Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 VEISLUÞJÓNUSTA MARENTZU www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is Allar gerðir af veislum sérsniðnar að þínum þörfum • Fermingarveislur • Brúðkaup • Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi • Móttökur • Útskriftir Hvernig er hægt að fyrirgefa þeim sem misnota börn, þeim sem beita einhvers konar ofbeldi, nauðga eða taka líf annarrar manneskju? Mannlega séð er það ekki auðvelt, jafnvel ill- mögulegt, og ekki ætla ég að segja til um það hverjum eigi að fyr- irgefa og þá hvenær eða hvernig. Ef það er þá hægt. Þegar um refsiverða glæpi er að ræða hlýtur að vera eðlilegt að kæra. Taka þá leikreglur samfélags- ins við og dæma viðkomandi ger- anda til hegningar eftir vonandi sanngjörnum lögum landsins. Hegn- ingin tekur þá gjarnan mið af því að forða samfélaginu frá gerandanum um tíma ef ástæða þykir til. Hegn- ingin hlýtur þó ekki síður að miðast að því að koma viðkomandi til hjálp- ar eða betrunar svo hann sjái að sér, taki ábyrgð á gjörðum sínum og bæti ráð sitt. Og minnka þannig lík- ur á að viðkomandi falli í þá gryfju að framkvæma aftur eitthvað ámóta. Allt hlýtur þetta að vera bæði mann- og þjóðfélagslega bætandi og auk þess ákveðin viðurkenning kerf- isins gagnvart þolanda að refsivert athæfi hafi verið framið og því rétt- lætinu fullnægt að einhverju marki með dómsuppkvaðningu og þar til gerðri refsingu eða öllu heldur ein- hvers konar betrun eða við skulum alla vega vona að svo sé. Brotaþola og samfélaginu öllu hlýtur því að líða betur? Þótt vissulega hljóti úr- vinnsla erfiðra tilfinninga, sársauki og sorg þolanda, fjölskyldu hans og vina að standa eftir. Svo er sumt ofbeldi og misrétti sem aldrei verður hægt að sanna og hvað þá kæra þótt miskunnarlaust og mannskemmandi hafi verið. Meiðandi mannleg samskipti Í daglegum samskiptum manna verðum við fyrir alls kyns árekstr- um. Á okkur er hallað, okkur er hafnað, við erum beitt órétti, við er- um svikin, lögð í einelti eða beitt ein- hvers konar ofbeldi. Þá vaknar sú áleitna og erfiða spurning hvort hægt er að fyrirgefa þeim sem gerir eitthvað á okkar hlut. Hverjum á að fyrirgefa og þá hvenær og hvernig? Hvað sem öllu ranglæti, ofbeldi og glæpum líður heldur lífið alltaf ein- hvern veginn áfram. Og þá er spurn- ingin: Er hægt að lifa með orðinni framkomu eða verknaði og þá hvern- ig? Sumt verður aldrei tekið aftur og aldrei bætt, jafnvel þrátt fyrir iðrun og góðan vilja. Öll viljum við sjálfsagt komast sem skást út úr áföllum. Sjá til sólar á ný, þótt orðin reynsla marki óneit- anlega djúpt sár og skilji oft eftir ill- græðanlegt ör sem við neyðumst til að bera og lifa með þótt við hefðum svo sannarlega óskað þess heitast af öllu að hafa sloppið við að eignast þessa al- gjörlega óumbeðna reynslu. Ef við hins vegar viljum vinna að því að ná áttum eftir hvers konar áfall, er þá rétta leiðin að nærast á og vilja viðhalda beiskju og biturð, hatri og hefnd? Eða er það raunhæfur valkostur að vilja leitast við að fyrirgefa, ef það er þá á mannlegu valdi? Fyrirgefning er ekki sama og samþykki Fyrirgefningin kostar ákveðnar hugarfarslegar fórnir. Við þurfum að ganga í okkur og jafnvel að brjóta odd af oflæti okkar. Það getur verið sárt. Fyrirgefningin er spurning um lífsafstöðu. Hún er liður í úrvinnslu tilfinninga. Þegar upp er staðið gef- ur hún mikið. Það er eins og þungu fargi sé af hjarta okkar létt. Lífs- gangan verður bærilegri og við sátt- ari við náungann, umhverfið og ekki síst okkur sjálf. Það að fyrirgefa er ekki það sama og að sætta sig við eða samþykkja einhverja liðna meiðandi atburði. Síður en svo. En það er að sætta sig við að atburðurinn er fortíð sem við fáum ekki breytt. Við hljótum