Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA Nutrilenk fyrir liðina Náttúrul egt fyrir liðin a GOLD NNA Vertu laus við LIÐVERKINA Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi „Ég var búinn að fara í þrjár hnéaðgerðir á nokkurra ára tímabili, var mjög slæmur og treysti mér engan veginn í aðra aðgerð. Semmúrari er ég mikið á hnjánum og starfið reynir gríðarlega á liðina. Til allrar hamingju ákvað ég að prófaNUTRILENKGOLD. Ég tók inn 6 töflur fyrstu tvær vikurnar og það dugði mér til að verða góður. Nú tek ég 2 töflur á dag til að viðhalda batanum. Það má segja að batinn sé kraftaverki líkastur. Ég hvet því kollega mína í iðninni til að prófa,“ segir Davíð en hann setti hvorki meira né minna en Íslandsmet í keilu í fyrra.„Ég trúi því aðNUTRILENKGOLD haldi mér góðum í keilunni a.m.k næstu 20 árin.“ Davíð Löve, múrari og keilusnillingur „ÉG HVET AÐRAMÚRARA TIL AÐ PRÓFA NUTRILENK GOLD“ Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þetta er ólíkt öllu sem ég hef gert áður og miklu stærra í snið- um hvað varðar lengd, umfang og dramatískan skala,“ segir Daníel Bjarnason sem hefur samið sína fyrstu óperu fyrir Dönsku þjóð- aróperuna í Árósum. Óperan kall- ast Brothers og er byggð á sam- nefndri kvikmynd eftir Susanne Bier. Árósar eru Menningarborg Evrópu í ár og er óperan hluti af stærra verkefni þar sem þrjár kvikmyndir Bier eru settar upp í mismunandi útfærslum. Daníel var sérstaklega beðinn að semja tónlistina fyrir óperuna. „Ég hafði lengi verið að hugsa um að gera óperu og var búinn að fá nokkrar hugmyndir sem runnu út í sandinn svo að þegar mér var boðið þetta verkefni var ég í raun- inni mjög tilbúinn. Ég þurfti smá- tíma til að melta viðfangsefnið en fann strax að þetta var mjög spennandi, að taka þessa sögu og þessa mynd og búa til eitthvað sem virkaði á sviði sem ópera,“ segir Daníel. Naut þess að skrifa óperuna Hann vann útlínurnar að hand- ritinu í nánu samstarfi við texta- höfundinn Kerstin Perski áður en hann fór að semja tónlistina og segir það hafa verið mest krefj- andi að byrja. „Þetta eru stórar tilfinningar og stórt form, það er erfitt að byrja á fyrstu mínútunni á verki sem er næstum því tveir klukkutímar og sjá fyrir sér ein- hvers konar dramatískan boga í gegnum allt saman. Ég þurfti að taka eitt skref í einu, reyna að vinna í smáatriðunum en skoða heildarmyndina líka og reyna allt- af að sjá fram í tímann.“ Daníel segir þó að hann hafi strax fundið að þetta átti vel við hann. „Ég naut þess að skrifa óp- eruna og líklega naut ég góðs af því að hafa reynslu af óperu sem stjórnandi. Ég var ekkert smeykur við ferlið og vissi vel hvernig það virkaði allt saman. Þetta er samt svo stórt verkefni og það má segja að það sé svolítið fyrir og eftir óp- eru hjá mér, það breytir öllum við- miðum að vera að hugsa á svona stórum skala,“ útskýrir hann. „Við notum kvikmyndina sem útgangspunkt en breytum frásögn- inni og tímaröðinni talsvert mikið. Stærsta breytingin er sú að í óp- erunni er kór á sviðinu allan tím- ann. Hann gegnir viðamiklu hlut- verki sem eins konar grískur kór en líka sem innri rödd í huga aðal- persónunnar. Við erum ekki að reyna að herma eftir kvikmyndinni heldur skapa nýjan vinkil á sög- una. Við reynum að skoða þessa sögu um afbrýðisemi, sektarkennd og ástarþríhyrning sem eilífa sögu um mann sem fer í stríð, þetta er saga sem hefur alltaf verið með okkur, sem má t.d. sjá í sögunni um Ódysseif,“ segir Daníel. Sér heildarmyndina úr fjarlægð Hann er búinn að taka virkan þátt í æfingaferlinu. „Ég er búinn að vera á flestum æfingum og hef unnið mikið með hljómsveitarstjór- anum eftir að hljómsveitin kom inn með söngvurunum. Ég er ekki að stjórna þessu sjálfur, sem mér finnst mjög gott, því ég hef getað setið úti í sal og tekið þetta inn í heild. Væri ég að stjórna sjálfur væri ég kannski meira með haus- inn ofan í alls konar smáatriðum en það er ágætt að geta séð heild- armyndina á þessu úr fjarlægð.