Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Þáttaröðin Making a Murde-rer sem streymisveitanNetflix sendi frá sér slórækilega í gegn þegar þættirnir komu út árið 2015. Áhorfið var gríðarlegt og það greip um sig ákveðið æði. Allir höfðu skoðun, ekki einungis á sekt eða sakleysi aðal- persónunnar Stephens Averys, held- ur einnig á réttarkerfi Bandaríkj- anna sem getur verið vægðarlaust, sérstaklega í garð þeirra sem minna mega sín. Áhuginn á heimildaefni um glæpa- mál hefur sjaldan verið meiri og nú hefur Sagafilm í samstarfi við Net- flix og fleiri aðila sent frá sér heim- ildarmyndina Out of Thin Air um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, eitt þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Í raun og veru er Making a Murde- rer og Out of Thin Air um margt mjög ólíkt efni. Þó eiga myndin og þættirnir það sameiginlegt að fjalla ekki einvörðungu um rannsókn morðmáls heldur einnig um óvönduð vinnubrögð lögreglu og dómstóla og þær skelfilegu afleiðingar sem ann- markar í réttarkerfinu geta haft á líf fólks. Málið snýst vitaskuld um hvarf Guðmundar Einarssonar og Geir- finns Einarssonar árið 1974, sem voru algerlega ótengdir þrátt fyrir sameiginlegt eftirnafn. Grunur féll á Erlu Bolladóttur og Sævar Cies- ielski, ungt par sem hafði gerst sekt um fjárdrátt og aðra smáglæpi um þetta leyti. Þau voru ásamt fjórum vinum sínum hneppt í gæslu- varðhald, yfirheyrð í þaula og loks sakfelld fyrir morðið á tvímenning- unum. Sævar, sem hlaut þyngstan dóm, hélt ákaft fram sakleysi sínu, krafðist endurupptöku málsins þeg- ar hann hafði lokið afplánun og vann hörðum höndum að því að hreinsa mannorð sitt. Hann hafði ekki erindi sem erfiði áður en hann lést en aukin rannsókn á lögregluskýrslum og öðrum gögnum leiddi í ljós að margt í rannsókn málsins var í besta falli vafasamt og sekt sexmenninganna hefur verið dregin verulega í efa. Hafi fólk sæmilega þekkingu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu ætti það ekki að búast við því að margt nýtt komi fram í Out of Thin Air, enda hafa verið unnir fjölmargir fréttaskýringa- og heimildaþættir um efnið. Helst ber að nefna Aðför að lögum frá 1997 sem var tekin aft- ur til sýningar í Bíó Paradís árið 2011 í kjölfar mikillar umræðu um málið. Þessi mynd er samt frábrugð- in því efni, hún sver sig í ætt við aðr- ar netflixmyndir um glæpamál og er að sjálfsögðu mestmegnis á ensku. Það orkar eilítið undarlega á mann að flestir tali ensku, það fjarlægir mann aðstæðum og setur málið í al- þjóðlegt samhengi. Þá þarf auðvitað að kynna Ísland fyrir erlendum áhorfendum og mikið gert úr því að Ísland hafi verið friðsælt samfélag sem tapaði sínu barnslega sakleysi í kjölfar þessa máls. Heimildarmyndin samanstendur af viðtölum sem er blandað við göm- ul myndskeið og nýjar leiknar end- urlitssenur. Nýlega komst í fréttir að sprelligosinn Steinþór Stein- þórsson eða Steindi jr. færi með hlutverk Geirfinns í þessum endur- litssenum. Það verður að segjast að Steindi er sláandi líkur Geirfinni og því fyrirtaks val í hlutverkið. En hlutverkið sjálft er í sjálfu sér ekki stórt þar sem endurlitssenurnar eru unnar þannig að sjaldan sést beint framan í fólk. Þessar senur eru mjög draumkenndar, fókusinn er mjúkur og tónlist Ólafs Arnalds skapar dul- arfulla stemningu. Þær minna að sumu leyti á endurlitssenurnar í The Thin Blue Line, frægustu sakamála- heimildarmynd allra tíma, en líkt og þar eru endurskapaðar margar mis- munandi útgáfur af því hvernig at- burðirnir kunni að hafa verið. Þetta er mjög snjallt og rímar vel við þema myndarinnar um að minnið sé óáreiðanlegt og þokukennt. Erla Bolladóttir er í eins konar aðalhlutverki og sagan að miklu leyti sögð út frá henni og hinum sakborn- ingunum. Einnig er rætt við fólk úr ýmsum áttum; fangaverði, lögfræð- inga, blaðamenn og aðra kunnuga málavöxtum til að fá sem víðasta skírskotun. Myndin er þó ekki bein- línis hlutlaus, málstaður sakborn- inga er í forgrunni, en þar tala gögn- in líka bara sínu máli. Flæðið í myndinni er nokkuð gott en þó verður að viðurkennast að söguþráðurinn er flókinn og frá- sögnin ansi hlaðin. Það er auðvitað eitthvað sem einkennir málið sjálft; það er langt og flókið, margt er enn á huldu og mun aldrei koma í ljós. Því má spyrja sig hvernig myndin leggst í erlenda áhorfendur sem ekkert vita um málið, maður fær á tilfinninguna að hún gæti vakið með þeim gremju þar sem hún inniheldur svo miklar upplýsingar og óljósa nið- urstöðu. Engu að síður er góð stíg- andi í myndinni. Hún er lagskipt, það er ekki öllu dælt út í einu heldur er upplýsingum miðlað til áhorfenda smám saman af mikilli kostgæfni þannig að spennu er viðhaldið í gegnum alla myndina. „Minnið er svo hverfult fyrir- bæri,“ segir Erla Bolladóttir í til- finningaþrungnu atriði. Þetta eru áhrifamikil orð sem draga athygli að þeirri sorglegu staðreynd að sakfellt var í máli sem byggðist ekki á nein- um áþreifanlegum sönnunargögn- um, einungis minningum ungmenna sem máttu þola pyntingar, ein- angrun og linnulausar yfirheyrslur. Minning um martröð Bíó Paradís Out of Thin Air bbbmn Leikstjórn og handrit: Dylan Howitt. Framleiðsla: Andy Glynne og Margrét Jónasdóttir. Klipping: Miikka Leskinen. 85 mín. Bandaríkin og Ísland, 2017. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Í fangelsi Stilla úr Out of Thin Air. Bandaríska tón- listarkonan Tayl- or Swift hafði betur í máli sem hún höfðaði gegn plötusnúðnum og útvarpsmann- inum fyrrverandi David Mueller og þarf hann að greiða Swift einn dollara í bætur, eins og hún fór fram á. Dómstóll í Denver í Banda- ríkjunum komst að þeirri niður- stöðu að Mueller hefði brotið kyn- ferðislega á Swift í júní árið 2013 með því að stinga hendinni undir pils hennar og klípa hana í rassinn. Mueller fékk að hitta Swift bak- sviðs á tónleikum hennar í Denver og braut gegn henni þegar þau stilltu sér upp fyrir myndatöku. Tveimur dögum síðar var Mueller sagt upp störfum hjá útvarpsstöð- inni KYGO-FM og höfðaði hann mál gegn Swift sem hann sagði ábyrga fyrir uppsögninni. Málinu var vísað frá. Þarf að greiða Swift einn dollara Taylor Swift flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 5, 8, 10.25 SÝND KL. 5SÝND KL. 10.30SÝND KL. 7.50 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ÍSL. 2D KL. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.