóknarnefnd Seltjarnar- neskirkju. Við minnumst því Skúla með þakklæti og vottum Guðbjörgu og aðstandendum öðrum inni- lega samúð okkar, Guð veri með ykkur. F.h. sóknarnefndar Seltjarn- arneskirkju, Guðmundur Einarsson. Á vordegi 1959 komu nokkrir strákar saman sem léku í þriðja flokki KR í knattspyrnu árið 1956 og stofnuðu félag sem fékk nafnið KR-56. Í félaginu voru 10 leikmenn auk þjálfaranna Sigur- geirs Guðmannssonar og Atla Helgasonar. Markmið félagsins var að halda hópinn og minnast glæsilegra sigra þegar þriðji flokkur KR vann alla leiki sum- arsins 1956 með markatölunni 53-4. Ákveðið var að félagarnir kæmu saman einu sinni á ári, ræddu málefni knattspyrnunnar á hverjum tíma og þá sérstak- lega allt sem varðaði framgang okkar gamla góða félags KR. Í þessu sigursæla liði var Skúli B. Ólafs sem við kveðjum í dag. Skúli var flinkur og útsjónar- samur leikmaður enda einn af þremur fyrstu gulldrengjum KSÍ í knattþrautum og var frammistaða hans ekki síst skýr- ingin á sigurgöngu liðsins og ótrúlega hagstæðri markatölu. Frá stofnun félagsins hittist þessi hópur árlega í yfir 50 ár og skemmti sér saman. Fyrstu árin var þetta strákaklúbbur en síðan með eiginkonum. Mikil sam- heldni hefur einkennt þennan hóp og öll höfum við haft ómælda ánægju af samveru- stundum okkar. Oftast voru fundir okkar haldnir í Reykjavík en einnig var farið í nokkrar ferðir innanlands og einu sinni til útlanda. Á öllum þessum sam- komum okkar var Skúli litríkur og skemmtilegur félagi. Nú þegar komið er að leið- arlokum fyllumst við öll þakk- læti fyrir þær mörgu ánægju- stundir sem við höfum átt saman hjá KR-56. Við munum ávallt minnast Skúla sem góðs og ljúfs vinar og félaga. Elsku Guðbjörg, við sendum þér og fjölskyldu hugheilar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd KR-56, Gunnar Felixson. Skúli B. Ólafs Okkar ástkæri ÓSKAR JÓHANNESSON, Brekku, Biskupstungum, lést miðvikudaginn 9. ágúst. Útför hans verður gerð frá Skálholtsdóm- kirkju fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 14. Aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANDÍS MATTHÍASDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést 13. ágúst á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 13. Birgir Hauksson Gróa Erla Ragnvaldsdóttir Rósa Hauksdóttir Baldur Hauksson Lilja Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðursystir okkar og vinkona, MARÍA M. MAGNÚSDÓTTIR, Flúðabakka 3, lést laugardaginn 5. ágúst á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 19. ágúst klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Sverrir Tómasson Sigríður Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.