Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 62

Víkurfréttir - 30.08.2017, Page 62
62 miðvikudagur 30. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR „Þetta er mögnuð tilfinning að ganga hér í jakkafötunum gegnum flugstöðina með þessa stemmn- ingu,“ sagði Elvar Már Ragnars- son, landsliðsmaður í körfubolta, en landsliðið sem nú er á leið á Evrópumótið í Finnlandi fór utan í vikunni. Ferðalangar í flugstöð Leifs Eiríks- sonar, íslenskir sem útlendir, fögn- uðu íslensku strákunum þegar þeir gengu í gegnum stöðina, veifuðu íslenska fánanum og tóku myndir. Leið þeirra lá út í flugvél Icelandair en eins og venja er var tekin mynd af þeim í landgang- inum, glæsilegir fulltrúar okkar, klæddir bláum j a k k afötu m , í hvítri skyrtu og með rautt bindi að ógleymdum brúnum spar i- skóm. Það verður ekki mikið í s - lenskara. Suðurnesjamenn eiga fjóra fulltrúa í hópnum, Gunn- ar Einarsson úr þjálfarateyminu og þrjá leikmenn, þá Loga Gunnarsson sem er landsleikja- hæstur leikmanna liðsins með 138 leiki, Hörð Axel Vilhjálmsson (65 landsleikir) og Elvar Má Frið- riksson (27 leikir). Sá síðast- nefndi er að fara á sitt fyrsta stórmót með landsliðinu en hinir tveir voru með landsliðinu fyrir tveimur árum. Þá fór Logi á kostum og sagði í viðtali að þetta væri gaman svona í síðasta skipti. „Já, ég átti ekki von á því að vera aftur á leið á stórmót en það er auðvitað frábært. Hópurinn er klár í slaginn. Undirbúningur hefur gengið vel og við ætlum að standa okkur,“ sagði Njarðvíkingurinn. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 ALLIR Í KÖRFU Æfingar hefjast 4. september hjá yngri flokkum körfuknattleiksdeildar UMFN Æfingataflan og skráning er á heimasíðu félagsins, www.umfn.is Nánari upplýsingar á netfanginu unglingarad.umfn@gmail.com Komdu í körfu - Unglingaráð KKD UMFN Íþróttir á Suðurnesjum   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Andri Rúnar heldur áfram að raða inn mörkunum ■ Grindvíkingar gerðu jafntefli við KR á heimavelli síðastliðna helgi. Andri Rúnar jafnaði leikinn í upp- bótartíma fyrri hálfleiks með fal- legu og föstu skoti í þverslá og inn, en þar skoraði hann eitt fallegasta mark sumarsins. William Daniels skoraði síðan seinna mark Grind- víkinga á 75. mín. en það mark dugði ekki til þar sem að KR jafn- aði á 80. mín. Lokamínútur leiks- ins voru æsispennandi en lokatölur urðu 2-2. Grindvíkingar eru sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 25 stig. Magnaður sigur Keflvíkinga í Inkasso-deildinni ■ Keflvíkingar unnu 3-2 sigur á ÍR á fimmtudaginn í síðustu viku og halda toppsætinu í Inkasso deild- inni í knattspyrnu. Mörk Kefla- víkur skoruðu Adam Árni Róberts- son á 27. mínútu, Jeppe Hansen á 78. mínútu og Leonard Sigurðsson á 87. mín. Njarðvík á toppnum í 2. deild- inni ■ Njarðvíkingar gerðu sér góða ferð til Egilsstaða á laugardaginn þegar þeir sigruðu Hött 2-0. Mörk Njarðvíkinga skoraði Andri Fannar Freysson frá vítapunktinum, fyrra markið kom á 34. mínútu eftir að Styrmir Gauti leikmaður Njarð- víkur hafði verið felldur inni í teignum og það síðara á 78. mín- útu eftir brot á Arnóri Björnssyni. Næsti leikur Njarðvíkinga sem eru á toppi deildarinnar er gegn Vestra næstkomandi laugardag kl. 13 á Nesfisksvellinum í Njarðvík. Víðismenn sigruðu Sindra ■ Víðismenn fengu Sindra í heim- sókn á laugardaginn og unnu sann- færandi sigur og urðu lokaúrslitin 4-0. Milan Tasic skoraði tvö mörk fyrir Njarðvíkinga á 8. og 