Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Síða 26
26 sport 9. febrúar 2018 Þ etta hefur verið virkilega skemmtilegt, þetta er búið að vera viðburðaríkt ár, en mjög gefandi. Maður hefur þurft að kynna sér marga hluti í rekstrinum og auðvitað fjölbreytt verkefni sem eru tengd fótboltan­ um líka. Það hefur verið gaman að kynnast aðildarfélögunum og því sem er í gangi, maður hefur horft á mikið af fótbolta sem hefur verið gaman. Gengi landsliðanna hefur síðan verið frábært, þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sem mun sitja sitt fyrsta ársþing um helgina sem formaður KSÍ. Guðni var kjörinn til starfa í febrúar í fyrra og hefur því starfað í heilt ár, starfið er stórt og mikið og því eru margir hlutir sem Guðni hefur þurft að setja sig inn í. „Það eru margir hlutir sem maður þarf að setja sig inn í, starf formanns er mjög fjölbreytt. Maður hefur verið að kynna sér hlutina og rýna í þá, bæði þá hluti sem koma að eiginlegum rekstri sambands­ ins og síðan öllu í kringum það. Síðan höfum við verið í faglegu starfi og unnið að stefnumótun sem er svona á lokametrunum og það hefur gengið virkilega vel. Nú er á fullu unnið að undirbúningi fyrir ársþingið sem er um helgina og svo er auðvitað þetta stóra verk­ efni fyrir HM í Rússlandi. Það er gríðarlegur undirbúningur í kring­ um svo stórt mót.“ Getum verið virkilega stolt Árið fyrir formanninn hefur verið gott innan vallar en karlalands­ liðið komst í fyrsta sinn á HM og stelpurnar náðu fínum árangri. „Fyrir mig sem fyrrverandi leik­ mann að sjá hvernig undirbúningur hjá landsliðum er hefur verið gaman og að upplifa þessa stemmingu sem er hjá liðunum innan og utan vallar ásamt því hvernig stuðningsmenn koma inn í það. Ég held að við get­ um verið virkilega stolt af því hvern­ ig þetta allt spilar saman, ég veit að íslensk knattspyrna hefur vakið afar mikla athygli fyrir það. Árangur landsliðanna er ákveðin viðurkenn­ ing á því góða starfi sem aðildarfé­ lögin eru að vinna, það er það starf sem við eigum að vera hvað stolt­ ust af. Afrakstur þess góða starfs er meðal annars frábær árangur landsliðsins. Árangurinn hefur ver­ ið flottur í yngri landsliðum og svo að sjálfsögðu hjá A­landsliði karla sem vakti heilmikla athygli síðasta haust. Síðan er það sigur A­lands­ liðs kvenna gegn Þýskalandi sem var magnaður. Við erum ein sterk heild sem við eigum að vinna með og bæta.“ Starf formanns á að vera fullt starf Þegar Guðni var í framboði þá var tekist á um hvort starf formanns KSÍ ætti í raun að vera fullt starf. Eftir ár í starfi er Guðni sannfærð­ ur um að svo eigi að vera. „Ég var á þeirri skoðun að starf formanns KSÍ væri fullt starf og er enn frekar á því í dag. Ég held að það sé bæði æskilegt og nauðsynlegt að svo sé. Mikill meirihluti af okkar tekj­ um kemur að utan og við þurf­ um að gera okkur gildandi þar. Við þurfum að gæta okkar hags­ muna og taka þátt í stefnumótun í fótboltanum á alþjóðlegum vett­ vangi. Ég held að það sé mikil­ vægt. Svo er það að fara á milli hér heima og skoða hvernig við getum bætt okkar starf. Við erum að skoða hvernig við getum bætt starfið innan KSÍ bæði á skrifstofu og knattspyrnulega séð. Hvernig við getum unnið best með fé­ lögunum og stutt þau í þeirra starfi. Ég held að okkur hafi tek­ ist nokkuð vel til á þessu ári en við viljum alltaf gera betur. Það er talsverður tími sem fer í ferðir er­ lendis hjá formanninum, lands­ liðsverkefnin erlendis eru viða­ mikil og það tekur tíma. Við erum einnig að reyna að breikka og efla tekjugrunn okkar og það er stórt verkefni sem á endanum kem­ ur félögunum og fótboltanum til góða.“ Kemur yfirmaður knattspyrnumála? Eitt af því sem Guðni vildi gera sem formaður var að koma með yfirmann knattspyrnumála inn í starfið hjá KSÍ. Ári síðar er það ekki komið, en vinna í kringum starfið er í gangi og tíðinda gæti verið að vænta. „Ég held að það gangi vel, við erum í stefnumót­ un. Við erum að horfa á skrif­ stofuna og tengingu við aðildar­ félögin, sú vinna er í gangi og við skoðum hvernig við getum styrkt faglega starfið hér innanhúss. Við höfum fundað með yfirþjálfur­ um, sem var mjög jákvæður fund­ ur, við myndum vilja vinna þetta í sem mestu samstarfi við félög­ in. Við viljum efla okkar leik­ menn og þessi vinna hefur verið í gangi undanfarið og gengur vel. Ég sé fram á það að á endanum verði svona starf til, sama hvað það verður svo kallað. Við stefn­ um að því að styrkja okkur á fag­ lega sviðinu. Við njótum augna­ bliksins núna en við þurfum líka að horfa til framtíðar og sjá til þess að gott faglegt starf skili sér áfram í þessum góða árangri.“ Á að lengja kjörtímabilið? Lagt hefur verið til að kjörtímabil formanns KSÍ verði lengt úr tveim­ ur árum í þrjú. Mörgum finnst tveggja ára tímabil heldur stutt fyrir nýjan mann í brúnni. „Það er auðvitað mismunandi hvernig þetta er í heimi fótboltans, sumir eru með fjögur ár og aðrir með tvö ár. Á þó nokkrum stöðum eru þetta fjögur ár og það er tillaga stjórnar að fara milliveginn má segja og að þetta verði þrjú ár. Starfshópurinn lagði til við stjórnina að svo yrði en að formaður gæti einnig bara setið í fjögur kjörtímabil. Það var niður­ staðan að þetta yrði lagt til. Það er ýmislegt sem mælir með því að lengja kjörtímabilið en það er ekki nein ein rétt niðurstaða.“ Vongóður um Laugardalsvöll Mikil vinna er í gangi varðandi nýjan Laugardalsvöll og Guðni er vongóður um að það gangi eftir. „Það er eitt viðamikið og mikilvægt verkefni sem við erum að horfa til þess að þetta geti verið að klárast í byrjun apríl. Nú erum við með starfshóp sem vinnur með ríkis­ stjórn, Reykjavíkurborg og KSÍ. Ég skynja mikinn áhuga og er bjart­ sýnn á að við fáum ákvörðun sem verður íslenskri knattspyrnu til hagsbóta. Það er ljóst að við verð­ um að endurbyggja völlinn til þess að geta spilað alla mótsleiki okk­ ar á vellinum í framtíðinni. Þetta mun einnig gefa nýja möguleika fyrir bikarúslitaleikina og þegar við komumst með félagslið í riðla­ keppni í Evrópu.“ n Getum verið hvað stoltust af starfi aðildarfélaganna n Guðni er að ljúka sínu fyrsta ári í starfi n Telur að lengja eigi kjörtímabilið Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Ég var á þeirri skoðun að starf formanns KSÍ væri fullt starf og er enn frekar á því í dag Guðni Bergsson Hefur verið formaður KSÍ í eitt ár. mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.