Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 33
33miðvikudagur 30. ágúst 2017 VÍKURFRÉTTIR
Kl. 24:00 - 03:00
JÚDAS svíkur engan!
Staðsetning: Ráin, Hafnargötu 19a
Júdasarballið á Ránni á föstudagskvöldinu er orðin hefð og
skyldumæting hjá hressu Suðurnesjafólki og gestum á öllum aldri.
Laugardagur
Kl. 10:00 - 13:00
Morgunverðarhlaðborð körfuknattleiksdeildar
Staðsetning: TM höllin Sunnubraut
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur býður upp á morgunverðarhlað-
borð í TM-Höllinni (Íþróttahúsinu við Sunnubraut). Á boðstólum
verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur,
brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði. Tilvalið fyrir alla
gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við
fyrir Árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Verð 2.000 kr.
Kl. 10:30 - 11:30
Söngvaborg í Stapa
Staðsetning: Stapi Hljómahöll
Hvaða börn þekkja ekki Söngvaborg og elska að dilla sér og dansa
við hana? Þau Sigga, María og Björgvin mæta eldhress í Stapann í
Hljómahöll og skemmta börnunum eins og þeim er einum lagið.
Viðburðurinn verður haldinn að morgni laugardags þegar allir
krakkar eru kátir og hressir og tilbúnir í daginn. Allir velkomnir og
aðgangur ókeypis.
Kl. 10:30 - 17:00
Barna- og fjölskyldudagskrá
Staðsetning: Stapi, hátíðarsvæði, Skessuhellir
Á Ljósanótt verður boðið upp á glæsilega dagskrá fyrir börnin og
fjölskyldur þeirra.
Kl. 10:30 í Stapa.
Söngvaborg. Sigga, María og Björgvin skemmta börn-
unum eins og þeim er einum lagið.
Skessuhellir Kl. 14:30 - 17:00.
Skessan býður í rjúkandi lummur
Stóra sviðið á hátíðarsvæði
Kl. 14:50 Bryn Ballett Akademían
Kl. 15:00 Bíbí og Björgvin syngja töfrandi lög ævintýranna
Kl. 15:30 Sirkus Íslands með stórkostleg atriði og loftfimleika
Kl. 16:00 Danskompaní
Kl. 16:15 Diskótekið Dísa með barnaball og karamellur
Kl. 17:00 Taekwondo
Kl. 12:30 – 14:30
Diskósúpa Nettó
Staðsetning: Á mótum Hafnargötu og Skólavegar (á móti
Georg Hannah)
Nettó býður upp á Diskósúpu sem er tilvalið fyrir þátttakendur
Árgangagöngunnar að gæða sér á á leið sinni að réttu húsnúmeri.
Þetta framtak er liður í átaksverkefni Nettó, Minni sóun, sem
miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um matarsóun,
sem er stórt vandamál í heiminum í dag, og hvernig megi sporna
við henni. Á Menningarnótt veitti Nettó yfir 1000 skammta af
súpu sem í raun hefði ekki átt að verða til miðað við matarsóun
Íslendinga. Súpan var gerð úr 150 kílóum af grænmeti sem komið
var fram á síðasta söludag eða uppfyllti ekki útlitskröfur auk gífur-
legs magns af þurrmat í sama ástandi.
Kl. 13:00 - 17:00
Flóamarkaður
Staðsetning: Hringbraut 108, gamla K-húsið við fótbolta-
völlinn
Eitthvað fyrir alla svo endilega komið og kíkjð við.
Kl. 13:30 - 14:00
Árgangagangan
Staðsetning: Hafnargatan
Mættu fyrir framan það húsnúmer sem samsvarar fæðingarári
þínu og taktu þátt í einstakri skrúðgöngu þar sem mannkyns-
saga nútímans tekur á sig mynd. Málið er einfalt: Sértu fæddur
´67 mætir þú fyrir framan Hafnargötu 67 o.s.frv. Yngsta kynslóðin
hefur gönguna og marserar niður Hafnargötu í gegnum heilt
æviskeið. Þeir eldri bíða og horfa á æskuna renna hjá þar til röðin
kemur að þeim að bætast við. „Hringnum“ er lokað þegar hópur
heldri borgara stígur inn í gönguna og gætir þess, sem fyrr, að
enginn heltist úr lestinni. Allt undir dynjandi lúðrablæstri lúðra-
sveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar o.fl.
Kl. 15:00
Hópakstur Bifhjólaklúbbsins Arna
Staðsetning: Hafnargatan – hátíðarsvæði
Hjólað af stað frá ÓB um Njarðarbraut og Hafnargötu og hjólum
lagt á SBK planinu. Hjól höfð til sýnis á SBK planinu eftir hóp-
aksturinn.
Kl. 14:00 - 18:00
Opið hús hjá Pílufélaginu fyrir almenning
Staðsetning: Hrannargata 6 (Aðstaða Pílufélags Reykjanes-
bæjar)
Bæjarbúum og gestum þeirra er boðið í aðstöðu félagsins þar sem
þeir geta fengið leiðsögn og prufað pílukast.