39. mín- útu. Aleksandar Stojkovic skoraði úr víti á 24. mínútu og lokamarkið skoraði Dejan Stamenkovic á 53. mínútu. Víðismenn eru í 3. sæti í 2. deild. Þróttur Vogum sótti þrjú stig á Dalvík ■ Þróttarar sóttu sigur á Dalvík síðastliðinn laugardag á Dalvíkur- velli í þriðju deildinni. Mörk Þrótt- ara skoruðu Ólafur Örn Eyjólfs- son á 48.mín. og Elvar Freyr Arn- þórsson á 76. mín. Sem stendur eru Þróttarar í 2. sæti 3. deildarinnar. Reynir Sandgerði gerði jafntefli við topplið Kára í 3. deildinni ■ Reynir Sandgerði gerði 2-2 jafnt- efli við Kára á Sandgerðisvelli á fimmtudaginn í síðustu viku en lið Kára er sem stendur í efsta sæti 3. deildar. Mörk Sandgerðinga skorðuð þeir Tomislav Misura á 4. mínútu og Strahinja Pajic á 31. mínútu. Lið Reynis er í næst neðsta sæti 3. deildar með 10 stig. Keflavíkurstúlkur halda 4. sætinu ■ Keflavík tapaði 1-0 fyrir toppliði Selfoss í síðustu viku, þrátt fyrir tapið halda þær 4. sætinu í 1. deild kvenna. Knattspyrnusamantekt Náði draumahögginu aðeins 15 ára ●● Logi●Sigurðsson●fór●holu●í●höggi●í●Leirunni.● Í●þriðja●ættlið●mikilla●golffeðga●úr●GS Logi Sigurðsson, 15 ára kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Hólmsvelli í Leiru á innanfélagsmóti GS í sl. viku. Draumahögginu náði peyinn á 16. brautinni sem er 126 metrar. Kappinn var með 9-járn og sló gott högg. „Boltinn lenti nokkra metra frá pinna, aðeins hægra megin en það var smá sveigja í högginu og boltinn rúll- aði til vinstri og endaði í holu. Þetta var geggjuð tilfinning og skemmti- legt að ná þessu í móti,“ sagði kylf- ingurinn ungi sem byrjaði snemma að handleika kylfurnar en fór þó ekki að æfa íþróttina af alvöru fyrr en á þessu ári en faðir hans er Sigurður Sigurðsson, Íslandsmeistari í höggleik 1988 og fyrrverandi landsliðsmaður. Það er óhætt að segja að það sé nokkuð um golf í umhverfi stráksa því ekki aðeins pabbi hans náði flottum árangri heldur líka afi hans, Sigurður Albertsson, sem varð margfaldur Íslandsmeistari öldunga. Þeir þrír og Adam bróðir hans, hafa allir farið holu í höggi, afinn og Adam m.a. á sömu braut. Logi lék sinn besta hring í mótinu og lauk leik á aðeins tveimur yfir pari á 18 holunum, 74 höggum. Hann lækk- aði mikið í forgjöf og er nú kominn í 8,2. Nú þarf pabbi hans að fara að vara sig. L o g i g la ð b e i tt u r eftir draumahöggið á 16. braut á Hólms- velli í Leiru. Stemmning í flugstöðinni þegar körfuboltalandsliðið fór á EM Landsliðið og þjálfarar í landganginum á Icelandair flugvél á Keflavíkurflugvelli. Fjórmenningarnir, Hörður Axel, Logi, Gunnar og Elvar. VF-myndir/pket. Körfuboltastúlkur úr Reykjanesbæ í áhöfn landsliðsins ■ Landslið karla í körfuknattleik flaug til Helsinki í morgun og í áhöfn flugvélar Icelandair voru meðal annars k ö r f u k n a t t - leikskonurnar A n n a M a r í a Ævarsdóttir og L ov ísa Fa ls- dóttir. Þær hafa báðar spilað m e ð l i ð u m frá Keflavík, Njarðvík og Grindavík í úr valsdeild kvenna í körfuknattleik og einnig með unglingalandsliðum okkar í körfu. Þetta kom fram á Fésbókar- síðu Hannesar S. Jónssonar, for- manns KKÍ. Hann segir einnig frá því að körfuboltaáhöfn hafi flogið með hópinn út og þar á meðal þær Anna María og Lovísa. Anna María Ævarsdót tir tók á móti liðinu/ Fésbókarsí ða KKÍ Lovísa Falsdóttir og Helga Hrund Frið-riksdóttir um borð í vél Icelandair/ Fés-bókarsíða Hannesar S. Jónssonar ÞÚ FINNUR ÍÞRÓTTAFRÉTTIR AF SUÐURNESJUM Á VF.IS

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.