að þrá réttlæti og við sættum okkur ekki við liðna meið- andi atburði sem rændu okkur ein- hverju mikilvægu og dýrmætu, ollu mikilli vanlíðan og jafnvel óbætan- legu tjóni. Við skulum aldrei samþykkja slíkt framferði, í hvaða mynd eða á hvaða stigi sem það kann að birtast. Stönd- um saman um að koma í veg fyrir misnotkun, ofbeldi og hvers konar glæpi. Finnum leiðir til að koma þol- endunum til varanlegrar hjálpar svo þau þurfi ekki að burðast ein með hina erfiðu líðan. Að festast í reiði, beiskju og bit- urð, hatri og hefnd þegar til lengri tíma er litið er mannskemmandi, við stöðnum og festumst í sárri fortíð- inni. Beiskja og biturð, hatur og hefnd leiðir okkur endanlega inn í myrkur og ógöngur. Sú lífsafstaða að vilja að sér sé fyrirgefið og jafnvel óverðskuldað og það að reyna í veikum mann- legum mætti að fyrirgefa náung- anum bætir líðan okkar á leið til framtíðar. Hatrið ýfir upp sár sem alltaf verða flakandi og aldrei gróa. En fyrirgefningin er eins og græð- andi smyrsl. Þótt vissulega sitji allt- af eftir ör sárra minninga. Dagurinn í gær eða dagurinn í dag. Okkar er valið. Við getum ekki lifað báðum. Annaðhvort festumst við í fortíðinni eða lifum deginum í dag og horfum fram á veginn með reynslu fortíðar sem bakgrunn en ekki sem stjórnanda. Kannski er það svo eftir allt sam- an ekki á mannlegu valdi að fyr- irgefa? Hvað er þá til ráða? Kannski bara kærleikans Guð, frelsarinn Jes- ús Kristur. Hann megnar allt. Fel- um okkur því honum sem mýkir hjörtun. Honum sem kann, vill og getur fyrirgefið og vill fá að líkna og lækna og reisa okkur upp á ný til vonarríkrar og bjartrar framtíðar. Er fyrirgefning almennt raunhæf- ur valkostur? Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Það að fyrirgefa er ekki það sama og að sætta sig við eða sam- þykkja einhverja liðna meiðandi atburði. Síður en svo. Höfundur er rithöfundur og aðdáandi lífsins. Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 lék Vík- ingur Heiðar Ólafsson sinn fyrsta konsert á Roque d‘Anteron- píanóhátíðinni hér í Frakklandi. Í hartnær 40 ár hefur bestu pí- anóleikurum heimsins verið boðið að flytja þar list sína. Það er ótrúlegur árangur fyr- ir litla þjóð eins og Ís- lendinga að eiga þar fulltrúa. Stolt- ur var ég vegna frammistöðu okkar frábæru fótboltamanna hér síðasta sumar en stoltari enn var ég þetta kvöld yfir því að Íslendingar ættu slíkan snilling. Samt var ég eini Ís- lendingurinn á þessum tónleikum, sem lauk með langvinnum húrra- hrópum þeirra áheyrenda sem kalla ekki allt ömmu sína. Þar sem ég sat heyrði ég fólk tala saman fyrir tónleikana á ameríska ensku, enska ensku, þýsku, spönsku, jap- önsku og ítölsku auk frönsku. Á fótboltaleikina í Marseille og Nice og París fjölmenntu Íslendingar og var það afar skemmtilegt. Við eig- um Hörpu og þykir vænt um og við eigum frábært tónlistarfólk ís- lenskt. Nægir þar að nefna Björk og Víking. Svona lítil þjóð eins og Íslendingar mega vera meir en stoltir yfir slíku því það er langt frá öllum stöðlum. Sama má raunar segja um íslenska rit- höfunda sem seljast hér í Evrópu ekki síst hér í Frakklandi, í risaupplögum og myndlistarmenn eins og Erró, Ólafur Elías- son, Bragi og Sigurður og Kristján Guð- mundssyni svo ein- hverjir séu nefndir eru hér vel þekktir. Kvik- myndir okkar hafa einnig notið alveg ein- stakara vinsælda. Íslendingar standa sig langtum framar en ætla mætti miðað við höfðatölu þegar kemur að menningu. Svo langt að liggur við furðu. Samt eru fjárveit- ingar til menningar undir meðallagi Evrópuþjóða. Kannski þurfa listir bara engan stuðning? Ég er þó þeirrar skoðunar að Íslendingar myndu enn bæta sig á þessu sviði góðs mannlífs ef hið opinbera opn- aði budduna meir en nú er. Víkingur lék