Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Jón Harry Njarðarson í Brattholti og eigandi Hótels Gullfoss á50 ára afmæli í dag. Ömmubróðir Jóns, Einar Guðmundsson,var uppeldisbróðir Sigríðar Tómasdóttur sem barðist fyrir verndun Gullfoss þegar til stóð að virkja hann. „Foreldrar mínir bjuggu á Kjartansstöðum í Flóa en við fluttum í Brattholt og tókum við búskapnum af Einari árið 1978 þegar ég var 11 ára. Mamma og pabbi byrjuðu með heimagistingu 1987 og árið 2000 byggðum við hótelið og ég tók alfarið við rekstrinum árið 2012.“ Núna eru 35 herbergi á hótelinu. „Síðastliðin fimm ár hefur verið mjög mikið að gera og þetta er nú orðinn heilsársrekstur.“ Ekki er lengur hefðbundinn búskapur í Brattholti, en Jón Harry á um 20 hross. „Áhugamálin eru vinnan og hestarnir, hef samt lítið verið í hrossarækt, faðir minn, Njörður, sinnti þeirri hlið hestamennsk- unnar með alveg þokkalegum árangri sem við njótum góðs af. Ég var að klára afmælishestaferð og er núna á Hótel Laugar- bakka að slaka á. Við fórum Löngufjörur á Snæfellsnesi, síðan Hnappadalinn, Haukadal í Dölunum og Haukadalsskarð og niður í Hrútafjörð. Við vorum fjögur í ferðinni með 16 hesta. Dætur mínar, Eva Ósk og Elín Helga, riðu með okkur Fjörurnar í frábæru veðri, sól og blíðu. Það er einstakt að vera þarna.“ Í afmælisferðinni Jón Harry á Löngufjörum fyrir nokkrum dögum. Slakar á eftir afmælishestaferð Jón Harry Njarðarson er fimmtugur í dag H allgrímur Þór Indriða- son fæddist á Akur- eyri 16.8. 1947 og ólst þar upp. Hann var í Barna- skóla Akureyrar, lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1964 en útskrifaðist sem skógtækni- fræðingur frá Evenstad Skogskole í Noregi 1968. Þá lauk hann prófi frá sama skóla í landnýtingu og svæða- skipulagi 1975. Árið eftir starfaði hann hjá Oslóarborg við útivistar- skógrækt. Hann stundaði nám í vefjaræktun plantna við Bristol Polytechnic í Englandi 1988. Hallgrímur hóf sumarvinnu við gróðursetningar í Kjarnaskógi hjá Skógræktarfélaginu er hann var 14 ára. Eftir nám í landnýtingu og svæðaskipulagi tók hann við fram- Hallgrímur Þór Indriðason, skipul.fulltr. Skógræktarinnar – 70 ára Börnin F.v.: Tryggvi félagsfræðingur, Berglind framkvæmdastjóri og Aðalsteinn uppĺýsingatæknifræðingur. Með hugann við skóg- rækt, skauta og gömul hús Hjónin Hallgrímur og Kristín hvíla lúin bein í langri göngu á Norður-Spáni. Reykjvík Runólfur Egill Linnet Björns- son fæddist 2. júní 2016 kl. 18.34. Hann vó 3.538 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir og Björn Rúnar Egilsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSmiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.