Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 30.08.2017, Qupperneq 2
2 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 verður á Nesvöllum 1. sept n.k. klukkan 20.00 Aðgangseyrir 1.000 kr. Skemtinefndin HARMONIKKU DANSLEIKUR VIÐBURÐIR TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Getum bætt við okkur nokkrum nemendum í söngdeild. Sótt er um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is. Fyrstur kemur fyrstur fær. Upplýsingar á skrifstofu skólans, s. 420-1400. VETRAROPNUN SUNDLAUGA Vetraropnun sundlauga í Reykjanesbæ tekur gildi 1. september nk. Sundmiðstöð verður þá opin kl. 6:30-20:30 mánudaga til fimmtudaga, kl. 6:30-19:30 föstudaga og kl. 9:00-17:30 um helgar. Sundlaugin í Njarðvík verður þá opin kl. 6.30-8:00 virka daga, kl. 16:00- 20:00 þriðju-, miðviku- og föstudaga og kl. 13:00-17:00 laugardaga. FORELDRAFÆRNINÁMSKEIÐ Reykjanesbær býður upp á námskeiðið „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“ fyrir foreldra tveggja ára barna. Sjá nánar á www.reykja- nesbaer.is. Hægt verður að velja úr fjórum námskeiðum, sem hefjast: a. 11. september kl.17:00-19:00 c. 16. október kl.17:00-19:00 b. 25. september kl.19:30-21:30 d. 30. október kl.17:00-19:00 Stuðningsfulltrúi Hegðunarráðgjafi Leikskólakennari Sérkennari í námsveri Umsjónarkennari á miðstigi Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Þroskaþjálfi LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. MYLLUBAKKASKÓLI FRÆÐSLUSKRIFSTOFA LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL MYLLUBAKKASKÓLI HOLTASKÓLI VELFERÐARSVIÐ MYLLUBAKKASKÓLI Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. „Við hættum ekki fyrr en við jörðum þessa verksmiðju,“ sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka and- stæðinga stóriðju í Helguvík á fjöl- mennum fundi í Stapa í síðustu viku. Samtökin ætla að hefja fjársöfnun á Karolinafund til að standa undir kostnaði við fyrirhugaða hópmál- sókn gegn United Silicon í Helgu- vík. Kísilverksmiðju og mengun frá henni var harðlega mótmælt. Fjöldi fundargesta mættu með spurningar sem fulltrúar Reykjanesbæjar og Umhverfisstofnunar svöruðu eða reyndu að svara í pallborði í Stap- anum. Á fundinum voru þekktir aðilar ræðu- menn sem voru með erindi. Andri Snær Magnason, rithöfundur sagði stöðuna í Helguvík vera mesta „fí- askó á iðnaðarsvæði“ í Vestur Evrópu. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir flutti fróðlegt erindi og vísaði í rann- sókn frá áhrifum kísilvera í Noregi. Hann sagði m.a. að kísilver væru allt annað en góð fyrir heilsu bæjarbúa. Heitar umræður urðu á fundinum þegar fundarmenn fengu að bera fram spurningar til þeirra sem sátu við pallborð. Mörgum þeirra var beint til starfsmanna Umhverfisstofnunar en einnig líka til bæjarfulltrúa Reykja- nesbæjar. Eygló Anna Tómasdóttir, fjögurra drengja móðir úr Keflavík sagðist hafa búið í bæjarfélaginu alla tíð en væri núna búin að fá sig fullsadda af ástandinu. Hún væri astmaveik og hún fyndi mikið fyrir menguninni. Hún væri t.d. að greiða mun meira í lyf af þeim sökum. „Ég veit ekki hvert ég á að beina þessum áhyggjum mínum en mér gæti ekki verið meira sama um milljarða og milljónir. Ég á fjóra drengi og þeir eru gimsteinarnir mínir.“ Faðir Eyglóar, Tómas Knútsson, spurði Friðjón Ein- arsson, en hann er formaður bæjar- ráðs Reykjanesbæjar, hvort heilsa bæjarbúa eða fjármál bæjarins væri mikilvægara. Friðjón var ekki beint ánægður með spurningu Tómasar og svaraði að bragði: „Tómas! Hvað heldur þú?“ og bætti því við að þó svo að bærinn yrði af tekjum myndi hann lifa það af. Nokkrar umræður spunn- ust í kringum fjármálin en tekjur starf- semi United Silicon í Helguvík spila nokkra rullu í Sókninni, endurreisn fjármála Reykjanesbæjar. Kristinn Þór Jakobsson og Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúar ræddu það í þessum umræðum og sögðu það vissulega áhyggjuefni en yrði að finna lausn á með einhverjum hætti. Mikilvægt að ýta á Umhverfis- stofnun ■ „Ég hef alla tíð verið á móti þessari stóriðjustefnu í Helguvík og var mjög mikið á móti álver- inu, segir Kolbrún Jóna Péturs- dóttir, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, í samtali við Víkurfréttir, en hún vill sjá kísilverksmiðju United Silicon lagða niður. „Ég er fegin að álverið sé ekki farið í gang og ég vona að það eigi ekki eftir að gera það. Heimildin fyrir mengun í þessum starfsleyfum er töluverð,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að bæjarbúar haldi áfram að ýta á Umhverfis- stofnun. „Við þurfum að senda inn kvartanir og láta í okkur heyra.“ ●● Heitar●umræður●á●íbúafundi●um●kísilver●í●Stapa Hvort er heilsa bæjarbúa eða fjármál bæjarins mikilvægari? Frá fjölmennum fundi um stóriðju í Helguvík sem haldinn var í Stapa í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi ■ Vöxtur Bláa Lónsins hefur verið gríðarlegur síð- ustu ár og starfsmönnum fjölgað í samræmi við það. Bláa Lónið hefur fest kaup á fjölbýlishúsi í byggingu í Grindavík til að hafa möguleika á að bjóða starfsfólki sínu íbúðir. Að sögn Magneu Guðmundsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Bláa Lónsins, er búist við því að það verði mikil fjölgun starfsmanna á næstu misserum. „Hjá Bláa Lóninu starfa nú um 600 starfsmenn og við gerum ráð fyrir því að þeim fjölgi um 100 þegar nýfram- kvæmdir verða komnar í rekstur á næsta ári. Það er sam- keppni á vinnumarkaði og því höfum við lagt áherslu á að greiða samkeppnishæf laun og bjóðum að auki ýmis fríð- indi. Okkur hefur almennt gengið vel að ráða og halda í fólk enda er starfsandinn hér einstakur,“ segir Magnea Framkvæmdir við fjölbýlishúsið ganga vel en húsið er staðsett við Stafholtsveg í Grindavík. Í húsinu verða 24 íbúðir 70 til 90 m2 að stærð. „Það liggur ekkert fyrir um hvort við förum í frekari byggingaframkvæmdir,“ segir Magnea að lokum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Bláa lónið byggir fjölbýlishús fyrir starfsfólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.