Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Morgunblaðið greindi frá því ígær að þrátt fyrir að fang- elsið á Hólmsheiði hefði verið tekið í notkun hefði biðlisti eftir afplánun lengst.    Um síðustu áramót hefðu 550beðið afplánunar en nú biðu 560. Þá hefðu 34 fangelsisdómar fyrnst í fyrra og það sem af er þessu ári hefðu 17 fangelsisdómar fyrnst.    Skýringarnar á þessu eru ýmsar.Meðal þeirra er sú staðreynd að þegar Hólmsheiðarfangelsið var tekið í notkun var tveimur minni fangelsum lokað. Ef til vill hefði átt að bíða með að loka þeim þar til mesti kúfurinn hefði verið unninn niður.    Þá þurfti í sumar að loka einufangahúsi á Litla-Hrauni vegna nauðsynlegra endurbóta sem setið höfðu á hakanum.    Enn fremur, og það kom les-endum sennilega mest á óvart, hefur fangelsið á Hólmsheiði aldrei verið nálægt því fullnýtt, þar sem fáeina fangaverði vantar til að hægt sé að ná út úr því fullri nýt- ingu. Fangelsið tekur 56 fanga en þar hafa mest verið 40 í einu.    Þetta er augljóslega óviðunandiástand. Það er óviðunandi fyr- ir þá sem brotið hefur verið gegn að brotamenn sæti ekki afplánun þar sem dómar fyrnist.    Og það er líka óviðunandi fyrirdæmda menn að þurfa að bíða lengi eftir afplánun með þeim aug- ljósu og verulegu óþægindum sem slíkri bið fylgja. Óviðunandi ástand STAKSTEINAR „Ég horfði yfir hópinn sem gekk fyr- ir aftan mig í Gleðigöngunni. Mér fannst ég aldrei hafa séð eins fall- egan hóp. Ég var svo stolt. Ég vissi að í hópnum var HIV-jákvætt fólk sem aldrei hafði komið opinberlega fram með það áður og ég vissi að í hópnum var HIV-neikvætt fólk sem sýndi okkur skilyrðislausan stuðn- ing með því að ganga þarna með okkur. Bara það að vera með í Gleði- göngunni í ár var stór sigur fyrir alla HIV-jákvæða á Íslandi, já og reynd- ar toppurinn á hetjulegri baráttu fólks sem aldrei gafst upp,“ segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, for- maður stjórnar samtakanna HIV Ís- land. Miklar framfarir í meðhöndlun „Við viljum vekja athygli á mikl- um framförum í lyfjameðferð og það er þannig í dag að HIV-jákvæðir sem taka lyf smita ekki. Lyfin halda veirunni niðri þannig að hún er ómælanleg og þar af leiðandi ósmit- andi. Baráttumál okkar er að upp- lýsa fólk og kveða niður fordóma og misskilning. HIV-jákvæðir geta lifað eðlilegu lífi í alla staði,“ segir Sigrún, sem vill benda áhugasömum á að hafa samband við samtökin HIV Ís- land í gegnum heimasíðu félagsins, www.hiv-island.is. ernayr@mbl.is Jákvæðir gengu glaðir  HIV Ísland tók þátt í Gleðigöngunni Jákvæðni HIV Ísland tók þátt í ár. Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði Rannís og Samtök iðnaðarins boða til kynningarfundar með Tækniþróunarsjóði fimmtudaginn 17. ágúst nk. kl. 8.30-10.00. Skráning á www.si.is Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. september Sigurður Björnsson, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, og Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, fara yfir: · Styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs · Skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar · Reglugerð um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. www.tths.is Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 1. hæð í Kviku. Dagskrá Veður víða um heim 15.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 15 léttskýjað Akureyri 13 léttskýjað Nuuk 7 þoka Þórshöfn 11 þoka Ósló 15 skýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 19 heiðskírt Lúxemborg 21 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 17 rigning London 22 rigning París 23 þrumuveður Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 26 skýjað Berlín 27 heiðskírt Vín 29 heiðskírt Moskva 21 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 33 heiðskírt Róm 31 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 21 þoka Montreal 20 alskýjað New York 23 þoka Chicago 25 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:24 21:41 ÍSAFJÖRÐUR 5:15 21:59 SIGLUFJÖRÐUR 4:58 21:43 DJÚPIVOGUR 4:50 21:14 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.