hér hjá mér árið 2002 á lítilli tónlistarhátíð sem ég hélt hér í fjöllunum í Provence um 7 ára skeið. Hann var þá nýorðinn átján ára og á leið til framhalds- náms í Juillard í New York. Hann heillaði alla með sinni snilld og yndislegu íslensku framkomu. Þá stóð yfir heimsmeistarmót í fót- bolta sem fram fór í Frakklandi og Víkingur þekkti nöfnin á öllum leikmönnum, jafnvel þeim tyrk- nesku! Nú, 15 árum síðar, er hann orð- inn þroskaður snillingur meðal þeirra fáu af guðunum útvöldu á heimsmælikvarða sá eini á Íslandi þó ekki sé á neinn hallað meðal okkar frábæru tónlistarmanna. Umfram allt hvet ég tónlistar- aðdáendur til að tryggja sér miða á Roque d‘Anteron-tónleika Víkings sem ég hygg að hljóti að verða að ári. Það þarf góðan fyrirvara því allt er uppselt löngu fyrir tónleika og gistingar einnig. Það var mikilvægt fyrir okkar frábæru fótboltamenn bæði í fyrra og eins í sumar þegar kvennalands- liðið stóð sig með ágætum, að hafa öflugan stuðningshóp með sér. Bar- áttan er hörð á toppnum og þar geta góðir „melomanar“ skipt veru- legu máli. Íslenskur tónlistarsnillingur Eftir Ármann Örn Ármannsson » Stoltur var ég vegna frammistöðu okkar frábæru fótboltamanna hér síðasta sumar en stoltari enn var ég þetta kvöld yfir því að Íslend- ingar ættu slíkan snill- ing. Ármann Örn Ármannsson Höfundur er fv. framkvæmdastjóri Ármannsfells hf. Við hjónin höfum lagt leið okkar á þennan stórkostlega stað, Borgarfjörð eystri, í nokkur ár og erum ásamt stór- fjölskyldu nýkomin úr gönguferð á svæðinu. Einn mesti listamað- ur þjóðarinnar þrosk- aðist í þessu um- hverfi, sjálfur Kjarval. Í dag leggja margir ferðamenn, innlendir sem erlendir, leið sína á þennan stað. Þar er að finna gott tjaldstæði, gisti- og veitingastaði og vel merktar gönguleiðir út frá Borgarfirði eystri. Þar má m.a. nefna Víkurnar: Brúnavík, Breiða- vík, Húsavík áfram til Loðmunda- fjarðar og Seyðisfjarðar. Á þessari leið er að finna eitt litfegursta fjall landsins, Hvít- serk. Í vestur frá þorpinu eru m.a. Dyr- fjöllin með Stórurð, stórbrotið svæði sem segir okkur jarðfræði- söguna, áhrif elds- umbrota og rof ísald- ar. Ef fólk kýs léttari gönguleiðir má benda á Stapavík þar sem sjá má uppskip- unarhöfn sem þjónaði byggðarlögunum frá aldamótunum eftir 1900 fram á fjórða tug tuttugustu aldar. Fjölmarga fleiri staði má nefna til göngu. Í þorpinu er stunduð smábátaútgerð og fisk- vinnsla því tengd ásamt landbún- aði og þjónustu við íbúa og ferða- menn. Fuglalíf er fjölbreytt og aðstaða til fuglaskoðunar er að finna við smábátahöfnina í Bakka- gerði. Ef við ætlum að teljast ferða- mannaland fyrir náttúruunnendur þá verður land okkar að bjóða upp á lágmarkskröfur til aksturs venjulegra fólksbíla milli staða. Það er ekki hægt að bjóða upp á holótta malarvegi með tilheyrandi rykstrók ef þurrt er eða leirdrullu ef væta er, þannig að bílar og íveruvagnar eru eitt forarstykki þegar komið er í náttstað. Hluti vegarins frá Egilsstöðum að Borg- arfirði eystri er án slitlags. Hvað veldur að aðeins hluti vegarins er með bundið slitlag? Er það sinnu- leysi stjórnvalda í landinu við ferðamenn og íbúa þessa lands- hluta og þorpsbúa sem sumir þurfa að fara daglega til Egils- staða eða er það magnleysi íbú- anna eða kjörinna fulltrúa svæð- isins? Hvað sem veldur er úrbóta þörf. Þarf að fara í drullugalla ef heimsækja á Borgarfjörð eystri? Eftir Egil Jónsson » Það er ekki hægt að bjóða upp á holótta malarvegi með tilheyr- andi rykstrók ef þurrt er eða leirdrullu ef væta er. Egill Jónsson Höfundur er fv. byggingarfulltrúi í Garðabæ og áhugamaður um bættar samgöngur. egill@haukanes11.com Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl- inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.