Kl. 14:00 - 17:00
Motocross keppni í fyrsta skipti á Íslandi!
Staðsetning: Keflavíkurhöfn
Keppt verður á Motocrosshjólum innanbæjar við Keflavíkurhöfn.
Búið er að smíða braut með alls kyns hindrunum sem keppendur
þurfa að keyra yfir. Komið og sjáið bestu ökumenn landsins kepp-
ast við að klára ótrúlegar þrautir!
Kl. 14:30 - 17:00
Skessan býður í lummur
Staðsetning: Skessuhellir Gróf
Nú þarf ég að dusta rykið af stóru uppskriftabókinni minni því ég
ætla að hræra í stóra lummusoppu fyrir Ljósanótt. Ég býð ykkur
öll velkomin í hellinn minn á laugardegi Ljósanætur og þiggja hjá
mér gómsætar lummur með sykri. Nammi namm (enda er nú líka
nammidagur).
Kl. 14:30 - 18:00
Syngjandi sveifla
Staðsetning: Duushús
Duushúsin iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum
sýningum og uppákomum. Nýir tónleikar hefjast á hálftíma
fresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegur
menningarhópar, kórar og söngsveitir.
Kl. 14:30 Bátasalur: Félag harmonikuunnenda
Kl. 15:00 Bíósalur: Söngsveitin Víkingar
Kl. 15:30 Bátasalur: Kvennakór Suðurnesja
Kl. 16:00 Bíósalur: Sönghópur Suðurnesja
Kl. 16:30 Bátasalur: Karlakór Keflavíkur
Kl. 17:00 Bíósalur: Norðuróp, Jóhann Smári Sævarsson
Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Kl. 14:00 - 17:00
POP-UP á Ljósanótt
Staðsetning: Svarta pakkhúsport og Stefnumótastaurinn (mót
Tjarnargötu og Hafnargötu)
Kannt þú að leika listir, dansa, syngja, spila á hljóðfæri, gera
töfrabrögð eða hvað sem er? Hvernig væri að láta ljós sitt skína
á Ljósanótt? Í Svarta pakkhúsporti og við Stefnumótastaurinn (á
mótum Tjarnargötu og Hafnargötu) gefst áhugasömum kostur á
að troða upp með stutt atriði. Hljóðkerfi verður á staðnum. Ekki
vera feimin/n, vertu bara með! Skráning og úthlutun tíma á ljosa-
nott@ljosanott.is
Svarta pakkhúsport
Kl. 14:30 Danskompaní
Kl. 15:15 Bryn Ballett Akademían
Stefnumótastaurinn
Kl. 13:40 Bryn Ballett Akademían
Kl. 15:00 Danskompaní
Kl. 15:00 - 18:00
Björgvin Halldórsson tekur á móti gestum á Rokksafni
Íslands
Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll, Hjallavegi 2
Björgvin Halldórsson verður á staðnum og tekur á móti gestum á
sýninguni Þó líði ár og öld sem opnuð var í lok árs 2016 á Rokksafni
Íslands í Hljómahöll. Þetta er kjörið tækifæri til að hitta sjálfan Bó
Halldórs í eigin persónu og fá sér kaffi með honum.
Kl. 20:30 - 23:00
Stórtónleikar á útisviði
Staðsetning: Hátíðarsvæði
Á stórtónleikum Ljósanætur er ávallt boðið upp á það besta. Hér
verður að finna eitthvað fyrir alla svo við reiknum með dúndur
stemningu þegar hápunkti kvöldsins er náð og bjartasta flugelda-
sýning landsins lýsir upp Ljósanótt.
Fram koma:
Emmsjé Gauti
Jana María Guðmundsdóttir ásamt hljómsveit
KK og Maggi Eiríks
Hljómsveitin Valdimar
Jón Jónsson og hljómsveit
Þetta verður skothelt!!
Kl. 22:15 - 22:30
Bjartasta flugeldasýning landsins
Staðsetning: Hátíðarsvæði
Toyota í Reykjanesbæ lýsir upp Ljósanótt. Strax að lokinni flug-
eldasýningunni verða ljósin á berginu kveikt. Tónlistardagskrá
heldur svo áfram til kl. 23:00. Það er Björgunarsveitin Suðurnes,
að vanda, sem sér um framkvæmd sýningarinnar, sem líkja má
við einn af listviðburðum hátíðarinnar svo glæsileg er þessi sýning
orðin hjá þeim.
Kl. 23:00 - 00:00
Queen messa í Keflavíkurkirkju
Kór Keflavíkurkirkju, Jón Jósep Snæbjörnsson og hljómsveit flytja
nokkur af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar Queen. Sigurður
Ingólfsson, sr. Davíð Þór Jónsson og Arnór B. Vilbergsson sömdu
íslenska texta við lögin og er umfjöllunarefni þeirra Fjallræða
Jesú. Stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson. Miðaverð er kr. 2000.-
og eru miðar seldir við innganginn (enginn posi). Einnig er hægt
að fá miða hjá kórfélögum í forsölu.
