Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017
STANDA
NÚ SEM
HÆST!
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND15 - 40% AFSLÁTTUR
GERIÐ
FRÁBÆR
KAUP!
Lágmúla 8 · sími 530 2800
Netverslun
Opið á laugardag kl. 11-15
VSX-832B
5X130w • WiFi og
Bluetooth • Útvarp
• Dolby Atmos
Verð áður kr. 69.900.-
SPARIDAGAVERÐ: 55.900,-
MAGNARI
SPARIDAGARfyrir heimilin í landinu
55” MU6175
kr. 149.900.-
SPARIDAGAVERÐ: 119.900,-
UHD • 4K • 8 milljón pixlar
• 1300 PQI • Nýtt Smart
viðmót • Quad-Core örgjörfi
55”
25%
HEYRNARTÓL
Í ÚRVALI
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Mikil uppbygging er áformuð á
Kringlusvæðinu og er nauðsynlegt
að gera vandaða umferðarspá fyrir
svæðið með
tölvustýrðu um-
ferðarlíkani eins
og tíðkast er-
lendis. Þetta seg-
ir Ólafur Krist-
inn Guðmunds-
son umferðarsér-
fræðingur.
Á svokölluð-
um RÚV-reit er
verið að byggja
fjölbýlishús með
361 íbúð og 800 fermetra verslunar-
og þjónustuhúsnæði. Samkvæmt
frétt sem birtist hér í Morgun-
blaðinu fyrir skömmu eru áform um
að byggja allt að 150 þúsund fer-
metra byggingar í nágrenni Kringl-
unnar; verslanir, hótel og allt að
600 íbúðir. Því gætu bæst við á
svæðinu allt að 1.000 íbúðir. Íbúar
gætu orðið 3-4.000 með tilheyrandi
bílaflota.
Í Kringluhverfinu, sem af-
markast af Miklubraut, Háaleitis-
braut, Bústaðavegi og Kringlumýr-
arbraut, eru þrjár megingötur;
Kringlan, Listabraut og Efstaleiti.
Ólafur telur fullvíst að umferð muni
þyngjast verulega um þessar götur
ef uppbyggingaáformin nái fram að
ganga.
„Nú þegar eru allar göturnar í
kringum þetta svæði með mjög
þunga umferð,“ segir Ólafur.
Bústaðavegurinn sprunginn
„Bústaðavegurinn er sprung-
inn. Það vita allir sem vilja vita.
Sama á við um Kringlumýrarbraut
og Miklubraut, þar sem öllu er
haldið í herkví umferðartafa með
ljósastýringum, sem sumar hverjar
eru beinlínis stilltar til að tefja,
samanber gönguljósin við fjölmiðla-
fyrirtækið 365. Ofan á þetta allt er
síðan búið að þrengja Háaleitis-
braut og Grensásveg. Engin áform
virðast um að bæta neitt í þessu
efni.“
Ólafur segir það reyndar ekki
nýtt að umferðarmálin séu ekki
tekin með í skipulagsmálum nýrra
svæða. Það hafi verið raunin undan-
farin ár, til dæmis varðandi Hlíðar-
enda, Vogabyggð, Bryggjuhverfi,
Gufunes, Mörkina o.fl.
„Þegar ný byggð er skipulögð
er það að mínu mati algjör forsenda
að gera alvöru, óháð, faglegt um-
ferðarmódel fyrir alla samgöngu-
máta,“ segir Ólafur. Hann nefnir
sem dæmi að í fyrra hafi verið gert
svona líkan í miðborg Stokkhólms
vegna nýrrar lestarstöðvar sem þar
er verið að reisa. Þar var lagt óháð
mat á alla samgöngumáta, gang-
andi, hjólandi, strætó, bíla, lestir,
sporvagna og ferjur.
„Höfuðborgarsvæðið hefur
vaxið saman í eina umferðarheild á
undanförnum 20 árum en við höfum
ekki tekið á þeirri staðreynd eins
og aðrar þjóðir og borgir gera. Við
kunnum ekki að reka umferðarkerfi
í borg af þessari stærð og þurfum
að sækja okkur þá þekkingu. Það
ætti að vera algjör forsenda fyrir
öllu skipulagi fyrir alla samgöngu-
máta, sérstaklega þegar menn eru
að gæla við að taka upp ný kerfi
eins og „Borgarlínuna“ og „Há-
hraða fluglest“ sem eru óljósar
hugmyndir og það síðarnefnda
hreint brjálæði,“ segir Ólafur.
Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti 21. mars að innleiða um-
ferðarlíkan í borginni og er undir-
búningsvinna hafin.
Uppbygging kallar
á aukna bílaumferð
Tölvumynd/THG arkitektar
Uppbygging Ef hugmyndir fasteignafélagsins Reita ná fram að ganga verður mikil uppbygging við Kringluna.