“ Daníel er mjög ánægður með alla þá sem koma að óperunni og ekki síst söngvarana. „Þeir eru al- gjörlega meiriháttar. Þetta eru mest norrænir söngvarar en sá sem er í aðalhlutverki kemur frá Suður-Afríku og svo er einn söngvari frá Englandi. Það er líka einn íslenskur söngvari, hann Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson. Við erum búnir að þekkjast lengi og höfum oft unnið saman. Það er frábært að hafa hann með og hann smell- passar inn í hlutverk sitt rétt eins og allir hinir.“ Óperan hefur verið í vinnslu í um tvö ár en verður frumsýnd í óperuhúsinu í Árósum í kvöld. Að- spurður segist Daníel vera vel stemmdur fyrir frumsýninguna. „Mér líður bara mjög vel en þetta er náttúrlega alltaf stressandi. Það verður skrýtið að fá fullan sal af fólki eftir svona langan tíma, það eru tvö ár síðan við byrjuðum að vinna að þessu. Ég held þetta verði góð upplifun og ætla að reyna að njóta þessa áfanga,“ seg- ir hann að lokum. Fyrir og eftir óperuna  Daníel Bjarnason samdi sína fyrstu óperu fyrir menningarborg Evrópu  Verður frumflutt í Árósum í kvöld Stolt Daníel ásamt Kerstin Perski textahöfundi og Kasper Holten leikstjóra, fyrrverandi óperustjóra Covent Garden. Meiriháttar Jacques Imbrailo sem fer með aðalhlutverkið og Ólafur Kjart- an Sigurðarson sem fer með hlutverk ofurstans í verkinu. Söngkonan og lagahöfundurinn Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, Helga Kvam píanóleikari, Stefán Ingólfsson bassaleikari og Rodrigo Lopes slagverksleikari ætla að heiðra minningu Ellu Fitzgerald með tónleikum í Hofi á morgun, fimmtudag, kl. 20. 25. apríl síðastliðinn var öld liðin frá fæðingu djasssöngkonunnar virtu og vinsælu og ætla áðurnefnd- ir tónlistarmenn að minnast hennar í tali og tónum. Samkvæmt tilkynn- ingu er viðburðurinn haldinn í sam- starfi við Listasumar og Menning- arfélag Akureyrar. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tónlistarferill Fanneyjar hafi hafist með Ellu Fitzgerald, hún hafi kynnt hana fyrir djassinum. Hún hafi nefnt einn hund og eina kind eftir henni og auk þess sé það tónlistarbröltinu að þakka að hún hafi kynnst manninum sínum. Ella Fitzgerald 100 ára í Hofi á Akureyri Heiðurstónleikar Söngkonan Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir. Lögreglan í Van- couver hefur staðfest að áhættuleikkona hafi látist í mót- orhjólaslysi á setti Deadpool 2. Þetta kemur fram á vef Inde- pendent. Vitni að slys- inu segja leikkonuna hafa komið fljúgandi á mótorhjólinu áður en hún lenti á glervegg. Upphaflega héldu þeir sem sáu atvikið að um æfðan hluta kvikmyndatökunnar væri að ræða en fljótlega kom í ljós að svo var ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki litið út fyrir að leik- konan hafi notað bremsurnar á hjólinu fyrir slysið. Engar nánari skýringar á orsökum slyssins voru fáanlegar þegar fréttin var skrifuð. Ákveðið hafði verið að Deadpool 2 kæmi í kvikmyndahús í júní á næsta ári en ekki er ljóst hvort slysið muni hafa áhrif á þær áætl- anir. Áhættuleikkona lést á setti Deadpool 2 Deadpool

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.