Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 44

Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 44
44 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 ■ Einar Guðberg Gunnarsson hefur verið duglegur að mynda nánasta umhverfi sitt. Á dögunum fór Einar ásamt Júlla bróður sínum í heilsubótargöngu um Vatnsnesið í Keflavík og að sjálfsögðu var myndavélin tekin með í ferðina. „Löbbuðum Árnastíg en þegar komið var að Vatnsnesvita vorum við komnir á slóðir minninga og reikaði hugur okkar 60 ár aftur í tímann... gleymdum heilsunni. Bergtröllið, Básbryggjan og fjaran fyrir neðan Hafnargötuna. Á þeim tíma var fjaran ruslahaugur, öllu fargað í fjöruna, fátt annað í boði á þeim tíma. Í dag er þetta náttúruperla,“ segir Einar Guðberg um upplifun sína af heilsu- bótargöngunni. Einar heldur áfram að lýsingu sinni á svæðinu: „Áfram er haldið og á vinstri hönd framundan má sjá litla vík sem gengur inn í landið og er nefnd Básinn. Árið 1929 hófu þar nokkrir stór- huga athafnamenn að reisa aðstöðu fyrir útgerð. Þeir byggðu myndarlega steinbryggju og upp með henni byggðu þeir allmikil fiskvinnsluhús að þeirra tíma mælikvarða, og standa sum þeirra enn. Básinn hefur verið fylltur upp, en þó sést enn í hluta af bryggjunni“. Myndirnar hér á síðunni eru úr ferð þeirra bræðra. Á S L Ó Ð U M Æ S K U M I N N I N G A Í K E F L A V Í K

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.