Segir umferðarlíkan af Kringlusvæðinu nauðsyn
Ólafur Kristinn
Guðmundsson
Sverrir Vilhelmsson
fréttaljósmyndari lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 14. ágúst
tæplega sextugur að
aldri.
Sverrir fæddist í
Reykjavík 18. sept-
ember 1957 og ólst þar
upp. Foreldrar hans
voru þau Ólína Guð-
björnsdóttir húsfreyja
og Vilhelm Kristinsson,
deildarstjóri hjá Sjóvá.
Eftir grunnskóla hóf
Sverrir vinnu við bens-
ínafgreiðslu. Hugur
hans beindist snemma að bílaíþrótt-
um og lét hann að sér kveða í árdaga
Kvartmíluklúbbsins.
Hann fékk mikinn áhuga á ljós-
myndun og fór að taka ljósmyndir
sem hann seldi Tímanum. Sverrir var
ráðinn ljósmyndari á Tímanum 1984.
Hann hóf störf á ljósmyndadeild
Morgunblaðsins vorið 1987 og starf-
aði þar til 2008 að hann
lét af störfum vegna
heilsubrests. Starfinu
fylgdu ferðalög, oft til
átakasvæða heimsins
svo sem í Bosníu og
víðar. Einnig þangað
sem náttúruhamfarir
höfðu orðið eins á Flat-
eyri 1995. Sverrir var
fjölhæfur ljósmyndari,
tók þátt í sýningum
blaðaljósmyndara og
vann þar til verðlauna.
Sverrir tók ástfóstri
við Taíland og fólkið í
því landi. Hann var
meira og minna búsettur í Bangkok
um árabil. Seinustu árin var hann bú-
settur jöfnum höndum í Bangkok og í
Keflavík.
Eftirlifandi eiginmaður Sverris er
Wanlop Noimor.
Við leiðarlok þakkar Morgunblaðið
Sverri fyrir vel unnin störf og sendir
ástvinum hans samúðarkveðju.
Andlát
Sverrir Vilhelmsson
Erlendum starfsmönnum sem eru
hér á landi á vegum starfsmanna-
leiga, innlendra sem erlendra, fjölg-
ar ört og voru þeir samtals 1.879 í
júlímánuði á vegum 30 starfsmanna-
leiga. Kemur þetta fram í skýrslu
Vinnumálastofnunar um stöðuna á
vinnumarkaðnum, sem birt var í
gær. Þessum starfsmönnum hefur
því fjölgað til muna á milli mánaða,
eða um 311 að því er fram kemur í
skýrslunni.
Spáir stofnunin áframhaldandi
fjölgun starfsmanna starfsmanna-
leiga á næstu mánuðum. „Ef þróunin
næstu þrjá mánuði verður sú sama
og á sama tíma í fyrra þá má ætla að
fjöldi starfsmanna starfsmannaleiga
eigi eftir að aukast um tæp 37%,
verður þá fjöldi starfandi starfs-
manna starfsmannaleiga orðinn
2.500 í október næstkomandi,“ segir
í skýrslu Vinnumálastofnunar.
1.099 atvinnuleyfi gefin út
Í júlí gaf Vinnumálastofnun út 161
atvinnuleyfi til útlendinga til að
starfa hér á landi. Hefur stofnunin
gefið út 1.099 atvinnuleyfi það sem af
er ári. Fram kemur að námsmönnum
frá löndum utan Evrópska efnahags-
svæðisins fer fjölgandi á íslenskum
vinnumarkaði. Þá hafa útgefin tíma-
bundin atvinnuleyfi til nýrra náms-
manna á íslenskum vinnumarkaði
næstum tvöfaldast frá sama tíma í
fyrra.
Fjölgað hefur á skrá atvinnu-
lausra í sjávarútvegsgreinum
Skráð atvinnuleysi í júlí var 1,8%
sem er sama hlutfall og í júní. At-
vinnuleysi var 2,0% í júlí í fyrra og
hefur því minnkað lítið eitt milli ára.
„Atvinnulausum fækkaði í þeim
starfsstéttum sem snúa að ýmsri
þjónustu, sölu- og afgreiðslustörfum
frá júlí 2016 en fjölgaði í sjávarút-
vegstengdum starfsstéttum. Þegar
breytingar eru skoðaðar eftir at-
vinnugreinum má sjá að fleiri eru nú
á skrá í sjávarútvegsgreinum en fyr-
ir ári, en atvinnulausum fækkar í
flestum öðrum greinum, einkum í fé-
laga- og menningarstarfsemi, í per-
sónutengdri þjónustu, fjármála- og
tryggingastarfsemi, verslun og
flutningastarfsemi.“ omfr@mbl.is
Ör fjölgun á
milli mánaða
Skráð atvinnuleysi var 1,8% í júlí
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Áfram er spáð litlu
atvinnuleysi, eða 1,7-1,9% í ágúst.