Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 2

Víkurfréttir - 30.08.2017, Síða 2
2 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 verður á Nesvöllum 1. sept n.k. klukkan 20.00 Aðgangseyrir 1.000 kr. Skemtinefndin HARMONIKKU DANSLEIKUR VIÐBURÐIR TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Getum bætt við okkur nokkrum nemendum í söngdeild. Sótt er um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is. Fyrstur kemur fyrstur fær. Upplýsingar á skrifstofu skólans, s. 420-1400. VETRAROPNUN SUNDLAUGA Vetraropnun sundlauga í Reykjanesbæ tekur gildi 1. september nk. Sundmiðstöð verður þá opin kl. 6:30-20:30 mánudaga til fimmtudaga, kl. 6:30-19:30 föstudaga og kl. 9:00-17:30 um helgar. Sundlaugin í Njarðvík verður þá opin kl. 6.30-8:00 virka daga, kl. 16:00- 20:00 þriðju-, miðviku- og föstudaga og kl. 13:00-17:00 laugardaga. FORELDRAFÆRNINÁMSKEIÐ Reykjanesbær býður upp á námskeiðið „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“ fyrir foreldra tveggja ára barna. Sjá nánar á www.reykja- nesbaer.is. Hægt verður að velja úr fjórum námskeiðum, sem hefjast: a. 11. september kl.17:00-19:00 c. 16. október kl.17:00-19:00 b. 25. september kl.19:30-21:30 d. 30. október kl.17:00-19:00 Stuðningsfulltrúi Hegðunarráðgjafi Leikskólakennari Sérkennari í námsveri Umsjónarkennari á miðstigi Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Þroskaþjálfi LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. MYLLUBAKKASKÓLI FRÆÐSLUSKRIFSTOFA LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL MYLLUBAKKASKÓLI HOLTASKÓLI VELFERÐARSVIÐ MYLLUBAKKASKÓLI Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. „Við hættum ekki fyrr en við jörðum þessa verksmiðju,“ sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka and- stæðinga stóriðju í Helguvík á fjöl- mennum fundi í Stapa í síðustu viku. Samtökin ætla að hefja fjársöfnun á Karolinafund til að standa undir kostnaði við fyrirhugaða hópmál- sókn gegn United Silicon í Helgu- vík. Kísilverksmiðju og mengun frá henni var harðlega mótmælt. Fjöldi fundargesta mættu með spurningar sem fulltrúar Reykjanesbæjar og Umhverfisstofnunar svöruðu eða reyndu að svara í pallborði í Stap- anum. Á fundinum voru þekktir aðilar ræðu- menn sem voru með erindi. Andri Snær Magnason, rithöfundur sagði stöðuna í Helguvík vera mesta „fí- askó á iðnaðarsvæði“ í Vestur Evrópu. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir flutti fróðlegt erindi og vísaði í rann- sókn frá áhrifum kísilvera í Noregi. Hann sagði m.a. að kísilver væru allt annað en góð fyrir heilsu bæjarbúa. Heitar umræður urðu á fundinum þegar fundarmenn fengu að bera fram spurningar til þeirra sem sátu við pallborð. Mörgum þeirra var beint til starfsmanna Umhverfisstofnunar en einnig líka til bæjarfulltrúa Reykja- nesbæjar. Eygló Anna Tómasdóttir, fjögurra drengja móðir úr Keflavík sagðist hafa búið í bæjarfélaginu alla tíð en væri núna búin að fá sig fullsadda af ástandinu. Hún væri astmaveik og hún fyndi mikið fyrir menguninni. Hún væri t.d. að greiða mun meira í lyf af þeim sökum. „Ég veit ekki hvert ég á að beina þessum áhyggjum mínum en mér gæti ekki verið meira sama um milljarða og milljónir. Ég á fjóra drengi og þeir eru gimsteinarnir mínir.“ Faðir Eyglóar, Tómas Knútsson, spurði Friðjón Ein- arsson, en hann er formaður bæjar- ráðs Reykjanesbæjar, hvort heilsa bæjarbúa eða fjármál bæjarins væri mikilvægara. Friðjón var ekki beint ánægður með spurningu Tómasar og svaraði að bragði: „Tómas! Hvað heldur þú?“ og bætti því við að þó svo að bærinn yrði af tekjum myndi hann lifa það af. Nokkrar umræður spunn- ust í kringum fjármálin en tekjur starf- semi United Silicon í Helguvík spila nokkra rullu í Sókninni, endurreisn fjármála Reykjanesbæjar. Kristinn Þór Jakobsson og Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúar ræddu það í þessum umræðum og sögðu það vissulega áhyggjuefni en yrði að finna lausn á með einhverjum hætti. Mikilvægt að ýta á Umhverfis- stofnun ■ „Ég hef alla tíð verið á móti þessari stóriðjustefnu í Helguvík og var mjög mikið á móti álver- inu, segir Kolbrún Jóna Péturs- dóttir, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, í samtali við Víkurfréttir, en hún vill sjá kísilverksmiðju United Silicon lagða niður. „Ég er fegin að álverið sé ekki farið í gang og ég vona að það eigi ekki eftir að gera það. Heimildin fyrir mengun í þessum starfsleyfum er töluverð,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að bæjarbúar haldi áfram að ýta á Umhverfis- stofnun. „Við þurfum að senda inn kvartanir og láta í okkur heyra.“ ●● Heitar●umræður●á●íbúafundi●um●kísilver●í●Stapa Hvort er heilsa bæjarbúa eða fjármál bæjarins mikilvægari? Frá fjölmennum fundi um stóriðju í Helguvík sem haldinn var í Stapa í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi ■ Vöxtur Bláa Lónsins hefur verið gríðarlegur síð- ustu ár og starfsmönnum fjölgað í samræmi við það. Bláa Lónið hefur fest kaup á fjölbýlishúsi í byggingu í Grindavík til að hafa möguleika á að bjóða starfsfólki sínu íbúðir. Að sögn Magneu Guðmundsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Bláa Lónsins, er búist við því að það verði mikil fjölgun starfsmanna á næstu misserum. „Hjá Bláa Lóninu starfa nú um 600 starfsmenn og við gerum ráð fyrir því að þeim fjölgi um 100 þegar nýfram- kvæmdir verða komnar í rekstur á næsta ári. Það er sam- keppni á vinnumarkaði og því höfum við lagt áherslu á að greiða samkeppnishæf laun og bjóðum að auki ýmis fríð- indi. Okkur hefur almennt gengið vel að ráða og halda í fólk enda er starfsandinn hér einstakur,“ segir Magnea Framkvæmdir við fjölbýlishúsið ganga vel en húsið er staðsett við Stafholtsveg í Grindavík. Í húsinu verða 24 íbúðir 70 til 90 m2 að stærð. „Það liggur ekkert fyrir um hvort við förum í frekari byggingaframkvæmdir,“ segir Magnea að lokum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Bláa lónið byggir fjölbýlishús fyrir starfsfólk

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.