Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 2
2 9. febrúar 2018fréttir M ónika Atladóttir, Akur­ eyringur á þrítugsaldri, var á dögunum dæmd í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir litlar sakir, að henn­ ar mati. Hún stal svörtum nærbux­ um, að verðmæti ríflega þúsund króna, í Lindex á Þorláksmessu á síðasta ári. Mónika furðar sig á þessum dómi í samtali við DV og segist hún hafa frekar búist við sekt þar sem hún viðurkenndi sök fús­ lega. Erlingur Sigtryggs­ son, dómstjóri við Hér­ aðsdóm Norðurlands eystra, kvað upp dóm­ inn og segist hann átta sig vel á því að þetta sé þungur dómur fyrir litlar sakir. Hann hafi þó kveðið upp lægsta mögulega dóm sem lög leyfa. Brókarlaus degi fyrir jól Mónika segir það furðulegt að hafa fengið þennan dóm en hún kom af fjöll­ um þegar blaðamað­ ur sagði henni að hún hefði verið dæmd fyrir þjófnaðinn og taldi að hún þyrfti einungis að greiða sex þúsund krónur í sekt. „Ég vissi að ég hafði verið kærð, mér var birt kæran. Þetta er glæp­ ur og maður þarf að borga sekt. Þetta er samt svolítið út í hött þegar maður er að tala um nauðsynjavörur, í raun og veru. Ef ég hef ekki efni á að borga þúsund kall fyrir nærbuxur þá hef ég ekki efni á því að borga sex þús­ und krónur í sekt,“ segir Mónika og hlær. Hún segir að nærbuxurnar hafi raunar verið nauðsynjavara. Þannig er mál með vexti að hund­ ur hennar sækist mikið í að borða nærbuxur hennar og var hún því brókarlaus degi fyrir jól. „Hund­ urinn minn er svo hrifinn af því að naga hluti úr bómull og nælonefnum. Þannig að ég verð alltaf mjög fljótt uppiskroppa með allt svona og ég er ekkert á sérstaklega háum laun­ um, því ég er á féló,“ segir Mónika. Lögin heimiluðu ekki sekt Erlingur dómstjóri gerir ráð fyrir að enginn sakar­ kostnaður hljótist af þessu máli. Hann seg­ ir að þar sem Mónika hafi áður fengið dóm vegna auðgunar­ brots þá hafi ekki verið hægt að sekta hana. Hún hafi þó fengið lág­ marksrefsingu. „Þetta var útvistardóm­ ur, hún mætti ekki og hún var aðvöruð að ef hún mætti ekki þá teldist hún hafa játað. Því var bara dæmt og það var enginn kostnað­ ur á rannsóknarstigi. Refsiramm­ inn, sem sagt lágmarksrefsing, fyrir þjófnað er fangelsi en í undan­ tekningum, ef það er um smáræði að tefla og viðkomandi hefur ekki verið dæmdur fyrir auðgunarbrot áður, þá má fara niður í sekt. Hún hefur að minnsta kosti eitt auðg­ unarbrot á ferlinum og þar með er lágmarksfangelsi dæmt,“ seg­ ir Erlingur og bætir við að hann skilji það vel að svona dómar geti skotið skökku við í huga margra. Hann nefnir í því samhengi fræga frétt um hangikjötsþjóf sem fékk nokkurra mánaða fangelsi fyrir stuldinn. n 13 mánuðir fyrir ketkrók Fertugur karlmaður var dæmdur árið 2007 í þrettán mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að stela úrbeinuðu hangilæri í Bónus í Hveragerði. Lengd dómsins mátti skýra að hluta með því að hann braut skilorð með stuldinum á kjötinu. 5 mánuðir fyrir súpu og koníak Fimmtugur karlmaður var árið 2008 dæmdur í fimm mánaða óskilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa stolið súpu að verðmæti 250 króna í 10-11 en maðurinn neytti hennar innan búðar- innar án þess að greiða. Hann stal enn fremur matarkoníaki í Hagkaupum að verðmæti 769 króna. Umræddur mað- ur sendir DV reglulega bréf og er ljóst að hann gengur ekki heill til skógar. Lengd dómsins má skýra að hluta með því að hann braut skilorð. Mánuður fyrir Sóma-samloku Síðasta sumar var karlmaður á sextugsaldri dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið samloku að verðmæti 599 krón- ur úr verslun 10-11 í Austurstræti, og borðað samlokuna án þess að greiða fyrir hana. Hann braut ekki skilorð en hafði þó fengið nokkra dóma fyrir auðgunarbrot. Límbandsrúllan kostaði 110.000 kr. Árið 2014 var kona dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að stela límbands- rúllu að verðmæti 599 króna úr hillu verslunarinnar Shell við Austurmörk í Hveragerði. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 110 þúsund í sakarkostnað. Fékk fangelsisdóm fyrir að stela brók degi fyrir jól n Mónika furðar sig á þyngd dómsins n Hundurinn borðar allar nærbuxur Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Hundur­ inn minn er svo hrifinn af því að naga hluti úr bómull og nælon­ efnum. Þorsteinn fékk Rós Þorsteinn, stofnandi Plain Vanilla og núverandi forstjóri Teatime, er genginn út. Sú heppna heitir Rós Kristjáns­ dóttir og stundar nám í gull­ smíði við Tækniskólann. Rós hefur starfað sem fyrirsæta samhliða námi en hún prýðir forsíðu nýjasta eintaks tímarits­ ins Reykjavík Fashion and Des­ ign. Ekki er langt síðan Þor­ steinn lenti á lista yfir heitustu piparsveinana hjá Vísi en það entist skammt og virðist hann alsáttur við það hlutskipti. E itt einkennilegasta sakamál, svokallað skáksmyglsmál, dregst enn á langinn. Í vik­ unni var Sigurður Kristins­ son úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna máls­ ins. Á meðan liggur eiginkona hans, Sunna Elvira Þorkelsdóttir, lömuð á sjúkrahúsi í Malaga­borg. Ástand hennar er slæmt enda fær hún ekki þá umönnun sem hún þarf á að halda. Undanfarna daga hefur verið á dagskrá á að flytja Sunnu Elviru á sérstakt sjúkrahús í Toledo. Um er að ræða tíu tíma erfitt ferðalag enda er Toledo í miðju Spánar, um 350 kílómetra frá Malaga. Það hefur vakið mikla furðu hjá íslenskum yfirvöldum og aðstand­ endum Sunnu Elviru að flutn­ ingurinn hafi ítrekað verið stöðv­ aður af spænskum yfirvöldum án skýringa. Komið hefur fram að málið byrjaði þegar pakki frá Spáni barst til skrifstofu Skáksambands Íslands. Reyndist hann innihalda um átta kílógrömm af fíkniefnum sem falin voru í verðlaunagripum fyrir skák. Samkvæmt heimildum DV kann ástæðan fyrir tregðunni varðandi flutning Sunnu Elviru til Toledo að vera sú að greiðslan fyr­ ir sendinguna var rakin til hennar og hefur hún ekki getað veitt lög­ regluyfirvöldum skýringar á því. Samkvæmt heimildum DV barst sendingin frá tilteknu fyrirtæki sem staðsett er í bænum Altea, nærri Alicante. Bærinn er í rúmlega 400 kílómetra fjarlægð frá Malaga. Starfsmaður fyrirtækisins, David Lopez Cobos að nafni, var skráð­ ur sendandi. DV hringdi í fyrirtæk­ ið en varð að gera sér að góðu að ræða við samstarfsmann Davids sökum slakrar enskukunnáttu þess Davids. Staðfesti starfsmaðurinn að vörurnar hefðu sannarlega far­ ið frá þeim en að í millitíðinni hafi annar aðili, sá er pantaði vörurnar, fengið þær í sína vörslu. Þá hafi málið greinilega tekið mikið á David og starfsmenn fyrir­ tækisins sem höfðu flækst inn í rannsókn spænskra og íslenskra lögregluyfirvalda með þessum hætti. Þegar DV óskaði eftir upp­ lýsingum um hver hefði pantað vörurnar þá vísaði starfsmaður­ inn á þarlend lögregluyfirvöld og kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um málið. n bjornth@dv.is BuBBi vikunnaR Bubbi var ekki hrifinn af amerísku Ofurskálinni um nýliðna helgi: „Að horfa á USA fótbolta er svipað og að opna bók með geðveikri kápu og sjá að allar síður eru auð­ ar,“ tísti tónlistarmaðurinn. Mynd af Bubba er falin í blaði dagsins. Ef lesendur reka augun í ásjónu tónlistar­ mannsins geta þeir sent blaðinu lausnir á netfangið bubbi@dv.is. Dregið verður úr innsendum lausnum og fær sá heppni gjafabréf á veitingastað í höfuðborginni í verðlaun. Finndu Bubba í blaðinu David Lopez sat í súpunni í skáksmyglinu Sunna Elvira Þorkelsdóttir Liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga í kjölfar hræði- legs slyss. Samkvæmt heimildum DV var greiðsla sendingar til Íslands, sem reyndist innihalda fíkniefni, rakin til hennar. Á þessum degi … Árið 1555 – Englendingurinn John Hooper, biskup í Gloucester, er brenndur á báli eftir að hafa verið fundinn sekur um trúvillu. Árið 1895 – Bandaríkjamaðurinn William G. Morgan upphugsar leik sem gekk til að byrja með undir nafninu Mintonette. Þessi leikur nýtur mikilla vinsælda enn þann dag í dag og nefnist blak (e. volleyball). Árið 1950 – Öldungadeildarþing- maðurinn Joseph McCarthy ber það á utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að þar mori allt í kommúnistum. McCarthy hafði megnustu óbeit á kommúnisma og öllu því sem einkenndi hann og nærði komm- únistagrýluna af miklum móð. Að lokum fékk öldungadeildin sig fullsadda af framgöngu hans og veitti honum ávítur. Árið 1964 – Hljómsveitin The Beatles frá Liverpool kemur í fyrsta skipti fram í bandaríska sjónvarpsþættinum The Sullivan Show. Um 73 milljónir bandarískra sjónvarpsáhorfenda horfðu á þáttinn og var um að ræða met í þarlendri sjónvarpssögu. Árið 1971 – Apollo 14 kemur til jarðar eftir þriðju för mannaðs geimfars til tunglsins. Árið 1991 – Niðurstaða þjóðar- atkvæðagreiðslu í Litháen sýnir svo ekki verður um villst að landsmenn vilja sjálfstæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.