Kl. 23:00 - 02:00
Hljómsveitin Feðgarnir
Staðsetning: Tjaldið Kaffi DUUS
Kl. 23:00 - 04:00
Ball með Föruneytinu á Paddy’s
Staðsetning: Paddy’s, Hafnargötu 38
Föruneytið heldur upp lífi og limum þeirra sem vilja hafa gaman á
Ljósanótt. Aðgangseyrir 1.500kr.
Kl. 23:59 - 04:00
Ljósanæturballið 2017
Staðsetning: Stapinn / Hljómahöll
Hið árlega Ljósanæturball verður haldið með pompi og prakt í
Stapanum/Hljómahöllinni.. Fram koma SSSól, Helgi Björns, Ingó
Veðurguð, Jón Jónsson, Salka Sól og Emmsjé Gauti. Forsala miða
fer fram í Galleri Keflavík og á Miði.is.
Sunnudagur
Kl. 07:00 - 19:00
Opna Ljósanæturmótið í golfi
Staðsetning: Hólmsvöllur í Leiru !
Opna Ljósanæturmótið í golfi er í boði Hótel Keflavíkur. Verð
4.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar inn á golf.is
Kl. 11:00 - 12:00
Söguganga Byggðasafns Reykjanesbæjar
Staðsetning: Duus Safnahús
Árleg söguganga Byggðasafnsins verður að þessi sinni á slóðum
skáta í tilefni 80 ára afmælis Heiðabúa. Helgi Biering leiðir göng-
una sem hefst við Duus safnahús og lýkur við skátaheimilið við
Vatnsnesveg um það bil klukkutíma seinna. Skátaheimilið verður
opið og heitt á könnunni. Allir velkomnir.
Kl. 13:00 - 18:00
Sölutjöld opin
Staðsetning: Hátíðarsvæði
Sölutjöldin eru opin frá fimmtudegi til sunnudags. Síðasti séns til
að gera góð kaup hjá farandsölufólkinu.
Kl. 13:00 - 18:00
Leiktækin í gangi
Staðsetning: Hátíðarsvæði
Góður dagur til að klára miðana í tívolítækin. Á sunnudegi eru
raðirnar styttri og meiri rólegheit á svæðinu.
Kl. 13 - 17:00
Sýningar opnar
Síðasti sýningardagur flestra sýninga.
Kl. 14:00
Próf/Tests – Listamannsleiðsögn
Staðsetning: Duus Safnahús, Stofan
Fríða Dís myndlistar- og tónlistarmaður er ef til vill mörgum kunn
fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. Á
sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk sem hafa að fyrir-
mynd 57 þungunarpróf. Hvert málverk táknar einn mánuð í því
57 mánaða ferli sem það tók þau hjónin að verða barnshafandi.
Kl. 14:00 - 18:00
KK og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju
Staðsetning: Kirkjuvogskirkja Hafnir
Hinn ástsæli söngvari KK heldur tvenna órafmagnaða tónleika í
Kirkjuvogskirkju í Höfnum. KK mun flytja þekkt lög frá ferli sínum
bæði ný og gömul og verður einstakt að heyra hann syngja og spila
í fallegu litlu kirkjunni í Höfnum. Elíza Newman mun sjá um að hita
upp fyrir KK og flytja lög af sínum ferli, meðal annars af nýjustu
plötu sinni Straumhvörf sem tekin var upp í Höfnum. Fyrri tón-
leikarnir hefjast kl. 14 og seinni kl. 16. Miðaverð er 2000 kr. Miðar
verða til sölu í Gamla skólanum í Höfnum laugadaginn 02.09 frá
14-16 og sunnudaginn 03.09 frá 13-16. Einnig verður kaffihús og
listsýning í gamla skólanum í boði Menningarfélags Hafna. Verið
velkomin í Hafnirnar!
Kl. 16:00 og 20:00
Með SOUL í auga
Staðsetning: Andrews Theatre Ásbrú
SOUL tónlist allra tíma er viðfangsefni tónleikaraðarinnar ,,Með
blik í auga” þetta árið sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Ljósanótt
í Reykjanesbæ undanfarin 6 ár. Einvalalið söngvara og hljóð-
færaleikara tekur þátt í sýningunni og eru söngvarar í ár þau
Jóhanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og
Helgi Björns. Hljómsveitarstjóri er Arnór B. Vilbergsson og kynnir
er að venju ólíkindatólið Kristján Jóhannsson sem farið hefur á
kostum hingað til. Tvær sýningar verða sunnudaginn 3. september
kl. 16:00 og 20:00.
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ • DAGSKRÁ • LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ
á fésbók Víkurfrétta
Dagskrárgerðarfólk Víkurfrétta verður á ferð um bæinn
alla daga Ljósanætur með útsendingarbúnað þar sem
sent verður beint út á fésbókarsíðu Víkurfrétta.
Fylgist með okkur á fésbókinni og vf.is á Ljósanótt 2017