Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Guðrún Antonsdóttir lögg. fasteignasali Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu. Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð. Núna er tækifærið ef þú vilt selja. Hringdu núna í 697 3629 og fáðu aðstoð við að selja þína eign, hratt og vel. Ertu í söluhugleiðingum? Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Hassan Rouhani, forseti Írans, segist geta rift kjarnorkusamn- ingnum frá 2015 haldi Bandaríkin áfram við- skiptaþving- unum gegn landi hans. Í ræðu sinni á þinginu sagði hann Do- nald Trump hafa sýnt að Wash- ington væri „ekki góður félagi“. „Á rúmum sólarhring getur Íran kom- ið kjarnorkuáætlunum á hærra plan en í upphafi samninga- viðræðnanna,“ sagði forsetinn og vísaði til samningsins sem náðist milli Írans og hóps fastameðlima öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Þýskalands og ESB árið 2015. Gæti endurvakið kjarnorkuáætlun ÍRAN Hassan Rouhani Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Sérfræðingar hafa varað við því að þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafi misst stóran hluta mikilvægra landsvæða sinna í Írak og Sýrlandi sé átökum í þessum löndum langt í frá lokið. 9. júlí missti hið svokallaða Ríki íslams borgina Mosúl, sem er næststærsta borg Íraks og var eitt helsta vígi hryðjuverkasamtakanna. Nú er hart barist um borgina Raqqa í Sýrlandi en hermenn Sýrlensku lýðræðis- sveitarinnar, sem er bandalag araba og Kúrda stutt af Bandaríkjamönn- um, hafa nú náð um helmingi borg- arinnar á sitt vald. Hætta er á að því að nái hersveitin borginni allri á sitt vald brjótist út átök milli Kúrda og hersveita sýrlenskra stjórnvalda á svæðinu. Aðeins hluti af flóknu stríði Þátttaka hryðjuverkasamtakanna er aðeins einn þáttur í borgarstyrj- öldinni sem hefur geisað í Sýrlandi í rúm sex ár, þar sem hundruð þús- unda hafa látið lífið og 11 milljónir manna flúið heimili sín. Átökin hóf- ust með friðsælum mótmælum borgara gegn stjórnvöldum sem voru grimmilega barin niður. Sér- fræðingar hafa varað við því að vestræn stjórnvöld hafi sum hver lokað augunum gagnvart hryllingn- um sem Sýrlendingar hafa þurft að þola af hendi stjórnvalda í landi sínu sökum þess að öll áhersla er nú lögð á baráttuna gegn íslömskum öfga- öflum. Deilur á milli hinna ýmsu hópa munu blossa upp aftur í Írak þegar hryðjuverkasamtökin hafa verið hrakin burt frá síðustu vígstöðvum sínum í landinu. Þetta segir Mat- hieu Guidere, sérfræðingur í ísl- ömskum samtökum sem telja sig heyja heilagt stríð í nafni trúarinn- ar. Mánuði áður en Írakar lýstu yfir sigri í Mosúl tilkynntu Kúrdar áætl- anir um þjóðaratkvæðagreiðslu í september um stofnun sjálfstæðs ríkis. Sú hugmynd er ekki ný af nál- inni en stjórnvöld í Írak og Banda- ríkjunum hafa gagnrýnt tímasetn- inguna. Gífurlega kostnaðarsamt Ljóst er að umfang eyðileggingar á svæðum þar sem barist hefur ver- ið hvað harðast er gríðarlegt og stórar borgir eru nú rústir einar. Til dæmis hafa Sameinuðu þjóðirnar sagt uppbyggingu í Mosúl vera eitt erfiðasta og flóknasta viðfangsefni þeirra til þessa. Talið er að kostn- aður vegna endurreisnar borgarinn- ar verði meira en milljarður Banda- ríkjadollara. Þá telja sérfræðingar að þótt sigur náist fram gagnvart Ríki íslams í Sýrlandi og Írak muni hryðjuverkasamtökin skjóta upp kollinum aftur og þá jafnvel á öðr- um stað og í breyttri mynd. Segja að átökum linni ekki með sigrum á Ríki íslams  Hafa misst landsvæði í Sýrlandi og Írak  Deilur á milli hópa blossa upp á ný AFP Mosúl Íraskir hermenn fagna sigri gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og halda uppi fána þeirra öfugum. Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Lögreglan á Grænlandi hefur varað fólk við því að vera á ferðinni á vesturhluta landsins vegna mikilla gróðurelda sem geisað hafa þar. Eldarnir eru raktir til mikilla hlý- inda í landinu, en síðasta ár var það heitasta sem mælst hefur. Hitamet féll 10. ágúst síðastliðinn þegar hiti mældist 24,8 gráður. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er ekki búist við því að eldarnir brenni út á næstu dögum. Fólk er því hvatt til þess að vera ekki á ferð- inni á svæðum í kringum Nassuttooq og Amitsoruaq. Eldar hafa geisað á sumum svæðum í allt að tvær vikur. Unnið er að því dag og nótt að slökkva eldana og hindra útbreiðslu þeirra. Rigning er í kortunum frá fimmtudegi til sunnudags og standa vonir til að hún hjálpi til við að ná tökum á eldunum. Hvorki menn, dýr né byggingar virðast hafa skaðast til þessa. Eldarnir teygðu sig hátt frá byrj- un og ekki náðist að slökkva þá um- svifalaust sökum vatnsleysis á svæð- inu og skorts á búnaði. AFP Reykur Gróðureldar sem erfitt hefur reynst að slökkva geisa á Grænlandi. Gróðureldar vegna hita á Grænlandi  2016 það heitasta sem mælst hefur Hvítur elgur dregur að mannfjölda Elgar geta verið hættulegir. SVÍÞJÓÐ Mjallhvítur elgur í Vermalandi í Vestur-Svíþjóð hefur vakið heims- athygli. Feldur hans, horn og klauf- ir eru hvít, en um 1.000 slík dýr er að finna í Svíþjóð. Fólk hefur nú flykkst að í von um að berja elginn fræga augum en prófessor í dýra- vistfræði varar við því að hann geti verið hættulegur. „Elgir geta orðið pirraðir, og þá eru þeir hættu- legir,“ segir Göran Ericsson og bendir á að venjulegir elgir vegi um 400-600 kg. „Ég myndi því ráð- leggja fólki að halda sig í fjarlægð,“ segir hann. Elgurinn öðlaðist frægð þegar myndskeið af honum var birt á Facebook-síðu sveitarstjórnar- mannsins Hans Nilsson í Eda. Kúrdar eru á milli 25 til 35 milljónir og tungumál þeirra er kúrdíska. Flestir búa þeir á fjallendum svæðum í Tyrk- landi, Írak, Sýrlandi, Íran og Armeníu. Um 7-10% Sýr- lendinga eru Kúrdar og 10-15% Írakar. Á síðustu áratugum hafa Kúrdar átt sinn þátt í átök- um á svæðinu og hafa þeir gegnt stóru hlutverki í bar- áttunni gegn hinu svokallaða Ríki Íslams. Snemma á 20. öldinni kviknaði hugmyndin að sjálfstæðu ríki, oftast nefnt Kúrdistan, en það hefur enn ekki orðið að veru- leika. Kúrdar hafa sitt eigið sjálfstjórnarhérað í Írak og hefur Nechirvan Barzani verið forsætisráðherra héraðsins frá árinu 2012. Forsætisráðherrann hefur meðal annars sagt Kúrda hafa beðið allt of lengi eftir sjálfstæðu ríki. Einnig leggur hann áherslu á að Kúrdar séu ekki arabar heldur sérstök þjóð, enda hafi þeir sitt tungumál og sína menningu. Forsetinn er Massud Barzani, frændi forsætisráðherrans. Hverjir eru Kúrdar? BERJAST FYRIR SJÁLFSTÆÐI KÚRDISTANS Massud Barzani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.