Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Side 40

Víkurfréttir - 30.08.2017, Side 40
40 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Guðrún landaði 100 sm. laxi með stöngina á óléttubumbunni í fyrstu veiði- ferðinni Guðrún er gengin sex mánuði á leið með sitt þriðja barn en lét það ekki stoppa sig í laxveiðinni. Fór með skemmtilegum hópi í Víðidalsá. „Ég hef aldrei farið í laxveiði áður þannig að það er hægt að segja að þetta hafi gengið vel,“ sagði hún sposk þegar við spurðum út í veiðihæfileikana. Fyrsti lax sem veiðimaður veiðir er kallaður maríulax og Guðrún var ekkert að tvínóna við þetta og setti fljótlega í fyrsta laxinn sinn, fallega hrygnu. „Ég fékk maríulaxinn á laugardeg- inum í blíðskaparveðri í Faxaholu, hann tók micro Sunray fluguna og baráttan stóð yfir í kringum 10 mín- útur. Hann var 63 sm. vel silfraður og nýgenginn. Og að sjálfsögðu var ugginn étinn síðar um kvöldið,“ segir Guðrún en það er hefð hjá laxveiði- mönnum. Hver er svo sagan á bakvið þennan 100 sm.? Daginn eftir náði ég að næla í 100 sm. hæng, baráttan við hann tók 17 mín- útur en átökin voru mikil. Hann tók fluguna Blue sun ray sem við vorum að prófa í fyrsta skipti. Jói Hafnfjörð, snillingur með meiru í Víðidalsá að- stoðaði mig við að koma honum í háf- inn og var mikil gleði að ná að landa þessum stóra hæng. Hann var veiddur á einum vinsælasta stað í ánni, Dalsár- ósum. Honum var sleppt þannig að um að gera fyrir aðra að reyna við hann,“ sagði laxveiðikonan lukkulega. Það er draumur allra laxveiðimanna að veiða 100 sm. langan lax. Lang fæstum tekst það. Guðrún Sædal Björgvinsdóttir, sem rekur Blue Car bílaleiguna með Magnúsi Þorsteinssyni manni sínum, ákvað að setja önnur viðmið þegar hún fór í laxveiði í fyrsta sinn, núna í ágústmánuði. Hún veiddi tvo laxa og gerði sér lítið fyrir og landaði einum 100 sm. „Ég tyllti bara stönginni á óléttubumbuna og dró hann hægt og rólega inn,“ sagði hún í spjalli við Víkurfréttir. STÓRLAX

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.