Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Blaðsíða 27
279. febrúar 2018 Sum fyrirtæki senda bara starfsmann út í búð. Það kostar ekkert því hann er hvort sem er í vinnunni Ávextir alla daga vinnuvikunnar kosta um 550 kr. á mann. Hamborgaratilboð kostar hátt í 2.000 kallinn, einu sinni. Ávaxtabiti um miðjan morgun eða um nónið, getur bjargað deginum þegar starfsmenn eru orðnir orkulausir. Vinnuveitendur geta hagnast nokkuð á því. Þegar fyrirtæki eru í áskrift hjá Ávaxtabílnum, þurfa þau aldrei að muna að panta – ávextirnir koma bara. Ef fyrirtæki í áskrift vill breyta pöntun sinni, er hún kölluð fram á heimasíðu okkar, breytt og send inn – gæti ekki verið einfaldara. Fyrirtæki í áskrift fá 20% afslátt af veislubökkum okkar. Starfsmenn Múlalundar sjá um alla tiltekt ávaxtanna fyrir Ávaxtabílinn og fá svo að sjálfsögðu ávexti upp á borð hjá sér alla vikuna ódýr Nú eru góð ráð www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Ávaxtaðu betur Í slenskt knattspyrnuáhugafólk sem er að bóka hótelgistingu vegna heimsmeistaramóts- ins í Rússlandi lendir nú um stundir í vandræðum vegna hót- ela sem það hafði bókað gistingu á í bæði Moskvu og Rostov-on-Don í sumar. DV hefur rætt við nokkra einstaklinga sem höfðu bókað hót- elgistingu og fengið staðfestingu á bókun sinni. Þeir hafa síðar fengið skilaboð um að bókunin hafi ekki gengið í gegn. Þeim er svo boðið að bóka hótelgistingu á nýjan leik en á miklu hærra verði en þeim hafði áður boðist. Margir Íslendingar ætla að leggja leið sína til Rúss- lands og sjá íslenskt knattspyrnu- landsliðið í fyrsta sinn á HM og hef- ur stór hluti þeirra nú þegar bókað ferð sína. Þeir vita þó ekki hvort þeir fái miða á leikina, en FIFA hef- ur nú lokað fyrir umsóknarferli um miða og dregið verður úr því happadrætti í mars. „Ég er að fara til Rússlands með fjölskylduna í sumar, hótelið sem ég bókaði í Moskvu hefur nú ákveðið að henda okkur út,“ sagði Sigurður Hjaltested um málið en hann er einn af þeim sem hafa lent í þessu. Fékk staðfestingu Sigurður bókaði í gegnum vefinn booking.com sem margir Íslendingar nota og treysta. „Ég bókaði í gegnum Booking og fékk staðfestingu þaðan og í skilmál- um kom fram að ég ætti að borga við komu á hóteli, ég fékk síðan viðvörun frá þeim um að kortið mitt hefði ekki virkað og að ég hefði 24 klukkustundir til að laga kortið. Fimm mínútum síðar fékk ég svo póst um að búið væri að af- lýsa þessari bókun. Hótel í Rúss- landi virðast stunda þetta núna en ferðafélagar mínir lentu í þessu sama í Rostov og vita af fleiri Ís- lendingum í sömu stöðu.“ Íhugar að hætta við ferðina Sigurður hugðist fara í þessa ferð með fjölskyldunni, sex manns allt í allt og þar af fjórum börnum. „Núna er ég án hótels í Moskvu með sex einstaklinga og þar af fjóra krakka, ég íhuga það alvarlega að aflýsa þessari draumaferð. Það er ekki þess virði að fara til Rússlands og eiga á hættu að standa uppi án hótelgistingar, ég beini því til fólks að passa sig á þessu.“ n Tugum Íslendinga hent út af hótelum í Rússlandi Boðið að bóka herbergið aftur á miklu hærra verði Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Núna er ég án hótels í Moskvu með sex einstaklinga og þar af fjóra krakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.